Morgunblaðið - 21.09.2008, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 21.09.2008, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21. SEPTEMBER 2008 33 Í bókinni Afdrif Hafskips í boði hins opinbera rekur Stefán Gunn- ar Sveinsson umræður á Alþingi um Hafskipsmálið ítarlega. 10. desember 1985 var utandag- skrárumræða um málið. Þann sama dag birtist í Þjóðviljanum leiðari eftir Össur Skarphéðins- son.: Óstjórn og spilling þeirra sem stjórnuðu Hafskip veldur því að við, fólkið á götunni, fáum reikning upp á 400 milljónir. Það erum við sem eigum að borga Hafskips- skattinn sem ósvífnir fjármála- menn í stjórn skipafélagsins og brestasamt bankakerfi bjuggu í sameiningu til. Hafsskipsskatturinn er ekkert smáræði. Hann leggur sig á mörg þúsund krónur á hvert heimili í landinu, og eru þó útgjöldin ærin fyrir. Á meðan ganga þeir heilir hildi frá og brosa í auraðan kamp- inn sem eiga í rauninni sökina. Pólarispallarnir og herðirnir og sveinarnir sem stjórna Hafskip og sáu ósköpin koma án þess að bregðast við, þeir sleppa jafn ríkir og áður. Þeir aka áfram um á Range Roverunum sínum, halda áfram að fara í skíðaferðir til Austurríkis með fjölskyldur sínar tvisvar á vetri, kaupa sér einbýlis- hús fyrir tugmilljónir og halda veislur með þjónum í kjól og hvítu fyrir forystu Sjálfstæðisflokksins eins og sumir stjórnendur Haf- skips gerðu. Þessir menn munu halda áfram að fara í „viðskipta- ferðalög“ til útlanda til að sukka á kostnað fyrirtækjanna og stela þannig undan skatti ómældum fjárhæðum. Þessir menn halda áfram að braska. Við borgum. Í bókinni segir að það sé eflaust ekki tilviljun að þennan sama dag stóð Ólafur Ragnar Grímsson upp á Alþingi og hélt ræðu í sama dúr. Þá segir: „Í ræðunni komu fram margvíslegar ásakanir sem flest- um var það sameiginlegt að eiga upptök sín í Helgarpóstinum. Þá reyndi Ólafur Ragnar á margvís- legan hátt að tengja Sjálfstæðis- flokkinn við gjaldþrot Hafskips, líkt og upphaf ræðu hans sýnir: Herra forseti. Hafskipsmálið er stærsta gjaldþrotamál í sögu ís- lenska lýðveldisins. Fjölmargir forustumenn Sjálfstæðisflokksins, stærsta flokks þjóðarinnar, ráð- herrar, þingmenn, formenn stórra flokksfélaga, fyrrv. framkvæmda- stjórar flokksins og formenn kjör- dæmissambanda eru flæktir í mál- ið á margvíslegan hátt. Annar stærsti banki þjóðarinnar, eign al- mennings í landinu, tapar hundr- uðum milljóna kr. sem lagðar verða á fólkið í landinu í formi skattlagningar, og það sem meira er, að framtíð bankans virðist vera í stórfelldri hættu. Þess vegna yrði að mati Ólafs Ragnars að leggja á sérstakan „Hafskipsskatt“ sem gæti „numið 10 þús. kr. á hverja fjölskyldu í landinu“. Ólafur Ragnar myndi „hins vegar hér á eftir leiða rök að því að staða Útvegsbankans sé í reynd enn verri en fram hefur komið nú þegar, þannig að ætti al- menningur í landinu að reiða fram allt það fjármagn, sem þyrfti til að styrkja stöðu bankans á ný, myndi þessi Hafskipsskattur á hverja fjölskyldu í landinu þurfa að nema um 20 þús. kr.““ Ræða Ólafs Ragnars var löng og ítarleg. Hann kallaði eftir skipan rannsóknarnefndar þingsins, m.a. á aðgerðum og aðgerðaleysi fjöl- margra aðila, stöðu Útvegsbank- ans, viðskiptum Hafskips almennt, afskiptum forystumanna Sjálf- stæðisflokksins og hvaða fyrirtæki önnur væru í „biðsal dauðans“. Eftir ræðu Ólafs Ragnars tók Matthías Bjarnason viðskiptaráð- herra til máls. Hann þakkaði Ólafi Ragnari fyrir „mjög ítarlega og stórmerkilega ræðu að mörgu leyti“ og bætti við: Sérstaklega finnst mér hann hafa verið athafnasamur í rann- sókn þessa viðamikla máls því hann sagði frá mörgu í þessari ræðu sem ég hef aldrei heyrt fyrr um. Ég ætla ekki að draga í efa sannleiksgildi hans frásagnar, en það hvarflaði að mér hvort nokkur þörf væri á skiptaráðanda eða þingnefnd, hvort ekki væri nóg að fela einum manni þessi mál öll sömul.“ Margir tóku til máls í utandag- skrárumræðunni og þung orð féllu. Albert Guðmundsson var harðorð- ur í garð félaga sinna á þingi, sem veittust að honum: „Ykkur er fjandans sama um einstaklinginn sem hefur reynst ykkur vel ef það getur orðið ykkur tímabundið til framdráttar. Þetta er ljótt!" „Þetta er ljótt!“ Á þingi Þingmenn létu til sín taka í umræðum um Hafskip. Þar var vara- þingmaður Alþýðubandalagsins, Ólafur Ragnar Grímsson, atkvæðamikill. Þegar dómur féll loks í Hafskipsmálinu þótti eft- irtekja ákæruvaldsins rýr. Í bókinni segir um dóm Sakadóms Reykjavíkur: „Miðað við umfang máls- ins í byrjun þótti ljóst að Hafskipsmálið sjálft og ásakanir um blekkingar og fjárdrátt upp á mörg hundruð milljónir hefðu ekki staðist fyrir Saka- dómi, og að einungis hefði verið dæmt fyrir minni háttar misfellur, sem tengdust upphaflega Haf- skipsmálinu lítið sem ekki neitt.“ Dagskrá: 11:30 Skráning og léttur hádegisverður 12.00 Viðskiptaráðherra, Björgvin G. Sigurðsson, setur ráðstefnuna 12.10 Peter Dyrberg, Evrópuréttarstofnun HR: The legal possibilities for adopting the Euro under European law 12.50 Eiríkur Bergmann Einarsson, Evrópufræðasetur, Bifröst: Er sjálfkrafa evruvæðing farin af stað? 13.30 Kaffihlé 13.50 Friðrik Már Baldursson, Rannsóknarstofnun í fjármálum, HR: Evruvæðing og fjármála- stöðugleiki 14.30 Emil B. Karlsson, Rannsóknarsetur verslunarinnar, Bifröst: Áhrif fjölmyntasamfélagsins á vörumarkað 15.10 Ráðstefnuslit. Ráðstefnustjóri: Kristín Pétursdóttir, forstjóri Auðar Capital Tekið er við skráningum í skraning@ru.is EVRA Á ÍSLANDI HVORT - HVERNIG - HVENÆR? Ráðstefna á vegum Háskólans í Reykjavík, Háskólans á Bifröst og viðskiptaráðuneytisins, 23. september kl 12:00 - 15:10, í Þjóðmenningarhúsinu Fréttir í tölvupósti
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.