Morgunblaðið - 21.09.2008, Síða 29

Morgunblaðið - 21.09.2008, Síða 29
REUTERS L iðin vika hefur verið söguleg á fjármálamörkuðum heimsins. Um tíma stefndi í algert hrun á mörkuðunum. Gífurlega umfangsmiklar björgunar- aðgerðir ríkisstjórnar Banda- ríkjanna og seðlabanka víða um heim hresstu markaðina hins vegar við undir lok vik- unnar. Bandaríkjastjórn hyggst verja gífurlegum fjármunum til þess að kaupa íbúðalánakröfur af bönkum í vanda. Jafnvel er talið að þúsund milljarða dollara af fé skattgreiðenda þurfi í björgunaraðgerðir Bandaríkjastjórnar einnar. Inngrip í markaðinn Þetta er stærsta inngrip Bandaríkjastjórnar í fjármálamarkaðinn síðan í kreppunni miklu fyr- ir nærri áttatíu árum. Inngripið varðar ekki ein- göngu þá fjármuni, sem ríkið styður nú fjár- málageirann með, heldur einnig regluverkið. Sú ákvörðun stjórnvalda bæði í Bandaríkjunum og Bretlandi að banna skortsölu tímabundið á sér þannig fá fordæmi á seinni árum. Bandarískir skattgreiðendur niðurgreiða nú starfsemi fjármálamarkaðarins, ekki aðeins í sínu heimalandi, heldur mun víðar um heiminn. En stjórnvöld áttu ekki annan kost. Þetta er mikið áfall fyrir þá stefnu lítilla ríkisafskipta af fjármálamarkaðnum, sem fylgt hefur verið í Bandaríkjunum og mörgum öðrum ríkjum und- anfarin ár. Í bandarískum og brezkum blöðum er nú undir lok vikunnar nóg af fyrirsögnum á borð við „Reagan-tímanum lokið“, „Endalok kapítal- ismans“ og fleira af því tagi. Kapítalisminn er náttúrlega ekki liðinn undir lok. En margir eru orðnir þeirrar skoðunar að regluverkið, sem átti að stjórna hinum al- þjóðlega fjármálamarkaði, hafi verið of veikt. Steingrímur og FT á sömu slóðum! Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri- hreyfingarinnar-græns framboðs, skrifaði ágæta grein, sem birtist hér í leiðaraopnu blaðs- ins síðastliðinn fimmtudag, undir fyrirsögninni „Ragnarök nýfrjálshyggjunnar“. Það er for- vitnilegt að bera saman grein Steingríms og skrif sumra dálkahöfunda hins alþjóðlega við- skiptablaðs Financial Times, sem til þessa hefur ekki gert mikið af því að fá hugmyndir að láni hjá Vinstri grænum. Steingrímur skrifar: „Umræðan er á þeim nótum að endurskoða þurfi leikreglurnar, færa vald á nýjan leik frá markaðnum og pen- ingamönnunum til lýðræðislega kjörinna stjórnvalda og undir endurskoðað og hert regluverk. Fleiri láta í sér heyra. Í Bretlandi hefur hópur manna sem kallar sig „real ind- ustrialists“ eða raunverulegir atvinnurekendur minnt á sig og sagt: Þarna sjáið þið hvaða vit verður í fjármálaheiminum og viðskiptalífinu ef það eru eingöngu peningamennirnir og hið gráðuga áhættufjármagn sem ráða en áherslur hefðbundins atvinnurekstrar gleymast. Og er hér ekki að sannast þá hið fornkveðna að mark- aðurinn, góður til síns brúks sem hann getur verið, er um leið ófreskja sem þarf að temja og hafa í böndum því annars fer illa?“ Daginn eftir skrifaði John Authers, sem stýr- ir umfjöllun Financial Times um fjárfestingar, að í lok þessarar ótrúlegu viku væri orðin ástæða til að efast um kapítalismann. Að minnsta kosti gerði Bandaríkjastjórn það klár- lega. „Allajafna eru markaðirnir skilvirkt tæki til að afla og úthluta fjármagni. Þess vegna hafa lýðræðisleg stjórnvöld hagsmuni af því að láta þá vinna vinnuna. En undanfarin vika sýnir fram á að niðurstaða markaðarins glansar ekki endilega af siðprýði. Þátttakendur á mark- aðnum láta stýrast af ótta og græðgi. Þeir munu gera það sem þeir komast upp með, og löggjöf er nauðsynleg til að koma á þá böndum. Ef lög- gjöfin er ekki nógu ströng, sýnir lánabólan vel að ekki er hægt að treysta mörkuðunum til að setja sjálfum sér reglur.“ Authers segir að hinn frjálsi markaður geri samfélaginu mikið gagn, en stýrist af þeim laga- ramma, sem honum sé settur og geti hagað sér í andstöðu við almannahagsmuni. „Mannsaldur kann að líða áður en aftur verður tekið mark á þeirri staðhæfingu stuðningsmanna frjáls markaðar að ríkisstjórnir eigi aldrei að grípa inn í markaðinn,“ skrifar hann. Reglurnar sem enginn tók mark á Afskiptaleysisstefnunni hefur að mörgu leyti verið fylgt hér á landi á undanförnum árum. Talsmenn atvinnulífsins hafa talað fyrir því að það fái að setja sér reglur sjálft, og stjórn- málamenn hafa gefið því svigrúm til slíkrar reglusetningar. Dæmi um slíkt eru reglur Kauphallarinnar, Samtaka atvinnulífsins og Viðskiptaráðs um góða stjórnarhætti í fyr- irtækjum, sem áttu meðal annars að tryggja að hagsmuna smærri hluthafa í fyrirtækjum væri gætt af hálfu óháðra stjórnarmanna og að skyn- samlegar og hóflegar ákvarðanir væru teknar um laun og umbun stjórnenda. Mörg af „fram- sæknustu“ fyrirtækjunum á markaðnum, til dæmis FL Group, gáfu þessum reglum beinlínis langt nef. Engum böndum hefur verið komið á launa- og umbunarkerfið í fjármálafyrirtækjunum, hvorki hér á landi né í nágrannaríkjunum. Margir halda því nú fram að hluti af skýring- unni á því hvernig komið er fyrir hinum al- þjóðlega fjármálamarkaði felist í launakerfinu; mönnum hafi verið umbunað ríkulega fyrir að taka alltof mikla áhættu. Fjármálamennirnir stungu bónusunum í vasann, en skattgreið- endur víða um lönd sitja nú uppi með afleiðing- arnar. Annað dæmi er samningurinn um yf- irtökunefnd, sem átti að meta – í þágu hags- muna smærri hluthafa – hvort yfirtökuskylda hefði myndazt í hlutafélögum. Yfirtökunefndin var í raun valdalaus og fáir tóku mark á henni. Enda rann samningurinn út í sumar og nú er engin yfirtökunefnd til. Á næstu misserum munu stjórnvöld víða um heim huga að lagasetningu um stjórnarhætti í viðskiptalífinu. Það er óhjákvæmilegt að það gerist líka hér á landi. Nú er markaður fyrir meira regluverk, svo notað sé orðfæri viðskipta- lífsins. Bankakerfið og áhættan Í vikunni hefur verið réttilega á það bent, að umfjöllunin undanfarin misseri um íslenzka bankakerfið, áhættu þess og veikar und- irstöður, hafi verið ósanngjörn. Annars vegar hefur komið í ljós að hið alþjóðlega fjár- málakerfi var á heildina litið ekki í betri málum. Bankar eru farnir á hausinn eða hefur verið bjargað með fé skattgreiðenda í Bandaríkj- unum, Bretlandi og Danmörku, svo dæmi séu tekin, en hér á landi hefur sem betur fer ekki komið til slíks. Hins vegar liggur það fyrir, í lok vikunnar þar sem nánast var kveðinn upp dauðadómur yfir hinum sjálfstæða fjárfesting- arbanka, að stóru íslenzku bankarnir hafa farið aðra leið, reka blandaða bankastarfsemi sem virðist nú vera það rekstrarlíkan, sem kemur sér bezt í ólgusjó hins alþjóðlega fjármálamark- aðar. Halldór J. Kristjánsson, bankastjóri Lands- bankans og formaður Samtaka fjármálafyr- irtækja, segir í viðtali í Morgunblaðinu í dag, laugardag, að íslenzku bankarnir hafi notið góðs af áfallinu, sem þeir urðu fyrir árið 2006, er þrengdist skyndilega um lánsfé og starfsemi þeirra var víða harðlega gagnrýnd. „Það er af- skaplega mikilvægt að hafa í huga, þegar erf- iðleikar úti í heimi eru skoðaðir, að það eru bankar með sambærileg módel og þeir íslensku sem standast best þessa lausafjárerfiðleika,“ segir Halldór í viðtalinu. Hann bendir líka á að útrás bankanna hafi verið skynsamleg að því leyti að áhættan hafi verið mjög dreifð og því komi þrengingar er- lendis minna niður á íslenzku bönkunum. Þetta er hvort tveggja rétt hjá Halldóri. En íslenzka bankakerfið býr þó við áhættu, sem margir erlendir greinendur hafa gagnrýnt, þ.e. krosseignatengsl við viðskiptavini sína. Að ein- hverju leyti var brugðizt við þeirri gagnrýni eft- ir 2006, en ennþá háttar þó svo til að helztu eig- endur banka á Íslandi eru jafnframt eigendur sumra af stærstu skuldunautum bankanna. Fyrir vikið verður allt kerfið viðkvæmara; ef einn hlekkur brestur og eitt fyrirtæki lendir í vandræðum, er hætta á keðjuverkun. Á næstunni verður því ástæða til að huga á nýjan leik að löggjöf, sem takmarkar kross- eignatengsl og samþjöppun í íslenzku viðskipta- lífi – eins og Morgunblaðið hefur margoft talað fyrir. Víða á Vesturlöndum verður á næstunni rætt um hertar reglur um fjármálamarkaðinn. Þá skiptir miklu máli að alþjóðlegt samstarf verði um setningu slíkra reglna. Fjármálamarkaður- inn er löngu orðinn alþjóðlegur. Áhrif undir- málslánakreppunnar í Bandaríkjunum sýna það bezt; þau ollu vandræðum fjármálafyrirtækja í öðrum ríkjum, þar sem stjórnvöld vissu ekki hvaðan á þau stóð veðrið og réðu engu um þró- unina. Regluverkið um fjármálamarkaðinn þarf þess vegna líka að vera alþjóðlegt. Hnattvæð- ingin hefur svipt einstök ríki „fullveldi“ sínu á þessum sviðum eins og öðrum. Alþjóðlegt sam- starf er leiðin til að ná einhverju af því til baka. Tími bankaguttanna liðinn? Græðgin, áhættusæknin sem varð að fífldirfsku, lítil athygli á hinum daglegu smáatriðum rekstrarins en ofuráherzla á að semja, kaupa og vaxa, allt er þetta meðal þess sem hefur komið fjármálafyrirtækjum, smáum sem stórum, herfilega í koll að undanförnu. Athyglisverðum fleti á málinu var velt upp í umræðum á ráðstefnu Háskólans á Bifröst um framtíðarfyrirtækið, sem haldin var í Salnum í Kópavogi í gær, föstudag. Þar var staða kynjanna í atvinnulífinu aðallega til umræðu. Bæði Illugi Gunnarsson alþingismaður og Þór Sigfússon, formaður Samtaka atvinnulífsins, spurðu þar hvort það gæti verið að of mikil eins- leitni hefði verið ríkjandi í fjármálafyrirtækj- unum; of mikið af ungum og „áhættusæknum“ körlum en fáar konur hefðu komið að töku ákvarðana. Þór benti á að þetta væri ekki bara svona í ís- lenzkum fjármálafyrirtækjum; fréttamyndir ut- an úr heimi hefðu sýnt keimlíka, unga menn, niðurlúta fyrir utan skýjakljúfa fjármálafyr- irtækjanna. „Það var fundur í karlaklúbbnum – krísufundur úti á stétt,“ sagði hann. „Það verð- ur ekki hjá því komist að leiða hugann að því hvort þær ógöngur sem menn hafa ratað í á al- þjóðlegum fjármálamörkuðum megi að ein- hverju leyti rekja til of mikillar einsleitni.“ Þetta eru forvitnilegar vangaveltur. Getur verið að tími bankaguttanna sé liðinn og kominn tími til að breikka hópinn, sem tekur ákvarðanir í fjármálalífinu? Á næstunni verður meiri eft- irspurn eftir varkáru fólki, sem vinnur und- irbúningsvinnuna vel, hugar að smáatriðunum og rasar ekki um ráð fram. Kannski komast þá fleiri að en karlar undir 35 ára aldri. Markaður fyrir meira regluverk 200 milljarðar dollara í yfirtöku á íbúðalána- sjóðum 85 milljarðar dollara í yfirtöku á AIG 100 milljarðar dollara til að styrkja Seðla- banka Bandaríkjanna ??? bandarískir skatt- greiðendur munu greiða hundruð millj- arða dollara til að kaupa íbúða- lánakröfur MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21. SEPTEMBER 2008 29 Reykjavíkurbréf 200908

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.