Morgunblaðið - 21.09.2008, Side 17
Þótt hún stæri sig frekar en hitt af að
vera smábæjarstúlka að upplagi, hef-
ur henni efalítið fundist hálfhallær-
islegt í ljósi sinnar nýju stöðu að hafa
lítið ferðast til útlanda. Til að sýna
fram á að hún væri ekki reynslulaus á
alþjóðavettvangi voru þau boð látin út
ganga að í júlí í fyrra hefði hún heim-
sótt hermenn frá Alaska í Kúveit,
bandarískar herstöðvar í Þýskalandi
og Kúveit og einnig Írland. Boston
Globe, CNN og fleiri fjölmiðlar upp-
lýstu að hún fór aldrei yfir landamæri
Kúveit og Íraks, og millilenti bara í
Dublin til að taka eldsneyti.
Vinsælasti ríkisstjórinn
Sarah Palin er sannarlega mið-
punktur athyglinnar um þessar
mundir og virðist njóta sín prýðilega,
þrátt fyrir óvægna gagnrýni úr öllum
áttum. Hér skal því þó haldið til haga
að hún er einn vinsælasti ríkisstjóri
Bandaríkjanna, næstum 90% kjós-
enda hafa lýst yfir ánægju með hana.
Því meira sem ráðist er á hana, þeim
mun þéttari er stuðningurinn við
hana, sagði The Boston Globe í vik-
unni og vitnaði í nýlega könnun Fox
fréttastöðvarinnar þar sem hlutfall
hliðhollra var 54 á móti 27 óhliðholl-
um. Þá nefndu 33% hana sem þann
frambjóðanda, sem „best skilji
vandamál venjulegs fólks í Banda-
ríkjunum“.
Svo alþýðleg er hún líka að hún tel-
ur sér til tekna að vera ekki í elítunni í
Washington, þótt „sumir fjölmiðlar
telji frambjóðanda ekki hæfan af
þeirri ástæðu einni saman“, eins og
hún heldur fram. Í stuttu máli kveðst
hún gefa lítið fyrir álit þeirra á sér,
markmið hennar sé að þjóna þegnum
landsins, sem vænti þess að hún fari
til Washington á réttum forsendum,
ekki til að blanda geði við „rétta fólk-
ið“. Hún lét einhverju sinni hafa eftir
sér að hún hefði aldrei hitt þjóðhöfð-
ingja, sem er rangt því fundum henn-
ar og forseta Íslands, Ólafs Ragnars
Grímssonar, bar saman þegar hann
tók við umhverfisverðlaunum Norð-
urslóða sl. haust!
Harðsnúin fegurðardrottning
Trúlega hefur skrápurinn harnað
eftir því sem Sarah Palin hófst til
meiri metorða. Hún þótti snemma
kappsfull og fylgin sér, enda ekki alin
upp við neinn pempíuskap. Fjöl-
skyldan var mikið útivistarfólk, hljóp
marga kílómetra á dag, og stundum
reif hún sig upp fyrir allar aldir til að
fara á elgsveiðar með föður sínum áð-
ur en hún mætti í skólann.
Hún var fyrirliði í félagsskap
kristilegra íþróttamanna í mennta-
skólanum í Wasilla og einnig körfu-
boltaliðs stúlkna, sem hún sá um að
bæði bænir fyrir leiki. Vegna keppn-
ishörku sinnar fékk hún viðurnefnið
„barrakúða“ eftir grimmum vatna-
fiski. Þrátt fyrir að vera að flestu leyti
til fyrirmyndar viðurkennir Palin að
hafa prófað marijúana á yngri árum
og – öfugt við Bill Clinton, tekið ofan í
sig, en ekki þótt gott.
Því er mikið haldið á lofti að Palin
var fegurðardrottning Wasilla 1984
og jafnframt kosin vinsælasta stúlk-
an, og hafnaði í öðru sæti í fegurð-
arsamkeppni Alaska. Sjálf vill hún
sem minnst úr þessu ungæðislega til-
tæki sínu gera. „Þeir létu okkur raða
okkur upp á sundbolum og snúa baki
að karlkyns dómurum svo þeir gætu
skoðað á okkur rassinn. Mér fannst
þetta alveg ótrúlegt,“ sagði hún ný-
verið í viðtali við tískuritið Vogue.
Henni þótti og lítið til titilsins
„Ungfrú Vinsæl“ koma eins og fljót-
lega kom í ljós þegar hún fór að hasla
sér völl í pólitíkinni. Palin fer sínu
fram og í stríð ef nauðsyn krefur,
sögðu blaðamenn Newsweek, sem
fylgdu henni eftir dagstund í leik og
starfi ríkisstjórans.
Giftist „Gaurnum“
Áður en hún lét til sín taka á þeim
vettvangi, lauk hún háskólanámi, gift-
ist æskuástinni,Todd Palin, ári síðar,
1988, og svo komu börnin eitt af öðru,
fimm talsins. Það yngsta er aðeins
fjögurra mánaða og með Downs-
heilkenni, eins og Palin-hjónin vissu á
meðgöngunni. Fóstureyðingu segja
þau aldrei hafa komið til greina.
Þremur dögum eftir fæðinguna hélt
Palin ríkisstjórafund. Eiginmað-
urinn, sem vinnur fyrir BP-
olíufélagið sem olíuframleiðslustjóri
og rekur sjávarútvegsfyrirtæki, er
hálfur Yupik-eskimói, fjórfaldur sig-
urvegari í 2.000 mílna svokallaðri
Iron Dog snjósleðakeppni og hefur
viðurnefnið The Dude, eða Gaurinn.
Þau hjónin eiga von á sínu fyrsta
barnabarni um áramótin þegar Bri-
stol, sautján ára dóttir þeirra, verður
léttari. Íhaldssömustu repúblikarnir
hafa sumir fjallað um þungunina eins
og ljóð á ráði varaforsetaefnisins,
kannski vegna þess að Palin hefur
lýst sig hlynnta áherslum Bush for-
seta, um algjört skírlífi ungmenna.
Bót í máli þykir að Bristol hyggst
giftast barnsföður sínum.
Þótt Palin hafi lítið rætt um trú
sína eftir að hún varð varaforsetaefni
er vitað að hún var lengi í hvítasunnu-
söfnuðinum Wasilla Assembly of God
Church, en sleit tengsl við söfnuðinn
fyrir sex árum og og gekk í Biblíu-
kirkjuna í Wasilla þar sem hún sækir
reglulega messur. Komist hefur í há-
mæli að innan safnaðarins starfi hóp-
ur sem álítur samkynhneigð synd
sem hægt sé að „biðja burt“.
Bæjarstjóri tvö kjörtímabil
Palin hafði fyrst afskipti af stjórn-
málum 1992, aðeins 28 ára, þegar hún
bauð sig fram í bæjarráð Wasilla og
sigraði mótframbjóðandann. Og aftur
að þremur árum liðnum, en hún klár-
aði ekki kjörtímabilið því hún hafði
augastað á bæjarstjórastólnum, sem
hún hreppti 1996. Hún hóf strax að
taka til hendinni, rak mann og annan,
t.d. lögreglustjórann og bókavörðinn,
sem hún réð reyndar aftur, og skipaði
starfsmönnum sínum að biðja sig um
leyfi hygðust þeir tala við fréttamenn.
Slíkt fannst henni ótækt áður en þeir
hefðu kynnst stjórnarháttum sínum.
Hún lækkaði skatta, lagfærði vegi,
holræsi og þvíumlíkt og tókst að
spara töluvert. Á móti kom að hún
stöðvaði til að mynda byggingu nýs
bókasafns, lækkaði útgjöld til bæj-
arsafnsins og laun sín um 4.000 doll-
ara.
Þrátt fyrir róttækar aðgerðir
ávann hún sér traust bæjarbúa, sem
kusu hana annað kjörtímabil. Íþrótta-
höll borgarinnar er helsti minnisvarði
hennar frá þeim tíma.
Hlífði ekki flokks-
bræðrum sínum
Árið 2002 sóttist Palin eftir útnefn-
ingu Repúblikanaflokksins sem vara-
ríkisstjóri Alaska en hafði ekki árang-
ur sem erfiði. Frank Murkowski
ríkisstjóri skipaði hana í olíu- og gas-
verndarnefnd Alaska, þar sem hún
var stjórnarformaður til 2003 og jafn-
framt siðferðiseftirlitsmaður. Árið
eftir sagði hún upp vegna siðferð-
isbrests flokksfélaga sinna í nefnd-
inni, að eigin sögn. Í kjölfarið ásakaði
hún háttsetta og gamalgróna emb-
ættismenn og flokksbræður sína um
fjárdrátt og spillingu af ýmsu tagi.
Dómsmálaráðherra Alaska, Gregg
Renkes, varð fyrir barðinu á henni og
þurfti að segja af sér eftir að hún
kærði hann fyrir að eiga fjárhags-
legra hagsmuna að gæta í samn-
ingum um kolaútflutning.
Frá 2003 til 2005 var Palin einn
þriggja stjórnenda hjá fyrirtæki Ted
Stevens, öldungadeildarþingmanns
Alaska, sem sérhæfði sig í pólitískri
þjálfun kvenna í Repúblikaflokknum.
Ekki slæm reynsla fyrir metn-
aðarfulla konu, sem bauð sig fram
gegn Murkowski, sitjandi ríkisstjóra,
í forkosningum flokksins. Og sigraði.
Eins og demókratann Tony Knowles,
fyrrum ríkisstjóra, sem aftur hafði
skellt sér í kosningaslaginn.
Þegar Palin tók við embættinu, 4.
desember 2006, var hún bæði yngst
og fyrst kvenna ríkisstjóri Alaska.
Helsta baráttumál hennar í kosninga-
baráttunni voru siðferðislegar um-
bætur og lagði hún strax kapp á
frumvarp um tveggja flokka siða-
reglur, sem varð að lögum 2007.
Liður í þessum pólitísku siðbótum
var að fara fram með góðu fordæmi
og selja þotu fráfarandi ríkisstjóra,
sem henni þótti hið mesta bruðl og
sóun á almannafé. Salan gekk ekki
eftir á eBay, en þotan seldist síðar
fyrir 2,1 milljón dollara gegnum
einkamiðlunarstofu.
Einnig samdi Palin um fjárveitingu
í lagningu jarðgasleiðslna frá Norð-
urslóðum til 48 ríkja Bandaríkjanna
gegnum Kanada.
Fleira mætti tína til af ferilskrá
ríkisstjórans í Alaska, sumt umdeilt,
annað eflaust þjóðþrifaverk. Til að ná
sínu fram virðist Sarah Palin hafa
þurft að stíga á margar tær. En það
hafa líka margir gert í launhálum
metorðastiganum.
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21. SEPTEMBER 2008 17
Síðan John McCain, forsetaframbjóðandi
Repúblikanaflokksins, tilnefndi Sarah Palin
varaforsetaefni sitt hefur eitt og annað
vafasamt úr fortíð hennar verið dregið
fram í dagsljósið, auk þess sem fjölmiðlar
þrástagast á ummælum hennar, sem þykja
bera vott um fáfræði. Þetta var helst:
1. „Troopergate-málið“ Palin er ásökuð og
sætir opinberri rannsókn fyrir að reka Walter Monegan yf-
irlögreglumann vegna þess að hann neitaði að víkja Mike
Wooten, fyrrverandi eiginmanni systur hennar, Mike Woo-
ten, úr starfi ríkislögreglumanns í Alaska. Niðurstaðna
rannsóknarinnar er að vænta nokkrum dögum fyrir for-
setakosningarnar 4. nóvember.
2. Heima á dagpeningum Washington Post greindi frá að
Palin hefði krafið Alaska-ríki um ferðadagpeninga í 312
daga, 1,6 milljónir kr., sem hún dvaldi á heimili sínu í Wa-
silla. Dagpeningar eiga að vera fyrir mat og tilfallandi kostn-
aði á ferðalögum í embættiserindum. Sem ríkisstjóri hefur
Palin höfuðstöðvar í höfuðborginni, Juneau, skrifstofur í
Anchorage, en býr í Wasilla. Einnig greindi blaðið frá um 4
milljóna kr. ferðakostnaði vegna manns hennar og barna.
3. Fávís um fjármál Fjármálaskýrendum í Bandaríkjunum
svelgdist hvað eftir annað á herfilegum rangfærslum Palins
um Fannie Mae og Freddie Mac, íbúðalánasjóðina. Í ræðu í
Colorado Springs, fullyrti hún að sjóðirnir væru of stórir og
dýrkeyptir skattgreiðendum.
Þá var ríkissjóður ekki enn búinn að yfirtaka sjóðina og
þar af leiðandi íþyngdu þeir ekki skattgreiðendum. Öfugt
við það sem nú blasir við þegar ríkisstjórnin hyggst hjálpa
lánarisunum úr klandrinu, sem þeir sjálfir komu sér í.
4. Fórnarlömb nauðgana rukkuð Fyrstu fjögur árin þegar
Palin var bæjarstjóri Wasilla rukkaði lögreglan fórnarlömb
nauðgana um 27-110 þús. kr. fyrir læknisrannsókn.
Bæjarblaðið, Frontiersman, hafði eftir lögreglustjóran-
um, Charlie Fannon, að tryggingafélög fórnarlambanna
hefðu verið krafin um gjaldið þegar því varð við komið.
Palin er sögð bera ábyrgð á þessu skammarlega fyrir-
komulagi, sem henni hlaut að vera kunnugt um í svo fá-
mennum bæ sem Wasilla.
5. Hyglaði vinum sínum The New York Times skýrði frá að
Palin hefði sem ríkisstjóri veitt a.m.k. fimm vinum sínum
stjórnunarstöður á vegum hins opinbera. M.a. skipaði hún
vinkonu sína í vel launaða stjórnunar-
stöðu innan landbúnaðarráðuneytis-
ins.
6. „Ekki benda á mig“ „Þegar bent er
á einhvern annan er hún ábyrgðin upp-
máluð. Þegar bent er á hana, er annað
uppi á teningnum,“ sagði Andree
McCleod, „sjálfskipaður varðhundur“
sem fór fram á að skoða innanbúðarplögg ríkisstjóraemb-
ættisins, þar sem hana grunaði að verið væri að leggja á ráð-
in um að bola flokksritara Repúblikanaflokksins í Alaska frá
völdum. Henni var neitað um aðgang að 1.100 tölvupóstum
að sögn Mother Jones (sem er eitt víðlesnasta tímarit
Bandaríkjanna, frjálslynt og þekkt að rannsóknarblaða-
mennsku), á þeirri forsendu að þeir væru trúnaðarmál.
Tölvupóstarnir voru þó sendir í afriti til eiginmanns Palin,
sem ekki gegndi opinberri stöðu.
7. Barnabók á rangri hillu? Þegar Palin varð bæjarstjóri
Wasilla spurði hún bæjarbókavörðinn, Mary Ellen Em-
mons, hvort hún væri á móti því að safnið sætti ritskoðun.
Emmons hafnaði því, var rekin, en bæjarbúar mótmæltu
ákaft og Palin sá sér ekki annað fært en að endurráða hana
aftur daginn eftir. Þegjar hún var bæjarráðsmaður hafði
hún látið þau orð falla að barnabókin Daddy’s Roommate
ætti ekki heima í hillum safnsins, en hún kom út 1991 og
fjallar um samband drengs við samkynhneigðan föður sinn
og kærasta hans.
Ekki einni einustu bók var úthýst úr safninu.
8. Palin = Hagsmunir olíurisanna „Hún er ákafur stuðnings-
maður þess sem olíurisarnir þrá helst; að framleiða meiri ol-
íu og gas í Alaska [. . . ] Hún gæfi olíufélögunum frjálsar
hendur án tillits til áhrifanna á umhverfið,“ segir í tímaritinu
Mother Jones, sem jafnframt upplýsti að í vor hefði Alaska-
ríki tilkynnt að það hygðist stefna US Fish- og Wildlife-
Service til að hnekkja þeirri ákvörðun að setja hvítabirni á
lista um dýr í útrýmingarhættu. Slíkt stæði í vegi fyrir lagn-
ingu leiðslna og öðrum framkvæmdum.
Í viðtali við dagblaðið Fairbanks fyrir tæpu ári sagðist
Palin ekki vera einhver Al Gore, svartsýnisumhverfissinni,
sem kennir manninum um loftslagsbreytingar. Í viðtali á
ABC sjónvarpsstöðinni eftir tilnefninguna kvaðst hún ekki
andmæla þeim vísindamönnum, sem héldu því fram að lofts-
lagsbreytingar væru að einhverju leyti af mannavöldum.
klúður
eða
slúður?8
MENNTAMÁLA
RÁÐUNEYTIÐ
IÐNAÐAR
RÁÐUNEYTIÐ
...www.rannis.is/visindavaka
H
N
O
T
S
K
Ó
G
U
R
g
ra
fí
s
k
h
ö
n
n
u
n
Allir velkomnir
!
Kaffistjóri er Davíð Þór Jónsson, þýðandi
Mánudagur 22. september
Líkami og losti á upphafsöldum kristni
Dr. Clarence E. Glad sjálfstætt starfandi fræðimaður í ReykjavíkurAkademíunni
fjallar um hvernig hugmyndir manna á Vesturlöndum um meinlæti, skírlífi,
fjölskyldulíf og samskipti kynjanna hafa mótast út frá orðræðunni um líkama og
losta í frumkristni.
Þriðjudagur 23. september
Hver á að passa mig?
Alyson Bailes og Silja Bára Ómarsdóttir frá Alþjóðamálastofnun Háskóla Íslands
fjalla um öryggismál út frá nýju sjónarhorni – það er alveg öruggt!
Miðvikudagur 24. september
Náttúruhamfarir - hvað svo?
Dr. Guðrún Pétursdóttir forstöðumaður Stofnunar Sæmundar fróða, Dr. Berglind
Guðmundsdóttir sálfræðingur hjá áfallaþjónustu LSH, Ragnhildur Guðmundsdóttir
og Edda Björk Þórðardóttir frá Miðstöð í lýðheilsuvísindum við HÍ og Herdís
Sigurjónsdóttir bæjarfulltrúi í Mosfellsbæ og Fimm fræknar konur
kafa ofan í snjóflóð og undir jarðskorpuna og velta upp
sálfræðilegum áhrifum náttúruhamfara.
Fimmtudagur 25. september
Má bjóða þér sláturtertu og rabarbarakaramellur?
Sigríður Sigurjónsdóttir prófessor við Listaháskóla
Íslands, Brynhildur Pálsdóttir vöruhönnuður og
Guðmundur H. Gunnarsson frá Matís þróuðu
frumlegar og girnilegar nýjungar í rannsókna-
samstarfi við bændur.
Vísindakaffið 2008
Vísindamenn segja frá rannsóknum sem koma öllum við - á mannamáli...
Listasafni Reykjavíkur
kl. 20.00 – 21.30 hvert kvöld
22. 23. 24. & 25. september
Dagskrá Vísindakaffikvöldanna