Morgunblaðið - 21.09.2008, Síða 10

Morgunblaðið - 21.09.2008, Síða 10
10 SUNNUDAGUR 21. SEPTEMBER 2008 MORGUNBLAÐIÐ Ríkislögreglustjóri Vararíkislögreglustjóri/ lögreglustjórar/ skólastj. Lögr.skólans Varalögreglustj. í RVK/ staðg. lögreglustjóra Yfirlögregluþjónn Aðstoðaryfir- lögregluþjónn Aðalvarðstjóri/ lögreglufulltrúi Varðstjóri/rannsóknar- lögreglumaður Lögreglumaður 2 0 0 1 1 Samt. 8 4 8 1 1 1 1 Samt. 24 12 4 1 0 1 1 Samt. 13 6 4 2 0 1 1 Samt. 16 8 3 1 0 1 1 Samt. 11 5 4 0 0 1 1 Samt. 10 4 12 3 1 1 1 Samt. 35 17 4 0 0 1 1 Samt. 10 4 3 0 0 1 1 Samt. 8 3 144 34 11 4 2 Samt. 301 105 3 1 0 1 1 Samt. 8 2 3 1 0 1 1 Samt. 10 4 28 15 6 2 1 Samt. 76 24 2 1 0 1 1 Samt. 11 6 6 3 1 1 1 Samt. 39 10 Vestfirðir Snæfellsnes Suðurnes Borgarn. Akranes Höfuðborgarsvæðið Selfoss Hvolsvöllur Vestmannaeyjar Blönduós Sauðárkrókur Akureyri Húsavík Seyðisfjörður Eskifjörður Lögregluskólinn 0 7 0 2 0 Samt. 9 0 18 35 11 2 1 Samt. 91 23 Ríkislögreglustjóri Fjöldi starfandi lögreglumanna á Íslandi Afleysingamenn, héraðslögreglumenn (ómenntaðir) og lögreglunemar eru ekki taldir með. 1 1 FRÉTTASKÝRING Eftir Pétur Blöndal pebl@mbl.is G rundvallarskipulag lög- gæslu á Íslandi er til endurskoðunar. Í minn- isblaði Björns Bjarna- sonar dómsmálaráð- herra eru viðraðar hugmyndir um fækkun lögregluumdæma úr fimmtán í sex og um að kljúfa lögreglustjóra frá sýslumönnum. „Ég tel þetta til bóta,“ segir Ólafur Helgi Kjartansson lögreglustjóri á Selfossi. „Stærri umdæmi greiða fyrir fækkun yfirmanna og gera fleiri lög- reglumönnum kleift að stunda hrein- ræktuð lögreglustörf. Sveigjanleiki verður meiri, verkaskipting skýrari og einfaldara að ráða óbreytta starfs- menn í skrifstofustörf.“ Og þeir lögreglustjórar sem rætt var við virðast á einu máli um að það sé löngu tímabært að skilja á milli lög- reglustjóra og sýslumanna. „Sá sem stýrir löggæslu þarf að geta beitt sér óskiptur,“ segir Ólafur Helgi. „Um- hverfið er annað en fyrir tíu árum og heimurinn harðari. Ekki þarf að líta lengra en til síðustu viku þegar upp kom alvarlegt stungumál í Þorláks- höfn.“ En sumir vilja ganga lengra í upp- stokkun á skipulagi lögreglunnar. Samhljómur er með lögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins og ríkislög- reglustjóra hvað varðar hugmyndir um að ríkislögreglustjóri eigi að vera yfir lögreglustjóraembættunum, hafa fjárveitingavald, annast samræmingu og markmiðssetningu, og að lög- reglustjórar eigi að sinna löggæslu- verkefnum. Við nánari skoðun kemur þó í ljós nokkur munur á sýn lögreglustjór- anna beggja vegna Snorrabrautar. Haraldur Johannessen telur að lög- reglan eigi að mynda eina heild undir ríkislögreglustjóra. Þá nýtist best kraftar fámennrar lögreglu, sem yrði samanlagt með um þúsund starfs- menn, og hann lítur til stofnunar á borð við Landspítalann sem hlið- stæðu. Hann telur að lögreglustjórar eigi að annast löggæslu í hverju um- dæmi, vera með ákveðið fjármagn til síns rekstrar og bera ábyrgð gagn- vart ríkislögreglustjóra. „Þannig væri hægt að fela lögreglustjórum ýmis verkefni í um- boði ríkislögreglustjóra. Þetta myndi efla löggæsluna og skapa sveigj- anleika innan lögreglunnar. Ég reifa þessa hugmynd sem umræðugrund- völl, ekki algildan sannleika.“ En Stefán Eiríksson, lögreglustjóri höfuðborgarsvæðisins, leggur skýrari áherslu á sjálfstæði lögregluembætt- anna, bæði faglegt og fjárhagslegt, til að skipuleggja starfsemi sína þannig að markmiðum ríkislögreglustjóra verði náð. „Hugmyndir ríkislög- reglustjóra um eitt lögreglulið í land- inu eru í mínum huga ekki skyn- samlegar,“ segir Stefán. „Ég er sammála því að stjórnun lögregl- unnar verði einfaldari, en mikilvæg- ara er að tryggja að í hverjum lands- hluta verði lögreglustjóri sem ber ábyrgð á löggæslu og eftirliti í sínu umdæmi og að hann sé óháður beinu boðvaldi og miðstýringu frá höf- uðborgarsvæðinu. Norræna leiðin er ekki þannig að lögregluumdæmin séu ósjálfstæð, því ábyrgð á framkvæmd löggæslu er í höndum lögreglustjóra, en ekki ríkislögreglu- stjóraembættisins.“ Óviðunandi ástand Stefán telur óbreytt ástand óvið- unandi. Skipulagið sé þannig að rík- islögreglustjóri komi of mikið að framkvæmd löggæsluverkefna. „Þá er eins hægt að sameina embætti rík- islögreglustjóra og lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu.“ Og Jóhann Benediktsson, lögreglu- stjóri á Suðurnesjum, segir raunar fordæmi fyrir slíkri sameiningu: „Ríkistollstjóri var lagður niður eftir aðeins tveggja ára líftíma og samein- aður tollstjóranum í Reykjavík. Sú aðgerð gekk mjög vel.“ Ef sameiningarleið verður farin, þá verður hins vegar, að mati Stefáns, „að færa stjórnsýsluþáttinn frá emb- ættinu, eftirlit, samræmingu og sam- hæfingu, og þá væntanlega inn í dómsmálaráðuneytið og jafnframt að efla þann þátt í starfsemi ráðuneyt- isins á ný. Það fer einfaldlega ekki saman að embætti sem sinnir lög- gæsluverkefnum fari einnig með eft- irlit með þeirri starfsemi.“ Haraldur hefur hins vegar ekki áhyggjur af eftirlitshlutverki ríkis- lögreglustjóra og segir eftirlit með störfum lögreglu umtalsvert af hálfu dómsmálaráðherra, ríkissaksóknara, Alþingis, Ríkisendurskoðunar, fjöl- miðla og almennings. Hann segir skiljanlegt að sumir vilji heldur dreifa ábyrgðinni. „En ég nefni á móti að einingin er svo lítil í raun og veru, og eftirlitskerfi okkar lýðræðisþjóð- félags svo öflugt, að ekki er raunveru- leg hætta á því að það vald verði mis- notað.“ Horft á veggi Í úttekt Ríkisendurskoðunar á rík- islögreglustjóra árið 2006 var mælt með tveimur leiðum, annars vegar norrænu leiðinni sem þegar hefur verið lýst, og hins vegar að færa rík- islögreglustjóra til upprunalegs horfs sem samræmingar- og eftirlitsaðila. Þá yrði ríkislögreglustjóri sjálfstæð stofnun til hliðar við sjálfstæð lög- reglustjóraembætti, svipað og í Bret- landi. Í báðum tilvikum myndu störf ríkislögreglustjóra lúta að stjórnun, stjórnsýslu og miðlægri þjónustu sem tengist samræmingu lögreglunnar á landsvísu, en eftirlitið yrði veigameira með „bresku leiðinni“. Þau sjónarmið heyrast að stækkun og fækkun embætta efli slagkraft lið- anna, en ef gengið yrði of langt og landið yrði aðeins eitt umdæmi, þá muni þjónustan rýrna á jöðrunum. „Þess vegna verður að hafa umdæm- Fyrir hvern óbreyttan lögreglumann eru því næstum tveir stjórnendur. HEILDARFJÖLDI: 680 Þar af stjórnendur: 443 Lögreglumenn: 237 Spilin stokkuð  Dómsmálaráðherra leggur drög að fækkun og stækkun lögregluumdæma  Ágreiningur er milli lögreglustjóra um verksvið, fjárveitingar og ábyrgð á stoðdeildum  Svo er tekist á um hitt líka.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.