Morgunblaðið - 21.09.2008, Qupperneq 23

Morgunblaðið - 21.09.2008, Qupperneq 23
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21. SEPTEMBER 2008 23 M yndlistarnámið hef- ur gefið mér mikið þegar. Ég ráðlegg þeim sem hyggja á nám í þeim fræð- um erlendis að skoða skólann sem ég valdi, City and Guilds of Lond- on Art School. Hann var fyrir nokkru kosinn í hóp þriggja bestu myndlistarskóla Englands,“ segir Arnar Snær Davíðsson. Lengi hefur verið lenska að Ís- lendingar legðu leið sína til út- landa til að læra og forframast. En nú hefur þetta orðið erfiðara að undanförnu vegna þess hve krónan hefur fallið og námslánin orðið rýrari í reynd að sama skapi. „Því er ekki að neita að þetta er að verða erfiðara, það á sér- staklega við um framfærslulánið,“ segir Arnar Snær, sem ásamt unnustu sinni, Bryndísi Helgadótt- ur leiklistarnema, er búsettur á Englandi. Arnar hefur verið við- loðandi tónlist undanfarin tíu ár, m.a. í hljómsveitinni Soðinni fiðlu. „Þar var ég söngvari og gít- arleikari á móti Agli Tómassyni. Lengi var ég líka bassaleikari í hljómsveitinni Vinyl,“ segir Arnar Snær. Bryndís hefur líka komið við sögu í sönglist og starfað sem módel. „Við búum í Sidcup sem er á landamærum London og Kent. Ég er að taka BA-gráðu í list- málun og að hefja mitt annað ár í fyrrgreindum skóla en Bryndís er á þriðja ári í Rose Bruford- leiklistarskólanum. Skólinn hennar er í sjö mínútna göngufæri frá heimili okkar en ég þarf að fara með lest 55 mínútur hvora leið, skólinn minn er í Kennington.“ – En hvað kom til að þú snerir frá tónlistinni og fórst í myndlist? „Mér finnst mér tveir vegir sér- lega færir; tónlistin og myndlistin, og fannst ég búinn að eyða tals- vert löngum tíma í hið fyrrnefnda. Reyndar er þetta spurning um hvert fólkt beinir sinni listrænu orku,“ segir Arnar. Það stingur í hjartað... En hvernig líkar honum að fara úr hringiðunni inn í námsferil af þessu tagi? „Það var frekar erfitt. Ég hafði ekki verið í námi í ein sjö ár og það var virkilegt átak að fara að skrifa ritgerðir á ný. Að öðru leyti hefur þetta verið gott, það er gaman að mála. Reyndar valdi ég þennan skóla af því að mér finnst hann halda í gamlar hefðir. Ég settist við tölv- una og byrjaði að „gúgla“ og nið- urstaðan varð sú að mér leist langbest á þennan skóla því áherslurnar þar eru mér að skapi. Mér finnst Listaháskóli Íslands einblína um of á hugmyndir lista- manna en ekki handbragðið sem slíkt. Það er eins og Pablo Picasso sagði: „Til þess að brjóta regl- urnar þarftu að kunna þær.“ – Hvað ertu að mála? „Fyrsta árið fór í að gera mis- tök og kennararnir gera ráð fyrir slíku, maður klífur ókleifa veggi. Mest er áherslan á að við njörvum okkur ekki alltof mikið niður held- ur prófum allar leiðir og gerum tilraunir með öllum mögulegum efnum og miðlum. Skólinn er í gamalli og fallegri byggingu þar sem lekur sum- staðar en það gerir umhverfið bara rómantískara. Þarna hefur lengi verið skólahald en þessi myndlistarskóli var stofnaður 1938 og er rekinn af styrkjum og skóla- gjöldum eingöngu. Skólinn er einkarekinn og því eru skólagjöld- in nokkru hærri en gengur og ger- ist í skólum sem eru ríkisreknir. En þarna veit maður þó í hvað peningarnir fara og ég sé ekki eft- ir krónu af því sem ég hef látið af hendi í þetta nám. Peningarnir fara í kennsluna og þarna eru miklu fleiri kennsluráðgjafar en gerist í öðrum skólum. Í hverju sex vikna verkefni gat ég leitað ráða hjá fjórum ráðgjöfum sem allir eru starfandi listamenn og vita hvað þeir segja. Til að komast inn í þennan skóla þarf maður að vera góður í handverkinu auk ann- ars.“ – En er dýrt að búa á þessu svæði? „Já, bæði að borða, borga leigu og fara á milli. Við erum þó hepp- in að því leyti að leigan í Sidcup er miklu lægri en í miðborg Lond- on – og bara annað okkar á dag- legt erindi inn í borgina. En ég er með sérstakt skólalestarkort, það er gert vel við námsmenn þarna.“ – Saknar þú ekki tónlistarinnar? „Jú, ég geri það. Það stingur í hjartað að sjá einhvern annan uppi á sviði en sjálfan sig, ég fer því sjaldan á tónleika. Ég fer hins vegar töluvert í leikhús með kær- ustunni.“ – Hvað áttu langt í land með námið? „Þetta er þriggja ára nám þann- ig að ég verð þarna í vetur og næsta vetur. Svo ætla ég að reyna fyrir mér í listaheimsborginni London og sjá til. Líklega verð ég þó með sýningu hérna heima að námi loknu. Ég sakna svo sem einskis héðan að heiman nema dóttur minnar, Heiðar Önnu, hennar sakna ég mikið. Hún er átta ára og býr á Laugum í Þingeyjarsýslu hjá móð- ur sinni. Eigi að síður er það svo að heimili manns er þar sem til- gangur lífsins er.“ gudrung- @mbl.is Tveir vegir færir og annar valinn Stundum tekur fólk krappa beygju. Það gerði Arnar Snær Dav- íðsson. Hann sagði Guð- rúnu Guðlaugsdóttur frá umskiptum sínum úr tónlist yfir í myndlist- arnám í London. Í HNOTSKURN »Arnar Snær er 31 árs,fæddur í Kópavogi og bjó þar lengst af. Hann hefur spil- að inn á hljómdiska og tekið þátt í fjölmörgum tónleikum á Íslandi og líka erlendis. »Afi Arnars var Pálmar Ís-ólfsson, bróðir Páls org- elleikara og tónskálds. Pálmar var tónlistarmaður og eft- irsóttur píanóstillingamaður enda með „einstaklega gott tóneyra“ að sögn afabarnsins. Morgunblaðið/Valdís Thor Listnemar Bryndís Helgadóttir og Arnar Snær Davíðsson sem er í myndlist í London eftir viðburðarík ár í tónlistarheiminum hér. Þ að var yfirveguð ákvörðun hjá Bryndísi Helgadóttur að læra leiklist í London, hjarta leikhúslífsins. „Það hefur alltaf verið í mér áhugi á leiklist, allt frá því að ég fór barn með foreldrum mínum að sjá sýningar. Einnig var ein elsta vinkona mín dóttir Þórunnar El- ísabetar Sveinsdóttur bún- ingahönnuðar, með þeim mæðgum fór ég oft í leikhús,“ segir Bryndís. „Ég varð snemma gagntekin af töfrum leikhússins en var ekki endilega með neinar hugmyndir um að læra leiklist, það var líklega leyndur draumur,“ bætir hún við. Hún kveðst hafa einbeitt sér frá barnæsku að tónlist, lært á fiðlu og píanó. „Lengi vel einblíndi ég líka á sönginn og endaði í FÍH. Þar var ég í hátt í sex ár og lærði söng, bæði klassískan söng og djasssöng. Ég var í Kvennaskólanum í Reykjavík og á fjórða og síðasta ári mínu þar tók ég þátt í uppsetn- ingu á leikritinu Strætið eftir Jim Cartwright. Það var mín „prufu- keyrsla“ á því hvort áhugi minn á leikhúsi myndi kvikna að því marki að ég myndi vilja leggja leiklist fyrir mig. Svo reyndist vera. Mamma vinkonu minnar benti mér á Rose Bruford, þaðan sem sonur hennar Sigurður Hrannar Hjalta- son var að útskrifast sem leikari um þær mundir. Rose Bruford er ríkisrekinn skóli og var nýlega val- inn í hópi þriggja bestu sem slíkur í leiklist. Ég sótti um skólavist þarna, tók einhverja „mónologa“, annan úr nútímaverki og hinn frá Shake- speare og fór með þetta við inn- tökuprófið. Og þetta gekk. Haustið eftir var ég komin til Lundúna. Arnar Snær kom með mér í byrjun en fór svo heim og vann þar til þess að komast í myndlistarnám í London síðar.“ Er þetta skemmtilegur skóli? „Já, þetta er æðislegur skóli og satt að segja eru menn hér hrifnir af Íslendingum, enda eru hér land- ar við nám á ýmsum stigum skól- ans. Það er notalegt að hafa sitt fólk hér og geta hist og spjallað við og við.“ Hvaða form leiklistar heillar þig mest? „Ég er í sígildri leiklist, það er ekki ósvipað því sem kennt er við Listaháskóla Íslands. En ég er með opinn huga og vil gjarnan prófa mig áfram, bæði í sjónvarps- og kvikmyndaleik, og líka sviðsleik. Hvað verður kemur í ljós þegar ég útskrifast í vor,“ segir Bryndís. Líklega leyndur draumur Í HNOTSKURN »Bryndís Helgadóttir erfædd 20. febrúar 1986. Hún ólst upp í Þingholtunum og á einn bróður, Baldur, sem var að taka mastersgráðu í teikningu frá háskóla í San Francisco. »Bryndís segist elska tónlistog ætla að stunda hana jafnframt leiklistinni. Hún kveður Arnar Snæ elda góðan mat og þau hafi bæði mikinn áhuga á öllu sem telst til skap- andi áhugamála. Þín hjartans þrá, veistu hver hún er? Bókin er komin í verslanir Upplýsingar og pantanir www.upptok.com upptok@gmail.com sími 698 9952 Hildur H. Karlsdóttir

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.