Morgunblaðið - 21.09.2008, Síða 20

Morgunblaðið - 21.09.2008, Síða 20
20 SUNNUDAGUR 21. SEPTEMBER 2008 MORGUNBLAÐIÐ R ósirnar standa á sínum háu stilkum í gler- skápnum og súkku- laðið er tælandi í hill- unum í sérversluninni hennar Eddu Heiðrúnar Backman að Hverfisgötu 52. Þangað erum við Atli Heimir Sveinsson tónskáld komin til skrafs um „Leik- húsperlur“, sviðsetta dagskrá með söng og dansi sem helguð er Atla Heimi og Edda Heiðrún hefur haft umsjón með uppsetningu á. Við byrjum á að fara rækilega út fyrir umræðuefnið. „Ég er komin í fjarnám í leikfimi, sá þetta kynnt í blaði og fékk æf- ingar í tölvuforriti – svo fer ég í heilsuræktarstöð þar sem oft er enginn maður og geri æfingarnar, kannski er þessi stöð að fara á hausinn en ég ætla þá að vera þarna þangað til,“ segir Atli Heimir snarborulegur í bragði þegar ég hef orð á hve vel hann sé á sig kominn. „Það var einu sinni kona, hún sá að maðurinn hennar var að fitna þannig að hún sendi hann á hlaupa- námskeið hjá Námsflokkunum og það endaði með því að hann hljóp að heiman með konu sem skokkaði á undan honum,“ laumar Edda Heiðrún út úr sér. Við hlægjum öll - þótt vissulega sé ekki hlægjandi að svona nokkru. Að loknum þessum „prologus“ koma „Leikhúsperlur“ Atla Heimis á mælendaskrá. „Ég setti niður fyrir mér hvernig ætti að standa að svona dagskrá. Ég skoðaði hvenær tónskáldinu er tjaldað og það hve leikhúsinu og leikurum er mikils virði að fá að frumflytja nýja íslenska músík. Slíkar stundir eru yfirleitt hátíðleg- ar í leikhúsum og ég hef persónu- lega sett mér það markmið að hafa lifandi og frumorta tónlist við þau verk sem ég set upp, það er samofið mínum hugsunarhætti,“ segir Edda Heiðrún þegar ég spyr um aðkomu hennar að sýningunni. Þau Edda og Atli segjast vinna og hafa unnið mjög náið saman iðu- lega. Þá skoða þau hvaða stef hent- ar hverjum karakter, hvernig áhrifatónlist eigi við hverju sinni og „hvaða sönglög séu rétt fyrir við- komandi verk,“ segir Edda. Ég lít spyrjandi á Atla. „Ég er í leikhúsinu á þeim for- sendum að vinna að einum þætti sýningarinnar sem verður að vera í samhljómi við hina. Leikstjórinn samhæfir þættina og ég þarf að reyna að skilja hvað hann er að fara með sínum óskum. Við Edda höfum þreifað okkur áfram við píanóið. Svo leitar maður fyrir sér þangað til maður fær „grænt ljós“, segir hann. Sótt í smiðju endurreisnar Þarf ekki oft að leita í smiðju lið- inna tíma í tónlistinni? „Jú, ég man t.d. eftir leikriti Odds Björnssonar, Dansleik, sem gerist í Páfagarði á 16. öld. Ég þurfti eðlilega að skrifa tónlist í takt við endurreisnartímann. Ég setti mig í þær stellingar, náði mér í nótnabækur með kórmúsík og dansmúsík frá þessum tíma. En auðvitað þarf maður að hafa vissa tækni, kunnáttu og kannski líka hæfileika til að geta nálgast við- fangsefnið.“ Hvað með raddir leikaranna – þarf ekki að taka tillit til þeirra? „Það er eitt það fallegasta sem ég sé, þegar karakterinn brestur í söng. Þetta kalla Þjóðverjar Sprechgesang eða talsöng. Kannski er karakterinn þannig að söngv- arinn má ekki syngja vel – tökum t.d. Bjart í Sumarhúsum,“ segir Edda Heiðrún. „Ef Bjartur í Sumarhúsum átti að syngja eða kveða varð að taka Morgunblaðið/Árni Sæberg Á lukkuhjólinu Í dag verður flutt í Þjóðleikhúsinu „Leikhúsperlur“, sviðsett dagskrá með söng og dansi helguð leik- hústónlist Atla Heimis Sveinssonar. Guðrún Guð- laugsdóttir ræddi við hann og Eddu Heiðrúnu Back- man sem hefur umsjón með fyrrgreindri dagskrá. Í HNOTSKURN »Í tilefni af 70 ára afmælitónskáldsins Atla Heimis Sveinssonar flytja listamenn brot úr verkunum Ég er gull og gersemi, Land míns föður, Ofvitanum, Mýrarljósi, Sjálf- stæðu fólki og Dimmalimm á Stóra sviði Þjóðleikhússins í dag. »Dagskrá þessi markarupphaf tónleikaraðar sem skipulögð er af nokkrum vin- um tónskáldsins. Minning- arsjóður Margrétar Björgólfs- dóttur er bakhjarl tónlistarhátíðarinnar. Þá verða hátíðartónleikar í Saln- um í kvöld þar sem tónlist Atla Heimis verður og flutt. Morgunblaðið/Árni Sæberg Landið Vifra Verk fyrir börn sem Möguleikhúsið setti upp. Atli Heimir samdi tónlist við leikverkið, m.a við ljóð eftir Þórarinn Eldjárn. Morgunblaðið/Árni Sæberg Landkrabbinn Þjóðleikhúsið sýndi Landkrabbann eftir Ragnar Arnalds í leikstjórn Brynju Benediktsdóttur við tónlist Atla Heimis Sveinssonar. Samverkafólk í leikhúsinu Þau Edda Heiðrún Backman og Atli Heimir Sveinsson hafa unnið náið sama við ýmsar leiksýningar í áranna rás.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.