Morgunblaðið - 21.09.2008, Síða 35

Morgunblaðið - 21.09.2008, Síða 35
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21. SEPTEMBER 2008 35 UMRÆÐAN LAUGARÁSVEGUR 1 - TIL SÖLU Falleg og björt 3ja herbergja útsýnisíbúð á efstu hæð með stórum svölum við Laugarásveg sem er 92 fm og er með miklu útsýni. Skiptist þannig: Stofa, tvö svefnherbergi, baðherbergi og eldhús. Sérgeymsla í kjallara. Parket á gólfum. Tvöfaldur ísskápur fylgir. Snyrtileg sameign. Allt húsið tekið í gegn að utan 2006-2007. Til afhendingar strax. Áhv. lán til 40 ára, 14,1 millj. Vextir 4,2%. Upplýsingar veitir Karl í síma 892 0160. www.atvinnueignir.is 534 1020 Borgartún 26, 108 Reykjavík Til leigu Í þessu glæsilega húsi er núna laus ti l leigu ein og hálf hæð, samtals rúmir 3.000 fm. Hægt er að skipta húsnæðinu niður í ca. 1.000 fm og ca. 2.000 fm. Hæðirnar verða innréttaðar að óskum leigutaka og skilað í því ástandi sem óskað er eft ir . Al lar frekari upplýsingar veit ir Helgi Bjarnason í síma 534-1020 eða 663-2411. Erum einnig með ýmist t i l kaups eða leigu: - Skrifstofuhúsnæði; 10 - 15.000 fm - Iðnaðar- og lagerhúsnæði; 60 - 14.000 fm - Verlunarhúsnæði; 50 - 6.000 fm Ólafur Jóhannsson, rekstarfræðingur, löggiltur leigumiðlari og löggiltur fasteignasaliHelgi Bjarnason, viðskiptafræðingur, MBA, löggiltur leigumiðlari og löggiltur fasteignasali  Til leigu skrifstofuhúsnæði að Borgartúni 26 - 1.000 til 3.200 fm Einbýli – Sunnuflöt- Gbær. Höfum í einkasölu einbýlishús á besta stað á Flötunum í Garðabæ. Húsið er á tveimur hæðum alls 197,5fm. Lóðin er mjög stór þannig að möguleiki er á því stækka húsið verulega. Upplýsingar á skrifstofunni. BARÁTTA ljós- mæðra við að fá starf sitt metið að verð- leikum hefur ekki far- ið framhjá lands- mönnum að undanförnu. Vandinn sem kristallast svo vel í baráttu ljósmæðra er vandi allra hjúkr- unarfræðinga sem bæta við sig námi. Hjúkrunarfræð- ingar fara í 18-24 mánaða viðbótarnám til að takast á við ný og sérhæfðari störf, geta t.d. orðið ljós- mæður, skurðhjúkr- unarfræðingar eða svæfingarhjúkr- unarfræðingar. Þetta viðbótarnám skilar sér þó ekki í launa- umslagið. Gallað framgangskerfi Framgangskerfi hjúkrunar á LSH byggist á kenningum Benner sem lýsir þróun í starfi í fimm stig- um frá nýgræðingi til sérfræðings. Þessi stigun er ekki svo vitlaus þegar verið er að meta hjúkr- unarfræðinga fyrstu árin en það getur varla talist eðlilegt að hjúkr- unarfræðingur með margra ára starfsaldur þurfi að byrja upp á nýtt launalega ef að hann vill læra meira og taka á sig aukna ábyrgð í starfi. Það er því nánast óskilj- anlegt að nokkur fari í frekara nám, eru hjúkr- unarfræðingar ef til vill orðnir svo vanir því að á þeim sé troðið að þeir eru farnir að líta á það sem ein- hvers konar nátt- úrulögmál sem ekki sé hægt að breyta? Ljósmóðirin Skoðum sem dæmi hjúkrunarfræðing sem hefur starfað í 10 ár á barnaspítala Hrings- ins og fengið „góðan framgang“ í starfi, enda frábær starfs- kraftur. Eftir 10 ár í starfi hefur hann náð eins langt og hann getur vænst að kom- ast í launaframgangi innan stofnunar og hyggur þá á frekara nám. Ljósmóðurfræði verður fyrir valinu, en að tveggja ára sér- námi liðnu telst hann nýgræðingur sem ljósmóðir og raðast sem slíkur þegar hann kemur til starfa á fæðing- argangi – byrjar aftur nánast á byrjunarreit hvað launin varðar. 10 ára starf á barnaspítalanum er einskis metið og reynslan sem hann öðlaðist þar mun að mati stofnunar ekki nýtast á fæðing- argangi. Skurðhjúkrunarfræðingurinn Þetta er nákvæmlega það sama og hjúkrunarfræðingur má vænta sem fer til að mynda í skurð- hjúkrun. Segjum að hann hafi starfað við góðan orðstír á bráða- móttöku þegar hann ákveður að breyta um starfsvettvang og fara á skurðstofu. Nýútskrifaður hjúkr- unarfræðingur úr skurðhjúkrun er líka nýgræðingur og það tekur hann nokkur ár að ná sama fram- gangi og hann hafði á bráða- móttökunni, með öðrum orðum þá byrjar hann næstum á grunni í launatöflunni. Það er því góð tilfinning að sjá að ljósmæður stóðu á sínu og neit- uðu að líta á þessa launastefnu sem lögmál. Samninganefnd ríkisins telur þetta eflaust vera vandamál Landspítalans, því hann setur framgangskerfið, og að þessi um- ræða eigi ekki heima í miðlægum kjarasamningum. En vandamálið er mun stærra því það vantar pen- inga í þetta kerfi. Það ætti að vera öllum mikið áhyggjuefni að launa- munur kynjanna og þá sérstaklega hjá þeim sem starfa hjá hinu op- inbera skuli aukast á milli ára. Mannekluskýrsla Fíh (Félags ís- lenskra hjúkrunarfræðinga) frá árinu 2007 sýnir fram á mikinn skort á hjúkrunarfræðingum í framtíðinni og skortur á hjúkr- unarfræðingum þýðir líka skortur á ljósmæðrum og öllum sérhæfðum hjúkrunarfræðingum. Hvað gerir ríkið til að reyna að snúa þessari þróun við? Ekki neitt. Það er sorglegt til þess að hugsa að aldrei hafa færri nemar hafið nám í hjúkrunarfræði en nú í haust. Skyldi ástæðan vera léleg launakjör og neikvæð umræða? Það er leitt þar sem hjúkr- unarstarfið er skemmtilegt og um leið krefjandi starf með nær ótelj- andi möguleikum á viðbótarnámi. Gjaldþrota launa- stefna ríkisins og LSH Elín Ýrr Halldórs- dóttir skrifar um launamál hjúkr- unarfræðinga og ljósmæðra » Vandamál ljósmæðra er vandi allra hjúkrunarfræð- inga sem bæta við sig námi. Óeðlilegt að sér- menntun hjúkr- unarfræðinga skili sér ekki í launaumslagið. Elín Ýrr Halldórsdóttir Höfundur er skurð- hjúkrunarfræðingur.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.