Morgunblaðið - 21.09.2008, Side 37

Morgunblaðið - 21.09.2008, Side 37
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21. SEPTEMBER 2008 37 UMRÆÐAN TJARNARGATA - MIÐBORGIN TIL LEIGU Til leigu þetta virðulega hús við Tjarnargötu. Leigist eingöngu undir atvinnurekstur, t.d. skrifstofur og skildan rekstur. 340 fm á tveimur hæðum auk kjallara. Bílskúr. Laust nú þegar. Eignarhaldsfélagið Kirkjuhvoll ehf. - Fasteignafélag Upplýsingar veitir Karl í síma 892 0160 – karl@kirkjuhvoll.com FASTEIGNA- MARKAÐURINN ÓÐINSGÖTU 4, SÍMI 570 4500, FAX 570 4505. - OPIÐ VIRKA DAGA KL. 9–17. Netfang: fastmark@fastmark.is - Heimasíða: http://www.fastmark.is/. Jón Guðmundsson, sölustjóri og lögg. fasteignasali. - Guðmundur Th. Jónsson, lögg. fasteignasali. HERJÓLFSGATA - HAFNARF. ELDRI BORGARAR - 4RA HERB. ÍBÚÐ Glæsileg 131 fm 4ra herb. íbúð þ.m.t. sér geymsla í nýju húsi fyrir eldri borgara. Tvennar svalir í suður og vestur, aðrar yfirbyggðar. Sér stæði í bíla- geymslu og mjög gott aðgengi fyrir fatlaða. Verðlaunalóð. Frábær staðsetning niður við sjó. Verð 44,9 millj. VATNSSTÍGUR - SKUGGAHVERFI ÍBÚÐ Á EFSTU HÆÐ Glæsileg 108 fm íbúð á 3. hæð, efstu, ásamt 10,5 fm sér geymslu í þessu glæsilega húsi í miðborginni. Íbúðin er innrétt- uð á afar vandaðan og smekk- legan hátt. Vönduð tæki í eld- húsi og á baðherbergi. Rúm- góðar samliggjandi stofur og 2 herbergi með góðu skápaplássi. Svalir til suðvesturs. Stæði í bílageymslu. Íbúð sem vert er að skoða. NESBALI - SELTJARNARNESI 158,3 fm raðhús á einni hæð að meðt. 21,3 fm innb. bílskúr við opna svæðið með glæsi- legu útsýni að golfvellinum og til sjávar. Aukin lofthæð og kamína í setustofu. 4 herbergi og eldhús með innréttingum úr ljósum viði. Ræktuð lóð með veröndum og skjólveggjum. Hiti í innkeyrslu. Verð 71,9 millj. BRÖNDUKVÍSL Fallegt 236 fm einbýlishús á einni hæð í Ártúnsholti að meðt. 52,0 fm tvöf. bílskúr. Eignin skiptist m.a. í sjón- varpshol, herbergi inn af holi, eldhús, stofu, borðstofu, 2-3 herbergi í svefnálmu auk bað- herbergis. Timburverönd til suðurs með skjólveggjum. Stutt í skóla og þjónustu. Góð staðsetning innst í lokaðri götu. Verð 77,0 millj. GESTHÚSAVÖR - ALFTANESI 189,5 fm tvílyft einbýlishús auk 46,6 fm tvöfalds bílskúrs, afar vel staðsett á 871,8 fm sjávarl- óð. Eignin skiptist m.a. í stofur með glæsilegu útsýni, eldhús, fjögur svefnherbergi, sjón- varpshol og baðherbergi auk gesta snyrtingar. Stórar útsýnissvalir út frá tveimur herbergjum. Verð 70,0 millj. SÓLEYJARGATA Virðulegt og glæsilegt einbýlis- hús á þessum eftirsótta stað í miðborginni. Eignin er 3 hæðir og kjallari um 365 fm auk 24 fm bílskúrs. Fjórar stórar stof- ur, tvö eldhús og fjöldi her- bergja. Aukin lofthæð á aðal- hæð um 2,75 metrar. Stórar svalir úr stofum aðalhæðar, svalir út af tveimur herbergjum 2. hæðar og útgangur á þrennar svalir úr stofum 3. hæðar. Lóðin er eignarlóð 826 fm að stærð. Í KASTLJÓSI RÚV 4. september sl. sagði Geir Hilmar Haarde forsætisráð- herra þetta um fyr- irhugaðar bætur til Breiðavíkurdrengja: „ … en þetta var fyrst og fremst hugs- að sem einhverskonar táknrænar bætur, viðurkenning á því að ríkið hefði brotið á þessum mönnum“, en í frumvarpi um bæt- urnar eru þessar „táknrænu bæt- ur“ kallaðar sanngirnisbætur. Fljótlega eftir að Vistheimili drengja að Breiðavík tók til starfa gegndi það hlutverki grýlu hjá al- þýðu fólks. Ef drengir voru óþæg- ir var þeim hótað því að þeir yrðu sendir til Breiðavíkur ef þeir bættu ekki ráð sitt. Í huga flestra sem vistuðust á Breiðavík ein- hvern part æsku sinnar var reynslan martröð sem best væri að gleyma og mörgum fannst að þeir hefðu verið brennimerktir með því að vera sendir þangað enda var framhaldið eftir því: Þegar Gísli Guðjónsson, sálfræð- ingur, tók saman skýrslu um ár- angurinn af uppeldinu í Breiðavík höfðu um áttatíu prósent drengj- anna þaðan komist á sakaskrá og margir afplánað dóma. Það er óumdeilt að Barnavernd- arnefnd vann ekki samkvæmt lög- um frá 1952 til 1966; það er partur af lögbrotum yfirvalda gegn for- eldrum þessara drengja og drengjunum sjálfum. Ofan á þau lögbrot bættust svo við brot starfsfólks heimilisins gegn drengjunum sem og vanræksla yf- irvalda við reksturinn á heimilinu. Ég sagði í Kastljósi þann 2. febrúar 2007 að þarna hefði verið framið mikið óréttlæti og að ég efaðist um að nokkru sinni næðist fram réttlæti í þessu máli. Það virðist vera að koma á daginn. Geir Haarde sagði einnig í áðurnefndu Kastljósviðtali: „ … þrátt fyrir að engin lagaskylda væri til um að borga mönnum fébætur þá yrði reynt að fara þá leið eigi að síður.“ Hann sagði einnig að greiðslurnar væru einskonar afsökunarbeiðni. Ég kæri mig ekki um neina af- sökunarbeiðni. Ég hef sagt að skýrsla Róberts og barnaheim- ilisnefndarinnar dugi alveg. Ég sé ekki hvers vegna stjórnvöld í dag ættu að niðurlægja sig fyrir skyssur forvera sinna. Það eina sanngjarna er að bæta þessum mönnum það óbætanlega og það á að gera það svo um munar; ekki á táknrænan hátt. Það er alveg víst að líf margra þessara manna hefði runnið í öðrum og betri farvegi hefðu þeir ekki verið sendir til Breiðavíkur. Það mæla ýmis rök með því að bætur fyrir brot eins og þau sem framin voru gegn þegnum þjóð- félagsins í tengslum við Breiðavík eigi að vera háar, m.a. til að slíkt endurtaki sig ekki. Geir Haarde hefur látið þau orð falla að aldrei hafi verið hægt að gera ráð fyrir því að slíkar bætur gætu bjargað fjárhag manna eða haft einhverja úrslitaþýðingu í lífi þeirra. Aldrei hægt að gera ráð fyrir því? En það var einmitt það sem drengirnir gerðu ráð fyrir. Að- stæður margra þeirra eru slæmar. Þeir hafa aldrei notið sín í lífinu og flestir þeirra eru nú á miðjum aldri og þar yfir. Er ekki kominn tími til að þeir komist á lygnari sjó eða að afkomendur þeirra upp- skeri fyrir þjáningarnar? Hún er líka undarleg þögnin hjá þeim sem halda hér um völdin og áhrifin. Flestir í áhrifastöðum forðast að láta hafa eitthvað eftir sér um frumvarp Geirs. Gestir Hallgríms Thorsteinssonar af- greiddu málið á innan við þrjátíu sekúndum í laugardagsþætti hans fyrr í mánuðinum og sögðu að málið væri komið í þungan farveg. Og það er alveg rétt. Við höfum verið snupraðir af forsætisráð- herra og forsætisráðuneyti fyrir að segja frá innihaldi lagatexta sem lá klár fyrir í apríl. Okkur hefur verið hótað að málið verði torleystara fyrir að leggja það í dóm almennings. Hvers konar pukur átti þetta að vera? Datt ein- hverjum lögspekinganna í hug að Breiðavíkurdrengir segðu bara takk og í þakklæti fyrir djúpt táknsæi lögmannanna gleymdu öllu sem yfir þá hafði dunið á lífs- leiðinni og beint eða óbeint má rekja til brota yfirvalda gegn þeim? Hvað er táknrænt við Breiðavík? Bárður R. Jónsson skrifar um „bætur“ til Breiðavík- urdrengja »Er ekki kominn tími til að þeir komist á lygnari sjó eða að af- komendur þeirra upp- skeri fyrir þjáning- arnar? Bárður R. Jónsson Höfundur er formaður Breiðavík- ursamtakanna. Fáðu fréttirnar sendar í símann þinn

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.