Morgunblaðið - 21.09.2008, Qupperneq 51
anum sem er í vinnugalla á daginn
og fer svo í önnur föt um kvöldið til
að fara upp í hesthús. Mín áhuga-
mál eru einfaldlega sýnilegri.“
Eins og að lesa undir próf
Óttarr vinnur fulla vinnu, er í Dr.
Spock. Og í Ham. Og í Rass.
„Það er alveg nóg að gera já,“
segir hann með spakri, rólyndislegri
röddu. En brosir svo. „Það er líka
eitt sem kemur með aldrinum. Mað-
ur lærir aðeins að skipuleggja sig
og eyða minni kröftum í einhverja
vitleysu. En ég viðurkenni að þegar
um hægist hjá mér fer ég strax að
finna fyrir óróleika. Þá þarf ég að
fara að gera eitthvað. Ég þarf að
vera í einhverju svona dútli til að fá
einhverja lífsfyllingu eða hvað það
er sem þú vilt kalla það. Þannig að
þegar þú dettur inn í aðstæður þar
sem fólk vill vinna með þér þá
þarftu að gjöra svo vel að leggja dá-
lítið á þig til að láta það ganga upp.
Maður missir kannski svefn stund-
um en það er ekkert ólíkt því og að
lesa undir próf. Þessa dagana er t.d.
mjög gaman, það er fullt í gangi og
það víða.“
Hvernig er þá staðan með hljóm-
sveitir eins og pönksveitina Rass
eða þá fönksveitina allsvakalegu
Funkstrasse, sem leidd var af hin-
um dularfulla en mjög svo stuðvæna
Prófessor?
„Rass var nú eitt af þessum
dæmum sem átti bara að vera fíl-
ingur,“ svarar Óttarr. „Við einsett-
um okkur upphaflega að spila bara
einu sinni á ári. Og lögin voru í
rauninni bara samin jafnóðum. Svo
fífluðumst við til að gefa út þessa
plötu (Andstaða, 2004). Þetta var nú
meira hugsað sem svona fé-
lagsmiðstöð fyrir gamla rokkara.
Funkstrasse hefur verið óvirk ansi
lengi. Það var mjög meðvituð
hljómsveit og við vorum að horfa til
manna eins og Georg Clinton og
hans sveita, Parliament og Fun-
kadelic og alls þess yfirkeyrða sem
því fylgdi. Prófessorinn er svona
teiknimyndakarakter, uppdiktuð
týpa. Alveg eins og maður væri að
skrifa persónu inn í handrit. Pró-
fessorinn hefur nýst mér vel í gegn-
um árin og maður leitar stundum á
hans náðir.“
Óttarr segir að tónlistina stundi
hann af djúpri þörf, svo sannarlega.
„Tónlistin er áhugamál,
ástríða … eitthvað sem ég verð
a.m.k. að gera. Þegar ég var yngri
var ég með draumóra um það að
gera listina að aðalstarfi. Rokkið er
reyndar mjög slæmur vettvangur til
þess enda ekki ríkisstyrkt. Föst
laun þaðan eru því algjör und-
antekning og það setur rokkarana
út á markaðinn. Það gerir síðan að
verkum að ef þeir ætla að eiga fyrir
leigu og mat þurfa þeir að fylgja
tískubylgjum og gera það sem kall-
að er eftir. Og verandi … „hæfi-
leikalaus“ tónlistarmaður (kímir),
hafa ekki hæfileika til að spila í ball-
bandi eða þá að semja slagara kom
þessi leið aldrei til greina fyrir mig.
Og það var mikil gæfa. Ég hef
þannig aldrei verið í þeirri aðstöðu
að þurfa að láta þessa ástríðu mína
þjóna fjárhagslegum þörfum dag-
legs lífs. Menn komast upp með það
að vera tekjulausir aumingjar í
rokkhljómsveit í nokkur ár á meðan
þeir búa frítt heima hjá mömmu og
pabba og svoleiðis en það endist
ekki. En ef þú ert með launaða
vinnu hefur þú algert frelsi þegar
kemur að tónlistinni.“
Góðir Íslendingar …
Og einmitt þetta frelsi hefur ver-
ið að byggja undir gott gengi
Spocksins.
„Eins furðulegt og það er þá er
þetta frelsi ástæðan fyrir þessari
breiðu skírskotun Dr. Spock. Sveit-
in hefur breiðari skírskotun en hún
á tilkall til, þetta „á“ ekki að vera
svona. Stór hluti af þessari farsæld
er nefnilega að það skín í gegn að
það er enginn rembingur við það að
meika það eða þá að við séum að
reyna að gera einhverjum til geðs.
Það er algert rugl að eitthvert
speed-metal-salsalag með ein-
hverjum fáránlegum mönnum í
undarlegum búningum og með gula
gúmmíhanska geti fengið þúsundir
atkvæða almennra Íslendinga í
Evróvisjónkeppni. En þetta sýnir
kannski ágætlega hvernig Íslend-
ingar hugsa …“ arnart@mbl.is
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21. SEPTEMBER 2008 51
Þjóðleikhúsið Af öllum sviðum lífsins
551 1200 | midasala@leikhusid.is
Miðasalan er opin alla daga frá kl. 12:30 til 18:00 og öll sýningarkvöld til kl. 20. Miðapantanir
teknar í síma alla virka daga frá kl. 10:00.
Stóra sviðið
Skilaboðaskjóðan
Sun 28/9 kl. 14:00
Sun 5/10 kl. 13:00
ath. breyttan sýn.atíma
Sun 12/10 kl. 14:00
Sun 19/10 kl. 14:00
Sun 26/10 kl. 14:00
Sun 2/11 kl. 14:00
Fjölskyldusöngleikur
Ástin er diskó - lífið er pönk
Sun 28/9 kl. 20:00
Fös 3/10 kl. 20:00
Lau 4/10 kl. 20:00
Lau 11/10 kl. 20:00
Lau 18/10 kl. 20:00
Mið 22/10 kl. 20:00
Lau 25/10 kl. 20:00
Kostakjör í september og október
Engisprettur
Fös 26/9 kl. 20:00
Lau 27/9 kl. 20:00
Sun 5/10 kl. 20:00
Fim 9/10 kl. 20:00
Fös 10/10 kl. 20:00
Ath. aðeins fimm sýningar
Leikhúsperlur - afmælishátíð Atla Heimis
Sun 21/9 kl. 16:00 Ö
Sviðsett dagskrá með söng og dansi
Kassinn
Utan gátta
Þri 21/10 fors. kl. 20:00 Ö
Mið 22/10 fors. kl. 20:00 Ö
Fim 23/10 fors. kl. 20:00 Ö
Fös 24/10 frums. kl. 20:00 U
Lau 25/10 kl. 20:00
Fös 31/10 kl. 20:00
Lau 1/11 kl. 20:00
Ath. takmarkaðan sýningatíma
Smíðaverkstæðið
Macbeth
Þri 30/9 fors. kl. 21:00 U
Mið 1/10 fors. kl. 21:00 U
Fim 2/10 fors. kl. 21:00 Ö
Sun 5/10 frums. kl. 21:00 U
Fim 9/10 kl. 20:00
Fös 10/10 kl. 21:00
Ath. sýningatíma kl. 21
Kúlan
Klókur ertu - Einar Áskell
Sun 21/9 kl. 11:00 U
Sun 21/9 kl. 12:30 U
Sun 21/9 aukas. kl. 15:00 Ö
Sun 28/9 kl. 11:00 Ö
Sun 28/9 kl. 12:30 U
Sun 28/9 aukas. kl. 15:00
Sun 5/10 kl. 11:00
Sun 5/10 kl. 12:30
Lau 11/10 kl. 11:00
Brúðusýning fyrir börn, aukasýn. í sölu
Borgarleikhúsið
568 8000 | midasala@borgarleikhus.is
Miðasalan er opin mánudaga og þriðjudaga kl. 10:00-18:00, miðvikudaga til föstudaga kl.
10:00-20:00, og laugardaga og sunnudaga kl. 12:00-20:00
Fló á skinni (Stóra sviðið)
Fim 25/9 9. kort kl. 20:00 U
Fös 26/9 10. kort kl. 19:00 U
Fös 26/9 aukas kl. 22:00 U
Lau 27/9 11. kort kl. 19:00 U
Lau 27/9 aukas kl. 22:00 U
Fim 2/10 12. kort kl. 20:00 U
Fös 3/10 13. kort kl. 19:00 U
Fös 3/10 aukas kl. 22:00 U
Lau 4/10 14. kort kl.
19:00
U
Lau 4/10 aukas kl. 22:00 U
Mið 15/10 aukas kl. 20:00 U
Sun 19/10 15. kort kl.
20:00
U
Þri 21/10 aukas kl. 20:00
Mið 22/10 16. kort kl.
20:00
Ö
Fim 23/10 17. kort kl.
20:00
Ö
Fös 24/10 18. kort kl.
19:00
U
Fös 24/10 kl. 22:00 Ö
ný aukas
Lau 1/11 19. kort kl. 19:00 U
Lau 1/11 21. kort kl. 22:00
Sun 2/11 20. kortkl. 16:00 Ö
Mið 5/11 22. kort kl. 20:00
Fim 6/11 23. kort kl. 20:00
Fös 14/11 24. kort kl. 19:00
Nýjar aukasýn. Tryggðu þér miða í kortum. Ósóttar pantanir seldar daglega
Gosi (Stóra sviðið)
Sun 21/9 kl. 14:00 Ö
Sun 28/9 kl. 14:00
Sun 5/10 kl. 14:00
Sun 12/10 kl. 13:00
Sun 19/10 kl. 14:00
síðasta sýn.
Síðustu aukasýningar.
Fýsn (Nýja sviðið)
Sun 21/9 6. kort kl. 20:00
Fös 26/9 7. kort kl. 20:00 Ö
Lau 27/9 8. kort kl. 20:00 Ö
Sun 28/9 9. kort kl. 20:00
Fös 3/10 10. kort kl. 20:00
Lau 4/10 11. kort kl. 20:00
Sun 5/10 12. kort kl. 20:00
Fös 10/10 13. kort kl. 20:00
Ekki við hæfi barna. Almenn forsala hafin. Tryggðu þér sæti í áskriftarkortum.
Fólkið í blokkinni (Stóra sviðið)
Þri 7/10 forsýn kl. 20:00 U
Mið 8/10 forsýn kl. 20:00 U
Fim 9/10 forsýn kl. 20:00 U
Fös 10/10 frumsýnkl. 20:00 U
Lau 11/10 aukas kl. 19:00 Ö
Lau 11/10 aukas kl. 22:00
Sun 12/10 2. kort kl. 20:00 U
Þri 14/10 aukas kl. 20:00
Fim 16/10 3. kort kl. 20:00 U
Fös 17/10 4. kort kl. 19:00 U
Lau 18/10 5. kort kl. 19:00 U
Lau 25/10 6. kort kl. 19:00 Ö
Sun 26/10 7. kort kl. 20:00
Mið 29/10 8. kort kl. 20:00
Fös 31/10 kl. 19:00
Forsala hefst 24. september, en þegar er hægt að tryggja sæti í áskriftarkorti.
Dauðasyndirnar-guðdómlegur gleðileikur (Litla sviðið)
Þri 11/11 11. sýn. kl. 20:00 Mið 12/11 12. sýn. kl. 20:00
Leikfélag Akureyrar
460 0200 | midasala@leikfelag.is
Dauðasyndirnar (Rýmið)
Fös 26/9 frums. kl. 20:00 U
Lau 27/9 2. kort kl. 20:00 U
Fös 3/10 3. kort kl. 20:00 Ö
Lau 4/10 4. kort kl. 20:00 U
Landnámssetrið í Borgarnesi
437 1600 | landnamssetur@landnam.is
BRÁK eftir BrynhildiGuðjónsdóttur (Söguloftið)
Fös 3/10 kl. 20:00
Lau 4/10 kl. 15:00 Ö
Lau 4/10 kl. 20:00 U
Lau 11/10 kl. 15:00 U
Lau 11/10 kl. 20:00 U
Sun 12/10 kl. 16:00 U
Lau 18/10 aukas. kl. 15:00 U
Lau 18/10 aukas. kl. 20:00 U
Fös 24/10 kl. 20:00
Lau 25/10 kl. 15:00 Ö
Lau 1/11 kl. 15:00 Ö
Lau 1/11 kl. 20:00 Ö
Sun 2/11 kl. 16:00
Fös 7/11 kl. 20:00
Sun 9/11 kl. 16:00
Lau 15/11 kl. 15:00
Sun 16/11 kl. 16:00
Tvær Grímur 2008 - Besta leikkonan - Besta handritið
Mr. Skallagrímsson eftir Benedikt Erlingsson
(Söguloftið)
Lau 25/10 kl. 20:00 U
Fös 31/10 kl. 20:00 U
Lau 8/11 kl. 20:00 U
Fös 14/11 kl. 20:00 U
Tvær Grímur 2007 - Besti leikari - Besta handritið
Íslenska óperan
511 4200 | midasala@opera.is
Cavalleria Rusticana og Pagliacci
Sun 21/9 kl. 20:00 U
Fim 25/9 kl. 20:00 U
Lau 27/9 kl. 20:00 U
Lau 4/10 kl. 20:00 U
Sun 5/10 kl. 20:00 U
Fös 10/10 kl. 20:00 U
Sun 12/10 lokasýn.kl. 20:00 U
Aðeins átta sýningar!
Janis 27
Fös 3/10 frums. kl. 20:00 Ö
Fim 9/10 kl. 20:00
Lau 11/10 kl. 20:00
Fös 17/10 kl. 20:00
Lau 18/10 kl. 20:00
Iðnó
562 9700 | idno@xnet.is
alþjóðleg kvikmyndahátíð í Reykjavík
Fim 25/9 kl. 14:00
Fös 26/9 kl. 14:00
Sun 28/9 kl. 14:00
Mán 29/9 kl. 14:00
Þri 30/9 kl. 14:00
Mið 1/10 kl. 14:00
Fim 2/10 kl. 14:00
Fös 3/10 kl. 14:00
Sun 5/10 kl. 14:00
Bergþór , Bragi og Þóra Fríða Tónleikar
Sun 21/9 kl. 16:00
Hvar er Mjallhvít Tónleikar
Fim 9/10 kl. 21:00
Heimilistónaball
Lau 11/10 kl. 22:00
Íslenski dansflokkurinn
568 8000 | midasala@borgarleikhus.is
Duo (Litla svið)
Fim 16/10 1. sýn kl. 20:00
Fös 17/10 kl. 20:00
Fös 24/10 kl. 20:00
Lau 25/10 kl. 20:00
Sun 26/10 kl. 20:00
Hafnarfjarðarleikhúsið
555 2222 | theater@vortex.is
Mammamamma (Hafnarfjarðarleikhúsið)
Sun 21/9 kl. 20:00 Ö
Fim 25/9 kl. 20:00 Ö
Sun 28/9 kl. 20:00 Ö
síðustu sýningar
Möguleikhúsið
5622669 / 8971813 |
moguleikhusid@moguleikhusid.is
Langafi prakkari (ferðasýning)
Mið 5/11 kl. 09:45 F
leikskólinn skerjagarður
NOTAST var við lag með Rass, í breyttri
mynd, í auglýsingu símafyrirtækisins Voda-
fone á dögunum. Það var eins og við mann-
inn mælt, óðar upphófst kunnuglegur söng-
ur um „sellout“ og svik við
pönkmálstaðinn. Óttarr hefur lítið viljað
segja um þetta mál. Þar til nú:
„Okkur fannst þetta sjálfsagt mál. Þegar
þú ert búinn að gefa út lag getur þú ekki
stýrt því við hvaða aðstæður það er notað,
hvort það er spilað í einhverjum asnalegum
útvarpsþætti eða ekki. Listamaðurinn á
ekki að vera að reyna að stjórna þessu þeg-
ar verk eftir hann er á annað borð orðið
opinbert. Þegar ég var að alast upp var
pönktónlist mjög lokað fyrirbæri sem var
spilað í lokuðum hópum og enginn annar
heyrði. Þetta átti reyndar við um alla list,
menn voru með sitt í sínu horni og skörun
var engin. Í dag er allt úti um allt og aug-
lýsingar eru hluti af almennri umræðu,
þær eru öflugri vettvangur til skoð-
anaskipta en blöð eða háskólagangar. Þetta
er það form sem almenningur nýtir sér til
að komast í kynni við tísku, kvikmyndir,
leiklist, tónlist o.s.frv. Fyrir okkur að taka
þátt í auglýsingu var eins og að fá boð um
að spila á stórum tónleikum og koma þann-
ig tónlistinni áfram og víðar. Þarna feng-
um við aðgang að stærsta hlustendahópn-
um, hóp sem ekki er hægt að ná í á annan
hátt. Í gamla daga var nóg að spila einu
sinni í Á tali með Hemma Gunn og þá var
öll þjóðin búin að heyra lagið þitt. Í dag er
þetta ekki til. Fjölmiðlaneyslan er svo víða
að það er orðið erfitt fyrir poppara og
rokkara að ná til síns fólks. Í dag veita
auglýsingar hins vegar kjörið tækifæri til
þess arna. Sem er eiginlega mjög fyndið.
Það má líka velta því fyrir sér hvenær þú
ert að selja þig og hvenær ekki. Ertu ekki
búinn að því þegar þú gefur út plötu? Ertu
þá ekki kominn undir hatt framleiðanda,
útgefanda o.s.frv. Snýst þetta ekki fyrst
og síðast um að koma listvörunni á fram-
færi? Er listamaður að svíkja lit með því
að sýna í stóru galleríi t.d.? Þetta er a.m.k.
áhugaverð siðferðisleg umræða og mér
fannst sú umræða sem fór af stað í kring-
um þessa auglýsingu alltof grunnhyggin,
allt fór að snúast um það hvort Megas
væri góður gæi eða ekki. Fólk fagnar því
t.d. þegar auðmenn styrkja listamenn en
auglýsingar eru alltaf jafn auðvelt skot-
mark. En þetta er bara ekki svona ein-
falt.“
Skítt með kerfið?
Meira pönk! Pétur Jóhann Sigfússon og Óttarr í auglýs-
ingunni umdeildu.
Óttarr tjáir sig um Vodafone-auglýsinguna umdeildu