Morgunblaðið - 21.09.2008, Page 28
28 SUNNUDAGUR 21. SEPTEMBER 2008 MORGUNBLAÐIÐ
Vonir umfrið-arsam-
komulag milli Ísr-
aela og
Palestínumanna
dofna. Amr Mo-
ussa, framkvæmdastjóri
Arababandalagsins og fyrr-
verandi utanríkisráðherra
Egyptalands, sagði í heim-
sókn sinni til Íslands í liðinni
viku að hann væri svartsýnn á
að friðarviðræður fyrir botni
Miðjarðarhafs skiluðu ár-
angri. Hann bætti við að við-
ræðurnar væru á rangri leið,
hvað sem liði yfirlýsingum í
fjölmiðlum.
Afstaða Moussa er sú að
landtaka Ísraela á hernáms-
svæðunum sé aðalhindrunin á
leið til friðar, eins og kemur
fram í Morgunblaðinu í gær.
„Stöðvi nýr forsætisráðherra
Ísraels landnám Ísraela á her-
numdu svæðunum gæti friður
verið í augsýn, það er aðal-
orsök deilnanna,“ sagði Mo-
ussa þegar hann var spurður
um áhrif væntanlegra for-
sætisráðherraskipta í Ísrael.
George Bush Bandaríkja-
forseti hyggst í þessari viku
taka á móti Mahmoud Abbas,
leiðtoga Palestínumanna, í
Washington. Bush hefur sagt
að hann vilji knýja fram sam-
komulag milli Ísraela og Pal-
estínumanna áður en hann fer
úr embætti í upphafi næsta
árs, en fátt bendir til þess að
það muni takast. Bandaríkja-
menn þurfa að setja aukinn
þunga í málið og sýna að þeir
séu tilbúnir til að leggja sitt af
mörkum til að samkomulag
verði virt ætli Bush að sýna að
hugur fylgi máli.
Valdaskiptin í Ísrael gætu
einnig sett strik í reikninginn.
Ehud Olmert
hóf samninga-
viðræður við Ab-
bas. Nú fer hann
frá og takist Tzipi
Livni, arftaka
hans í forustu Ka-
dima-flokksins, að mynda
nýja stjórn verður hún næsti
forsætisráðherra landsins.
Hvað friðarviðræðurnar
snertir er kosturinn við naum-
an sigur hennar í baráttunni
um flokksforustuna að hún
hefur verið utanríkisráðherra
og þekkir því viðræðurnar við
Palestínumenn út og inn. Hins
vegar er annað mál hversu
áfjáð hún er í að gera þær til-
slakanir, sem þarf til að ná
samkomulagi.
Gagnrýni Moussa á land-
töku Ísraela á hernumdu
svæðunum er fyllilega rétt-
mæt. Meðferð Ísraela á Pal-
estínumönnum hefur verið til
skammar svo ekki sé meira
sagt. Hernumdu svæðin hafa
verið girt af með múr og
þrengt að þeim úr mörgum
áttum. Palestínumenn hafa
svarað fyrir sig með hryðju-
verkum, en Ísraelar geta ekki
litið á sig sem fórnarlömbin í
þeim efnum. Hryðjuverk eru
aldrei réttlætanleg, en Ísrael-
ar eru sjálfir síður en svo sak-
lausir af slíkum óhæfuverk-
um. Þeir hafa yfirburðina,
Palestínumenn eru lítilmagn-
inn.
Deila Ísraela og Palest-
ínumanna er orðin fasti í al-
þjóðastjórnmálum. Það er
hægt að koma á friði, en til
þess þarf utanaðkomandi
þrýsting og skuldbindingar,
sem tryggja að gætt verði
jafnræðis og tortryggni eytt.
Það þarf að koma viðræðunum
á rétta leið.
Deila Ísraela og Pal-
estínumanna er orð-
in fasti í alþjóða-
stjórnmálum}
Viðræður á rangri leið
E
r það ekki merkilegt að mann-
skepnan lærir svo lengi sem hún
lifir? Það held ég að minnsta
kosti að sé staðreynd. Ekki ætla
ég að fara í djúpar og heim-
spekilegar pælingar í þessum litla pistli en hef
þó verið að hugleiða það undanfarna daga að
það er í raun stórmerkilegt hvernig mat okkar
á því sem við teljum yndislegt og ómissandi
breytist eftir því sem við verðum eldri að ár-
um og reynslunni ríkari.
Þessar vangaveltur mínar eru til komnar
vegna nokkurra vikna veru minnar á Spáni í
sumar, í Granada suður í Andalúsíu nánar til-
tekið. Ég var að láta gamlan draum rætast,
fór til Spánar til þess að nema spænsku. (Ég
lærði nú ekki ýkja mikið, en það er önnur
saga.)
Granada er yndislega falleg borg, með ótrúlega mikið
af fögrum, fornum byggingum, líflegu götu- og kaffi-
húsalífi og aðeins í klukkustundar akstursfjarlægð frá
Miðjarðarhafsströnd.
En á meðan á dvöl minni í hinni fögru borg stóð, var
slík hitabylgja ríkjandi að ég var beinlínis að drepast úr
hita. Þegar ég kom út úr dásamlega loftkældri íbúðinni á
morgnana og labbaði í átt til skólans, sem var ekki nema
um 20 mínútna gangur, var alltaf eins og ég gengi á hita-
vegg. Hitinn beinlínis lamaði mig og þegar hitastigið var
hæst sá ég 46 gráður á hitamæli. Í slíkum hita, þar sem
ekki blaktir hár á höfði, enginn andvari er, engin hafgola,
Granada er nokkuð langt inni í landi, sér
maður Ísland og 15 til 20 gráður á Celsíus í
hillingum; mig dreymdi um rok og rigningu;
ég þráði íslenskan svala og ferskleika; ég eig-
inlega þraukaði bara dagana í skólanum, með
það eitt að markmiði að komast aftur heim í
loftkældu íbúðina uppi í hlíðinni. Þar sat ég
við heimavinnu framundir kvöld áður en ég
hætti mér aftur út undir bert loft til þess að
fá einhverja næringu og flýtti mér svo aftur
inn í loftkælinguna góðu.
Þetta var nú ekki alveg sú paradís sem mig
hafði dreymt um og ég hafði hlakkað svo mik-
ið til að njóta.
Því var það, að ég ákvað að stytta Spánar-
dvöl mína, gefa upp á bátinn, að minnsta kosti
um sinn, frekara spænskunám, pakka saman
pjönkum mínum og dvelja í nokkra daga niðri
á strönd, áður en ég hélt heim til gamla góða Fróns.
Sjaldan hefur mér þótt jafngott að koma heim og ein-
mitt nú. Ísland er óviðjafnanlegt land og það eru forrétt-
indi að búa hér, ala börnin sín upp hér og njóta alls þess
sem landið hefur upp á að bjóða. Mér finnst rigningin
góð og mér finnst rokið gott. Mér finnst Ísland vera
besta land í heimi. Það skil ég nú, 56 ára gömul, en því
fór víðsfjarri að ég skildi það sem ung stúlka. Máltækið
segir: Heimskur er sá er heima situr og annað máltæki
segir: Margt veit sá er víða ratar. Með því að hafa ratað
víða á undanförnum 35 árum, eða svo, hef ég lært, að
heima er best – langbest. agnes@mbl.is
Agnes
Bragadóttir
Pistill
Mér finnst rigningin góð
24. sept. 1978: „Það er samdóma
álit þeirra, sem kynnzt hafa um-
ferðarmenningu í öðrum löndum,
sérstaklega í Evrópu, að þar sé
ólíku saman að jafna, umferðinni
hér og þar. Agi í umferðinni er-
lendis er mun meiri en hér og þar
er mun meiri trygging fyrir því, að
gangandi eða akandi vegfarendur
þurfi ekki að vera í lífshættu af
völdum náungans. Staða umferð-
armála hér hlýtur að vera mönnum
mikið áhyggjuefni á þessum haust-
dögum, þegar óhugnanleg umferð-
arslys hafa orðið með stuttu milli-
bili og tvær litlar stúlkur beðið
bana. Slíkir atburðir hljóta að
leggjast mjög þungt á almenning
og vekja okkur enn einu sinni til
umhugsunar um það, hvað til
bragðs skuli taka til þess að koma í
veg fyrir umferðarslys.“
. . . . . . . . . .
25. sept. 1988: „Fjögur evrópsk
stórfyrirtæki rannsaka nú hvort
hagkvæmt sé fyrir þau að reisa hér
nýtt stórt álver. Hvernig sem á
málið er litið yrði jákvæð nið-
urstaða þeirra rannsókna þjóð-
arbúinu í hag. Við þurfum fleiri
stoðir undir þjóðarbúskapinn, við
höfum mikla óbeislaða orku og
reynslan af starfsemi álversins í
Straumsvík sýnir að rekstur slíks
fyrirtækis fellur vel að íslensku at-
vinnulífi. Morgunblaðið hefur hald-
ið því fram í umræðum um nýtt ál-
ver hér á landi, að niðurstaðan eigi
líklega ekki eftir að velta á því,
hvað hin evrópsku stórfyrirtæki
segja, heldur hinu hvað við sjálfir
viljum, hvort hér séu pólitískar for-
sendur fyrir því að ráðast í þetta
stórvirki. Nægir þessu til stuðn-
ings að benda á framgöngu Hjör-
leifs Guttormssonar, þingmanns
Alþýðubandalagsins, á meðan hann
var iðnaðarráðherra og reyndi að
gera stóriðju á Íslandi allt til miska
og spilla samningsstöðu okkar út á
við.
Í Morgunblaðsfrétt í gær skýrir
Friðrik Sophusson, iðnaðarráð-
herra, frá því að undirbúningur
undir stækkun álversins í
Straumsvík sé kominn það vel á
veg að málið verði ekki stöðvað.“
Úr gömlum l e iðurum
Sýnilega höndin
FRÉTTASKÝRING
Eftir Karl Blöndal
kbl@mbl.is
R
íkisafskipti eru dragbít-
ur. Þetta hafa við-
skiptavinir Alþjóða-
bankans og annarra
stofnana, sem lána fé til
uppbyggingar og þróunar, iðulega
fengið að heyra. Oftar en ekki eru
sett mjög ákveðin hagstjórnarskil-
yrði fyrir lánveitingum. Að baki þess-
um kröfum hefur stuðningur Banda-
ríkjamanna við frjálsan markað og
óheftan kapítalisma vegið þungt. Nú
spyrja sig margir hvort Bandaríkja-
menn séu hættir að fylgja hugmynda-
fræðinni, sem þeir boða.
Verður ekki aftur snúið?
Í dagblaðinu International Herald
Tribune var á fimmtudag vitnað í
Ron Chernow, sérfræðing um hag-
sögu, sem meðal annars hefur skrifað
um J.P. Morgan. „Ég er hræddur um
að Bandaríkjastjórn hafi gengið svo
langt að ekki verði aftur snúið,“ segir
hann. „Það kaldhæðnislega er að hér
gerir ríkisstjórn hlynnt frjálsum
markaði ýmislegt, sem frjálslynd
demókratastjórn hefði ekki látið sig
dreyma um í sínum villtustu draum-
um.“
Bandaríkjastjórn hefur á undan-
förnum dögum bjargað húsnæð-
islánabönkunum Fannie Mae og
Freddie Mac og hlaupið undir bagga
með Bear Stearns. Nú hefur bæst við
stuðningur við eitt stærsta trygg-
ingafélag heims AIG og allsherj-
aráætlun Bandaríkjastjórnar um að
greiða fyrir allt að 180 milljörðum
dollara í lánsfé til seðlabankanna í
landinu og 50 milljarða beint til bank-
anna og strax í gær varð töluverð
hækkun á flestum mörkuðum.
Þetta er öndvert við það þegar
kreppan mikla brast á 1929 og banda-
rísk stjórnvöld stóðu aðgerðalaus hjá
næstu árin á meðan hvert fyrirtækið
á fætur öðru varð gjaldþrota. Það var
ekki fyrr en eftir að Franklin D.
Roosevelt komst til valda 1933 að rík-
ið greip til aðgerða undir merkjum
hins svokallaða nýja sáttmála (New
Deal).
Mario Monti, fyrrverandi yfirmað-
ur samkeppnismála hjá fram-
kvæmdastjórn Evrópusambandsins,
segir að nú hafi andstæðingar hins
frjálsa markaðar í Evrópu og annars
staðar fengið „dásamlegt tækifæri til
að benda á fordæmi Bandaríkja-
manna“ og segja að „jafnvel fánaberi
markaðshagkerfisins, Bandaríkin,
gangi gegn grundvallarviðmiðum sín-
um með hegðun sinni“. Ríkisstjórnir
hafi tekið í taumana til að bregðast
við kreppu í Asíu, Rússlandi og
Mexíkó, en nú gerist það þar sem
hjarta kapítalismans slær og það sé
miklu skaðlegra fyrir trúverðugleika
markaðshagkerfisins.
Fylgja nú öðru handriti
Víða í Asíu gætir nú beiskju. Yung
Chul Park, hagfræðiprófessor við
Kóreu-háskóla í Seoul, rifjar upp við
IHT að þegar Alþjóða gjaldeyrissjóð-
urinn veitti tuttugu milljarða dollara í
lok níunda áratugarins til að hjálpa
Suður-Kóreu að komast í gegnum
efnahagssamdráttinn í Asíu var eitt
skilyrðið að kóresk stjórnvöld leyfðu
bönkum og fyrirtækjum, sem stóðu
höllum fæti, að fara á hausinn frekar
en að bjarga þeim. Hann segir að nú
sé vissulega sá munur á að neyðar-
ástandið er hnattrænt en ekki bundið
við afmarkað svæði eins og Asíu en
nú fylgi Bandaríkjamenn öðru hand-
riti: „Ég skil hvers vegna þeir gera
það. En þeir hafa að ákveðnu marki
glatað trúverðugleika til að opna
markaði fyrir erlendri samkeppni og
losa um höft í hagkerfum.“
Samkvæmt kenningunni leitar
markaðurinn jafnvægis fyrir til-
verknað hinnar ósýnilegu handar.
Með aðgerðum Bandaríkjastjórnar
hefur hin sýnilega hönd tekið af henni
völdin.
Reuters
Kátína í kauphöllinni Verðbréfasölum í kauphöllinni á Wall Street var
skemmt á föstudag. Allar vísitölur hækkuðu eftir að bandaríski seðlabank-
inn kastaði út björgunarhring á fimmtudag.
Hafa Bandaríkin snúið baki við eigin hugmyndafræði?
Hvað varð um áhersluna á hættuna af ríkisafskiptum?
Bandaríski seðlabankinn hyggst
losa um fjárskort með því að
dæla 180 milljörðum dollara inn í
efnahagskerfið. Með því að sýna
að enginn skortur verði á fé til
að standa við helstu skuldbind-
ingar á að koma á ró á fjár-
málamörkuðum.
Í upphafi fjórða áratugar 20.
aldarinnar gerði bandaríski
seðlabankinn ekki neitt þótt fyr-
irtæki yrðu gjaldþrota og bank-
arnir peningalausir þannig að
þeir gátu ekki lánað fé út í efna-
hagslífið. Þetta setti bandarískan
efnahag á hliðina og hafði áhrif
út um allan heim, meðal annars á
Íslandi þar sem áhrifanna gætti
lengur en víðast hvar annars
staðar, meðal annars vegna þess
að Íslendingar misstu lánstraust í
útlöndum.
Bandaríski seðlabankinn stend-
ur ekki einn í þessum aðgerðum
nú, heldur hefur hann tekið
höndum saman við seðlabanka í
Evrópu og víðar. Það er greini-
lega ekki ætlunin að láta at-
burðarásina 1929 endurtaka sig.
››
Einar Sigurðsson.
Ólafur Þ. Stephensen.
Forstjóri:
Ritstjóri:
STOFNAÐ 1913
Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík.
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal.
Útlitsritstjóri:
Árni Jörgensen.
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/
ENGINN
SKORTUR