Morgunblaðið - 21.09.2008, Qupperneq 43

Morgunblaðið - 21.09.2008, Qupperneq 43
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21. SEPTEMBER 2008 43 ✝ Benedikt ReynirValgeirsson fæddist í Reykjavík 30. maí 1941. Hann lést á Líknardeild Landspítalans í Kópavogi 22. ágúst 2008. Foreldrar hans voru Jón Valgeir Guðmundsson, vöru- bifreiðastjóri og síð- ar birgðavörður hjá Vita- og hafnamála- stofnun, frá Múla við Suðurlandsbraut, f. 19. janúar 1920, d. 8. mars 2002, og Unnur Ragna Benediktsdóttir hús- móðir, f. í Reykjavík 7. október 1922. Systir Benedikts er Guðríður Þorbjörg, f. 24. ágúst 1946, gift Gunnari Birgi Gunnarssyni, f. 9. nóvember 1943. Hinn 23. ágúst 1961 kvæntist Benedikt Ragnheiði Huldu Karls- dóttur frá Neðri-Torfustöðum í Miðfirði, V-Hún., f. 13. mars 1943. Foreldrar hennar voru Karl Krist- Hann lærði bifvélavirkjun í Iðn- skólanum í Reykjavík og hjá Vega- gerð ríkisins. Hann hlaut meistara- réttindi og vann í nokkur ár við iðn sína. Hann starfaði sem kranamað- ur við hafnargerð víða um land hjá Vita- og hafnamálastofnun. 1967 hóf hann rekstur eigin vörubíls og keyrði hjá Vörubílastöðinni Þrótti í yfir aldarfjórðung. Einnig keyrði hann mikið fyrir Vita- og hafna- málastofnun og þjónustaði vita og hafnir um allt land. Í nokkur ár var hann verkstjóri hjá þeirri sömu stofnun og vann m.a. að viðhaldi vita um allt land. Síðustu árin var Benedikt vagnstjóri hjá SVR. Hann stundaði hestamennsku í mörg ár og var mikill dýravinur. Áhugamál hans voru mörg m.a. göngu- og hjólreiðatúrar, steina- söfnun, tónlist, dans og þau hjónin stunduðu saman ferðalög innan- lands og utan. Fyrir nokkrum ár- um eignuðust þau húsbíl og ferð- uðust mikið um á honum m.a. með Flökkurum. Benedikt var jarðsunginn í kyrr- þey 5. september sl. jánsson, húsvörður frá Breiðabólsstað á Fellsströnd, f. 2. jan- úar 1898, d. 23. mars 1961, og Guðrún Að- alheiður Benedikts- dóttir frá Neðri- Torfustöðum í Mið- firði, húsmóðir, f. 27. janúar 1912, d. 7. des- ember 1981. Dætur Benedikts og Huldu eru tvær. Unnur Ragna, f. 16. júní 1962, gift Guð- mundi Ingimund- arsyni, f. 8. nóvember 1956. Þeirra börn eru Benedikt Karl, f. 13. apríl 1987, Guðrún Hulda, f. 9. janúar 1989, unnusti hennar er Helgi Rafn Hróðmarsson, f. 2. maí 1987, og Jón Valgeir, f. 26. janúar 1991. Benný Hulda, f. 25. september 1972, gift Guðmanni Ísleifssyni, f. 27. janúar 1970. Synir þeirra eru Ísleifur, f. 31. júlí 1996, og Hafsteinn, f. 25. apríl 2002. Benedikt ólst upp í Laugarnes- hverfinu og gekk í Laugarnesskóla. Þegar ég sest niður að skrifa nokk- ur kveðjuorð til sonar míns, þá flýgur hugurinn. Ég hugsa um hvað ég átti góðan son sem allt vildi gera fyrir mömmu sína og allt sitt fólk. Hér sit ég ein á rúmi mínu og hugsa um manninn minn og son sem báðir eru farnir. Nú er ég tilbúin að fara til þeirra. Ég kveð elsku son minn og bið Guð að vernda konu hans, dætur og fjöl- skylduna alla. Ég kveð hann með bæn sem stjúpfaðir minn orti. Ég bið að heilsa pabba. Mýktu sjúka og sára und svo ég ylinn finni Gef þú mér nú góðan blund Guð af miskunn þinni. (Ingþór Sigurbjörnsson.) Innileg kveðja frá mömmu, Unni Rögnu Benediktsdóttur. Elskulegur bróðir minn hefur kvatt þetta jarðlíf langt fyrir aldur fram. Mér er það huggun harmi gegn að hugsa til orða hans í sumar þegar hann sagði af æðruleysi að hann hefði vonast til að fá tvö ár enn, en lífið ver- ið skemmtilegt og hann notið þess. Við vorum svo heppin að fá að alast upp í þeim hluta Reykjavíkur sem þá rúmaði bæði sveitina og þéttbýlið. Foreldar okkar voru frumbyggjar í Sigtúninu og var frelsið til athafna í leik og gleði mikið. Þegar við systk- inin voru börn að aldri fluttu heið- urshjónin Guðrún Benediktsdóttir og Karl Kristjánsson í risíbúðina í húsi foreldra okkar og með þeim einka- dóttirin Ragnheiður Hulda, þá 6 ára gömul. Þar með má segja að örlög bróður míns hafi verið ráðin og eftir að Hulda flutti, er faðir hennar tók við starfi húsvarðar í MR, voru ekki mörg ár liðin þegar tíðar ferðir Benna á brúna Moskvitsnum sögðu okkur í hvað stefndi þeirra á milli. Við systkinin og makar hófum bú- skap í Sigtúninu. Benni með sína fjöl- skyldu í risinu og ég í kjallaranum. Náinn og mikill samgangur var milli fjölskyldnanna og samvera á ferða- lögum og í hestamennsku. Benni varð fljótlega áhugasamur um bíla og náði að fara ökuferðir einn síns liðs löngu fyrir bílprófsaldurinn. Setti á sig six- pensara og púða undir rassinn og fékk sér bunu á stórum kassabíl sem stjúpafi okkar átti. Hann hafði yndi af ferðalögum innanlands sem utan og á seinni árum eignuðust þau hjón ferðabíl sem þau skírðu Dalakofann, nafnið sótt norður í Miðfjörð þar sem rauð braggabygging með sama nafni var höfð til dansleikjahalds, en bróðir minn átti þar rómantískar stundir með kærustunni. Benni hafði gaman af glensi og gamni og var vægast sagt stríðinn. Má alveg segja að hann hafi verið ögn hrekkjóttur samanber þegar hann fullorðinn maðurinn lét sig hafa það með fótinn í gifsi að príla út um kvist- gluggann í risinu í Sigtúninu, koma sér fyrir í rennunni, láta síðan rétta sér fulla fötu af ísköldu vatni til þess eins að hella yfir saklausan sóldýrk- anda sem lá í makindum í grasinu. Hann var alla tíð sem kletturinn í fjölskyldunni og gat verið dulur á eig- in tilfinningar. Hann var mikill verk- maður og fannst dætrum hans að það sem pabbi þeirra réði ekki við væri varla framkvæmanlegt. Benni og pabbi áttu margt sameiginlegt í starfi og leik. Báðir áttu og ráku vörubíla, stunduðu hestamennsku saman og ekki síst skemmtilega sérvisku, sem meðal annars fólst í því að ráðast ekki í nein verk fyrr en í seinni hluta vik- unnar, helst á föstu– eða laugardegi. Hann var einlægur dýravinur og næmur á allt lifandi í umhverfi sínu og vinmargur. Hann hafði yndi af dansi og tónlist og var oftar en ekki með tilbúinn disk til að gauka að syst- ur sinni. Systkinaböndin styrktust þegar við ásamt Huldu okkar sem alltaf hef- ur reynst mér sem besta systir hlúð- um að föður okkar á hans síðustu ævimánuðum og kom þá vel í ljós andlegur sem líkamlegur styrkur Benna. Guð geymi elsku bróður minn. Guðríður Þ. Valgeirsdóttir (Gauja.) Tilkynning um lát góðs vinar er ekki góð tíðindi. Mér varð mjög um er Hulda vinkona mín hringdi og tjáði mér lát Benna. Kynni mín af Huldu og Benna hóf- ust fyrir tæpum 50 árum er þau Hulda voru að draga sig saman, en við Hulda vorum skólasystur og vin- konur. Samband mitt við Huldu og Benna hefur síðan verið eins og órjúf- andi band. Heimili þeirra í Sigtúni og fleiri stöðum var alltaf opið fyrir mér og mínum. Margar voru ferðir farnar til að láta athuga bíla, eða fá Benna á mitt heimili til að laga eða athuga ýmsa hluti, sem framkvæmdir voru af alúð, og ekkert látið frá sér fara nema að öruggt væri til notkunar. Benni var afar bóngóður heim að sækja en hafði sig lítt eftir að þiggja frá öðrum. Benni hafði mest allan sinn starfstíma vinnu við akstur stórra bíla, og vann til dæmis verk fyrir Vitamál við að fara með ýmsar vistir í vita um allt land við ýmsar að- stæður og oft erfiðar, en ró hans og einbeitni skilaði honum alltaf að lok- um í heimahöfn. Vandvirkni hans vegna frágangs á verkum má lýsa í einu litlu atviki, en Stefán maður minn fór eitt sinn með Benna í ferð til Stykkishólms að sækja vinnuskúra og fleira dót þangað. Skúrarnir rétt sluppu á pall vörubifreiðarinnar, og þótti Stefáni Benni gefa sér dágóðan tíma við að festa og ganga vel frá far- angri með ótal tilfæringum, en þá sagði Benni: betra er að festa vel í upphafi og þurfa síður að hafa áhyggjur á leiðinni sem og varð. Benni og Hulda voru mikið útivist- arfólk og ferðuðust utan sem innan- lands mikið í Félagi húsbílaeigenda. Benni átti til margra ára hesta og hafði ánægju af. Dýravinir voru þau hjón bæði. Andleg lína var mjög sterk milli okkar Benna, og oft kom það fyrir að ef ég var eitthvað óhress þá annaðhvort hringdi síminn eða dyra- bjallan, og var Benni þar á endanum til að vita hvort ekki væri allt í lagi hjá mér. Þá var gott að vita að ein- hver skynjaði stundum óróleikann. Minni fjölskyldu hafa þau hjón Hulda og Benni reynst afburða vel í gegnum tíðina, og ekki síst núna seinni ár eftir lát Stefáns eiginmanns míns, þakkir mínar eru miklar því af mörgu er að taka á löngu tímabili. Eiginkonu Benna, Huldu, dætrum, tengdasonum, barnabörnum, móður og systur sendum við Guðsblessun á þessum erfiðu tímamótum og veiti ykkur styrk til góðrar minningar um frábæran mann á komandi árum. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. (Vald. Briem.) Hafdís B. Hannesdóttir og fjölskylda. Benedikt Reynir Valgeirsson Elsku afi okkar. Við vitum ekki alveg hvað við eigum að segja. Fyndinn, stríðinn og skemmtilegur, það er afi okkar, besti afi í heimi. Við eigum bara góðar minningar um afa í „litla hús- inu“ sem fór allt of snemma. Takk fyrir allt, elsku afi okkar. Við söknum þín. Abbababb maður! Sjáumst síðar. Guðrún Hulda, Jón Valgeir og Benedikt Karl. HINSTA KVEÐJA ✝ Sigurður Sig-urðsson fæddist í Reykjavík 27. mars 1929. Hann lést á Hrafnistu í Hafn- arfirði hinn 27. júlí síðastliðinn. For- eldrar hans voru Sigurður Sigurðs- son, útgerðarmaður og skipstjóri í Reykjavík, f. 20. júní 1891, d. 9. júní 1943, og Ágústa Jónsdóttir hús- móðir, f . 19. feb. 1893, d. 27. ágúst 1991. Systkini Sigurðar eru: Sigríður, f. 30. maí, 1920, d. 12. feb. 2001, maki Helgi J. Sveinsson, f. 7. nóv. 1918, d. 22. júní, 1999; Þórarinn Ingi, f. 4. apr- íl, 1923, d. 28. ágúst 1999, maki Sjöfn Guðmundsdóttir, f. 17. maí, 1935; Jón Gunnar, f. 14. júlí, 1924, maki Oddný Sigríður Jónsdóttir, f. 28. okt. 1926, d. 20. apríl, 2007; Vil- borg, f. 21. apríl, 1926, d. 22. nóv- ember, 1974, maki Gunnlaugur B. Björnsson, f. 27. júlí, 1917, d. 21. des. 1990; og Ásgeir, f. 27. mars, 1929, maki Sveinveig Guðmundsdóttir, f. 22. des. 1942. Sigurður kvænt- ist 27. mars 1982 Guðbjörgu Há- konardóttur, f. að Rauðkolls- stöðum á Snæfellsnesi, 11. júní, 1925, d. 22. des. 1995. Sigurður ólst upp í Reykjavík og bjó þar mestan hluta ævinnar. Hann vann almenna verkamanna- vinnu til sjós og lands. Útför Sigurðar fór fram í kyrr- þey 31. ágúst. Móðurbróðir minn Sigurður eða Siggi frændi, eins og hann var gjarn- an kallaður, var vesturbæingur. Á fjórða tug síðustu aldar byggði Sig- urður faðir hans veglegt þriggja hæða steinhús á Túngötunni. Sigurð- ur eldri var togaraskipstjóri og dvaldi langdvölum á sjónum, m.a. á Græn- landsmiðum. Hann féll frá á besta aldri þegar Siggi var 14 ára. Sjó- mennskan gerði honum ókleift að taka virkan þátt í uppeldi barnanna og féll það því mest í hlut móðurinnar. Þó var Sigurður eldri talsvert meira í landi síðustu æviárin vegna starfa í bæjarstjórn Reykjavíkur. Systkinin voru sex og var Sigurður yngstur ásamt Ásgeiri tvíburabróður sínum. Nokkru eftir að faðir hans féll frá fluttist Ágústa móðir hans á Haga- melinn og bjó Siggi hjá henni næstu áratugina. Í húsinu bjuggu einnig for- eldrar mínir og þess vegna þekkt- umst við Siggi náið. Hann var grúsk- ari, hugsaði margt og tók sér ýmislegt fyrir hendur. Hann gerði upp gamla bíla, safnaði frímerkjum og ýmsu sem vakti forvitni. Ýmis hugtök er lutu að frímerkjum og söfnun þeirra hafði hann á hraðbergi. Hann talaði um „fírblokkir“, að eiga seríur „komp- lett“ og um ástand takka á frímerkj- um. En honum gat snúist hugur varð- andi áhugamálin, skyndilega misst áhugann og selt frímerkjasafnið. Ári seinna tók hann kannski upp þráðinn af sama eldhug og fyrr. Þetta hvik- lyndi einkenndi hann alla tíð. Hann sinnti áhugamálum sínum í skorpum með hléum inn á milli og sama gilti um vinnu. Siggi var hörkuduglegur þegar hann vildi það við hafa. Hann var drengur góður, mannblendinn en ekki allra, barngóður, heiðarlegur og snyrtilegur til fara. Konu sinni Guð- björgu eða Stellu reyndist hann ávallt vel en hún greindist með MS-sjúdóm og þurfti á mikilli umönnun að halda og fékk hana m.a. frá Sigga. Lífs- hlaup hans var nokkuð erfitt og kannski dæmigert fyrir þá sem minna mega sín í þjóðfélaginu. Framan af naut hann góðs af sterkri móður sem studdi hann með ráðum og dáð og veitti honum nauðsynlegt athvarf á heimili sínu. Einnig hafði hann sjálfur til að bera einstakan dugnað og æðru- leysi. Þetta voru hans aðalsmerki. Siggi kærði sig lítt um veraldleg gæði. Síðustu æviárin bjó hann á Hrafnistu í Hafnarfirði. Þar hafði hann þakherbergi undir súð, með glugga til himins. „Það er stutt upp“ sagði hann hann og kímdi. Hann af- þakkaði öll tilboð um flutning og var sáttur við aðstæður sem flestum myndu finnast óviðunandi. Þörf hans fyrir að vera sinn eigin herra, út af fyrir sig var sterkari en þörf fyrir góðar ytri aðstæður. Á þessum síð- asta hluta lífsleiðarinnar naut hann góðs stuðnings Ásgeirs bróður síns og Lillu, eiginkonu hans sem starfar á Hrafnistu. Sú hjálp skipti sköpum. Siggi skilur eftir sig góðar og marg- brotnar minningar. Samfylgdina þökkum við nú á kveðjustund. Jóhann Helgason. Sigurður Sigurðsson ✝ Ástkær faðir okkar, stjúpfaðir, tengdafaðir og afi, NÍELS KRÜGER skipasmiður, Byggðavegi 136a, Akureyri, lést miðvikudaginn 10. september. Útför hans fer fram frá Akureyrarkirkju mánudaginn 22. september kl. 13.30. Kristjana Krüger Níelsdóttir, Sigurður Pálmi Randversson, Haraldur Krüger, Bryndís Benjamínsdóttir, Þorsteinn Krüger, Guðrún Heiða Kristjánsdóttir, Auður Stefánsdóttir, Herbert B. Jónsson og afabörnin. ✝ Móðir okkar, ARNÞRÚÐUR GUNNLAUGSDÓTTIR frá Eiði á Langanesi, fyrrum húsfreyja á Hallormsstað, andaðist að kvöldi þriðjudagsins 16. september. Útför hennar verður gerð frá Egilsstaðakirkju laugardaginn 27. september kl. 13.00. Börnin. ✝ Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar og afi, ÞORLÁKUR SÆVAR HALLDÓRSSON barnalæknir, lést föstudaginn 19. september. Sigrún Erla Skúladóttir, Dóra Soffía Þorláksdóttir, Linda Sif Þorláksdóttir og barnabörn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.