Morgunblaðið - 20.09.2008, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 20.09.2008, Blaðsíða 1
L A U G A R D A G U R 2 0. S E P T E M B E R 2 0 0 8 STOFNAÐ 1913 257. tölublað 96. árgangur Landsprent ehf. MBL.IS Morgunblaðið hvar sem er hvenær sem er Leikhúsin í landinu >> 43 DAGLEGTLÍF Á NORRÆNUM NAUMHYGGJUNÓTUM ÍÞRÓTTIR Blaðauki um hand- knattleik kvenna LESBÓK „Ég veit að ég er á jarðsprengju- svæði þegar ég er að skrifa fyrir þetta fólk en mér finnst það líka yfirþyrmandi heiður,“ segir Krist- ín Helga Gunnarsdóttir rithöf- undur. Kristín Helga er á jarðsprengjusvæði Gunnar Stefánsson útvarpsmaður gagnrýnir Þröst Helgason, Kol- brúnu Bergþórsdóttur og fleiri fyr- ir að tala illa um leiðinlegar bækur. Hann kallar þá sem gera það í skjóli nafnleyndar hugleysingja. Huglausir höfundar um leiðinlega klassík Brian Eno og David Byrne hafa tekið upp fyrra samstarf og sent frá sér plötu á netinu, Everything That Happens Will Happen Today. Hún er frábrugðin fyrri verkum þeirra. Brian Eno og David Byrne saman á ný FLYTJENDUM óperanna vinsælu, Cavalleria Rusticana og Pagliacci, var fagnað hraustlega að lokinni frumsýningu í Íslensku óperunni í gærkvöldi. Að sögn óperugesta voru hljómsveit, kór og söngvarar hyllt með langvar- andi lófataki og húrrahrópum eftir flutninginn. Augljóst var að fólk var sérstaklega þakklátt fyrir að fá að sjá og heyra Kristján Jóhannsson á sviði Óperunnar. Hér hlýða Kristján og Sólrún Bragadóttir á lófatakið. Söngvarar hylltir í Íslensku óperunni Morgunblaðið/Frikki  Ögmundur Jónasson, for- maður þingflokks VG, vill skoða þann möguleika að ríkið styðji sjó- flutninga við landið. Búið sé að fjárfesta í höfn- um víða um land og færðar hafi verið sönnur á að þungaflutningar á vegum séu óhag- kvæmari og dýrari en flutningar á sjó. Hann bendir einnig á að verð á áburði hafi tvöfaldast á skömmum tíma og sé enn að hækka. Hann spyr hvort ekki eigi að endurreisa áburð- arverksmiðju hér á landi. » 20 Verður Áburðarverk- smiðjan endurreist? Ögmundur Jónasson  Miklar hækkanir urðu á vísitöl- um fjármálamarkaða víða um heim í gær. Vestanhafs tóku markaðir kipp eftir að tilkynnt var um aðgerðir stjórnvalda til að mæta fjármálakreppunni og smit- aði sú hækkun út frá sér. Úrvalsvísitala Kauphallarinnar hækkaði um 5,23% í gær og stendur nú í 4.055,84 stigum. Gengi krónunnar styrktist jafnframt um 2,15% í gær og var lokagildi gengisvísitölunnar 172,2 stig. » 17 Hækkanir á mörkuðum AP TIL stendur að auglýsa stöðu lög- reglustjórans á Suðurnesjum í apríl næstkomandi. Þá lýkur fimm ára skipunartíma Jóhanns R. Benedikts- sonar sem gegnt hefur embætti lög- reglustjóra. Eftir því sem næst verður komist hefur ekki áður verið auglýst laus staða forstöðumanns ríkisstofnunar vilji forstöðumaðurinn á annað borð sinna starfinu áfram. „Ég get staðfest að mánudaginn 1. september var mér afhent formlega bréf frá dóms- málaráðherra þar sem mér var tilkynnt að staða mín yrði auglýst laus til umsóknar,“ sagði Jóhann í gær. „Að öðru leyti mun ég ekki tjá mig um þetta mál að svo stöddu.“ Forsaga málsins er sú að dómsmálaráðherra gerði at- hugasemdir við að rekstur embættisins hefði farið fram úr fjárheimildum. Rekstraráætlun fyrir embættið árið 2008 var lögð fram í febrúar sl., en þar var gert ráð fyrir 210 milljóna viðbótarfjárveitingum. Ráðuneytið féllst ekki á forsendur rekstraráætlunarinnar og 4. mars fékk embættið sex daga til að koma með nýja áætlun. Enginn botn fékkst í málið, þrátt fyrir fund Jóhanns og Björns Bjarnasonar dómsmálaráðherra með starfs- mönnum. Og níu dögum síðar lagði dómsmálaráðherra til breytingar á skipan löggæslu-, öryggis- og tollgæslu- mála á Suðurnesjum. Í framhaldi af því óskaði Jóhann eftir viðræðum um starfslok við settan dómsmálaráð- herra en skilaði ekki inn uppsögn. Ekki náðist samstaða í stjórnarflokkunum í vor um tillögur dómsmálaráð- herra. Jóhann var skipaður sýslumaður á Keflavíkurflugvelli árið 1999 og síðan gerður að lögreglustjóra á Suð- urnesjum árið 2007. Samkvæmt heimildum hyggst hann ekki sækja um starfið þegar það verður auglýst. Skipt um lögreglustjóra  Jóhanni R. Benediktssyni tilkynnt í bréfi frá dómsmálaráðherra að staða hans verði auglýst í apríl á næsta ári  Jóhann tjáir sig ekki að svo stöddu Jóhann R. Benediktsson Eftir Pétur Blöndal pebl@mbl.is  Aðfaranótt föstudags ól kona barn um borð í einni af farþegaþot- um Latcharter, dótturfélags Ice- landair Group. Farþegaþotan er leigð til Virgin Nigeria og var í áætlunarflugi frá Lagos til Gatwick í London. Kona um borð var komin það langt á leið að hún mátti ekki fljúga, samkvæmt reglum flug- félagsins, en sem betur fer gekk fæðingin vel og fæddi hún svein- barn. „Svo heppilega vildi til að tveir læknar og ljósmóðir voru far- þegar um borð,“ segir Garðar For- berg, forstjóri Latcharter. „Hversu líklegt er það!?“ bætir hann við og hlær. pebl@mbl.is Fæðing í farþegaþotu BJÖRN Bjarna- son dóms- málaráðherra segir að verið sé að auglýsa stöðu sýslumannsins á Suðurnesjun og í því tilliti sé farið eftir lögum og reglum um að til- kynna verði fyr- irætlunina með 6 mánaða fyrirvara. Spurður hvort þetta sé óvenjulegt, segir hann að spyrjandi verði að kanna það. orsi@mbl.is Unnið eftir lög- um og reglum Björn Bjarnason

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.