Morgunblaðið - 21.09.2008, Blaðsíða 56
56 SUNNUDAGUR 21. SEPTEMBER 2008 MORGUNBLAÐIÐ
/ KRINGLUNNI/ ÁLFABAKKA
SPARBÍÓ
850 krr
á Journey To The Centre Of The Earth sýningar merktar
með grænu Í SAMBÍÓUNUM ÁLFABAKKA OG KRINGLUNNI
SÝND Í KRINGLUNNI
Frábær gamanmynd frá framleiðendum Sideways.
DENNIS QUAID, SARAH JESSICA PARKER,
ELLEN PAGE, OG THOMAS HADEN CHURCH
- H.G.G., POPPLAND
-TOMMI, KVIKMYNDIR.IS GUARDIAN- S.V. MORGUNBLAÐIÐ
SÝND Í ÁLFABAKKA OG SELFOSSI
-DV-S.V., MBL
FRÁ BEN STILLER KEMUR EIN KLIKKAÐASTA GRÍNMYND ÁRSINS!
- B.S., FBL
- Þ.Þ., D.V. - 24 STUNDIR - S.V., MBL- Ó.H.T., RÁS 2
SÝND Í ÁLFABAKKA, AKUREYRI, KEFLAVÍK OG SELFOSSI
CHARLIE BARTLETT kl. 5:50 - 8:10 - 10:30 B.i. 12 ára
JOURNEY TO THE C... kl. 1:30 3D - 3:40 3D -5:50 3D - 8 3D - 10:10 3D LEYFÐ 3D - DIGITAL
TROPIC THUNDER kl. 5:50 - 8:10 - 10:30 B.i. 16 ára
SVEITABRÚÐKAUP kl. 1:30 - 3:40 - 5:50 - 8:20 LEYFÐ
DARK KNIGHT kl. 5:30 - 10:30 B.i. 12 ára
DARK KNIGHT kl. 2 - 5:50 - 8:40 B.i. 12 ára LÚXUS VIP
DEATH RACE kl. 8 - 10:10 B.i. 16 ára
STAR WARS: C. W. kl. 1:30 - 3:40 LEYFÐ
WALL • E m/ísl. tali kl. 1:30 - 3:40 LEYFÐ
KUNG FU PANDA m/ísl. tali kl. 1:30 - 3:40 LEYFÐ
SÝND Í ÁLFABAKKA OG KRINGLUNNI
Þegar Charlie Bartlett
talar þá hlusta allir!
CHARLIE BARTLETT kl. 5:50 - 8 - 10:10 B.i. 12 ára
JOURNEY TO THE C... kl. 1:403D - 3:503D -63D - 8:103D - 10:203D LEYFÐ 3D - DIGITAL
SMART PEOPLE kl. 3:40 - 8 - 10:10 B.i. 12 ára
GET SMART kl. 1:30 - 3:40D - 5:50 LEYFÐ DIGITAL
WALL• E m/ísl. tali kl. 1:30D LEYFÐ DIGITAL
Sá siður að taka upp lög ann-arra listamanna á sér ræturí því að útgefendur (og
listamenn) vildu nýta sér vinsæld-
ir lags með því að taka það upp
nánast eins, en einnig eru lista-
menn oft að sýna nýjar hliðar á
lögum sem þeir hafa dálæti á, nú
eða votta virðingu.
Sum lög eru ógleymanleg í end-
urútgáfunni, til að mynda útgáfa
Jimi Hendrix á „All Along the
Watchtower“, „Respect“ með
Aretha Franklin, „One“ og
„Mercy Seat“ með Johnny Cash,
Sigurður er sjómaður í búningi
Utangarðsmanna, „Mr. Tambo-
urine Man“ með Byrds, „Voulez
Vous“ í flutningi Ham og Orfeus
og Evridís sem Ólöf Arnalds söng
svo vel og eins frábær útgáfa
Möggu Stínu á Fílahirðinum frá
Súrín.
Vissulega eru líka til afleitar út-
gáfur, til að mynda „You Shook
Me All Night Long“ sem þær Cel-
ine Dion og Anastasia slátruðu
saman, „American Pie“ með Mad-
onnu, „Honesty“ sem Jón Sigurðs-
son söng svo eftirminnilega, „An-
archy in the UK“ með Motley
Crue, „Skýið“ í flutningi Garðars
Thors Cortes, „I Love Rock ’n
Roll“ með Britney Spears og svo
má áfram telja. Í þeim tilfellum er
oft svo að flytjandinn hyggst nota
vinsældir lagsins eða ímynd til að
hífa sig upp á stall en misheppn-
ast herfilega.
Órafmagnaður metall
Þegar maður rekst á hljómsveit
sem heitir Hellsongs sem gefið
hefur út plötu sem heitir „Hymns
in the Key of 666“ þarf ekki mikið
ímyndunarafl til að átta sig á að
hér er eitthvað annað en hefð-
bundinn metall á ferðinni. Það
kemur líka í ljós þegar maður fer
að hlusta á fyrsta lag plötunnar,
Iron Maiden lummuna „The Troo-
per“ – selló, plokkaður kassagítar
og sykursætur söngur. Málið er
nefnilega að lögin eru öll þekktar
þungarokkslummur; „The Troo-
per“ (Iron Maiden), „Symphony of
Destruction“ (Megadeth), „Rock
The Night“ (Europe), „Seasons in
the Abyss“ (Slayer), „We’re Not
Gonna Take It“ (Twisted Sister),
„Blackened“ (Metallica), „Thund-
erstruck“ (AC/DC), „Run to the
Hills“ (Iron Maiden), „Paranoid“
(Black Sabbath) og „Princess of
the Night“ (Saxon).
Sumt er náttúrlega ekki ýkja
hart í upprunalegri útgáfu, jafn-
vel hálfgert popp (Twisted Sister,
Europe (algert popp reyndar) og
Iron Maiden), en annað er býsna
harkalegt og ekki ráðist á garðinn
þar sem hann er lægstur (Slayer).
Aðstandendur Hellsongs leyfa
sér að bregða á leik með uppruna-
legar útgáfu og á stundum er erf-
itt að átta sig á hvað er á seyði
fyrr en kemur að viðlaginu. Dæmi
um það er „Seasons in the Abyss“
sem er óhemju snyrtilega afgreitt,
en í nýjum búningi kemur vel í
ljós hve textinn við það lag er
góður (ekki alltaf gott að skilja
öskrin í Tom Araya). Meira að
segja „Thunderstruck“ verður
skaplegt og svo tekur maður í sátt
„We’re Not Gonna Take It“ eins
smekklega og það er nú sungið.
Tala dýrsins
Eins og getið er eru tvö Iron
Maiden-lög á skífunni og það var
einmitt lag eftir þá prýðilegu
sveit sem kveikti hugmyndina að
plötunni hjá Kalle Karlsson. Hann
var mikill áhugamaður um Sma-
shing Pumpkins og þar af leiðandi
Zwan og keypti því smáskífuna
„Honestly“. Engum sögum fer af
Rokkað án rafgítars
Léttmeti Hljómsveitin Hellsongs spilar þungarokk fyrir lengra komna.
TÓNLIST Á SUNNUDEGI
Árni Matthíasson
Sú regla á vel við í tónlist að ýmist séu menn að framreiða eitthvað nýtt eða
gera eitthvað gamalt á nýjan hátt. Það síðarnefnda á vel við það sem menn
hafa ýmist kallað tökulög eða „ábreiður“.