Morgunblaðið - 21.09.2008, Side 14

Morgunblaðið - 21.09.2008, Side 14
14 SUNNUDAGUR 21. SEPTEMBER 2008 MORGUNBLAÐIÐ Hernaður Eftir Karl Blöndal kbl@mbl.is R ússar ætla að hækka útgjöld til varnamála um meira en fjórðung á næsta ári. Vladimír Pútín tilkynnti í miðri viku að nú stæði fyrir dyrum hernaðaruppbygging „til þess að bæta öryggi landsins“. Útgjöldin til hersins yrðu þá 95 milljarðar dollara (tæplega 9.000 milljarðar króna). Þegar Sovétríkin liðuðust í sundur varð hrun í rússneska hernum. Í sovéska hernum voru fimm milljónir hermanna. Þegar Pútín komst til valda var 1,1 millj- ón manna undir vopnum. Herinn var ekki nema skugginn af sjálfum sér. Lýsingar á því hvernig her- menn, sem ekki höfðu fengið út- borgað, seldu hnappana af ein- kennisbúningum sínum til að eiga fyrir salti í grautinn vöktu skömm. Nýliðar sættu einelti og ofsóknum og mútur gátu verið eina leiðin til að kaupa sér grið. Þetta ástand og óttinn við að vera sendur til að berjast í Tétsníu leiddu til öldu af liðhlaupum. Í skoðanakönnun kom fram að hermennska væri í minnstum metum af öllum at- vinnugreinum í landinu og þátt- takendur í rýnihóp kölluðu her- skyldukerfið „þrælkunarvinnu“. Rætt hefur verið um umbætur í hernum og meðal annars að hætta herkvaðningu og breyta honum í atvinnuher. Slíkar breytingar ganga mjög hægt. Hins vegar er óvinsælt að vera kallaður í herinn og þeir, sem efni hafa á, múta til að komast hjá herskyldu. Á meðan stríðin í Tétsníu stóðu yfir sagði sagan að í Moskvu kostaði 6.000 dollara að komast hjá herþjón- ustu, 1.500 dollara að slá her- kvaðningu á frest um eitt ár og 3.000 dollara að tryggja að her- skyldutímanum yrði varið fjarri vígstöðvunum. Talið er að umfang þessarar mútustarfsemi hafi hlaupið á milljörðum dollara. Pútín var ekki ánægður með herinn eftir að hann komst til valda. Honum fannst ótækt að átján ára lítt þjálfaðir unglingar væru sendir sem fallbyssufóður til Tétsníu „og samt eru 1,3 milljónir manna í her okkar“. Yfir síðasta söludag Á meðan umheimurinn fylgdist með hryllingi með blóðbaðinu í Tétsníu sá Pútín aðeins vanmátt- ugan her, sem gat ekki knúið fram afgerandi sigur. Herforingjarnir lugu að honum um stöðuna í Téts- níu rétt eins og þeir lugu að hon- um þegar kafbáturinn Kúrsk sökk árið 2000. Eldflaugar hlaðnar kjarnaodd- um, sem komnir voru fram yfir síðasta söludag, standa grotnandi á skotpöllum. Kjarnorkukafbátar Norðurflotans voru teknir úr um- ferð einn af öðrum, en sjóherinn hafði ekki efni á að losa kjarn- orkuúrganginn eða borga raf- magnsreikninginn fyrir að kæla kjarnaofnana. Í tímaritinu Journal of Slavonic Studies hefur undanfarið verið fjallað um stöðu flug- og sjóhers. Í grein eftir Stéphane Lefebvre segir að skortur á fé hafi haft áhrif á viðbúnað, viðhald, rann- sóknir og endurnýjun hjá flug- hernum, sem eigi við slík vanda- mál að stríða að hann verði ekki kominn inn í nútímann hvað varð- ar atvinnumennsku og tækni fyrr en 2020. Sjóherinn er kominn með nýja gerð kjarnorkukafbáta, Borey, en þeir gagnast ekki mikið vegna þess að ekkert hefur gengið að þróa langdrægu flaugarnar, sem eiga að vera í þeim. Bulava- flaugarnar eiga að komast í gegn- um gagneldflaugavarnir, en til- raunir með þær hafa gengið mjög illa. Í grein Victors Mizins og Mich- aels Jasinskis um kjarnorkuvopn sjóhersins segir að ákvörðun Bandaríkjamanna um að draga sig út úr gagneldflaugasáttmálanum, endalok Start II og undirritun Moskvusáttmálans hafi gefið Rússum mikið svigrúm í kjarn- orkuvopnamálum. Gallinn sé sá að Rússar haldi áfram að líta svo á að kjarnorkuvopn gegni ekki að- eins fælingarhlutverki, heldur séu einnig stöðutákn stórveldis. Fyrir vikið séu Rússar með stærra kjarnorkuvopnabúr en þeir hafi efni á og slysahætta magnist. Í sumar var lýst yfir því að smíða ætti fimm eða sex ný flug- móðurskip. Nú eiga Rússar eitt flugmóðurskip, sem nefnist Kus- netzov aðmiráll og hafin var smíði á 1985. Aðmírállinn er orðinn gamall og krefst gríðarlegs við- halds. Ósennilegt er hins vegar að hann verði leystur af hólmi á næstunni, jafnvel ekki fyrr en um miðja öldina. Vestrænir sérfræð- ingar segja að Rússa skorti bol- magn til að smíða skip og er bent á að skipasmíðastöðin sem smíðaði Kusnetzov er í Úkraínu. Nú treysta Rússar á fæling- armátt kjarnorkuvopna Í nýjasta tölublaði The Econom- ist er bent á að í kalda stríðinu hafi vestrið treyst á fælingarmátt kjarnorkuvopnanna til að vega upp á móti hefðbundnum hern- aðarmætti Sovétmanna. Nú hafi þetta snúist við. Í blaðinu er vitnað í sérfræð- inga, sem segja að um þriðjungi útgjalda til varnarmála sé skotið undan eða sóað með öðrum hætti. Anatolí Serdjúkov varnarmálaráð- herra hafi reynt að stemma stigu við spillingunni, en varnarmála- sérfræðingurinn Alexander Golts segi að „rússneski herinn sé svart- hol“ sem peningar hverfi inn í. „Niðurstaðan er hernaðarhug- arburður þar sem Rússar senda vart nothæfar sprengjuflugvélar og herskip í sendiferðir langar leiðir,“ segir í blaðinu. Eitt dæmi um þetta er þátttaka rússneskra herskipa í heræfingum Hugo Chavez, forseta Venesúela. Þegar bandarískur embætt- ismaður var spurður hvort Banda- ríkjamenn hefðu áhyggjur af því að Rússar tækju þátt í her- æfingum á vesturhveli jarðar svaraði hann í hálfkæringi og sagðist ekki hafa vitað að Rússar ættu skip, sem kæmust svona langt. Bandaríkjamenn brugðust reyndar við með svipuðum hætti þegar Rússar byrjuðu á ný á því í fyrra að senda Tupolev vélar sínar í langflug yfir Norður-Atlantshafi, þar á meðal upp að íslenskri loft- helgi og sagði talsmaður í utanrík- isráðuneytinu að þeir hefðu dregið gamlar vélar fram úr geymslum sínum. Frammistaða rússneska hersins í innrásinni í Georgíu kom mörg- um sérfræðingum í raun á óvart. Hernaðarvélin hikstaði vissulega. Rússarnir vissu ekki alltaf hvar andstæðingurinn var, skorti búnað til að berjast á nóttunni og yf- irmenn þurftu að nota farsímana sína þegar talstöðvar brugðust. Þeir misstu nokkrar orrustuvélar, þar á meðal langdræga sprengju- flugvél af gerðinni TU-22. Það er ráðgáta hvers vegna Georgíumenn ákváðu að beita hernum í Suður-Ossetíu, en nánast Ber að óttast rússneska björninn? Hernaður | Innrás Rússa í Georgíu opnaði augun fyrir nýrri valdastöðu í Evrópu, en máttur rússneska hersins er langt frá því að vera í ætt við styrk sovéska hersins á sínum tíma. Stjórnmál | Sarah Palin vara- forsetaefni sætir svo mikilli aðgangshörku fjölmiðla að jaðrar við einelti, að mati stuðningsmanna hennar. VIKUSPEGILL» Herinn er á eftir og uppbygging geng- ur hægt þrátt fyrir aukin útgjöld Mannshugurinn Eftir Steinunni Ólínu Þorsteinsdóttur Ég kynntist hreint ótrúleg-um karakter á dögunum.Hann starfar sem einka-þjálfari og ég hef að und- anförnu leitað aðstoðar hans við að komast aftur í mannsmynd eftir sí- felldan barnsburð. Hann er mexí- kanskur og afar vel á sig komin lík- amlega. Bókstaflega glitrar af hreysti. Það kom mér því á óvart er hann sagði mér að hann væri fjöru- tíu og sjö ára því það virðist manni harla ólíklegt. Hann er fyrirtaks þjálfari og þar að auki að sögn menntaður næring- arfræðingur og lætur ekkert tæki- færi ónotað til að mennta mig í heilsufræðum. Þegar við hittumst á fyrsta degi þá sýndi hann mér mikið af „fyrir og eftir“ myndum af kvenfólki sem hann hefur komið til betra forms. Mér þóttu þetta áhugaverðar myndir en sagði honum strax að svona myndir fengi hann ekki af mér til að dreifa um byggðir Kalíf- orníu. Hann samþykkti það en sagði jafnframt að ég skyldi nú bara bíða við, því það væri hans reynsla að konur vildu ólmar sýna afrakstur búktamninganna helst sem á breið- ustum grundvelli þegar fram liðu stundir og árangur væri orðinn sýnilegur. Einhvern veginn dreg ég í efa að sú verði raunin í mínu tilfelli. En hver veit? Hann benti mér einnig á þá „stað- reynd“ að konur yfir 35 ára aldri eru einhverjar fremstu líkamsræktarkonur heims. Og hon- um var fúlasta alvara. Ég spurði hann í gamni hvort honum fyndist að ég ætti að setja mér það sem markmið að keppa fyrir hönd Ameríku eða Íslands og hann svaraði því þannig til að hon- um fyndist vel koma til greina að ég myndi leggja báðum þjóðunum til krafta mína. Ég þakkaði honum traustið. Þjálfarinn hefur einn karakt- erbrest sem er svo yfirgengilegur að ég hef bara aldrei kynnst öðru eins. Maðurinn er patalógískur lyg- ari en svo slyngur í faginu að það jaðrar við listform. Hann spurði mig eilítið út í hvað við hjónin störfuðum og ég sagði honum að við værum leikarar og að ég dútlaði við skriftir og þá kom í ljós að hann var hámenntaður bók- menntafræðingur og sagðist hafa lesið heildarverk Hemingways, Steinbecks, Prousts, Dostojevskys og Tolstojs, svo einhverjir séu nefndir. Þetta gladdi mig mjög því ég sá fyrir mér að þessar kennslustundir yrðu ekki síður ríkulegar fyrir and- ann. Það kom á daginn að þær eru það í meira lagi en kannski svolítið meira eins og ráðgátur heldur en innblástur. Hann spurði mig aðeins út í for- tíðina og þegar ég hafði rétt opnað munninn kom það á daginn að hann hafði stofnað atvinnuleikhús í Mexíkó aðeins sautján vetra og það hafði meðal annars verið heiðrað af borgarstjóranum í Mexíkóborg. Og bætti síðan við: „Var ég búinn að segja þér frá því að ég starfaði sem atvinnu-ballettdansari um árabil?“ Ég sagði að honum hefði láðst að segja mér frá því og þá tók hann nokkra snúninga orðum sínum til staðfestingar. Síðan kom á daginn að úr ballett- inum hafði hann snúið sér að bar- dagalist og verið aðeins augnabliki frá að keppa í Taekwondo fyrir hönd Mexíkó á Ólympíuleikum, en sökum klíkuskapar hafði lakara lið verið sent vegna þess að foreldrar þeirra drengja áttu meiri peninga. Og svo hafði hann örfá vel valin orð um spillinguna í rómönsku Am- eríku. Nokkrum dögum síðar hittumst við á nýjan leik og þá varð hann margs vísari um okkur hjónin og sagði mér að Latibær væri svo vin- Með lausa skrúfu Ljósmynd/© Solus-Veer/Corbis

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.