Morgunblaðið - 21.09.2008, Side 13

Morgunblaðið - 21.09.2008, Side 13
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21. SEPTEMBER 2008 13 Verslunareigendum ber skylda til að verðmerkja allar vörur samkvæmt lögum. Þetta á jafnt við inni í verslunum sem í búðargluggum.Verðmerking á að vera vel sýnileg og ekki má fara á milli mála til hvaða vöru hún vísar. Oft getur verið erfitt að átta sig á hagkvæmustu kaupunum þar sem úrval af vörum er mikið og pakkningar misstórar. Til að auðvelda þér að bera saman verð hafa því verið settar reglur sem skylda verslunareigendur til að gefa upp mæli- einingarverð vöru, auk söluverðs. Notaðu rétt þinn. Borgartúni 21 • 105 Reykjavík • Sími 510 1100 • www.neytendastofa.is P R [p je er r] Neytendastofa heyrir sérstök efnahagsbrota- stofnun og rannsóknarlögreglan, sem rannsakar skipulagða glæpa- starfsemi, er í sambandi við Interpol og Schengen og aðstoðar lögreglu- embættin í sérstökum tilvikum, svo sem flóknum tölvuglæpum varðandi barnaklám á Netinu, og við tækni- rannsóknir á morðvettvangi. Þá heyrir lögregluskólinn undir rík- islögreglustjóra.“ Öll framkvæmd löggæslu fer fram í lögreglustjóraumdæmunum og heyrir sérsveitin undir lög- reglustjórann í Osló. – Hversu margir eru í sérsveit- inni? „Það er leyndarmál,“ segir hann og brosir. „Oftast eru þeir á bilinu 70 til 80. Þeir eru í þjálfun hálfan dag- Ráðist hefur verið í viðamiklar breyt- ingar á skipulagi lögreglunnar í Nor- egi. Lögregluembætti hafa verið sameinuð og lögreglulið þannig stækkuð. Lögregluumdæmum var fækkað úr 54 í 27 árið 2000. „Í Osló er dómsmálaráðherra æðstur, síðan ríkislögreglustjóri og loks lögreglustjórar 27 umdæma, þar sem Osló er stærst,“ segir Anstein Gjengedal, lögreglustjóri Oslóar. Sérsveit í almennri löggæslu „Ríkislögreglustjóri sinnir ein- ungis stjórnsýslu, en kemur ekki beint að lögregluaðgerðum. Þar vinna 120 manns að fjárveitingum og yfirstjórn, semja meðal annars við lögregluliðin um markmið í lög- gæslu. Undir ríkislögreglustjóra inn, en ganga vaktir utan þess tíma í Osló. Ef upp koma alvarleg mál, til dæmis skotárásir, þá eru þeir kall- aðir til. Við teljum mikilvægt að þeir taki þátt í venjulegum löggæslu- störfum, því þjálfunin væri lítils virði ef þeir fengju ekki að reyna hana daglega á vettvangi. Ef eitt- hvað gerist utan Oslóar, þá höfum við sérstaka vakt og þeir lög- reglumenn eiga að vera komnir í loftið innan skamms tíma. En á vett- vangi starfa þeir undir stjórn lög- reglustjórans í viðkomandi um- dæmi.“ Gengi í skotbardögum 90% af skipulagðri glæpastarf- semi í Noregi eru í Osló, þar með tal- in fíkniefnaviðskipti. „Við höfum 250 manna sérsveit undir Oslóar- lögreglunni sem vinnur að þeim málaflokki,“ segir Gjengedal. – Er nóg af lögreglumönnum? „Nei, við þyrftum að hafa fleiri, sérstaklega í Osló, þar sem íbúum hefur fjölgað um 60 þúsund sl. þrjú ár, þar af 6 þúsund fyrstu þrjá mán- uði ársins 2008. Fjölgunin felst að- allega í innflytjendum. Í Osló er einn af hverjum fjórum íbúum af erlend- um uppruna eða 120 þúsund manns. Það tekur tíma fyrir þá að aðlagast, þó að flestir þeirra spjari sig vel. Og það hafa myndast gengi, einkum ungra Pakistana, sem eiga í skotbar- dögum. Við höfum þurft að berjast gegn því, meðal annars með myndun sérstakra átakshópa innan lögregl- unnar í Osló.“ Þá væri þjálfunin lítils virði Osló 90% af skipulagðri glæpa- starfsemi eru í Osló, segir Anstein Gjengedal lögreglustjóri. Morgunblaðið/Júlíus »Innan lögreglunnar taka allirsem einn undir mikilvægi þess að byggja á reynslu annarra þjóða við stefnumörkun löggæslu hér á landi. Og er nærtækast að líta til Norðurlanda í þeim efnum. »Alls staðar á Norðurlöndumhafa ríkislögreglustjórar fyrst og fremst stjórnsýsluhlutverki að gegna, sem felst í því að halda utan um fjárveitingar til löggæslunnar, samræmingu og markmiðssetn- ingu, og eftirlit með störfum lög- reglu. Þar hefur ríkislögreglustjóri stuðningshlutverk á landsvísu, en aðgerðir á vettvangi fara fram undir stjórn lögreglustjóra í við- komandi umdæmi. Það er því ekki tvöfalt kerfi hvað varðar ábyrgð á slíkum aðgerðum, eins og hér á landi, þar sem sérsveitin tekur yfir stjórnina í vopnuðum aðgerðum. »Ríkislögreglustjóri fer meðfjárveitingarvald bæði í Noregi og Danmörku. Lögreglustjóraemb- ættið í Kaupmannahöfn er fjár- hagslega sjálfstætt, stendur straum af launum og tækjakaupum. Bíla- miðstöð er rekin á vegum ríkislög- reglustjóra í Noregi eins og á Ís- landi, þar sem kallað er eftir tilboðum í lögreglubíla. Munurinn er sá að í Noregi eru það lögreglu- embættin sjálf sem kaupa lögreglu- bifreiðarnar og þurfa þá að nýta sér bestu tilboðin. „Nú er okkur leyft að kaupa Toyota, Volkswagen og Mercedes Benz,“ segir Gjenge- dal. „Þá kaupum við bílana og sjáum um reksturinn á þeim. Og við rekum svo marga bíla að við erum með eigið bílaverkstæði.“ En á Ís- landi er það bílamiðstöðin sem kaupir bílana og leigir þá út til lög- regluembættanna, og hefur verið kvartað undan ógagnsæi í leigu- verðinu, sem sumum þykir ansi hátt. » Í Finnlandi er ein fjarskipta-miðstöð fyrir allt landið, eins og hér á landi. Þar svara sérþjálfaðir borgaralegir starfsmenn og kalla út lögreglubíla ef á þarf að halda, ekki síður en slökkvibíla eða sjúkrabíla. Einn varðstjóri er á staðnum af hálfu lögreglunnar til að skera úr um vafamál. Enn eru þrjú neyðarnúmer í Noregi, en ekki eitt sameiginlegt númer fyrir slökkvilið, sjúkralið og lögreglu. Það getur valdið töfum ef ekki er hringt í rétt símanúmer og veldur það dauðsföllum á hverju ári í Nor- egi. Rætt hefur verið um að taka upp eitt neyðarnúmer eins og á Ís- landi og í Finnlandi. Í Danmörku eru það lögreglumenn sem svara beiðnum um lögregluaðstoð. » Sérsveitin heyrir undir lög-reglustjóra höfuðborgarinnar í Noregi, Finnlandi og Svíþjóð, en ekki ríkislögreglustjóra. Í Dan- mörku heyrir sérsveitin undir ör- yggislögregluna, sem lýtur fjár- veitingum ríkislögreglustjóra en svarar hinsvegar beint til dóms- málaráðherra. Má læra af nágrönnunum?

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.