Morgunblaðið - 20.09.2008, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 20.09.2008, Blaðsíða 10
10 LAUGARDAGUR 20. SEPTEMBER 2008 MORGUNBLAÐIÐ VEÐUR Davíð Oddsson seðlabankastjóriog fyrrverandi forsætisráð- herra fór á kostum í ítarlegu viðtali í Íslandi í dag á Stöð 2 í fyrrakvöld og talaði mannamál. Hans tungutak er þannig að allir skilja. Auðvitað sýn- ist mönnum alltaf sitt hverjum, þeg- ar Davíð á í hlut: hann var umdeild- ur pólitíkus og hann er umdeildur seðlabankastjóri.     Sumir elska aðhata Davíð, aðrir elska að dá hann. Hann er all- tént ekki einn þeirra, sem þurfa að óttast það að vera ekki í um- ræðunni eða að menn hafi ekki skoðanir á honum.     Það var réttmæt ábending fráDavíð, að íslensku bankarnir eru ekki verr staddir en aðrir bank- ar og því hafi ekki verið réttmætt að draga þá í sérstakan dilk.     Davíð hafði greinilega lúmsktgaman af því að sýna aðeins í sér hinar gömlu, pólitísku tennur, sem augljóslega eru hvergi nærri bitlausar enn.     Hann hafði t.d. augljósa ánægju afþví að rifja upp að það voru greinendur frá Merrill Lynch og Lehmann sem töldu að íslensku bankarnir stæðu afar illa. „Þessir bankar eru þó horfnir af sjónarsvið- inu, en íslensku bankarnir standa enn,“ sagði Davíð.     Sömuleiðis virtist Davíð alls ekk-ert leiðast, þegar hann sagði: „Við vissum að okkar kæru, nor- rænu frændur og bræður höfðu áhyggjur af okkur en við höfum líka séð vandamál koma þar fyrir, sem við auðvitað tökum nærri okkur.“     Er það svo?! STAKSTEINAR Davíð Oddsson Davíð og mannamál                      ! " #$    %&'  (  )                   *(!  + ,- .  & / 0    + -                     12     1  3   4 2- 2  * -  5  1 % 6! (78 9 4 $  (      !              :  3'45 ;4 ;*<5= >? *@./?<5= >? ,5A0@ ).?    "        " " " " "                      *$BC                        ! " #  $  ! *! $$ B *! # $ % & $ &  ' (&  )( <2 <! <2 <! <2 # '&% *  + ,!(- C$ -                                " % ! 6 2            ! "&      '            ! " ()  *    B                %*    %*   &+   ! " ,  -  ! ./  (00 (&  1 ( !( *  Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ FRÉTTIR Eftir Andra Karl andri@mbl.is HÆSTIRÉTTUR hefur ógilt ákvörðun Landspít- ala um að flytja konu, hjúkrunarfræðing, úr starfi af geðdeild 33-C við Hringbraut á deild 15 á Kleppi. Kom ákvörðunin til vegna atviks sem átti sér stað utan vinnutíma milli konunnar og annars hjúkrunarfræðings, karlmanns, sem starfaði á sömu deild spítalans. Spítalinn var einnig dæmdur til að greiða konunni 800 þúsund krónur í miska- bætur. Í dómi Hæstaréttar kemur fram að konan hafi ásamt manninum og öðrum hjúkrunarfræðingum verið í samkvæmi hjá deildarstjóra 33-C kvöld eitt í september árið 2006. Að samkvæmi loknu héldu bæði heim til konunnar, en þeim ber ekki saman um hvað fór þeim á milli. Áreitti manninn ekki kynferðislega Maðurinn bar að konan hefði gengið mjög nærri honum við að reyna fá hann til kynmaka við sig. Og hafi það jaðrað við kynferðislega áreitni. Kon- an sagði fyrir dómi að saga mannsins væri að mestu uppspuni og því færi víðs fjarri að hún hefði áreitt hann kynferðislega. Eftir atvikið kvartaði maðurinn við yfirmann beggja og lýsti því yfir að hann gæti ekki unnið með konunni. Það varð úr að konan var flutt til í starfi óviljug. Hún sætti sig ekki við þau málalok og kærði ákvörðunina. Hæstiréttur lítur til þess að í skýrslutöku kom fram að maðurinn hefði sjálfur verið tilbúinn að yf- irgefa deildina og hefði viðrað það við yfirmann- inn. Engin fagleg né málefnaleg ástæða hefði því verið fyrir ákvörðun yfirmannsins. Ákvörðun yfirmanns dæmd ógild Hjúkrunarfræðingur á Landspítalanum var færður til í starfi án faglegrar ástæðu PÓSTVITI, öryggistrampólín, hlaupahjólastandari, regnvatns- virkjun, dyrabjalla sem tekur við skilaboðum og húfuhjálmur eru meðal margra góðra hugmynda sem lagðar voru fram í nýsköp- unarkeppni grunnskólanna. Alls bárust 3.632 hugmyndir frá 2.325 börnum og unglingum úr grunnskólum landsins. Grunn- skólar sem tóku þátt voru 65 tals- ins. Þetta er 17 keppnisár keppn- innar og hafa aldrei fleiri tekið þátt. „Það er greinilegt að mikill sköpunarkraftur, ímyndunarafl og hugmyndaauðgi býr í ykkur börn- unum sem munið stjórna landinu í framtíðinni. Haldið áfram að leita að lausnum til að bæta umhverfi okkar, og koma þeim á framfæri,“ segir í fréttatilkynningu. Mat á tillögum er byggt á þriggja stiga matsferli þar sem hagnýti, raunsæi, nýnæmi og markaðshæfi voru lögð til grund- vallar. Nöfn þátttakenda er að finna á vefsíðunni www.nkg.is. egol@mbl.is Gaman Krakkarnir í vinnusmiðjunni fóru í óvissuferð og þar var gaman. Dyrabjalla sem tekur við skilaboðum Nýsköpunarkeppni grunnskóla Eftir Jón Pétur Jónsson jonpetur@mbl.is ÞAÐ VAR létt yfir samninganefnd ljósmæðra er hún gekk inn í hús rík- issáttasemjara um tvöleytið í gær, enda ljóst að samkomulag hafði náðst í kjaradeilu þeirra og ríkisins. „Við erum sáttar við þetta. Þetta er enginn fullnaðarsigur en stórt skref,“ sagði Guðlaug Einarsdóttir, formaður Ljósmæðrafélags Íslands, þegar niðurstaðan hafði verið til- kynnt með formlegum hætti í Karp- húsinu. Hún bætti hins vegar við að enn væru nokkur skref eftir. „Við eigum svona 10% í land til þess að vera jafnokar hinna, okkur sambæri- legra stétta.“ 22,6% hækkun Núgildandi kjarasamningur ljós- mæðra verður framlengdur frá og með 1. ágúst sl. til 31. mars á næsta ári. Skv. samkomulaginu hækka grunnlaun ljósmæðra um 22,6%. Að sögn Guðlaugar getur þetta því hækkað laun meðalljósmóður á bilinu 70-90 þúsund krónur á mán- uði. Meðallaunin án vaktaálags voru 306.000 kr. „Þetta gildir til loka mars, og þá mætum við aftur til leiks,“ sagði Guðlaug. Samþykkt var að leggja af svo- nefndan vísindasjóð, en í hann hafa vinnuveitendur greitt 1,5% af laun- um. Hefur launataflan verið hækkuð sem því nemur. Verkföllum aflýst Alls greiddi 191 ljósmóðir, eða 82,68 % félagsmanna, atkvæði um tillöguna og 162 samþykktu hana, 22 höfnuðu og 7 skiluðu auðu. Þar sem miðlunartillagan hefur verið samþykkt verður hætt við öll boðuð verkföll auk þess sem fé- lagsdómsmálið mun falla niður. Löng samningalota er að baki, sem teygir anga sína aftur til apríl. Að sögn Guðlaugar er samninga- nefndin fegin að komast loks heim í faðm fjölskyldunnar. „Fjögurra ára gömul dóttir mín sagði við mig í morgun [gær] að hana hefði dreymt vinnuna mína. Þá er þetta farið að hafa mikil áhrif á fjölskylduna líka,“ sagði hún. Ásmundur Stefánsson ríkissátta- semjari, sem lagði fram miðlunartil- lögu aðeins í annað sinn á ferlinum á þriðjudag, kvaðst hafa verið bjart- sýnn á að miðlunartillagan yrði sam- þykkt. „Ég var bjartsýnn á það vegna þess að ég taldi að þetta væri það sem mundi geta náð aðilum sam- an, og það mat reyndist rétt,“ sagði hann. Gunnar Björnsson, formaður samninganefndar ríkisins, vildi ekki tjá sig um niðurstöðuna þegar Morg- unblaðið leitaði viðbragða hans. Ljósmæður og fjármálaráðherra samþykktu miðlunartillögu ríkissáttasemjara „Enginn fullnað- arsigur“ Morgunblaðið/Kristinn Vöffluskál Mikil gleði ríkti í Karphúsinu í gær þegar samningar á milli ríkisins og ljósmæðra var í höfn. Og eins og lög gera ráð fyrir voru bakaðar vöfflur auk þess sem skálað var í freyðivíni í tilefni dagsins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.