Morgunblaðið - 21.09.2008, Side 18

Morgunblaðið - 21.09.2008, Side 18
18 SUNNUDAGUR 21. SEPTEMBER 2008 MORGUNBLAÐIÐ Sigurður Kári „Ég man auðvitað eft- ir systur minni frá því hún fæddist. Það eru sex ár á milli okkar. Ég var mjög spenntur að eignast systkini, flestir vinir mínir áttu systkini og mér fannst ég eiginlega hálf- utangátta að vera einbirni. Við Haf- rún eigum ekki önnur systkini og höfum eðli málsins samkvæmt átt mikil samskipti. Við vorum ólíkir krakkar; ég frekar rólegur og hæg- látur framan af, en það var meiri fyrirferð á henni. Ég passaði hana mikið og hef alltaf reynt að hafa mín áhrif á það hvaða leiðir hún fer í líf- inu. Ekki að ég hafi stjórnað henni, heldur frekar svona veitt leiðsögn og aðhald. Hún er hinsvegar mjög ákveðin og henni hefur tekizt bæri- lega og vel það með það sem hún hefur tekið sér fyrir hendur. Ég hef ekki þurft að hafa áhyggjur af því. En ég er auðvitað eldri og hún apaði eftir það sem ég og vinir mínir vor- um að gera. En samband okkar bar keim af því að þegar ég var á öðru ári í háskólanum, þá var hún að byrja í framhaldsskóla.“ „Ég hafði afskaplega gaman af að stríða henni í sambandi við stráka- málin. Ég fylgdist grannt með þeim einsog öðru. Og þegar hún kom heim með einhvern vin settist ég að honum og spurði hann spjörunum úr, þangað til hún var orðin sjóðandi vond. Stundum tók pabbi þátt í þessum þriðjugráðuyfirheyrslum með mér og það mátti oft ekki á milli sjá hvort við værum nær því að springa úr hlátri eða hún úr reiði. Hún hefur efalaust fylgzt með mínu félagslífi eftir beztu getu, en hún hafði sig ekkert í frammi, enda ekki í neinni stöðu til að vera með ein- hverjar meiningar – barnið. Mér tókst að tala hana inná að fara í Verzlunarskólann. Það var minn skóli og auðvitað sá bezti. En hún fann sig ekki þar og fór í FB. Þótt það sé ágætis skóli var ég ekki yfir mig ánægður með þessi skipti hjá henni. Hún er líka öðru vísi námsmanneskja en ég. Ég tók nám- ið mjög alvarlega; var kúristi og lot- umaður, en hún syndir gegnum þetta glæsilega og að því er virðist áreynslulaust og stendur sig alltaf frábærlega. Það liggur vel fyrir henni að læra, en ég reiknaði ekki með henni svona sterkri á skóla- svellinu.“ Kom henni í Val og Sjálfstæðisflokkinn „Það var fortakslaust ég sem kom henni í handboltann og í Val. Ég var í Fram, spilaði fótbolta og æfði sund, en hana langaði í handbolta. Eini maðurinn sem ég þekkti í hand- boltanum var Dagur Sigurðsson, skólabróðir og vinur, sem nú er landsliðsþjálfari Austurríkis. Hann var þá að stíga sín fyrstu skref sem þjálfari hjá Val og ég fól honum að koma Hafrúnu inn í handboltann. Ég hef þó aldrei fylgt henni eftir inn í Val en ég fer á alla hennar leiki Hún er fauti á vellinum Hún kom mér á óvart, þeg- ar hún fór í sálfræðinginn. Hún hefur alltaf verið dá- lítið lokuð með sín mál. En hún er forvitnasta mann- eskja sem ég þekki og það á kannski vel við. Foreldrar Hafrúnar og Sigurðar Kára eru Elín Þórjónsdóttir sjúkraliði og Kristján Ágúst Ögmundsson for- stöðumaður. Sigurður Kári fæddist 9. maí 1973. Hann varð stúdent frá VÍ 1993, nam lögfræði í Belgíu og tók lögfræðipróf við HÍ 1998. Starfaði á lögmanns- stofum. Forseti Nemendafélags VÍ, for- maður Orators, fulltrúi í háskólaráði fyrir Vöku. Í stjórn Heimdallar og stjórn Sambands ungra sjálfstæðismanna, formaður SUS 1999-2001. Í miðstjórn og framkvæmdastjórn Sjálfstæð- isflokksins, í stjórn Heimssýnar, hreyf- ingar sjálfstæðissinna í Evrópumálum. Alþingismaður fyrir Sjálfstæðisflokk- inn í Reykjavíkurkjördæmi norður. Eig- inkona Sigurðar Kára er Birna Braga- dóttir BA í félagsfræði og eiga þau tvö börn. Hafrún fæddist 20. nóvember 1979. Hún gekk í Hólabrekkuskóla og síðan einn vetur í Verzlunarskólann, en fór svo yfir á íþróttabraut í FB. Síðan nam hún sálfræði við Háskóla Íslands og starfar nú á geðdeild Landspítalans og vinnur að doktorsverkefni um hugræna atferlismeðferð við þunglyndi og kvíða í heilsugæzlu. Hún kennir við Háskóla Íslands og Háskólann í Reykjavík og er í stjórn Sálfræðingafélags Íslands. Hafrún er fyrirliði kvennaliðs Vals í handbolta og hefur spilað nálægt 400 meistaraflokksleiki og 25 landsleiki. Sambýlismaður hennar er Snorri Sturluson íþróttafréttamaður. Tengsl Hún er Valsari í handbolta, hann er Frammari í fót- bolta. Hún er sálfræðingur, hann er alþingismaður. Hafrún Kristjánsdóttir er litla systir, Sigurður Kári Kristjánsson er stóribróðir. Í samtölum við Freystein Jóhannsson segja þau undan og ofan af systkinasambandinu.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.