Morgunblaðið - 21.09.2008, Blaðsíða 4
4 SUNNUDAGUR 21. SEPTEMBER 2008 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Eftir Ylfu Kristínu K. Árnadóttur
ylfa@mbl.is
ÍBÚAR á Bakkabraut í Kópavogi eru afar
ósáttir við frágang á lóð steypustöðvarinnar
Borgar. Úlfar Eysteinsson matreiðslumaður
býr tveimur húsum frá steypustöðinni.
Hann segir fráganginn alls ekki til fyr-
irmyndar og séu íbúar í hverfinu orðnir
langþreyttir á ástandinu sem hefur varað í
fjögur ár eða síðan steypustöðin tók til
starfa í húsnæðinu.
Hægt að rita nafn sitt í sementsrykið
Úlfar segir íbúana búna að kvarta til
steypustöðvarinnar og bæjaryfirvalda en
ekkert hafi verið að gert. Sú skýring hafi
fengist að fyrirtækið ætli að færa starfsemi
sína en Úlfar segir ástandið ólíðandi. Ekki
aðeins sé steypuúrgangur við gangstéttina
heldur fylgi honum mikið ryk sem setjist á
bíla, skó og fatnað íbúanna og allra þeirra
sem leið eigi hjá. „Maður getur skrifað
nafnið sitt í gluggakistuna þegar þurrt er
því sementið svífur inn um allt,“ segir Úlfar
og bætir við að slíkt sé ekki mannsæmandi
og geti ekki verið gott fyrir heilsuna.
„Fólk sem er með fyrirtækið verður að
ganga frá eins og við hin,“ segir Úlfar en að
hans mati er þolinmæði íbúanna í nágrenn-
inu á þrotum. Hann segir að svona um-
gengni sjáist t.d. ekki fyrir framan bíla-
verkstæði eða bílapartasölur. Þar sé mun
snyrtilegra en hjá steypustöðinni þar sem
ljóst sé að enginn metnaður sé til að halda
svæðinu snyrtilegu. Úlfar segist hafa skoð-
að lóðina hjá steypustöðinni Vallá og þar sé
allt til fyrirmyndar.
„Hjá Borg virðist enginn huga að því að
ganga vel um. Þeim ber að virða umhverfið
og leyfa okkur öllum að líða vel í hverfinu.“
Ekki náðist í forsvarsmenn steypustöðv-
arinnar Borgar við vinnslu fréttarinnar.
Geta skrifað í sementsrykið í gluggum
Íbúar í grennd við steypustöðina Borg eru afar ósáttir við fráganginn á lóð stöðvarinnar
„Fólk sem er með fyrirtækið verður að ganga frá eins og við hin,“ segir Úlfar Eysteinsson
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Ósnyrtilegt Afgangssteypa blasir við vegfarendum og íbúum Bakkabrautar í Kópavogi.
Í HNOTSKURN
»Úlfar býr tveimur húsum frásteypustöðinni.
»Hann segist finna fyrir miklumóþægindum af völdum rykisins
sem berst inn til hans.
Eftir Þóru Kristínu Ásgeirsdóttur
og Ylfu Kristínu K. Árnadóttur
„ÉG hélt þetta væri náttúrulega
bara eitthvert grín fyrst,“ segir
Hildigunnur Hafsteinsdóttur, lög-
fræðingur hjá Neytendasamtök-
unum, en þegar hún fékk reikning-
inn frá Tryggingamiðstöðinni (TM) í
ágúst sá hún að hann hafði hækkað
um 100 þúsund krónur.
Forsendur þær sömu
Í fyrra greiddi Hildigunnur 222
þúsund kr. fyrir dæmigerðan heim-
ilispakka með tveimur bifreiðum.
Upphæðin á reikningnum nú í ár
sýndi hins vegar mun hærri tölu eða
320 þúsund krónur – og hafði þá
þegar verið gefinn um 30 þúsund kr.
afsláttur. Þær skýringar voru gefn-
ar að hækkun hefði orðið á vísitölu
og gjaldskrá en samkvæmt útreikn-
ingum Hildigunnar hækkaði vísital-
an einungis um 14%.
Hildigunnur segir ekkert í for-
sendunum hafa breyst. „Við búum á
sama stað, við áttum sömu bílana,
það var sama bótaupphæð á líf- og
sjúkdómatryggingum og innbúið var
metið á það sama. Mér sýnist fast-
eignatryggingin hafa fallið niður
þannig að þetta hefði kannski átt að
vera ennþá hærra.“
Leituðu annað
Hildigunnur varð fyrir tjóni í fár-
viðri í febrúar þegar bílhurð fauk
upp. Í kjölfar þess bætti TM álagi
upp á 20 þúsund kr. við reikninginn.
„Við fengum þetta foktjón fellt niður
þannig að við fengum áfram tjón-
leysisafsláttinn fyrir eitt ár,“ segir
Hildigunnur og eftir það stóð reikn-
ingurinn frá TM í rúmum 298 þús-
und kr.
Fjölskyldan ákvað að leita tilboða
og er nú í viðskiptum við annað
tryggingafélag sem rukkar þau um
260 þúsund fyrir sömu tryggingar.
Hjá TM fengust þær upplýsingar að
félagið tjáði sig ekki opinberlega um
málefni einstakra tryggingataka og
viðskiptavina. Að öllum líkindum
verður gefin út tilkynning eftir
helgi.
Hækkaði um 100 þúsund
Fjölskylda sem greitt hafði 222 þúsund kr. á ári fyrir heimilistryggingapakka
fékk reikning upp á 320 þúsund kr. Útskýrt með hækkun vísitölu og gjaldskrár
Morgunblaðið/Kristinn
Dýrt Tryggingar fjölskyldunnar hækkuðu um rúm 40% milli ára.
TVEIR litháískir
karlmenn, sem nú
sitja bak við lás
og slá á Litla-
Hrauni, verða
væntanlega send-
ir til föðurlands
síns í vikunni þar
sem þeir munu
ljúka við af-
plánun á dómum sem þeir hlutu hér
á landi, samkvæmt upplýsingum frá
Fangelsismálastofnun. Þetta eru
fyrstu fangarnir sem sendir eru til
Litháens samkvæmt samkomulagi
við þarlend stjórnvöld.
Litháísk stjórnvöld samþykktu í
febrúar að Litháar sem dæmdir eru
til refsingar hér á landi taki út refs-
ingu sína í heimalandi falli þeir und-
ir ákvæði samnings Evrópuráðsins
um flutning dæmdra manna.
Verið er að vinna að því að ljúka
formsatriðum til að hægt sé að flytja
fimm aðra litháíska fanga.
Páll Winkel, forstjóri Fangels-
ismálastofnunar, segir að búast
megi við því að styttri tíma taki að
afgreiða mál þeirra.
Litháarnir tveir sem væntanlega
fara utan í vikunni eiga, hvor um sig,
eftir að afplána um fimm ár af sinni
refsingu. runarp@mbl.is
Tveir fyrstu
til Litháen
í vikunni
RENNSLIÐ í Jökulsá í Fljótsdal
varð á skömmum tíma allt að átt-
falt meira en að jafnaði sl. mið-
vikudag. Flóðið var sannkölluð
eldskírn fyrir nýju stíflumann-
virkin sem mynda nýtt Ufsarlón
Jökulsárveitu Kárahnjúkavirkj-
unar, að því er segir á vef virkj-
unarinnar, karahnjukar.is.
Telst til 25 ára flóða
Flóðið telst til svokallaðra 25 ára
flóða, þ.e. rennslis sem má reikna
með á aldarfjórðungs fresti. Byrj-
að var að safna vatni árinnar í Ufs-
arlón hinn 11. september og vatns-
borð látið hækka í áföngum. Hinn
16. september var lónið að yfirfyll-
ast og vegna vatnsveðurs varð
rennsli í yfirfalli á fyrsta sólar-
hring margfalt á við það sem ger-
ist. Mannvirkin stóðust þó próf-
raunina. Meðalrennsli Jökulsár í
Fljótsdal er 40-50 rúmmetrar á
sekúndu en á miðvikudag fór það
upp í um 330 rúmmetra á sekúndu.
Stíflur fengu
eldskírn í flóði
HÓPSLYSAÆFING fór fram á Landspítalanum
í gær. Handrit æfingarinnar gerði ráð fyrir 45
manna rútuslysi og voru viðbrögð starfsmanna
spítalans æfð á slysa- og bráðadeildinni í Foss-
vogi, bráðamóttökunni við Hringbraut og á
bráðamóttöku barna við Hringbraut.
Að æfingunni komu einnig lögreglan í Reykja-
vík, slökkvilið höfuðborgarsvæðisins, Rauði
krossinn, Samhæfingarstöðin, Landsbjörg o.fl.
Æfðu undirbúning fyrir stórt rútuslys
Morgunblaðið/Frikki
Tryggingar hækkuðu um
100 þúsund
mbl.is | Sjónvarp