Morgunblaðið - 20.09.2008, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 20.09.2008, Blaðsíða 6
6 LAUGARDAGUR 20. SEPTEMBER 2008 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Eftir Sigtrygg Sigtryggsson sisi@mbl.is GÍSLA Gíslasyni hafnarstjóra Faxaflóahafna hefur verið falið að gera tillögu að breyttri og víðtækari nýtingu verbúðanna við Reykjavík- urhöfn, þar sem m.a. verði heimiluð þjónusta og verslun. Er vinna við tillögugerðina þegar hafin. Verbúðirnar sem um ræðir eru á tveimur stöðum við höfnina. Í fyrsta lagi í grænu hús- unum við Geirsgötu og hins vegar í húsalengju á Grandagarði. Starfsemi í verbúðunum við Geirs- götu hefur breyst hægt og bítandi frá því að hún var alfarið aðsetur fyrir smábátaútgerð. Þar er m.a. að finna tvo veitingastaði, sushi-stað og hinn þekkta veitingastað Sægreifann. Þá hefur Sjóstangaveiðifélag Reykjavíkur komið sér upp aðstöðu í verbúðunum. Að sögn Gísla Gíslasonar er hugmyndin að nyrstu verbúðirnar við Grandagarð verði áfram notaðar í þágu smábátaútgerða, sem þurfi að hafa aðstöðu við höfnina. Ætlunin sé að breyta starfseminni í syðri hluta verbúðanna. Þarna mætti opna fyrir annars konar starfsemi, svo sem létta verslun eða þjónustu, veitingahús og menningarstarfsemi. Nú þegar sé vísir að slíkri starfsemi á svæðinu. Gísli segir engum vafa und- irorpið, að það myndi hleypa lífi í Grandann að breyta notkun verbúðanna. Nokkurn tíma tekur að hrinda þessum breytingum í framkvæmd. Meðal annars þarf að breyta deiliskipulagi svæð- isins. Aukið líf færist í verbúðir við höfnina  Hafnarstjóra falið að koma með tillögur að breyttri og víðtækari nýtingu en hingað til  Stefnt er að veitingastarfsemi og margvíslegri þjónustu á Grandagarði í framtíðinni Í HNOTSKURN »Gömlu verbúðinar viðGeirsgötu hafa verið að vakna til lífsins, m.a. með til- komu veitingastaða. »Hugmyndin er að takahluta verbúðanna á Grandagarði undir léttari starfsemi, svo sem veit- ingastaði, þjónustu og menn- ingarstarfsemi. »Á Grandagarði er nú þeg-ar fyrir hendi starfsemi sem hefur dregið að sér gesti. Má þar nefna Sjóminjasafnið og hinn sívinsæla veit- ingastað Kaffivagninn. Morgunblaðið/G.Rúnar Nýtt hlutverk Ný starfsemi verður í verbúðunum á Grandagarði ef áætlanir ganga eftir. FRÉTTASKÝRING Eftir Önund Pál Ragnarsson onundur@mbl.is VIKAN sem leið var ein sú versta í lóðamálum í Hafnarfirði í langan tíma. Tveimur til fimm lóðum var skilað upp á hvern einasta dag, að sögn Lilju Ólafsdóttur, fulltrúa í fasteignaskráningu hjá Hafnar- fjarðarbæ. Mest ber á því að ein- býlishúsalóðum sé skilað, en einn- ig eru dæmi um lóðir fyrir parhús, atvinnuhúsnæði og hesthús. Sömu lóð úthlutað þrisvar Flestar eru lóðirnar á svæðinu Vellir 7, en 1. apríl sl. var 129 par- og einbýlishúsalóðum úthlutað þar. Einhverjum þeirra verður lík- lega úthlutað í þriðja skiptið á næstunni. Eftirspurn er að sögn ennþá nokkur og stefna bæjarins að halda áfram að bjóða þær á meðan svo er. Þetta er dýrt fyrir bæjarfélagið. Vinna við úthlutun og afsöl, auk þess sem end- urgreiða þarf lóðirnar til þeirra sem skila. Samningar eru bundnir byggingavísitölu eða vísitölu neysluverðs, svo bæjarfélagið borgar meira til baka en það fékk. Á fleiri stöðum rignir lóðunum inn. Tæplega 140 hefur verið skil- að í Smalaholti, Hnoðraholti, Rjúpnahæð og Vatnsendahlíð í Kópavogi, af tæplega 530 sem út- hlutað hefur verið frá áramótum. Um 20 hefur verið endurúthlutað, að sögn Þórs Jónssonar, upplýs- ingafulltrúa. Bæjarráð brást á þriðjudag við með lækkun yf- irtökugjalds, auknum stað- greiðsluafslætti og lækkun vaxta á skuldabréfum í Vatnsendahlíð. Hingað til hefur 50 lóðum verið skilað í Úlfarsárdal og á Reynis- vatnsás, en 10 lóðum hefur verið endurúthlutað, að sögn Jóhanns Levís Logasonar, lögfræðings hjá framkvæmda- og eignasviði borg- arinnar. Næst verður úthlutað, og endurúthlutað, í Úlfarsárdal eftir um sex vikur. Fjórum lóðum hefur verið skilað í Hveragerði það sem af er ári. Einnig hefur fyrstu úthlutun lóða í svonefndu Kambalandi verið seinkað um eitt ár. Hægir á uppbyggingunni Í Mosfellsbæ eru Leirvogstunga og Helgafellsland í uppbyggingu á vegum einkaaðila. Bjarni Guð- mundsson hjá Leirvogstungu segir lítið um að lóðasölur gangi til baka vegna fjárskorts, þess séu þrjú dæmi. Annars gengur uppbygging hverfisins vel að hans sögn, vissu- lega hefur hægt mikið á en hann furðar sig þó á hversu mikið er í gangi. Hannes Sigurgeirsson, framkvæmdastjóri Helgafells seg- ir mikinn áhuga á lóðum en salan lætur þó á sér standa. Ekki eru dæmi um samninga sem ganga til baka hjá honum. Hann segir verk- taka sem byggir fjölbýlishús á svæðinu hafa selt íbúðir ágætlega að undanförnu. Morgunblaðið/Kristinn Lóðir Nýja hverfið á Reynisvatnsási má bíða þess enn um sinn að verða fullgert, gróið og heimilislegt. Margt fólk skilar nú lóðum þar og á fleiri svæðum. Tvær til fimm lóðir á dag  Ein versta vika í lóðamálum Hafnarfjarðar, mikil skil á lóðum valda kostnaði  50 lóðum hefur verið skilað í nýjum hverfum Reykjavíkur, en 140 í Kópavogi FOKKER-flugvél Landhelg- isgæslu Íslands bilaði í Syðri- Straumsfirði á Grænlandi seint að kvöldi sl. fimmtudags. Sam- kvæmt upplýsingum frá Höskuldi Ólafssyni, tæknistjóra Landhelg- isgæslunnar, kom upp bilun í mæli sem mælir afl annars hreyf- ilsins en ekki er hægt að fljúga án hans. Að sögn Höskuldar var vara- hluturinn, sem á þurfti að halda til viðgerðar, til hérlendis og var honum komið til Grænlands. Höskuldur sagði viðgerðina sjálfa ekki taka langan tíma. Flugvélin lenti svo heilu og höldnu á Reykjavíkurflugvelli um kvöldmatarleytið í gærkvöldi. Vélin var stödd á Grænlandi vegna æfingar og ráðstefnu sem í tóku þátt landhelgisgæslur allra Norðurlandanna. Fokker-flug- vélin bilaði á Grænlandi Heim á leið Mælir í Fokker-flugvél Landhelgisgæslunnar bilaði. ADOLF Guð- mundsson, fram- kvæmdastjóri Gullbergs á Seyðisfirði, hef- ur tilkynnt að hann muni bjóða sig fram til for- manns Lands- sambands ís- lenskra útvegsmanna á næsta aðalfundi samtakanna sem haldinn verður 30. og 31. október nk. Þetta kemur fram á heimasíðu LÍÚ en fyrir liggur að Björgólfur Jóhannsson mun ekki gefa kost á sér til endurkjörs. Adolf er lögfræðingur að mennt. Hann er stjórnarformaður frysti- hússins Brimbergs ehf. á Seyð- isfirði. Hann hefur frá 2003 verið formaður Útvegsmannafélags Austurlands og hefur hann átt sæti í stjórn LÍÚ frá 2005. Adolf í fram- boði til LÍÚ Adolf Guðmundsson Hvað eru margar íbúðir í bygg- ingu í landinu núna? Áætlað er að ónýttar nýjar íbúðir á höfuðborgarsvæðinu séu um 2.400 talsins, en með úthlutuðum lóðum og byggingum í smíðum sé talan nær 5.900. 3.500 lóðir og hálf- byggð hús eru því til á svæðinu, en í júlí var áætlað að um 1.000 íbúðir til viðbótar væru í byggingu annars staðar á landinu. Talan gæti því verið nálægt 4.500 íbúðum. Aldrei hafa fleiri íbúðir risið samtímis en í árslok 2007, þegar talið er að 6.200 nýjar íbúðir hafi verið í bygg- ingu. Hverjir skila lóðum sem þeir hafa fengið úthlutaðar? Flestir eru undir sömu sök seldir hvað þetta varðar. Verktakar, fyr- irtæki, fjölskyldur og einstaklingar skila lóðum vegna fjárskorts. Einnig hafa hestamenn skilað lóðum undir ný hesthús, til að mynda í Hafn- arfirði. Eftirspurn eftir lóðum er víða farin að láta mjög undan síga. S&S

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.