Morgunblaðið - 01.10.2008, Side 6

Morgunblaðið - 01.10.2008, Side 6
6 MIÐVIKUDAGUR 1. OKTÓBER 2008 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Eftir Silju Björk Huldudóttur silja@mbl.is ÍSLENSKA skattkerfið gegnir meginhlutverki sínu með ágætum. Skattkerfið er fremur einfalt í samanburði við skattkerfi annarra landa, en einfalt og gagnsætt kerfi stuðlar að betri skiln- ingi skattborgara, dregur úr skattsvikum og lækkar kostað skattyfirvalda. Þetta er niðurstaða nefndar á vegum fjár- málaráðherra sem hafði það að hlutverki að greina íslenska skattkerfið auk þess varpa ljósi á hvaða þættir það eru sem gera Ísland sam- keppnishæft og skilvirkt. Nefndin skilaði af sér skýrslu um málið í gær. Í samantekt skýrslunnar kemur fram að ís- lenska skattkerfið byggist í meira mæli á tekju- og veltusköttum en annars staðar, en vægi launatengdra gjalda sé lágt. Vægi beinna skatta hafi farið vaxandi á síðustu árum, en óbeinir skattar hlutfallslega lækkað. Bent er á að dregið hafi úr jöfnunarhlutverki skattkerfisins á liðnum árum eftir að hátekju- skattur hafi verið afnuminn og raunlækkun orð- ið á persónuafslætti umfram lækkun álagning- arhlutfalls. Fram kemur einnig í skýrslunni að fjár- magnstekjur hafi vaxið ört á síðustu árum. Þannig var skattur á fjármagnstekjur um 4,6% af heildarskatttekjum ársins 2006. Einnig kem- ur fram að samanlögð áhrif tekjuskatts félaga og fjármagnstekjuskatts af arði séu lítil hér á landi miðað við samanburðarlönd. Þetta virki, að mati skýrsluhöfunda, hvetjandi fyrir fjárfest- ingar í atvinnurekstri. Skattkerfið sé því sam- keppnishæft og skilvirkt þegar litið sé til þess- ara þátta. Ógreiddar skattkröfur 66 milljarðar Í skýrslunni kemur fram að töluvert sé um ógreiddar skattkröfur ríkissjóðs á skattgreið- endur. Þannig reyndust ógreiddar skattkröfur í árslok 2005 nema nærri 66 milljörðum kr. Til samanburðar námu ógreiddar skattkröfur rúm- um 18 milljörðum árið 1995. Benda skýrsluhöf- undar á að aukinni skilvirkni í innheimtu sé tæp- ast hægt að ná nema með auknum tilkostnaði fyrir skattkerfið, en það sé hins vegar þess virði. Skattkerfið fær ágætiseinkunn Dregið hefur úr jöfnunarhlutverki íslenska skattkerfisins á sl. árum eftir að hátekjuskattur var afnuminn og raunlækkun varð á persónuafslætti FRÉTTASKÝRING Eftir Unu Sighvatsdóttur una@mbl.is BLEIKI liturinn verður áberandi næsta mánuðinn enda hefur október um langa tíð verið helgaður átaki gegn brjóstakrabbameini. Sala á bleiku slaufunni hefst í dag og stefn- ir Krabbameinsfélag Íslands (KÍ) á að selja 40.000 slaufur fyrir 15. októ- ber til að ljúka fjármögnun á nýjum stafrænum röngtentækjum sem keypt voru í upphafi árs. „Þessi tæki eru ekki bara nútíma- legri, þau eru líka betri,“ sagði Guð- rún Agnarsdóttir, forstjóri KÍ, þeg- ar átakið var kynnt í gær og vísaði í þá reynslu að nýju leitartækin auð- veldi leit í þéttum brjóstvef og gefi möguleika á nákvæmari greiningu, ekki síst hjá ungum konum. Brjóstakrabbi er langalgengasta krabbameinið meðal kvenna og á Ís- landi greinast árlega 176 konur. Lif- un eftir greiningu er hins vegar betri hér en víða annars staðar, því tæp 90% þeirra kvenna sem greinast með brjóstakrabbamein á Íslandi eru á lífi fimm árum síðar og er það einn besti árangur í baráttunni gegn brjóstakrabbameini sem um getur. Dánartíðnin 40% lægri Margsinnis hefur verið sýnt fram á mikilvægi þess að konur mæti reglulega í brjóstamyndatöku. Nú síðast sýndi rannsókn sem unnin var á Íslandi og birt í tímaritinnu Acta Radiologia í febrúar fram á að dán- artíðni kvenna sem mæta í skipulega leit sé 35-40% lægri en hjá þeim sem ekki mæta. Þrátt fyrir þessa stað- reynd mæta ekki nema um 65% þeirra kvenna sem boðaðar eru í skoðun á tveggja ára fresti, sem er allt of lítið að mati Kristjáns Sig- urðssonar, yfirlæknis KÍ. „Það eru viss vonbrigði hve fáar konur mæta, við viljum fá þær allar,“ segir Krist- ján. Allar íslenskar konur á aldr- inum 40-69 ára eru boðaðar í reglu- bundna skoðun. Skipulögð hópleit að brjósta- krabbameini hófst á Íslandi árið 1987 og byggist á því að finna æxlin snemma, á meðan þau eru lítil og viðráðanleg. Kristján segist vonast til að nýja tæknibyltingin hjálpi til við að fá fleiri konur í skoðun. „Eftir því sem aðstaðan batnar og við get- um staðið betur að þessu getum við vonandi hrifið konur með, en mestu skiptir að þær skilji mikilvægi þess að koma í skoðun.“ Brjóstaskoðun síður óþægileg Með nýju tækjunum er léttari pressa lögð á brjóstin en í gömlu tækjunum og fylgja skoðuninni því minni óþægindi fyrir konur en áður var. Tækin eru þegar komin upp og í notkun en samhliða því þurfti að ráð- ast í miklar breytingar á húsnæði leitarstöðvarinnar í Skógarhlíð 8. Heildarkostnaður við endurnýjun stöðvarinnar nemur því rúmlega 600 milljónum króna og hefur KÍ gengið vel að fjármagna kaupin, þökk sé fjárframlögum frá einstaklingum og fyrirtækjum. Sala bleiku slaufunnar verður lokahnykkurinn og vonast félagið til að ná með henni að brúa bilið. Slauf- an er nú eigulegri en nokkru sinni fyrr því í fyrsta skipti var skart- gripahönnuður, Hendrikka Waage, fenginn til að hanna gripinn og eru allir hvattir til að skarta bleika litn- um í október til stuðnings við þjón- ustu Krabbameinsfélagsins. 40.000 bleikar slaufur  Sala á bleiku slaufunni hefst í dag sem liður í árlegu átaki gegn brjóstakrabba- meini  Margfalt lægri dánartíðni kvenna sýnir fram á árangur brjóstaskoðunar Morgunblaðið/G.Rúnar Skart Dorrit Moussiaef tók við fyrsta eintaki bleiku slaufunnar úr hendi Guðrúnar Agnarsdóttur. Skartgripinn hannaði Hendrikka Waage og lét for- setafrúin sér ekki nægja að festa slaufuna í barminn að hefðbundnum sið heldur skartaði hún einnig tveimur slaufum sem eyrnalokkum. HÆSTIRÉTTUR hefur staðfest úr- skurð Héraðs- dóms Reykjavíkur um að Sigurður G. Guðjónsson fái ekki að verja Jón Ólafsson sem ákærður er m.a. fyrir skattalaga- brot. Segir í nið- urstöðu Hæstaréttar að í ljósi rann- sóknar sé ekki hægt að útiloka að Sigurður yrði á síðari stigum kall- aður fyrir dóm sem vitni. Jón Ólafsson er ákærður fyrir brot gegn almennum hegning- arlögum með meiriháttar brotum á skatta-, bókhalds- og ársreikn- ingalögum. Hinn 16. september hafnaði héraðsdómur kröfu um að Sigurður mætti verja Jón.Var það í annað skipti sem kröfunni var hafn- að. Ragnar Aðalsteinsson, lögmað- ur Jóns, kærði niðurstöðuna til Hæstaréttar líkt og hann gerði í fyrra skiptið þegar héraðsdómur úrskurðaði um kröfuna. Þá ómerkti Hæstiréttur úrskurðinn og heimvís- aði málinu þar sem talið var að Ragnar hefði ekki fengið tækifæri til að rökstyðja kröfu Jóns fyrir héraðsdómi. Málið dæmdu hæstaréttardómararnir Árni Kolbeinsson, Garðar Gíslason, Gunnlaugur Claessen, Ingibjörg Benediktsdóttir og Markús Sig- urbjörnsson. Fær ekki að verja Jón Sigurður G. Guðjónsson BLÁTT áfram hefur hrundið af stað forvarna- átakinu „Vernd- arar barna“ sem er ætlað að vekja fullorðna til vit- undar um kyn- ferðisofbeldi gegn börnum og vekja athygli á ábyrgð hinna fullorðnu. Í hverju bæjar- og sveit- arfélagi verður haldið námskeið í því skyni að þjálfa þá sem vinna með börnum, sem og foreldra sem þess óska, að greina, fyrirbyggja og bregðast við kynferðisofbeldi. Að sögn Sigríðar Björnsdóttur, formanns Blátt áfram, hafði orðið vart við óöryggi í þessum efnum hjá fólki sem starfar með börnum. „Þetta námskeið er til að efla fólk í sínu starfi við að þekkja merkin og hjálpa börnum. En fyrst og fremst er þetta um það að fullorðið fólk ber ábyrgð á börnum. Við setjum ábyrgðina yfir á það.“ Bæjar- og sveitarfélög senda einn eða fleiri fulltrúa á námskeið hjá Blátt áfram. Að því loknu munu þeir halda samskonar námskeið í sínum heimabæ fyrir þá sem starfa með börnum. ylfa@mbl.is Fullorðnir beri ábyrgð Sigríður Björnsdóttir Hvar get ég keypt slaufuna? Bleika slaufan kostar 1.000 kr. dag- ana 1.-15. október og er seld hjá Kaffitári, Te & kaffi, Eymundsson, Frumherja, Samkaupum, Lyfju, Lyfj- um og heilsu, Lyfjavali og Hreyfli. Einnig verður sérstök skartútgáfa eftir Hendrikku Waage seld hjá Krabbameinsfélaginu fyrir 5.900 kr. Allur ágóði verður notaður til að ljúka greiðslu á nýjum stafrænum rönt- gentækjum Krabbameinsfélagsins. Hverjir ættu að fara í skoðun? Ein af hverjum 10 konum greinist með brjóstakrabbamein einhvern tíma á ævinni og eru lífslíkur meiri eftir því sem meinið finnst fyrr. Það er því til mikils að vinna og ættu allar konur á aldrinum 40-69 ára að þiggja boðið sem þeim berst um skoðun á tveggja ára fresti. Konur eldri en 69 ára eru boðnar velkomnar í leitina líka þótt þær fái ekki áminn- ingu senda heim. S&S ÁLAGNINGARÁRIÐ 2007 bárust lið- lega 90% allra framtala frá ein- staklingum í rafrænu formi til skatta- yfirvalda. Á sama tíma fengu 18 þúsund einstaklingar eða 7,1% framteljenda á sig áætlun þar sem þeir skiluðu ófull- komnu eða engu framtali. Til sam- anburðar fengu aðeins 3,9% framtelj- enda á sig áætlun árið 1998. Þetta er meðal þess sem fram kemur í nýrri skýrslu nefndar um íslenska skattkerfið. Benda skýrsluhöfundar á að fjölgun framteljenda sem fá á sig áætlun megi rekja til fjölgunar útlendinga í hópi framteljenda hérlendis á sl. árum. Áætlunum fjölgar

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.