Morgunblaðið - 21.09.2008, Qupperneq 30

Morgunblaðið - 21.09.2008, Qupperneq 30
30 SUNNUDAGUR 21. SEPTEMBER 2008 MORGUNBLAÐIÐ F yrir Trausta Þór Sverrisson kom það aldrei til greina að flytja úr ættaróðalinu við Vegamótastíg. Hann sá það þó ekki fyrir að viðleitni hans til að halda í hið gamla á breyttum tímum myndi leiða til fjögurra hæða nýbyggingar þar sem æskuheimili hans yrði lyft upp á þak. Borgarráð samþykkti þessa breytingu á deiliskipulagi á fimmtudag í síðustu viku og er fjölskyldan kom- in skrefi nær því að láta drauminn rætast. „Þótt við séum bara venjuleg fjölskylda þá förum við ekki ódýrustu leiðina,“segir Trausti en þetta er vissulega ekki ein- faldasta leiðin eða sú sem gefur mestan arð. Samkvæmt deili- skipulagi sem samþykkt var árið 2002 mátti byggja stórt hús á lóðinni, svipað húsi Máls og menningar. „Við andmæltum ekki því skipulagi sem var ef til vill mistök,“ segir hann. „Eftir þetta varð ég var við áhuga, hvort ég væri ekki tilbúinn til að selja.“ Hann segir fyrstu tilboðin hafa verið „brosleg“. „Við vorum hreinlega ekki látin í friði en fyrsta til- boðið hljóðaði upp á tvær milljónir auk þess að húsinu yrði fundin ný lóð. Fljótlega kom á daginn að til voru fjórar mismunandi teikningar af nýbyggingu á horninu án okkar vit- undar, meðal annars tvær á borði Aflvaka, félags sem var stofnað til að greiða fyrir upp- byggingu í miðbænum. Tilboðin hækkuðu en aldrei kom til greina að selja.“ Sjötti ættliðurinn í húsinu Einhverri fjölskyldu hefði fundist hún hafa dottið í lukkupottinn, að búa á lóð með svona miklu leyfilegu byggingarmagni, en Trausta langaði ekki að yfirgefa svæðið. „Það er vegna þess að þetta er fjölskylduhús með sögu á bak við sig,“ segir Trausti, sem keypti húsið árið 2000 úr dánarbúi ömmu sinnar, sem hafði látist tveimur árum fyrr. Sjálfur ólst hann upp í húsinu ásamt þremur bræðrum, foreldrum og ömmu fram yfir tví- tugsaldur. „Davíð Jóhannesson, langafi minn, og kona hans Guðrún Skaptadóttir fluttu í húsið 1906. Með þeim fluttu inn foreldar Davíðs, Jóhannes Oddsson, og Salgerður Þor- grímsdóttir. Húsið er byggt árið 1904 af Páli Guðmundssyni trésmið. Húsið hefur verið í eigu sömu fjölskyldu síðan og börnin mín eru því sjötti ættliðurinn í húsinu.“ Þróun með þolinmæði Fjölskyldan leitaði til Studio Granda um hönnun á húsi á lóðinni. „Ég talaði við Steve Christer fyrst í desember 2003,“ segir Trausti en Steve er arkitekt hússins ásamt Mar- gréti Harðardóttur. „Steve kom með hugmyndina um að flytja húsið upp á þak,“ segir Trausti sem var strax spenntur fyrir hugmyndinni. „Mikil vinna hefur farið fram á teikniborðinu hjá Studio Granda og hefur ferilinn verið langur og nokkuð óvenjulegur. Þau báðu okkur um þolinmæði og við höfum sannarlega unnið þetta vandlega,“ segir Trausti. Ástæðan fyrir því að verkefnið hefur fengið að þróast með þessum hætti er að þetta er fjölskylduhús og fjölskylduverkefni og hlutirnir þurfa ekki að gerast á „verk- takahraða“. Börn Trausta eru Ólafur Sverrir, nemi við Menntaskólann í Reykjavík, og Júlía Mar- grét, sem stundar söngnám við Royal College of Music í London. Stjúpsonur er Jóhann Meunier, sem rekur verslunina Liborius við Laugaveg. Kona Trausta og móðir barnanna var Dóra Kondrup en hún lést úr heilakrabbameini árið 2006. „Eftir að mamma dó, þurftum við að stefna að einhverju sem myndi færa okkur saman. Við vorum öll í lausu lofti eftir andlát hennar. Þá ákváðum við að einbeita okkur að þessu. Ég get ekki annað en trúað því að mamma sé hérna með okkur. Þetta hefur allt gengið svo vel,“ segir Jó- hann en fjölskyldan hefur ennfremur stofnað minningarsjóð um hana, sem veitti fyrstu styrki sína í sumar. Verkefnið stækkaði enn frekar þegar auða lóðin að Vegamótastíg 7 var keypt. Félagið Efri-Vegamót ehf. var myndað um framkvæmdina og festi kaup á lóðinni í október á síð- asta ári. Trausti, sem hefur stundað kennslu- og útvarpsstörf hálfan þriðja áratug, ein- beitir sér nú að rekstri fyrirtækisins, auk þess að stunda meistaranám til MEd-prófs í stærðfræði og kennslufræði við Háskólann í Reykjavík. Jóhann býr ekki lengur heima en hefur aldrei flutt langt frá „höfuðstöðvunum“. „Hing- að komum við í graut á morgnana og um helgar í mat.“ Jóhann er mikill miðbæjarmaður og er stjúpföður sínum til halds og trausts í rekstrinum. Nýi tíminn ber uppi þann gamla Partur af hugmyndafræðinni með „uppfærslunni“ er að senda skilaboð. „Gömlu húsin standa alltaf í skugga þeirra nýju en þarna er þessu einfaldlega snúið við. Nýi tíminn ber uppi gamla tímann en skyggir ekki á hann, er virðingarvottur við það sem var,“ segir Trausti þannig að sólin fær enn að búa í stofunni við Vegamótastíg eins og Halldór Lax- ness skrifaði en hann bjó í húsinu um tíma rétt eins og Jóhannes Kjarval. Til viðbótar verður steinbærinn Herdísarbær, kenndur við Herdísi Símonardóttur sem þar bjó síðast, endurreistur uppi á þakinu. Bærinn, sem byggður var árið 1893, stóð við Vegamótastíg 7 en var rifinn seint á sjöunda áratugnum, þegar stígurinn var breikkaður. Trausti er verndunarsinni auk þess að vera sögugrúskari en hann hefur hug á því að vera með sögusýningu um hverfið í húsinu þegar það verður tilbúið. „Varðveisla kostar meiri hugsun, fyrirhöfn og stundum miklu meiri peninga en að gleyma því sem við eig- um. Í endurnýjun miðborgarinnar þarf að virða söguna með einhverjum hætti. Ekki horfa í krónur og aura þegar þarf að taka ákvörðun um verndun gamalla húsa,“ segir Trausti, sem kallar þær nýbyggingar sem reisa átti við Laugaveg 4-6 „sviplausar“. „Það er ekki þar með sagt að það megi ekki byggja neitt nýtt. Nauðsynlegt er að skoða hvern reit fyrir sig og meta hvernig hægt er að vinna með þá sögu sem þar er fyrir hendi. Ég sakna þess í tillögu um Listaháskólann. En það erum við að gera hér,“ segir hann. Heildarstefnu en ekki „slysavarnir“ „Mér finnst vanta úrræði hjá borginni svo hún geti beitt sér af krafti við að móta þessa gömlu byggð þannig að hún verði falleg og við sátt við hana. Það gerist ekki með því að bíða eftir því að þeir sem eiga húsin taki upp á einhverju sjálfir. Borgaryfirvöld þurfa að skapa grundvöll fyrir umræðu og kasta fram hugmyndum þangað til við verðum sátt við þetta umhverfi í heild, ekki bara einstaka lóðir við Laugaveg,“ segir Trausti og bætir við að núverandi skipulagsstefna krefjist slysavarna, sem stundum bregðist, en heildarsýn vanti. „Svo er álag og umgengni í miðborginni kapítuli út af fyrir sig. Of fáir kaupmenn og veitingahúsaeigendur gera hreint fyrir sínum dyrum í miðbænum og borgin virðist ekki hafa úrræði til að bregðast við því,“ segir hann en annar hvati þess að hefja ættaróðalið til skýjanna er skarkali frá nálægum skemmtistöðum. „Hér er ekki líft um helgar. Ég fer stundum í foreldrahús eða íbúð bróður míns. Við viljum hafa næturfrið og það eru mann- réttindi,“ segir hann en íbúðirnar í nýja húsinu verða sérstaklega vel hljóðeinangraðar. „Veitingastaðir hafa fengið að taka á sig mynd næturklúbba. Vegamót var kynntur fjölskyldufólki hér í grenndarkynningu fyrir áratug. Þá var hugmyndin að reka þar tölvukaffihús,“ segir Trausti, en það lifði ekki lengi. „Núna er þarna næturklúbbur með mikilli áfengissölu,“ segir Jóhann. Feðgarnir segja líka að þeir myndu ekki búa þarna ef þeir vildu ekki hafa líf í kringum sig. „En spurningin: „Hvað eruð þið að gera hérna niðri í bæ ef þið þolið ekki hávaða?“ dugir ekki á okkur. Þetta er fjölskylduhús. Við erum búin að vera hérna í hundrað ár.“ ingarun@mbl.is Virðingarvo Hvað fær venjulega fjölskyldu til þess að ráðast í það að flytja hús sitt upp á þak nýbyggingar í hjarta Reykjavíkur? Inga Rún Sigurðardóttir fór í vöfflukaffi að Vegamótastíg 9. Langtímamarkmið er að í húsinu verði lista- og fræðasetur þar sem skapa megi frjóanjarðveg og ákjósanleg skilyrði fyrir margs konar lista- og fræðastörf. Setrið myndihýsa erlenda fræði- og listamenn, sem fást við rannsóknir og kennslu í háskólum Reykjavíkur, sköpun á sviði bókmennta, sjónlista og tónlistar og fræðastörf tengd Íslandi og Íslendingum, útskýrir Trausti. Með þessu vill hann styðja við þá listasögu sem húsið býr yfir. Setrið yrði einhvers konar vegamót lista og uppspretta hugmynda. Til að byrja með stefnir Trausti á rekstur hótelíbúða í húsinu. „Nú skiptir öllu máli að geta fjármagnað framkvæmdina og hótelíbúðir gætu hjálpað til við það. Tímarnir eru erfiðir en ég er bjartsýnn. Við höfum hug á að leita samstarfs við hótelrekendur í grenndinni sem bjóða fyrsta flokks þjónustu því íbúðirnar verða vandaðar.“ Kosturinn við rekstur hótelíbúða í húsinu er að samhliða verður hægt að byrja með lista- mannaíbúðirnar. „Nýtingin verður sjaldan 100% og til að byrja með gætum við ráðstafað allavega einni íbúð í slíkan rekstur.“ Gallerí á neðstu hæð? „Við erum búnir að vera í viðræðum við eigendur gallerís í Reykjavík um að það komi inn á jarðhæð og í kjallara,“ segir Jóhann. „Við getum boðið 500 fermetra með þar sem hæst er 4,8 metra lofthæð. Þeim líst vel á staðsetninguna, húsnæðið og fermetrafjöldann,“ segir Jó- hann og bætir því við að nýbyggingin við Vegamótastíginn eigi eftir að tengja Skólavörðu- stíg og Laugaveg betur saman. Gamli tíminn og nýi Teikning Studio Granda af nýbyggingunni. Hvað verður í húsinu? Nóbelskáldið Halldór Laxness bjó erhann var unglingur um hríð í hús-inu við Vegamótastíg 9 og skrifar um dvöl sína í endurminningabókinni Sjö- meistarasagan. „En það var ánægjuleg, að mér liggur við að segja sæl stund, að stíga aftur inní gömlu suðurstofuna á Vegamóta- stíg þar sem sólin bjó; og þar sem Jóhannes Kjarval hafði verið leigjandi þegar ég var sjö ára. Þá sá ég hann mála dreka úr gulli á svart silki,“ skrifar hann. „Ég var látinn vera hér til húsa hjá þess- um góðu hjónum þegar ég fór í bæinn fyrst, 12 ára, til að læra myndlist og tónlist og fleiri listir, að því ógleymdu sem oft hefur verið viðlag á þessum blöðum að ég ætlaði mér að verða stórskáld á borð við frú Torf- hildi Hólm,“ ritar hann einnig en vísurnar sem Morgunblaðið birtir á forsíðunni í dag eru einmitt skrifaðar í póesíbókina það haust. Skáldsaga skrifuð í húsinu Hann segist hafa skrifað skáldsöguna Aft- ureldíngu á þessum tíma en segir hana nú brunna og hafa aldrei verið lesna af öðrum en höfundinum sjálfum, „utan grautað eitt- hvað í henni af Jakobi Smára“. Kaflinn um veru skáldsins á Vegamóta- stíg er fjórar blaðsíður í bókinni og skemmtilegur lestrar eins og blaðamaður komst að þegar hann fletti árituðu eintaki merktu Guðrúnu Dagnýju Ágústsdóttur, móður Trausta, en bókin býr í húsinu ásamt fleiri skemmtilegum gripum tengdum sögu ættarinnar. Þeirra á meðal er mynd eftir Kjarval af Öxarárfossi, sem var jólagjöf til húsráðenda, langafa og langömmu Trausta. Ennfremur skissaði Kjarval mynd af Þórdísi Dagbjörtu Davíðsdóttur, ömmu Trausta og eiganda póesíbókarinnar góðu, níu ára gam- alli árið 1912. Bókin góða Laxness skrifaði ljóð í póesíbókina góðu 12 ára gamall. Laxness og Kjarval Morgunblaðið/G.Rúnar

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.