Morgunblaðið - 30.09.2008, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 30.09.2008, Blaðsíða 40
40 ÞRIÐJUDAGUR 30. SEPTEMBER 2008 MORGUNBLAÐIÐ Orð dagsins: En ef einhver elskar Guð, þá er hann þekktur af honum. (I.Kor. 8, 3.) Krossgáta Lárétt | 1 smjaður, 8 rýr, 9 ástleitni, 10 sár, 11 aumar, 13 peningum, 15 slaga, 18 byrði, 21 blása, 22 toga, 23 yndi, 24 tilbúningur. Lóðrétt | 2 fiskar, 3 ótti, 4 fiskur, 5 sveipur, 6 rándýrs, 7 íþrótta- félag, 12 öskur, 14 dvelj- ast, 15 mett, 16 gljái, 17 aulann, 18 forbjóði, 19 flöt, 20 ástundunar- sama. Lausn síðustu krossgátu Lárétt: 1 bilar, 4 orlof, 7 sópum, 8 læðan, 9 sló, 11 inna, 13 ansa, 14 kátur, 15 haka, 17 góða, 20 enn, 22 kærir, 23 aumar, 24 róaði, 25 nýrað. Lóðrétt: 1 bassi, 2 lúpan, 3 róms, 4 Ósló, 5 liðin, 6 fenna, 10 látún, 12 aka, 13 arg, 15 hokur, 16 kurla, 18 ólmar, 19 afræð, 20 ergi, 21 nafn. 6 8 11 15 22 1 24 12 3 10 17 21 4 9 13 18 23 14 5 19 7 20 2 16 Brids Guðmundur Páll Arnarson | ritstjorn@mbl.is Látlaus millileikur. Norður ♠D10742 ♥63 ♦Á5 ♣KG104 Vestur Austur ♠Á ♠G9 ♥KG84 ♥972 ♦D107643 ♦K982 ♣96 ♣ÁD83 Suður ♠K8653 ♥ÁD105 ♦G ♣752 Suður spilar 4♠. Boris Schapiro segir frá þessu spili í bók sinni Bridge Analysis (1976). Formið var sveitakeppni og báðir sagnhafar fengu út smáan tígul gegn 4♠. Annar sagnhafinn náði tíu slögum, hinn fór einn niður. Spilarinn sem fór einn niður drap á ♦Á og spilaði strax spaða á kónginn. Vestur kom sér skaðlaust út á tígli og á endanum gaf sagnhafi tvo slagi á lauf og einn á hjartakóng. Hinn sagnhafinn trompaði tígul í öðrum slag. Spilaði síð- an spaðakóng (sem er rétta íferðin til að verjast ♠ÁG9 í vestur). Sá látlausi millileikur að trompa tígul gerði vestri erfitt fyrir, því nú gat hann ekki komist út í þeim lit. Á opnu borði sést að vest- ur má spila laufi, en lauflitur blinds er ekki árennilegur og vestur veðjaði frekar á hjartað – spilaði upp í gaffal- inn. (21. mars - 19. apríl)  Hrútur Þú fattar strax ef einhver ætlar að ryðjast fram fyrir og „meika það“. Þú vilt ekki umgangast fólk sem þú treystir ekki, en haltu óvininum sem næst þér. (20. apríl - 20. maí)  Naut Fátt pirrar þig meira en fólk sem er betra við þig en þú við það. Gleymdirðu afmælisdegi eða varstu tillitslaus? Þú get- ur bætt það upp seinna. (21. maí - 20. júní)  Tvíburar Það margborgar sig að hafa góð sambönd. Boð og hádegisverðir ganga svo vel að þú hefur skrifað undir samning áð- ur en reikningurinn kemur. Njóttu! (21. júní - 22. júlí)  Krabbi Þér er boðið í partí sem kostar inn í. Það liggur við að þú þurfir að borga fyr- ir tónlistina. Þú hafðir ætlað að eyða pen- ingunum í annað. Haltu þig við fyrri plön. (23. júlí - 22. ágúst)  Ljón Gríptu öll tækifæri sem þú færð til að vera einn. Sýndu enga miskunn. Sendu sjálfum þér skilaboð um að þú sért mik- ilvægur. Aðrir fá þau líka. (23. ágúst - 22. sept.)  Meyja Tilfinningarnar toga þig í allar áttir ef þú leyfir það. Þú getur náð yfirhöndinni ef þú tekur þér tíma til að kyrra hugann. Stýrðu þeim á jákvæða braut. (23. sept. - 22. okt.)  Vog Það er yndislegt þegar fólk kann að meta og samþykkir einstaka kosti þína. Hingað til hefurðu þurft að hafa fyrir því að koma hæfileikunum á framfæri, en nú er það auðveldara. (23. okt. - 21. nóv.) Sporðdreki Annaðhvort hefurðu borgað fyrir sérmeðferð sem þú færð ekki eða fólk getur ekki þjónað þér á þann hátt sem þú kýst. Vertu hógvær en stoltur. (22. nóv. - 21. des.) Bogmaður Þú kynnist nýju fólki og það er eitthvað frábært við þetta fólk. Eins og þú sért umkringdur uppáhaldsfólkinu þínu, nema þú þekkir það ekki enn. (22. des. - 19. janúar) Steingeit Þú ert heppinn þegar kemur að verkefnum sem þú leysir einn af hendi. Þar spilla gáfur þínar ekki. Það er helst að þú þurfir tíma til að æfa þig. (20. jan. - 18. febr.) Vatnsberi Verkefni sem tekur þig marga daga hefur verið troðið á einn dag. Þú þarft að klára það strax og byrja á nýju verki. Það er ótrúlegt hverju þú kemur í verk undir álagi. (19. feb. - 20. mars) Fiskar Margar hugsanir sem skýtur upp í kollinn á þér enda sem vangaveltur. En þær eru hvorki þínar né sannar. Hættu að hugsa og láttu þig frekar dreyma. Stjörnuspá Holiday Mathis 30. september 1949 Stjörnubíó við Laugaveg í Reykjavík tók til starfa. Það taldist til tíðinda að loftræst- ing var í salnum og að gólfið var hallandi. Sýningum var hætt vorið 2002, húsið rifið og bílastæðahús reist á lóðinni. 30. september 1966 Sjónvarpið hóf útsendingar. Eftirvænting var mikil og dag- inn eftir sagði Morgunblaðið: „Auðar götur í Reykjavík, bíó- in og skemmtistaðir hálftómir, erfitt að ná í leigubíla.“ 30. september 1994 Ný brú yfir Kúðafljót í Vestur- Skaftafellssýslu var formlega opnuð. Hún er 302 metra löng. Með nýjum vegi og brúnni styttist hringvegurinn um 8 kílómetra. 30. september 1996 Eldgos hófst í Vatnajökli, milli Bárðarbungu og Grímsvatna. Það stóð í tvær vikur. Eld- stöðin, sem nefnd var Gjálp, bræddi mikið af ís og safnaðist vatn í Grímsvötn og hljóp það- an mánuði síðar yfir Skeiðar- ársand og skemmdi mann- virki. Dagar Íslands | Jónas Ragnarsson Þetta gerðist … TÖFRAMAÐURINN og athafnamaðurinn Baldur Brjánsson fagnar í dag sextugsafmæli sínu. Af því tilefni verður að sjálfsögðu haldið upp á daginn, nema hvað að Baldur veit ekki nákvæmlega með hvaða hætti þar sem sambýliskona hans, Birna Hannesdóttir, ætlar með hann í óvissuferð. Baldur segist lítið hafa verið gefinn fyrir að halda upp á afmælið sitt í gegnum tíðina en einn eftirminnilegasti afmælisdagurinn sé þegar hann varð fertugur en þá héldu samstarfsmenn Baldurs honum mikla veislu á Hótel Íslandi. Baldur er þekktur töframaður en er svo til hætt- ur að koma fram. Hann segir orðið athafnamann lýsa sér ágætlega núna þar sem hann er að sýsla í fjárfestingum. Hins vegar mun hann, ásamt sex öðrum töframönnum, koma fram á sýningu nk. fimmtudag í Salnum í Kópavogi ásamt Henry Evans, sem er tvöfaldur heimsmeist- ari í göldrum. Baldur segist fylgjast vel með því sem er að gerast í töfraheiminum, t.d. með því að fara á ráðstefnur og sýningar, auk þess sem hann er enn félagi í Hinu íslenska töframannagildi. „Það má ekki láta þessa ungu stráka valta yfir mann,“ segir hann. Það eru þó ekki bara töfrar sem Baldur sinnir í tómstundum. Hann stundar einnig golf og að- spurður hvort töfrarnir komi að einhverju liði þar svarar hann: „Nei, það er voðalega lítið en þess væri óskandi!“ ylfa@mbl.is Baldur Brjánsson töframaður sextugur Töfrar hjálpa lítið í golfi Akranes Bjartmari Pálmasyni og Margréti Steingrímsdóttur fædd- ist sonur 9. september kl. 12.40. Hann vó 5.235 g og var 60 sm langur. Grikkland Elena Birna fæddist 9. júlí í Aþenu. Hún vó 3.580 g og var 52 sm löng. Foreldrar henn- ar eru dr. Snorri Björn Rafnsson og dr. Efrosyni Argyri búsett í Skotlandi. Reykjavík Agla Rán fæddist 20. september kl. 20.54. Hún vó 3.210 g og var 50 sm löng. Foreldrar hennar eru Elísabet Iðunn Einarsdóttir og Georg Þorkelsson. 7 9 2 1 5 3 8 6 4 6 8 5 2 4 9 3 1 7 4 3 1 6 8 7 5 2 9 2 7 4 3 9 1 6 5 8 8 5 3 4 2 6 9 7 1 1 6 9 8 7 5 2 4 3 3 2 7 9 6 4 1 8 5 5 1 6 7 3 8 4 9 2 9 4 8 5 1 2 7 3 6 Þrautin felst í því að fylla út í reitina þannig að í hverjum 3x3-reit birtist tölurnar 1-9. Það verður að gerast þannig að hver níu reita lína bæði lárétt og lóðrétt birti einnig töl- urnar 1-9 og aldrei má tví- taka neina tölu í röðinni. Sudoku dagbók Í dag er þriðjudagur 30. september, 274. dagur ársins 2008 Skák Helgi Áss Grétarsson | ritstjorn@mbl.is STAÐAN kom upp í fyrstu skák úr- slitaeinvígisins á heimsmeistaramóti kvenna sem lauk fyrir skömmu í Nalc- hik í Rússlandi. Sigurvegari einvígisins og heimsmeistari kvenna 2008, hin rússneska Alexandra Kosteniuk (2.510), hafði svart gegn hinni 14 ára Yifan Hou (2.557) frá Kína. 36. … Rxf3! 37. Dxf3 Bxg4! 38. Df2 d1=D 39. Rxd1 Bxd1 40. De1 Bf3+ 41. Kg1 f5 42. exf5 gxf5 43. Df2 Kg6 44. b3 e4 45. c4 bxc4 46. bxc4 Dg5 47. c5 f4 48. cxd6 fxg3 og hvítur gafst upp. Svartur á leik. Kolka Máney og Salka Arney Magnúsdætur og Bryndís Dís Mull- er voru með tombólu og sölu á berj- um o.fl. í Húsahverfinu í Grafar- vogi nýlega. Þær söfnuðu 11.192 kr. sem þær gáfu til Rauða kross- ins. Hlutavelta Nýirborgarar Er þungarokkið kannski dautt?“spurði Morgunblaðið síðastlið- inn fimmtudag. Tilefnið var að það vakti athygli blaðsins að nýjasta breiðskífa flaggskips hinnar eðlu stefnu, Metallica, náði aðeins sjötta sæti á Tónlistanum sem ku mæla plötusölu hér í fásinninu. Víkverji er sem kunnugt er einn mikilvirkasti flösufeykir þessarar þjóðar og kemur honum spurningin í opna skjöldu í ljósi þess að nýja platan, Death Magnetic, var á toppi vinsældalista í 28 mismunandi lönd- um í liðinni viku. Undarleg fjörbrot það. Hún fór m.a. rakleiðis á topp hins nafnkunna Billboard-lista í Banda- ríkjunum og varð þar með fimmta breiðskífa Metallica í röð sem nær þeim árangri. Þar með sló sveitin met sem hún deildi áður með engum öðrum en Bítlunum, U2 og Dave Matthews Band. Death Magnetic skellti sér líka beint á topp breiðskífulistans í Bretlandi. Íslenski listinn stingur þarna í stúf. Í því sambandi má raunar velta fyrir sér hvort þjóð sem lítur á Abba sem upphaf og endi alls í tón- list sé yfirhöfuð marktæk í þessum efnum. x x x Önnur skrýtin frétt um Metallicabirtist í Morgunblaðinu daginn áður. Þar var greint frá því að sveit- in ætti nú möguleika á því að verða limuð inn í frægðargarð rokksins (e. Rock and Roll Hall of Fame). Þar stóð í myndatexta: „Metallica: Tími til kominn að sveitin komist í frægð- arhöll rokksins.“ Þetta er merkilega athugað í ljósi þess að samkvæmt reglum eiga menn ekki möguleika á því að gera „garðinn“ frægan fyrr en 25 árum eftir að fyrsta plata þeirra kom út. Þeim áfanga náði Metallica hinn 29. júlí í sumar. Sannarlega tími til kominn! Annars ræðst það ekki fyrr en í janúar hvort Metallica hlotnast þessi heiður. Inntökuathöfnin fer svo fram í Cleveland 4. apríl nk. víkverji@mbl.is Víkverjiskrifar Frumstig 4 1 8 5 3 6 1 7 7 3 9 1 7 3 8 9 2 7 9 2 1 3 8 9 1 2 2 4 7 6 7 8 5 3 5 1 8 9 7 3 6 2 4 4 3 9 6 2 5 7 8 1 7 6 2 8 4 1 5 9 3 1 9 7 2 3 6 4 5 8 8 5 3 4 1 9 2 6 7 6 2 4 7 5 8 3 1 9 3 8 6 5 9 4 1 7 2 9 7 1 3 6 2 8 4 5 2 4 5 1 8 7 9 3 6 Lausn síðustu Sudoki 4 2 7 5 3 8 6 1 9 3 6 9 1 7 4 5 2 8 1 8 5 9 2 6 4 3 7 2 3 8 4 6 9 1 7 5 7 9 1 2 5 3 8 6 4 5 4 6 8 1 7 3 9 2 8 7 4 3 9 1 2 5 6 9 5 3 6 4 2 7 8 1 6 1 2 7 8 5 9 4 3 Efstastig 7 9 2 6 5 9 7 6 8 5 4 9 8 4 2 6 3 1 7 5 8 2 1 6 8 4 9 4 7 8 Miðstig 6 9 1 3 1 5 9 8 5 4 6 6 3 7 4 8 5 8 9 1 5 8 7 9 4 6 7 8 3 6

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.