Morgunblaðið - 21.09.2008, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 21.09.2008, Blaðsíða 54
54 SUNNUDAGUR 21. SEPTEMBER 2008 MORGUNBLAÐIÐ SÝND SMÁRABÍÓI, HÁSKÓLABÍÓI OG BORGARBÍÓI Þú færð 5 % endurgreitt í BorgarbíóSími 462 3500 Þú færð 5 % endurgreitt í Háskólabíó Sími 551 9000Þú færð 5 % e n d u r g r e i t t í Regnboganum ÓDÝRT Í BÍÓ Í REGNBO GANUM Step Brothers kl. 3:30 - 5:45 - 8 - 10:15 B.i. 12 ára Tropic Thunder kl. 3 - 5:30 - 8 - 10:30 B.i. 12 ára Make it happen kl. 8 - 10:20 LEYFÐ Skrapp út kl. 4 - 6 - 8 - 10 B.i. 12 ára Grísirnir þrír kl. 4 - 6 LEYFÐ -Kvikmyndir.is - Mannlíf 650k r. 650kr. 650 KR. - ALLAR MYNDIR - ALLAR SÝNINGAR - Í ALLT SUMAR SÝND Í HÁSKÓLABÍÓI Þú færð 5% endurgreitt í Borgarbíói, Smárabíói og Regnboganum og Háskólabíói ef þú borga Pineapple Express kl 3 - 5:30 - 8 - 10:30 B.i. 16 ára Brideshead Revisited kl 6 - 9 B.i. 12 ára Mirrors kl 10:30 B.i. 16 ára Sveitabrúðkaup kl. 5:45 - 8 - 10:15 LEYFÐ Mamma Mia kl. 3 - 5:30 - 8 LEYFÐ Grísirnir 3 kl. 4 LEYFÐ - Ó.H.T., RÁS 2 - 24 STUNDIR „SVEITABRÚÐKAUP ER SNOTUR MYND OG SKEMMTILEG,TEKUR SIG EKKI HÁTÍÐLEGA OG ER AUÐVELT AÐ NJÓTA.” - B.S., FBL ,,ENGINN [ÆTTI] AÐ GERA ÞAU MISTÖK AÐ MISSA AF SVEITABRÚÐKAUPI.” - Þ.Þ., D.V. - S.V., MBL eeee - Ó.H.T, Rás 2 eee - L.I.B, Topp5.is/FBL 650kr. SÝND Í HÁSKÓLABÍÓISÝND Í BORGARBÍÓI Pineapple Express kl. 8 - 10 B.i.16ára Journey To The Center Of The Earth kl. 4 - 6 - 8 ATH. EKKI SÝND Í 3D LEYFÐ Step Brothers kl. 10 B.i.12ára Mamma Mia kl. 6 LEYFÐ Grísirnir 3 kl. 4 LEYFÐ ATH. EKKI SÝND Í 3D Í BORGARBÍÓI EIN FLOTTASTA ÆVITÝRAMYND ÁRSINS MEÐ ÍSLENSKU LEIKKONUNNI ANÍTU BRIEM Í EINU AF AÐALHLUTVERKUNUM. SÝND Í SMÁRABÍÓI, HÁSKÓLABÍÓI OG BORGARBÍÓI -S.V., MBL -T.S.K., 24 STUNDIR-V.J.V.,TOPP5.IS/FBL Langstærsta mynd ársins 2008 Yfir100.000 manns! ÞÓTT LÍFIÐ BREYTIST... ÞURFA DRAUMARNIR EKKI AÐ BREYTAST HÖRKU-DANSMYND MEÐ HINNI SJÓÐHEITU MARY ELIZABETH WINSTEAD -L.I.B.TOPP5.IS/FBL -DV-S.V., MBL FRÁ BEN STILLER KEMUR EIN KLIKKAÐASTA GRÍNMYND ÁRSINS!650k r. - H.J., MBL -T.S.K., 24 STUNDIR - L.I.B.,TOPP5.IS/FBL. -Þ.Þ., D.V. Troddu þessu í pípuna og reyktu það! Mögnuð mynd byggð á samnefndr bók eftir Evelyn Waugh um forboðna ást. ÖLLUM FREISTINGUM FYLGJA AFLEIÐINGAR * Gildir á allar sýningar merktar með rauðu TILBOÐ Í BÍÓ Sýningarnar eru opnar virka daga frá 11-17 og um helgar frá 13-16. Sími 575 7700 • gerduberg@reykjavik.is GERÐUBERG www.gerduberg.is STEINA á Sjónþingi Gerðubergs í dag sunnudag kl. 13:30-16:00 Stjórnandi og sýningarstjóri: Þorbjörg Br. Gunnarsdóttir Spyrlar: Halldór B. Runólfsson og Margrét Elísabet Ólafsdóttir Að Sjónþingi loknu kl. 16 verður opnuð yfirlitssýning á verkum Steinu GUÐMUNDUR Ingi Þorvaldsson sýnir og sannar á þessari nýju plötu hversu geysilega fínn laga- höfundur hann er. Hann sendir hér frá sér barnaplötu sem er samt sögð bönnuð börnum á fram- hlið hulstursins. Satt best að segja veit ég sjálf ekki alveg hvort Sag- an af Eyfa er við hæfi barna eða ekki. Það veltur líklegast á hverju barni fyrir sig, en ég er til að mynda ekki viss um að minn sjö ára hefði gott af sumum textunum, sakleysis síns vegna. Textarnir tengjast þó flestir börnum og unglingum og lögin hafa yfir sér barnslega gleði, ásamt reyndar töluverðum skammti af angurværð. Sjálfur segir hljómsveitarstjórinn Guð- mundur Ingi að diskurinn hljómi eins og sambland af Tom Waits og Ómari Ragnarssyni, en ég er ekki frá því að í raun væri þetta líkara því að Nick Cave og Spilverk þjóð- anna kíktu í kaffi til Dr. Gunna. Hljómur plötunnar er afar ríkur og órafmögnuð stemmning í blást- urshljóðfærum býr til flotta en oft tregablandna umgjörð um krakka sem lenda í ýmsum hremmingum. Börn sem eiga drykkfellda for- eldra, börn sem fá krabbamein og börn sem eru send í sveit eru ekki alveg gleðilegasta efni til að semja plötu um, en á einhvern furðu- legan og mjög óvæntan hátt geng- ur það samt ágætlega upp. Platan er reyndar brotin upp af nokkrum gleðismellum, eins og til dæmis þegar afinn býður á sveitaball, en angurværð er þó plássfrekari en stuðið. Það er tvímæla- og afdrátt- arlaust Árni Beinteinn Árnason sem lætur þessa plötu ganga jafn- vel upp og hún gerir. Hann syngur hlutverk Eyfa og er rödd hans og túlkun í einu og öllu framúrskar- andi. Ég ætla að ganga svo langt að fullyrða að ef hans nyti ekki við á þessum diski myndi hann ekki rata jafnoft á fóninn og hann ger- ir. Í raun og veru er maður nefni- lega ekkert svo spenntur fyrir því að verða sjálfviljugur dapur yfir ógæfu óheppinna barna, inni í stofu heima hjá sér. Nóg er nú samt af depurð og hamförum í heiminum þótt maður fari ekki að bæta á það með sorglegri tónlist um börn. Árni Beinteinn er samt bara eitthvað svo trúverðugur í að vera bjartsýnn og góður strákur að hann fær mann til að langa að hlusta á þetta sorglega ævintýri með góða endinn aftur og aftur. Boðskapurinn er svo það sem lifir eftir að tónar geisladisksins eru upp urnir: Það eru engin ung- lingavandamál, bara foreldra- vandamál. Börnin eru saklaus og báðu ekki um að koma hingað, og því ættu mömmur og pabbar alltaf að koma snemma heim til sín, eins og Eyfi litli óskar sér. Krakkar í hremmingum Morgunblaðið/Ómar Guðmundur Ingi „Engin unglinga- vandamál,“ segir í dómnum. TÓNLIST Geisladiskur Stórsveit Guðmundar Inga – Sagan af Eyfa –  Ragnheiður Eiríksdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.