Morgunblaðið - 21.09.2008, Síða 44
44 SUNNUDAGUR 21. SEPTEMBER 2008 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
Sumarið 1967 var
þrungið eftirvænt-
ingu. Von var á góðum vini frá Ís-
landi til langdvalar, Óli Guðmunds
var að koma! Við hjónin ásamt ung-
um syni okkar, höfðum dvalið í
Fargo, N-Dakota við nám í eitt ár.
Heitir vindar blésu yfir endalaus-
ar slétturnar þar sem við stóðum og
biðum komu hans í ofvæni, mikið
hlökkuðum við til. Þarna urðu fagn-
aðarfundir og við drifum Óla heim í
stúdentaíbúðina okkar. Þar var
hvorki hátt til lofts né vítt til veggja
en þar ríkti gleði yfir endurfund-
unum. Óli færði okkur langþráðar
fréttir af mönnum og málleysingj-
um, landsmálum og tilraunum, við
drukkum í okkur allt sem hann hafði
að segja frá.
Óli settist að í næsta nágrenni við
okkur og varð strax einn af litlu fjöl-
skyldunni okkar. Við settumst niður
á kvöldin, snæddum saman og
ræddum atburði dagsins og líðandi
stundar og Óli var þolinmóður og
góður við litla guttann sem klifraði
upp á hné hans og lagði sitt til mál-
anna. Mánuðir liðu, festa og regla
komst á námið en Óli hélt tryggð við
okkur og heimili okkar. Um helgar
var oft spilað og sungið fram á
morgun. Þessi tími mun aldrei
hverfa úr minningunni.
Sumarið eftir keyptum við bíl
saman, Rambler 1959, og ferðuð-
umst með Óla vítt og breitt um N-
Dakóta, S-Dakóta og Minnesota og
heimsóttum sögustaði íslenskra
vesturfara. Mér er minnisstætt þeg-
ar við knúðum dyra til sveita, hittum
aldraða Íslendinga, sem höfðu aldrei
til Íslands komið en töluðu miklu fal-
legri íslensku en við. Við vorum agn-
dofa yfir góðvild þessa gamla fólks
og hversu vel íslenskan hafði varð-
veist í munngeymd þess.
Eitt eftirminnilegasta ferðalag
okkar með Óla var til Black Hills í S-
Dakóta, að ógleymdum veiðiferðum
til Minnesota. Óli var sérstaklega
skemmtilegur ferðafélagi, vakandi
fyrir umhverfi sínu og um leið mjög
duglegur að taka myndir á ferðum
okkar. Þær standa eftir ásamt
ógleymanlegum minningum sem eru
okkur dýrmætar í dag þegar við
kveðjum trygglyndan og góðan vin.
Síðasta ferðin okkar saman var til
Vestmannaeyja í júlí sl. ásamt öðr-
um skólasystkinum úr framhalds-
deild á Hvanneyri forðum og mök-
um þeirra. Til hennar hafði hann
hlakkað í heilt ár. Í hjarta okkar
gleðjumst við yfir því að hafa getað
farið með Óla í þessa ferð. Hún var
honum áreiðanlega ekki auðveld en
hann hafði óbilandi vilja til að kom-
ast í hana og án Óla hefði hún aldrei
verið farin, né hefði hún orðið það
sem hún varð. Í þessari ferð tókst
Ólafur Guðmundsson
✝ Ólafur Guð-mundsson fædd-
ist í Reykjavík 16.
nóvember 1942.
Hann lést á líkn-
ardeild Landspít-
alans í Kópavogi 11.
september síðastlið-
inn og var jarðsung-
inn frá Kópavogs-
kirkju 19.
september.
Óla að þjappa vina-
hópnum enn þéttar
saman og við minn-
umst hans með virð-
ingu.
Óli var mikill gæfu-
maður í einkalífi sínu,
átti ástríkra eigin-
konu, mannvænleg
börn og barnabörn
brátt í vændum. Við
slíkar aðstæður þarf
sérlega sterkan per-
sónuleika og mikinn
andlegan styrk til að
taka örlögum sínum af
því æðruleysi sem við urðum vitni að
hjá Ólafi, sem vissi að hverju
stefndi.
Nú hefur hann lagt einn upp í sína
síðustu ferð, þangað sem heitir vind-
ar blása um endalausar víðáttur
himinsins og þar er hans án efa beð-
ið með eftirvæntingu.
Þessum fáu orðum fylgja okkar
dýpstu samúðarkveðjur til Lilju og
barnanna.
Guðborg og Þórarinn.
Ólafur Guðmundsson, forstöðu-
maður Aðfangaeftirlitsins, varð
starfsmaður Landbúnaðarstofnunar
við stofnun hennar, með samruna
ýmissa eftirlitsstofnana landbúnað-
arins, í ársbyrjun 2006. Ólafur hafði
þá verið forstöðumaður Aðfangaeft-
irlitsins í níu ár og bjó yfir yfirgrips-
mikilli þekkingu og reynslu í lögum
og reglum um eftirlit með fóðri,
áburði og sáðvöru. Ólafur sótti
reglulega sérfræðingafundi Evrópu-
sambandsins um fóður, áburð og
sáðvöru og vann ötullega að hags-
munamálum íslensks landbúnaðar á
þeim vettvangi. Hann mætti ávallt
vel undirbúinn og hafði með sér þá
sérfræðinga íslenska sem hann taldi
að gætu styrkt málflutning Íslands.
Ólafur var formaður vinnuhóps
EFTA um fóður í 10 ár og þar hafði
hann tækifæri til að gæta enn frekar
hagsmuna Íslands varðandi nýja
löggjöf frá Evrópusambandinu.
Við stofnun Landbúnaðarstofnun-
ar, síðar Matvælastofnunar, varð
það hlutverk Ólafs að fylgjast áfram
með setningu löggjafar Evrópusam-
bandsins og hafa áhrif á gerð henn-
ar.
Ólafur var áfram um að koma
upplýsingum á framfæri við sam-
starfsfólk sitt, hann tamdi sér m.a.
að dreifa fréttum og fundargerðum
af öllum fundum sem hann sat og
vörðuðu starfið. Hann var farsæll í
störfum sínum enda vann hann þau
af alúð og metnaði og var óþreytandi
að miðla þekkingu sinni og leggja
sitt af mörkum við úrlausn mála
hvenær sem var. Ólafur var ákaf-
lega jákvæður samstarfsmaður,
hvetjandi og léttur í lund.
Starfsmenn Matvælastofnunar
votta eiginkonu og börnum sína
dýpstu samúð vegna fráfalls Ólafs.
F.h. starfsmanna Matvælastofn-
unar,
Þuríður E. Pétursdóttir.
Kynni okkar Ólafs hófust árið
1976, er ég hóf störf undir hans
stjórn við Rannsóknastofnun land-
búnaðarins (RALA). Ólafur stjórn-
aði þá viðamiklum beitarrannsókn-
um, sem framkvæmdar voru á 9
stöðum á landinu bæði á láglendi og
hálendi. Þessar rannsóknir voru
settar á laggirnar í tengslum við
þjóðargjöfina, er fagnað var 1100
ára afmæli Íslandsbyggðar með veg-
legu fjárframlagi til eflingar gróðurs
á landinu og endurheimt horfinna
landgæða. Rannsóknirnar voru
einnig studdar af Sameinuðu þjóð-
unum (FAO) og voru taldar þær
viðamestu á þessu sviði í heiminum.
Þessum rannsóknum stjórnaði Ólaf-
ur af mikilli röggsemi og festu.
Hann hafði góða kímnigáfu, sem
kemur til góða við lausn ýmissa
mála.
Vinnan við beitarrannsóknirnar
var mjög lífleg, sérstaklega á sumr-
in þegar ferðast var á milli rann-
sóknastaðanna, sauðfé, nautgripir
og hross voru vegin og fylgst með
vexti þeirra við misjafnar aðstæður
auk þess sem gróðuruppskera var
metin. Oft komu erlendir sérfræð-
ingar til álitsgerðar og lögðu gott til
málanna varðandi framkvæmd og
uppgjör rannsóknanna. Mikið hefur
verið ritað um þessar rannsóknir og
liggur eftir Ólaf fjöldi greina og er-
indi, sem birst hafa í íslenskum og
erlendum ritum. Margir aðrir hafa
birt niðurstöður tilraunanna í ýmsu
formi og m.a. nýtt þær til háskóla-
gráðu. Enn liggja mikil rannsókna-
gögn óuppgerð og var það ein hinsta
ósk Ólafs að þau verði tekin fram á
ný og unnið úr þeim á verðugan
hátt. Vonandi rætist þessi ósk Ólafs.
Eftir að meginþunga beitarrann-
sóknanna lauk varð Ólafur deildar-
stjóri fóðurdeildar RALA og gegndi
einnig aðstoðarforstjórastöðu við
stofnunina um tíma.
Fljótlega eftir að ný lög um Að-
fangaeftirlitið tóku gildi gerðist
hann forstöðumaður þeirrar stofn-
unar. Því starfi sinnti hann í um ára-
tug eða þar til hin nýja Landbún-
aðarstofnun tók til starfa í
ársbyrjun 2006. Ég varð þeirrar
ánægju aðnjótandi að starfa undir
hans stjórn þar á ný. Ólafur hafði
byggt upp og mótað starf Aðfanga-
eftirlitsins af einstökum áhuga og
dugnaði. Hann vann mjög skipulega.
Því var röð og regla í allri hans
vinnu.
Aðfangaeftirlitið annaðist eftirlit
með fóðri, áburði og fræi, bæði inn-
lendri framleiðslu sem og innfluttum
vörum. Eftirlitsstarfið er bundið í
reglugerðum bæði innlendum og
einnig frá Evrópusambandinu. Í
starfi hans sem forstöðumaður Að-
fangaeftirlitsins fólst m.a. mikil
fundarsókn í fastanefnd ESB um
fóður. Þar var lagt á ráðin um reglu-
gerðasmíð. Markmið þessara reglu-
gerða er að efla matvælaöryggi í
Evrópu. Ólafur var vel vakandi fyrir
sérhagsmunum Íslands og mætti
ætíð vel undirbúinn til fundarhalda í
Brussel. Við heimkomuna var hann
ávallt tilbúinn með minnisblöð frá
fundunum og sendi til annarra
starfsmanna. Hann var laginn við að
fá aðra í lið með sér og átti m.a. ein-
staklega gott samstarf við aðra full-
trúa Norðurlandanna, einkum Nor-
egs og Svíþjóðar. Á þeim vettvangi
er hans nú sárt saknað.
Ég vil þakka Ólafi fyrir góða vin-
áttu og gott samstarf. Fjölskyldu
hans votta ég mína dýpstu samúð.
Valgeir Bjarnason.
Ólafur Guðmundsson var öflugur
Rótarýfélagi. Málefni Rótarý-
klúbbsins Borga voru honum hug-
leikin frá upphafi. Ólafur var einn af
stofnfélögum þessa klúbbs karla og
kvenna í Kópavogi árið 2000 en hafði
áður starfað í Rótarýklúbbi Kópa-
vogs. Ólafur var forseti Borga
starfsárið 2006–2007 og lagði for-
setastarf sitt upp á mjög skipulegan
og nákvæman hátt strax frá upphafi.
Hann leiddi stjórn sína áfram á
þann hátt sem næstu stjórnir og
klúbburinn hafa notið góðs af síðan.
Ólafur og Lilja kona hans voru
dugmiklir þátttakendur í ferðum og
samkomum á vegum Rótarýklúbbs-
ins Borga. Má þar sérstaklega nefna
ógleymanlegar ferðir til Færeyja og
á slóðir Vestur-Íslendinga í Norður-
Ameríku og Kanada. Í þeirri síð-
arnefndu var farið um námsslóðir
Ólafs og hádegismatur snæddur í
bænum hans þar. Hafði hann sér-
staka ánægju af að segja frá náms-
árunum og hvað hafði breyst í
byggðarlaginu frá þeim árum. Frá
sjúkrabeði fylgdist hann náið með
starfi klúbbsins. Honum þótti miður
að geta ekki mætt á fundi en hann
sýndi starfi klúbbsins mikinn áhuga
og félagar hans í klúbbnum færðu
honum reglulega fregnir af starf-
seminni.
Ólafur talaði opinskátt um veik-
indi sín og hvað hann taldi sig eiga í
vændum. Hann reyndi heilbrigðis-
kerfið á sjálfum sér og var mjög
ánægður með þjónustuna sem hann
fékk þar. Ólafur var gerður úr
kjarngóðu efni Kjósverja og Austur-
Skaftfellings. Þann farareyri varð-
veitti hann alla tíð. Samferðarmönn-
um birtist uppruninn í samvisku-
semi, skyldurækni og velvilja.
Kunnugir sáu hvaðan stílför Ólafs
komu og við sem fylgdum slóð hans
erum þakklát fyrir góðan og traust-
an félaga. Eins og Skaftfellingar
nefndu skipströnd forðum daga þeg-
ar búbjörgin dreifðist um fjörur var
Ólafur Guðmundsson gott strand
fyrir Rótarýhreyfinguna.
Við þökkum Ólafi samfylgdina,
manni sem var þakklátur fyrir allt
sem lífið gaf honum. Kæra Lilja og
fjölskylda, hugur okkar er með ykk-
ur.
Fyrir hönd Rótarýklúbbsins
Borga,
Guðlaug B. Guðjónsdóttir og
Snorri S. Konráðsson.
Það haustar að, kvöldin verða
löng og allra veðra er von. Lífsljós
náins vinar og samferðamanns,
Ólafs Guðmundssonar, er slokknað
og söknuðurinn og hryggðin er eins
og samofin rökkurstundum hausts-
ins. Já, það er nærri hálf öld síðan
lítill hópur ungra glaðværra ung-
menna innritaðist í framhaldsdeild-
ina á Hvanneyri haustið 1961 og í
upphafi áttu þau fátt annað sameig-
inlegt en áhuga á búfræði. Hvann-
eyrardvölin mótaði okkur um margt
og við lögðum okkur í líma um að
vera hvert öðru fjöregg orðræðulist-
arinnar sem smám saman skapaði í
senn andrúmsloft sjálfstæðis og
samheldni og vináttu sem aldrei
rofnaði en óx og dafnaði með ár-
unum.
Hvanneyrardvölin tók enda og við
dreifðumst vítt um til nýrra verk-
efna. Aldrei rofnuðu þó tengslin al-
veg og smám saman tókum við upp
þann sið að hittast reglulega, lengst
af á hálfum tug frá því að við kvödd-
um skólann okkar á Hvanneyri.
Eins og gengur vorum við í marg-
víslegum og krefjandi verkefnum og
Óli ekki síst sem var fræðimaður
fram í fingurgóma og vann sem slík-
ur mikil afrek fyrir íslenskan land-
búnað og var einnig í erilsömum
stjórnunarstörfum mörg ár af
starfsævi sinni. Allt slíkt vék á sam-
verustundum okkar fyrir því að
njóta endurfunda og minninga frá
gömlu góðu árunum. Þannig áttum
við og makar okkar allra, eftir því
sem þeir bættust í hópinn, margar
gleðistundir bæði heima og erlendis.
Ólafur var gæfumaður í sínu
einkalífi, átti yndislega konu þar
sem hún Lilja var, sem bjó honum
og fjölskyldunni yndislegt heimili.
Heimili sem stóð okkur ávallt opið
og þau tóku upp þann höfðinglega
sið frá sínu fyrsta hjúskaparári að
bjóða okkur til sín eina kvöldstund
þegar árlegur ráðunautafundur stóð
yfir. Ævinlega tóku þau á móti
hópnum með gleði og tilefninu snúið
upp í veislu þar sem ekkert skorti á
til að gleðja hugann og lífga andann.
Einmitt við slíkt tækifæri í febr-
úar sl. var ákveðið að halda upp á 45
ára útskriftarafmæli okkar með því
að sækja Vestmannaeyjar heim.
Þegar nær dró áformaðri Eyjaferð,
kom í ljós að sá illvígi sjúkdómur,
sem hrjáð hafði Óla hin seinni miss-
eri, ágerðist svo mjög, að ástæða var
til að óttast að ferðin yrði ekki farin.
Hafi sá ótti gert vart við sig hjá Óla,
bægði hann honum svo gjörsamlega
frá sér, að með einbeittum ásetningi
og aðdáunarverðri framgöngu hreif
hann okkur öll með sér með krafti
sannfæringar einum saman. Ásamt
Lilju, sem studdi mann sinn við sér-
hvert spor, tókst okkur með sam-
heldni að láta þennan draum okkar
rætast og á þann hátt að í ferðinni
ríkti gleðin ein og brá fyrir gömlum
töktum frá löngu liðnum tíma.
Þegar við nú kveðjum með sökn-
uði þennan hugdjarfa vin og félaga,
má fullyrða að ekkert okkar hefði
getað hugsað sér að hafa sleppt því
að fara þessa stórkostlegu ferð, sem
var raunar kraftaverki líkust. Á
kveðjustund minnumst við góðs vin-
ar og félaga og biðjum algóðan Guð
að veita Lilju og börnum þeirra
Ólafs, Sigríði, Ólöfu og Guðmundi og
fjölskyldum, huggun og styrk á
sorgarstund. Blessuð sé minning
Ólafs Guðmundssonar.
Erlendur, Guðrún,
Jón Trausti, Jón Snær,
Magnús, Þórarinn, Örn
og fjölskyldur.
Ólafur Guðmundsson var í senn
frændi minn og fyrirmynd. Og í báð-
um hlutverkunum sómdi hann sér
vel. Sem frændi lét hann sig varða
um hagi okkar yngri fjölskyldumeð-
limanna. Þegar við vorum lítil lánaði
hann okkur bækur og tól, svo sem
ritvél sem hann átti og þótti mikil
gersemi. Á unglingsárunum tók
hann okkur með í veiði upp í Með-
alfellsvatn. Og betri fyrirmynd var
ekki hægt að eiga. Hann var sam-
viskusamur í skóla og menntaði sig
til góðra verka. Hann var duglegur.
Hann hafði skoðanir á öllum hlutum
og var ekki feiminn við að fylgja
þeim eftir. Í öllu þessu skinu í gegn
hin góðu áhrif foreldra hans, Sigríð-
ar Pálsdóttur og Guðmundar Ólafs-
sonar. Þau voru stoð og stytta sinna
stórfjölskyldna, veittu skjól og komu
öllum til einhvers þroska. Heimili
þeirra á Kópavogsbrautinni var eins
og járnbrautarstöð í stórborg; allir
áttu þar einhvern tíma viðkomu og
sumir oft og lengi. Nú þegar leiðir
skilur alltof snemma setur okkur
hljóð. Við áttum eftir að gera svo
margt. Það hefði til dæmis verið
gaman að renna aftur fyrir silung
uppi í Kjós. Og eitthvað var ósagt í
pólitíkinni. En klukkan hefur hringt
Ólafi. Við Dröfn þökkum Guði fyrir
hann, óskum sem flestum þess að
eiga slíka frændur og fyrirmyndir,
og biðjum hinn sama Guð að blessa
konuna hans, Lilju Ólafsdóttur,
börnin þeirra Sigríði, Ólöfu og Guð-
mund og tengdasynina.
Guðmundur Einarsson.
Minningar um góðan mann leita á
mig eftir að ég frétti um andlát
Ólafs Guðmundssonar fóðurfræð-
ings. Kynni mín af Óla Gúm, eins og
hann var alltaf kallaður, hófust árið
1990 er ég byrjaði að vinna á fóð-
urdeild RALA. Hann var þá yfir-
maður fóðurdeildar og aðstoðarfor-
stjóri stofnunarinnar. Undir hans
handleiðslu fékk ég tækifæri til að
vinna að spennandi verkefnum og
kynnast alþjóðlegu samstarfi á sviði
vísinda. Óli var einstaklega liðlegur
og góður yfirmaður og vel liðinn af
þeim sem með honum störfuðu. Það
var alveg sama hversu önnum kaf-
inn hann var, alltaf gaf hann sér
tíma til að hlusta og veita góð ráð.
Hann var óspar á að hæla starfsfólki
sínu þegar það átti við og sjaldan féll
styggðaryrði. Ég er þakklát fyrir
þann tíma sé ég fékk að vinna hjá
honum á fóðurdeild RALA. Mig
langar til að votta Lilju og börn-
unum þeirra samúð mína.
Kristín Halldórsdóttir
í Þýskalandi.
✝
Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og
hlýhug vegna andláts og útfarar
SVERRIS HARALDSSONAR
læknis,
Selbrekku 6,
Kópavogi.
Hjördís Rósa Daníelsdóttir,
Ásgeir Sverrisson, Helga Sigurðardóttir,
Svandís Sverrisdóttir, Kristján Gíslason,
Hasse Svedberg, Annika Svedberg,
Kristín Sverrisdóttir, Jón Magnús Jónsson,
Arnbjörg Sverrisdóttir, Robin Svendsen,
Jóhann Sverrisson
og barnabörn.