Morgunblaðið - 21.09.2008, Síða 25
urlöndum. Konur hvarvetna í heim-
inum hafa ofurfyrirsætur og Holly-
wood-stjörnur fyrir augunum
daglega án þess að ganga svo langt
að leggjast undir hnífinn í jafn ríkum
mæli og líbanskar konur virðast gera.
Bankar bjóða aðgerðalán
Án efa spilar hér inn í hversu auð-
velt er orðið að undirgangast fegr-
unaraðgerðir, ekki bara í Líbanon,
heldur alls staðar í heiminum. Það
sem í upphafi kallaðist lýtaaðgerð
snýst ekki lengur um að lagfæra lýti
vegna fæðingargalla, slysa eða sjúk-
dóma. Í dag getur í reynd hver sem
er gengist undir fegrunaraðgerð, ef
viðkomandi telur sig þurfa á því að
halda og hefur til þess fjárhagslegt
bolmagn.
Hvað þróunina í Líbanon varðar
skiptir hins vegar máli að fegrunar-
aðgerðir eru hér talsvert ódýrari en
til að mynda í Evrópu. Lýtalæknirinn
Ziad Feghali nefnir sem dæmi að nef-
aðgerð kostar 500 til 5.000 Banda-
ríkjadali, þ.e. á bilinu 43.000 til
430.000 íslenskar krónur, en í París
aldrei minna en 3.000 evrur, þ.e. um
og yfir 370.000 íslenskar krónur. Þar
við bætist svo hversu mjög fegrunar-
aðgerðir eru í reynd viðurkenndar,
fáir kipptu sér til dæmis upp við það
þegar einn líbönsku bankanna tók í
fyrra að auglýsa sérstök lán fyrir
slíkum aðgerðum. Í auglýsinga-
herferð bankans, First National
Bank, var viðskiptavinum boðið upp á
lán til að „eignast það líf sem [þeir]
hefðu alltaf óskað sér.“ Viðbrögðin
létu ekki á sér standa og í kjölfarið
fékk bankinn daglega um 200 fyr-
irspurnir símleiðis varðandi lánin.
Fram kemur á heimasíðu bankans að
viðskiptavinir geti fengið frá 500 til
5.000 dollara lán fyrir aðgerð og til-
tölulega einfalt virðist vera að fá slíkt
lán, skilyrðin eru þau helst að við-
skiptavinurinn sé líbanskur rík-
isborgari í fastri vinnu með tiltekin
lágmarkslaun.
Kannski verðu ekki aftur snúið
þegar boltinn er farinn að rúlla. Eftir
því sem fleiri gangast undir fegr-
unaraðgerðir verður það kannski
smátt og smátt jafn „eðlilegt“ og við-
tekið í samfélaginu og að kaupa sér
gallabuxur samkvæmt nýjustu tísku.
Listakonan Darghouth telur þetta
a.m.k. sennilega skýringu, segir að
sökum þess hversu fegrunaraðgerðir
eru algengar í Líbanon séu þær orðn-
ar reglan frekar en undantekningin.
Sjálf segist Darghout hafa skömm
á þessari þróun. „Mín skoðun er sú að
það sé alls ekki eðlilegt að fólk vilji
breyta útliti sínu til að líkjast meira
poppstjörnum eða kvikmynda-
leikkonum frá Hollywood,“ segir hún.
Brotin sjálfsmynd þjóðar?
Ef kafa ætti dýpra eftir hugs-
anlegri skýringu á hinni óvenjulegu
en afar áberandi þróun sem orðið
hefur í þessum efnum í Líbanon
mætti leiða að því líkur að það ástand
sem varað hefur í landinu um árabil –
öll togstreitan, spennan, stríðsátökin
– valdi einhvers konar klofningi í
þjóðarsálinni. Sandra Mackey lýsir
líbönsku þjóðinni reyndar með þess-
um orðum í nýlegri bók, Mirror of the
Arab World: Lebanon in Conflict, en
þar sýnir hún fram á hversu brotin
sjálfsmynd líbönsku þjóðarinnar er;
þ.e.a.s. ef hægt er í reynd að tala um
líbanska þjóð. Kjarni vandans er
kannski sá að Líbanon er byggt
mörgum hópum sem í borgarastríð-
inu 1975-1990 bárust á banaspjót og
togast enn á um áhrif og völd. Þótt
þeir lýsi sig stolta líbanska þegna
eiga ólíkir hópar stundum litla eða
enga samleið með öðrum sem hafa
fylkt sér undir sama þjóðfána.
„Ég held að við vitum ekki alveg
hvaða augum við eigum að líta okkur
sjálf. Við eigum í erfiðleikum með að
skilgreina okkur,“ segir Darghouth
og hefur ennfremur orð á því hversu
mjög Líbanar séu undir áhrifum frá
öðrum löndum. Það er ekki nóg með
að Líbanar hafi þurft að ganga í
gegnum fimmtán ára borgarastríð.
Þeir hafa auk þess í reynd verið leik-
soppar annarra ríkja, Ísraels, Sýr-
lands, Írans og Bandaríkjanna sem
virðast hafa kosið að heyja baráttu
sína um áhrif í heimshlutanum á líb-
anskri jörð.
Slíkt hlýtur óneitanlega að hafa
einhver áhrif á sálarlíf fólksins í land-
inu. Stríð út af fyrir sig er síðan lík-
legt til að valda sálrænum skaða,
bæði hjá einstaklingum sem og heil-
um þjóðum, og um það er raunar
rætt að fjöldi fegrunaraðgerða hafi
aukist til muna eftir að Ísraelar létu
sprengjunum rigna yfir Líbanon í 34
daga löngu stríði sumarið 2006. „Líb-
anon hefur í gegnum tíðina alltaf ver-
ið undir stjórn annarra ríkja, vest-
rænna þjóða eða annarra arabaríkja.
Ég held að líbanska þjóðin líti ekki
enn á sig sem sjálfstæða þjóð,“ segir
listakonan Darghouth.
Það kann að vera að allir þessir
þættir skýri að einhverju leyti þann
gríðarlega fjölda fegrunaraðgerða
sem framkvæmdar eru í Líbanon ár-
lega. Vegna þeirra gætu náttúruleg
nef líbanskra kvenna verið í útrým-
ingarhættu. Hjá þeim fáu sem enn
hafa ekki lagst undir hníf skurðlækna
er nefið tignarleg miðja andlitsins,
minnir að einhverju leyti á styttur af
grískum gyðjum.
Á göngu um götur Beirut er erfitt
að stilla sig um að stöðva þessar ör-
fáu náttúrulegu gyðjur Mið-
Austurlanda og segja einfaldlega:
„Nefið á þér er fullkomið. Í öllum
bænum leyfðu því að njóta sín eins og
það er.“
sér
© Stephane Reix/For Picture/Corbis
Lagfærð? Líbanska söngkonan og stórstjarnan Haifa Wehbe er talin hafa
breytt útliti sínu með skurðaðgerðum, m.a. fært nefið í vestrænna horf.
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21. SEPTEMBER 2008 25
B
irt
m
eð
fy
rir
va
ra
um
p
re
nt
vi
llu
r.
H
ei
m
sf
er
ði
rá
sk
ilj
a
sé
rr
ét
tt
il
le
ið
ré
tt
in
g
a
á
sl
ík
u.
A
th
.a
ð
ve
rð
g
et
ur
b
re
ys
tá
n
fy
rir
va
ra
.
Skógarhlí› 18 • 105 Reykjavík • Sími 595 1000
www.heimsferdir.is
Heimsferðir bjóða frábært sértilboð til Sikileyjar í beinu flugi 14.
október á yndislegum tíma. Hitinn er um 25-28 gráður og hentar bæði
til sólbaða og til skoðunar á þessari stórbrotnu eyju. Dvalið er á Hotel
Santa Lucia le Sabbie d’Oro, góðu þriggja stjörnu hóteli, rétt við hinn
einstaka bæ Cefalú, um 70 km. frá Palermo. Hótelið býður góðan
aðbúnað og fyrir gesti og er fullt fæði innifalið. Cefalú bærinn, sem er
einstök perla, var t.d. tökustaður hinnar vinsælu kvikmyndar Cinema
Paradiso sem margir þekkja. Sikiley er sannkölluð perla. 2.700 ára
menningarsaga, einstök náttúrufegurð, ótrúlegar fornminjar, fallegar
byggingar og söfn, ásamt áhugaverðri matarmenningu og blómlegu
mannlífi. Sikiley býður góðar baðstrendur og góða þjónustu við
ferðamanninn. Spennandi kynnisferðir í boði (háð lágmarksþátttöku
20 manns).
Einstakursumaraukií beinumorgunflugi!
• Stórkostlegir bæir
• Stórbrotin náttúrufegurð
• Einstök matarmenning
• Ótrúlegar fornminjar
• Baðstrendur
• Góð gisting
• Spennandi kynnisferðir
Frá aðeins kr. 98.900
Ótrúlegt sértilboð
– vikuferð með fullu fæði
Sikiley
14.-21. október
Hotel
Santa Lucia
- með fullu fæði
Aðeins 15
herbergi í boði!
Gott hótel við
stórkostlegan bæ
Gríptu tækifærið og tryggðu
þér frábært frí og sumarauka
á einstökum stað.
Bókaðu strax! www.heimsferdir.is
Frá kr. 98.900
Netverð á mann, m.v. gistingu í tvíbýli með fullu fæði í viku. Aukagjald fyrir einbýli kr. 29.000.
E
N
N
E
M
M
/
S
IA
•
N
M
3
55
0
3
STUNDUM fær fólk lög „á heilann“ og getur alls ekki
losnað við þau þaðan. „Popplag í G-dúr“ grefur sig dýpra
og dýpra í vitundina og ryðst út um munninn í söngli og
flauti, gái fólk ekki að sér. Sams konar fjötra getur
„Don’t worry, be happy“ lagt á saklausar sálir. Sumir
stökkva að útvarpstækjunum og slökkva um leið og
„Traustur vinur“ byrjar að óma, en eru svo ekki betur
settir þegar þeir kveikja aftur og eru þá komnir í miðju
„Bahama“.
Auðvitað hefur þetta fyrirbæri, að fá lög á heilann,
verið rannsakað í bak og fyrir. Í Bandaríkjunum eru
ákveðin lög kölluð „eyrnaormar“ (e. earworms) vegna
þess að þau bora sig öðrum fremur inn í hlustina og setj-
ast að í heilanum. Og eru bráðsmitandi.
Einfalt og endurtekið
Ein rannsókn sýndi fram á að líklegast er að tónlistin,
sem fólk fær á heilann, sé einföld og sama stefið end-
urtaki sig í sífellu. Oft er textinn óvenjulegur eða stingur
í stúf við máltilfinningu fólks og verður þannig ógleym-
anlegur. Og óþolandi.
Í grein í Los Angeles Times á dögunum voru nefnd
nokkur lög, sem geta eyðilagt heilu dagana hjá þarlend-
um. Í þeim hópi er „Who let the dogs out (woof, woof,
woof, woof)“, en engu líkara er en það hafi verið samið
sérstaklega til að gera fólki lífið leitt. Önnur lög sem
sýkja fólk eru til dæmis „We will rock you“ og
„Y.M.C.A.“
Vísindamenn láta ekki deigan síga og fullyrða, eftir ít-
arlegar rannsóknir að sjálfsögðu, að dæmi séu um að lög
geti farið illilega á heilann á sumu fólki, en aðrir séu al-
sælir með þau. Enginn nýr sannleikur á ferðinni þar, en
núna studdur vísindalegum sönnunargögnum.
Rannsóknir hafa líka sýnt fram á að konur eru líklegri
til að fá lög á heilann en karlar. Og tónlistarmenn búa
frekar við þessa sýkingu en fólk í ómúsíkalskari störfum.
Af einhverjum ástæðum hættir áhyggjufullu fólki líka
fremur til að fá lög á heilann en þeim sem taka lífinu af
meiri ró.
Þetta er sem sagt ekki bara misgóðum lögunum að
kenna, heldur er einstaklingsbundið á ýmsan hátt.
Óbrigðul ráð?
Lög geta setið föst á heilanum í nokkrar mínútur og
allt upp í nokkra daga. Vísindamenn leita þó ekki ein-
ungis upplýsinga um það fyrirbæri, heldur reyna líka að
gefa góð ráð. Og svona er hugsanlegt að drepa „eyrna-
orminn“:
Reyndu að hugsa um annað lag, sem fer ekki eins mik-
ið í taugarnar á þér.
Gerðu eitthvað til að dreifa athyglinni frá laginu.
Gakktu við annan takt en þann sem er í laginu.
„Don’t worry, be happy.“
Með leiðindalag á heilanum
Sjúklegt Mesti smellur The Village People, Y.M.C.A.,
kom út árið 1979 og er enn á heilanum á mörgum.