Morgunblaðið - 21.09.2008, Blaðsíða 50
Hann semur tónlist og
spilar á gítar, eins og
annar hver Vestmanna-
eyingur … 52
»
reykjavíkreykjavík
A
lgjör tilviljun …,“ segir
Óttarr þegar hann er
inntur eftir því hvernig
hann hafi ráðist inn í
Dr. Spock á sínum
tíma. „Þegar Jonni Sigmars gerði
Óskabörn (2000) fékk hann þá
snilldarhugmynd að ég myndi
syngja með einhverri hljómsveitinni
sem legði til lag í myndina, þar sem
ég væri nú að leika í henni. Og það
var hann sem valdi Dr. Spock. Ég
hafði aldrei hitt þessa menn, mætti
bara í stúdíó og gargaði yfir eitt-
hvert lag („Andskotinn“, innsk.
AET).“
Óttarr segir að hann hafi svo
kynnst sveitinni hægt og bítandi og
hann hafi sungið með henni þetta
eina lag nokkrum sinnum á tón-
leikum nokkur ár á eftir.
„Svo fer líf allra íslenskra hljóm-
sveita að snúast um Airwaves og
einhverju sinni er okkur boðið
ágætis pláss þar. Þá var ég orðinn
reglulegur gestur og okkur þótti
svo asnalegt að ég syngi bara eitt
lag þannig að ég var búinn að læra
nokkur til viðbótar. Og mig minnir
að þarna, ætli þetta hafi ekki verið
2003, hafi ég verið spurður hvort ég
vildi ekki bara ganga í bandið.“
Óttarr lýsir Dr. Spock sem
óvenjulegri sveit.
„Hljómsveitir eru eins og fjöl-
skyldur og þetta er mikið spurning
um venjur og fíling. Hver tekur af
skarið, hver er hljóðlátur o.s.frv. En
það er alveg einstakt með Spock að
þetta er ennþá eins og gengi. Eins
og gamalt bræðragengi sem hefur
sinn eigin sérstaka húmor. Það er
mikil hópstemning í gangi. Við höf-
um kallað þetta ástand frekar en
hljómsveit en nafnið Dr. Spock er
órætt, menn vita eiginlega ekki
hvaðan það kemur og við ímyndum
okkur þetta sem einhvern anda sem
er yfir okkur og stjórnar gerðum
sveitarinnar. Þetta kemur þá allt af
sjálfu sér einhvern veginn, allir eru
samstiga í öllu og á æfingum er allt
samið í hóp. Það kemur varla fyrir
að einhver einn komi með hugmynd
inn á æfingu.“
Draumar í rasp
Auk þessa er Spock „sársauka-
lausasta“ band sem Óttarr hefur
starfað með eins og hann orðar það.
Blaðamaður spyr þá hvort það verði
þægilegra að vera í hljómsveit eftir
því sem árin færast yfir?
„Að mörgu leyti, já,“ svarar Ótt-
arr hugsi. „Menn eru hreinlega með
reynslu (brosir), bæði almennt og af
því að vera í hljómsveit. Með ár-
unum raspast af mönnum draumar
um heimsfrægð og slíkt sem er auð-
vitað mjög sterkt í ungum hljóm-
sveitum. Þegar menn eru komnir á
aldur eru þeir búnir að taka þessar
dýfur nokkrum sinnum og ég held
að þegar menn eru komnir yfir þrí-
tugt standi þeir ekki í þessu nema
þeim sé fullkomin alvara með til-
standinu. Tónlistin er þá orðin aðal-
atriðið, þetta snýst ekki um að vera
töff eða að bíða eftir milljónasamn-
ingi.“
Óttarr var/er annar tveggja
söngvara í Ham, fremstu rokksveit
Íslandssögunnar að margra mati.
Þar tók hann út allt ofangreint.
„Við ætluðum ekki að gera neitt,
svo ætluðum við að gera voða mikið.
Við ætluðum ekki að fara til útlanda
en svo var það allt í einu málið.
Þetta var fram og til baka og það
var mikil togstreita í Ham, við vor-
um alltaf að berjast í hlutunum og
það var verið að draga menn áfram
eða stoppa þá af. Þegar við í Ham
spilum í dag er þetta ekki til – það
er eins og það sé verið að safna
saman gömlum bræðrahópi. Ljúft
og gaman.“
En aftur að Spock. Bæði Evró-
visjónfár með tilheyrandi gulum
hanska og útvarpssmellur í formi
hins einkennilega grípandi „Skíta-
pakk“ þeyttu sveitinni upp á
ókunna strönd almenningsvinsælda.
Hvað gerðist?
„Þetta var allt saman óvænt … og
þetta er styrkur Spocksins. Það er
ekkert verið að „reyna“, nema þá að
búa til almennilega tónlist. Það kom
okkur á óvart að einhver vildi gefa
okkur út, hvað þá að einhver vildi
kaupa plötuna. Það heyrir þó hver
maður að „Skítapakk“ er ekki lag
sem er „líklegt til vinsælda“. Evr-
óvisjónhugmyndin var þá svo fárán-
leg að auðvitað gátum við ekki ann-
að en sagt já.“
Óttarr segir sveitina semja vísvit-
andi margklofin lög. Ef lögin séu of
„línuleg“ séu þau brotin upp með
polka, þrassi eða bara einhverju til
að setja á þau lit.
„Má ekki segja að þetta kallist á
við nútímann, þar sem athyglin er
bæði lítil og tvístruð og öllu ægir
saman. Það er auðvitað frábært að
fá þrjú, fjögur lög á tveimur mín-
útum í stað þess að þurfa að sitja í
gegnum heilt þriggja mínútna lag.“
Tvöfalt líf?
Spockarar fóru að semja skipu-
lega inn á Falcon Christ fyrir um
ári.
„Upprunalega átti platan að
koma út snemma á þessu ári,“ segir
Óttarr. „Tvennt tafði; Evróvisjón og
svo reyndist efnið … ég veit ekki
hvernig ég á orða þetta … einhvern
veginn betra, eða flóknara, en við
áttum að venjast. Það hægðist á
vinnunni þar sem að efnið sjálft
kallaði á meiri og meiri yfirlegu.“
Platan verður tvöföld, í formi
geisla- og mynddisks.
„Dr. Spock er mikil tónleika-
sveit,“ útskýrir Óttarr. „Það eru
miklir hljóðfæraleikarar í bandinu
en svo kemur ákveðið leikhús yfir
okkur á meðan við erum að spila.
Við trúum því að þegar fólk er kom-
ið á tónleika sé það ekki bara að
nota eyrun heldur einnig augun og
það þarf þá að gefa því eitthvað að
horfa á. Ef þú ætlast til að fólk sé í
góðum fíling úti í sal þarftu að vera
það einnig. Alveg frá upphafi stóð
til að gefa út tónleika á mynddiski
en núna verður það loks að veru-
leika.“
Óttarr segir að platan sjálf hafi
þróast nokkuð undarlega, miðað við
þessa miklu áherslu á tónleika-
framkomu.
„Hún er mjög „unnin“. Áður fyrr
tókum við þetta bara beint upp, allir
saman, en það er ekki svo núna.
Þannig þróaðist þetta bara, þetta er
eiginlega svokölluð „hljóðversp-
lata.“
Óttarr er í fastri vinnu sem bók-
sali, þar sem hann sýpur á ljúfu
kaffi í snyrtilega pressuðum buxum
en á kvöldin er hann mættur org-
andi upp á svið í bleikum strets-
buxum og loðkápu, með barða-
stóran kúrekahatt. Margir eru heill-
aðir af þessu Jekyll/Hyde-ástandi
Óttars en hann gerir lítið úr því,
enda búinn að svara þessari spurn-
ingu í mörg, mörg ár.
„Maður er svo sem búinn að pæla
þetta fram og til baka, bara af því
að það er alltaf verið að spyrja
mann að þessu,“ segir þolinmóður
Óttarr. „Ég held að allir eigi fleiri
en eina hlið, þú ert ekki eins hjá
bankastjóranum og í mat hjá
mömmu. Ég var unglingur á pönk-
tímanum og þá var mjög skýr skipt-
ing á milli há- og lágmenningar,
markaðs- og jaðarmenningar. Þú
varðst að taka afstöðu, þú máttir
ekki vera hrifinn af Sex Pistols og
ABBA. Þetta fór alltaf mikið í taug-
arnar á mér. List sprettur vanalega
af sömu þörfinni, þó að túlk-
unarleiðirnar séu mismunandi. En
þetta með hina meintu tvískiptingu
mína, þetta er aðallega diktað upp
af fjölmiðlum. Almenningi er slétt
sama. Ég segi oft að það sé enginn
munur á mér í jakkafötunum á dag-
inn og í pels á kvöldin og á rafvirkj-
Leitin að prófessornum
Að skrítirokkssveitin
Dr. Spock hafi náð því
sem mætti lýsa sem
„almennum vinsæld-
um“ er poppfræðileg
ráðgáta sem meðlimir
sjálfir eiga einna erf-
iðast með að botna í.
„Þetta er ekki hljóm-
sveit. Þetta er ástand,“
segir Óttarr Proppé,
annar söngvaranna, í
samtali við Arnar Egg-
ert Thoroddsen. Önnur
plata sveitarinnar, hin
snilldarlega nefnda
Falcon Christ, er bráð-
komandi. Glæsireið
Óttars sjálfs um öng-
stræti íslenskrar tón-
listar síðustu tvo ára-
tugina eða svo er þá
einnig reifuð.
Ljósmynd/Hrafn Thoroddsen
Ein stór fjölskylda Spockliðar taka því rólega á búgarði sveitarinnar í Austurríki. „Eins og gamalt bræðragengi
sem hefur sinn eiginn sérstaka húmor,“ segir Óttarr.
»Ég segi oft að það séenginn munur á mér
í jakkafötunum á daginn
og í pels á kvöldin og á
rafvirkjanum sem er í
vinnugalla á daginn og
fer svo í önnur föt um
kvöldið til að fara upp í
hesthús.