Morgunblaðið - 20.09.2008, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 20.09.2008, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. SEPTEMBER 2008 15 KEILIR hefur fest kaup á fimm nýjum kennsluflug- vélum fyrir Flugakademíu Keilis. Kaupverð vélanna, tæpar 200 milljónir króna er að mestu fjármagnað af seljanda ásamt Bank Austria. Möguleiki er á að bæta öðrum fimm flug- vélum við samninginn á næsta ári. Flugvélarnar sem fram- leiddar eru í Austurríki og Kanada eru á meðal full- komnustu og öruggustu kennsluflugvéla í heimi. Þær eru m.a. notaðar af bandaríska flughernum til grunnþjálfunar flugmanna. Um er að ræða tvær DA20 tveggja manna vélar, tvær DA 40 fjögurra manna vélar og eina DA42 tveggja hreyfla fjögurra manna vél með afísingar- og blind- flugsbúnaði. Vélanar eru allar bún- ar stýripinna og stærri vélanar eru jafnframt búnar stafrænum stjórn- tækjum og mælaborði. Vélanar eru búnar umhverfisvænum og spar- neytnum dísilhreyflum. Fystu vélarnar koma til landsins eftir mánuð en þær síðustu í janúar. Bóklegt einkaflugmannasnám hefst hjá Flugakademíu Keilis nú um mánaðamótin en Flugakademían er hluti af Samgöngu- og öryggisskóla Keilis, sem Hjálmar Árnason stýrir. Fimm nýjar kennsluflugvélar á leið til Flugakademíu Keilis Kennsla Nýju kennsluvélarnar eiga eftir að nýtast vel hjá Keili. STJÓRN Orkuveitu Reykjavíkur samþykkti á fundi sínum í gær að ráða Hjörleif Kvaran sem forstjóra fyrirtækisins. Hjörleifur hefur verið settur forstjóri í rúmlega eitt ár. Átján sóttu um starfið. Full samstaða var innan stjórnar OR um að ráða Hjörleif í starfið. Gengið var frá samkomulagi um að Guðmundur Þóroddsson léti af starfi forstjóra Orkuveitunnar í maí. Guðmundur var forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur en fékk leyfi frá störfum á síðasta ári til að veita Reykjavík Energy Invest forstöðu. Hjörleifur Kvaran hefur síðan stýrt Orkuveitunni. Hjörleifur var áður borgarlögmaður í Reykjavík. Hjörleifur ráðinn forstjóri OR Hjörleifur Kvaran Í TILEFNI af 20 ára afmæli ADHD samtakanna á Íslandi verður haldin ráðstefna um ADHD dagana 25.-26. september nk. ADHD er alþjóðleg skammstöfun sem stendur fyrir athyglisbrest og ofvirkni (Attention Defi- cit Hyperactivity Disorder). Á ráðstefnunni mun fjöldi innlendra og erlendra fyrirlesara halda er- indi. Þemað er annars vegar skólaganga barna með ADHD og hins vegar fullorðnir með ADHD. Frekari upplýsingar um ráðstefnuna er að finna á www.gestamottak- an.is/adhd Ofvirkni og athyglisbrestur Eftir Þorbjörn Þórðarson thorbjorn@mbl.is „LAUSAFJÁRKREPPAN í heimin- um er stærri en flestir áttu von á. Það sem íslenskir bankar hafa í raun og veru notið góðs af er að við fórum sjálf- ir í gegnum sambærilega atburðarás snemma árs 2006,“ segir Halldór J. Kristjánsson, formaður Samtaka fjár- málafyrirtækja og bankastjóri Lands- bankans. Halldór segir að í kjölfarið hafi allir bankarnir farið í aðgerðir til þess að styrkja lausafé og það skýri að hluta góða stöðu bankanna í því umróti sem á sér stað á alþjóðlegum mörkuðum um þessar mundir. Blönduð starfsemi er leiðin Að sögn Halldórs fólust aðgerðir bankanna í lántökum til þess að lengja endurgreiðsluferli erlendra lána og í því að efla erlend innlán. „Það má segja að í leiðinni hafi verið minnkuð sú markaðsáhætta sem bank- arnir almennt tóku. Íslensku bankarnir völdu sér viðskiptamódel sem er blanda af viðskiptabankastarfsemi og fjárfestingarbankastarfsemi. Það er módel sem flestir eru sammála um að geti staðist það mótlæti sem fjármála- fyrirtæki glíma nú við. Alhliða bankar sem hafa trausta stöðu á markaði og byggja á þeim grunni, en með eign- astýringu og fjárfestingarbankastarf- semi sem mikilvægar stoðir. Það er af- skaplega mikilvægt að hafa í huga, þegar erfiðleikar úti í heimi eru skoð- aðir, að það eru bankar með sambæri- leg módel og þeir íslensku sem stand- ast best þessa lausafjárerfiðleika,“ segir Halldór. Frekari samruni æskilegur Að hans sögn hafa bankarnir lagt mikla áherslu á að styrkja innlána- grunninn. Að öðru leyti hafi bankarnir nýtt eignir sínar til að nálgast fjár- mögnun, til dæmis með útgáfu sérvar- inna skuldabréfa. Allir bankarnir hafi líka takmarkað vöxt sinn og í einhverjum tilvikum gripið til aðgerða til að minnka efna- hagsreikning sinn. Spurður hvort frekari samruni á íslenskum fjármála- markaði sé æskilegur segir Halldór að íslensku bankarnir standi vel í öllum samanburði við evrópska banka. „Við höfum séð þetta gerast í Bretlandi með sameiningu tveggja stórra banka. […] Ég held að í flestum fjármálakerf- um byrji slíkir hagræðingarmöguleik- ar á því að minni fyrirtæki á markaði sameinist þeim stærri.“ Að sögn Hall- dórs er mun erfiðara fyrir smærri og sérhæfðari fyrirtæki að þrauka í nið- ursveiflu. Það sé því ekkert óeðlilegt við það að smærri fjármálafyrirtæki leiti eftir sameiningu. „Mér finnst eðli- legt og sjálfsagt að slíkir möguleikar séu skoðaðir með hliðsjón af þeirri styrkingu sem af því getur leitt.“ Halldór segir að útrás bankanna hafi verið skynsamleg að því leyti að áhættan hafi verið mjög dreifð, því komi þrengingar erlendis minna niður á íslenskum bönkum. „Það er ekki endilega skynsamlegt að selja einingar og draga úr verkefnum því við þurfum að viðhalda þeim ávinningi sem hefur orðið af áhættudreifingunni. Ég er viss um að bankarnir munu geta hald- ið að mestu óbreyttum starfseining- um,“ segir Halldór. Sameiginlegar aðgerðir Hlutfall vanskila og útlánatapa hef- ur verið nokkuð hærra hér á landi í sögulegu í samhengi en á hinum Norð- urlöndunum. „Íslenskir bankar eru með minni hlutdeild í íbúðalánum en bankar á Norðurlöndum en þau eru áhættulitlar lánveitingar ef rétt er staðið að þeim. Útlánasafnið hjá ís- lensku bönkunum er nokkuð ólíkt því sem viðgengst á hinum Norðurlönd- unum,“ segir Halldór. Spurður hvort búast megi við sameiginlegum aðgerð- um af hálfu viðskiptabankanna þegar tekið verður á vanskilum fyrirtækja og einstaklinga, segir Halldór að allir hafi hagsmuni af því að leysa sameig- inlega málefni þeirra sem ekki geta staðið við skuldbindingar sínar. „Það leiðir af eðlilegri hagsmunagæslu og þar fara hagsmunir banka og við- skiptavina saman, að lágmarka tap.“ Langtímahorfur eru traustar „Bæði íslenska hagkerfið og banka- kerfið kemur vel út úr samanburði við bankakerfi nágrannaríkjanna og hafa þarf í huga að þótt á móti blási um stund er mikilvægt að horfa til þess að staða Íslands til lengri tíma er öfunds- verð, eins og Alþjóðagjaldeyrissjóður- inn komst að í úttekt sinni á Íslandi sl. sumar,“ segir Halldór. Blandað módel farsælt í óveðri  Blönduð bankastarfsemi er leiðin til að sigrast á mótlætinu  Frekari samruni banka er æskilegur  Útrásin var skynsamleg því áhættan var dreifð  Hagur af sameiginlegum aðgerðum vegna vanskila Í HNOTSKURN »Halldór segir að bankarnirstandi almennt vel að vígi en í niðursveiflunni aukist af- skriftir þeirra. Hann telur þó að þeir geti haldið að mestu óbreyttum starfseiningum. »Bankarnir eru samt ekkimeð stór eignasöfn í hættu eftir hrun á mörkuðum í Bandaríkjunum. »Það er mikilvægt aðtryggja áframhaldandi hagvöxt. » T.d með áframhaldandinýtingu á orkulindum. »Beint samhengi er á millijákvæðra hagvaxtarhorfa og lausna á lausafjárvanda ís- lensks fjármálalífs. Morgunblaðið/G.Rúnar Góðar horfur Halldór J. Kristjánsson segir að langtímahorfur í íslensku efnahagslífi séu traustar. Íslenska bankakerfið kemur vel út úr samanburði. Námskeiðslýsing Lengd: 2 1/2 klst. Fjöldi nemenda: 8-10 Staðsetning: eftir samkomulagi Markmið: spara eldsneyti, minnka loftmengun og auka umferðaröryggi VERTU MEÐ Í VISTAKSTRI Skráning hjá: www.landvernd.is/vistakstur Upplýsingar í síma 552 5242 eða vistvernd@landvernd.is Alþjóðleg heimasíða verkefnisins, www.ecodriving-online.eu Námskeið á vegum Landverndar – tilvalið fyrir vinnustaði Kennsla í vistakstri fer fram með hjálp vistaksturs- herma sem líkja má við leikja- tölvur sem forritaðar eru með mismunandi akstursleiðum. Hvert námskeið byggir (1) á verklegum æfingum í vistaksturshermi og (2) á bóklegri kennslu. Veittar eru viðurkenningar fyrir þátttöku m in n i m e n g u n – fæ r r i s ly s – m in n i k o s tn a ð u r!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.