Morgunblaðið - 21.09.2008, Síða 26
26 SUNNUDAGUR 21. SEPTEMBER 2008 MORGUNBLAÐIÐ
Gunnar Sigurðsson ogSteinunn Kristinsdóttireru hluti hóps úr Ár-manni, sem er á leið til
Belgíu að keppa á Evrópumóti í
hópfimleikum. Liðið er blandað,
skipað sjö stelpum og sjö strákum á
aldrinum 18-22 ára. Það var stofnað
desember árið 2006 en hópurinn fór
skömmu síðar á Norðurlandamót
og lenti þar í öðru sæti. Árangurinn
kom þeim á óvart. „Við vissum ekki
að við stæðum svona vel. Við hefð-
um alveg eins getað unnið,“ segir
Gunnar en hann er fyrirliði liðsins.
Þjálfari liðsins er frá Svíþjóð og
heitir Olof Johansson en íþróttin er
hvað mest stunduð á Norðurlönd-
unum. Þau æfa af kappi fyrir Evr-
ópumótið sem fram fer í Gent 21.-
26. október næstkomandi. „Við æf-
um fimm sinnum í viku, í þrjá tíma
í senn. Við fórum líka í byrjun
ágúst í æfingabúðir til Óðinsvéa í
Danmörku og vorum þar í viku,“ en
keppt er á þremur áhöldum, dansi,
dýnu og trampólíni.
Allir krakkarnir í liðinu eru mjög
uppteknir. Auk æfinganna stunda
þau háskólanám, fyrir utan þá sem
hafa ekki aldur til og eru enn í
menntaskóla. Gunnar, sem er 22
ára, er á þriðja ári í lækn-
isfræðinámi við Háskóla Íslands en
til viðbótar við hann eru tvö í liðinu
á fyrsta og öðru ári í læknisfræði.
Steinunn, sem er tvítug, var að
byrja í fjármálaverkfræði í Háskól-
anum í Reykjavík. Annar til er í
verkfræði og svo stunda liðsfélag-
arnir einnig nám í íþróttafræði við
HR, eðlisfræði og lögfræði við HÍ
og ein stelpa er að læra að verða
flugmaður.
Eins og gefur að skilja er frítími
þeirra ekki mikill og nóg að gera.
„Kærastan er allavega ekki sátt,“
segir Gunnar.
Steinunn tekur undir að það sé
nóg að gera. „Þetta er erfitt en
gengur vel. Það er nauðsynlegt að
skipuleggja sig vel og við erum öll
frekar skipulögð.“
Steinunn er spennt fyrir Evr-
ópumótinu. „Það leggst mjög vel í
mig. Við erum að minnsta kosti
nógu vel undirbúin og höfum æft
mikið upp á síðkastið.“
Hugmyndin kom í partíi
Krakkarnir í hópnum koma allir
úr áhaldafimleikum og eru vanir
miklum æfingum. Tilgangurinn með
stofnun hópsins átti að vera að
minnka æfingarnar frá því sem áð-
ur var en það hefur ekki gengið eft-
ir. Gunnar segir að til að byrja með
hafi þetta verið óformlegt, „stráka-
og stelpuvinahópar að hittast. Við
ákváðum að gera þetta í einhverju
partíi og svo varð miklu meira úr
þessu en hugmyndin var í fyrstu.
Þetta varð alvarlegra eftir að okkur
gekk svona vel á Norðurlanda-
mótinu og metnaðurinn jókst í hlut-
falli við það.“
Þau æfa mest fyrir mótin en ann-
ars þrisvar til fjórum sinnum í viku.
Krakkarnir þekktust sumsé allir
fyrir stofnun liðsins enda hafa þeir
farið í keppnisferðir og keppt á
mótum saman. „Við erum öll með
góðan grunn,“ segir Gunnar.
Liðið gengur undir nafninu Grá-
mann og er það komið til vegna
þess að liðið er skipað strákum úr
Ármanni og að hluta til stelpum
sem komu úr Gróttu, þó að einnig
séu þarna stelpur sem komu upp-
haflega úr Gerplu, Fylki og Ár-
manni.
Gaman að æfa í hópi
Gunnar byrjaði í áhaldafim-
leikum níu ára gamall en Steinunn
var fimm ára þegar hún byrjaði.
Þau eru bæði ánægð með reynslu
sína af áhaldafimleikunum en þykir
þó enn skemmtilegra í hópfimleik-
unum.
„Liðsandinn er góður og stemn-
ingin frábær á æfingum. Við erum
líka í þessu fyrir vináttuna,“ segir
Gunnar.
„Það er miklu skemmtilegra að
vera í svona blönduðum hópi og
bara skemmtilegra að æfa í hópi.
Þá er maður ekki bara einn að
keppa við vini sína. Krakkarnir eru
skemmtilegir og það er gaman að
fara á æfingar,“ segir Steinunn.
Þau minnast bæði á heimild-
armyndina sem sýnd var í Sjón-
varpinu í kringum Ólympíuleikana
um fimleikaæfingar í Kína. „Þetta
er ekki svona strangt hérna og ag-
inn ekki svona mikill,“ segir Gunn-
ar.
Steinunn mælir eindregið með
fimleikaiðkun. „Ég myndi hiklaust
setja barnið mitt í fimleika. Þetta
er einhver allra besta undir-
stöðuíþróttin fyrir aðrar íþróttir.
Svo læra krakkarnir aga, að standa
í röð og fá gott jafnvægi,“ segir
hún.
Gunnar segir námið í lækn-
isfræðinni þyngjast með hverju
árinu og er hann óviss um fram-
haldið. „Þetta er orðið aðeins of
mikið núna með læknisfræðinni og
það getur verið að ég minnki eitt-
hvað við mig eftir Evrópumótið en
það er ekkert víst. Það er bara svo
ótrúlega gaman í fimleikum.“
ingarun@mbl.is
Hátt uppi Liðið keppir á þremur áhöldum, dansi, dýnu og trampólíni.
Í góðri sveiflu Gunnar á æfingu með félögunum í sal Ármanns í Laugardalnum.
Góður grunnur Steinunn segir fimleika góða undirstöðu fyrir aðrar íþróttagreinar.
Hoppandi
háskólanemar
Þau eiga það sameig-
inlegt að vera í erfiðu
háskólanámi og æfa
fimleika fimm sinnum í
viku. Inga Rún Sigurð-
ardóttir ræddi við
Gunnar Sigurðsson og
Steinunni Kristins-
dóttur. Þau eru hluti af
afreksliðinu Grámanni
sem er á leiðinni á Evr-
ópumót í hópfimleikum.
» „Liðs-
andinn
er góður og
stemingin frá-
bær á æfingum.
Við erum líka í
þessu fyrir vináttuna.“
Morgunblaðið/hag