Morgunblaðið - 01.10.2008, Side 8
8 MIÐVIKUDAGUR 1. OKTÓBER 2008 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
RAUÐI kross Íslands hvetur alla til
þátttöku í söfnuninni Göngum til
góðs sem fer fram nk. laugardag.
Safnað verður fé til styrktar verk-
efni í Kongó þar sem fjölskyldur
hafa sundrast. Um 2.500 sjálfboða-
liða þarf til að ná til allra heimila á
landinu. Hver og einn sjálfboðaliði
þarf aðeins að gefa 1-2 klst af tíma
sínum. Nánar á rki.is.
Morgunblaðið/Ómar
Góð þátttaka Ungir sem aldnir
gengu til góðs í síðustu söfnun.
Sjálfboðaliðar
óskast
ALÞJÓÐLEG
ráðstefna í stein-
steypufræðum,
sem haldin verð-
ur í Singapúr ár-
ið 2011, verður
helguð dr. Ólafi
H. Wallevik, pró-
fessor við tækni-
og verkfræði-
deild Háskólans í
Reykjavík. Við-
urkenningin er mikill heiður fyrir
íslenska vísindamenn og sýnir að
rannsóknafé skilar sér í þekkingu
sem er viðurkennd á alþjóðlegan
mælikvarða, segir í tilkynningu frá
HR.
Ólafi helguð
ráðstefna
Ólafur
Wallewik
STARFSMENNTUNARSJÓÐUR
Bandalags kvenna í Reykjavík
verður með fata- og nytjamarkað
n.k. laugardag að Hallveigar-
stöðum, Túngötu 14, kl. 13. Ágóði
af markaðnum fer til að styrkja
ungar konur til framhaldsnáms.
Fjáröflunarnefndin tekur á móti
alls kyns varningi á Hallveigar-
stöðum á föstudag milli kl. 18 og 22.
Nú er tækifærið að grynnka á
geymsludóti og styðja gott málefni.
Nytjamarkaður
130 ára afmæli Kolfreyju-
staðarkirkju við Fáskrúðsfjörð
verður minnst nk. sunnudag, en þá
verður Pálshús vígt. Húsið er til-
einkað skáldinu Páli Ólafssyni.
Hólabiskup, Jón Aðalsteinn Bald-
vinsson, messar ásamt sóknarpresti
sr. Þóreyju Guðmundsdóttur.
Eftir messu verður farið yfir
byggingarsögu Pálshúss. Arkitekt
hússins er Hjörleifur Stefánsson,
byggingarstjóri Baldur Rafnsson.
Pálshús vígt
ÓLAFUR K.
Ólafsson, lög-
reglustjóri og
sýslumaður Snæ-
fellinga, hefur
verið settur
lögreglustjóri á
Suðurnesjum frá
1. október til ára-
móta. Þá hefur
Jón F. Bjart-
marz, yfirlög-
regluþjónn hjá ríkislögreglustjóra,
verið settur aðstoðarlögreglustjóri
embættisins og Halldóri Halldórs-
syni, fjármálastjóra lögreglunnar á
höfuðborgarsvæðinu, verið falið að
taka að sér fjármálastjórn.
Embætti lögreglustjórans verður
auglýst til umsóknar og veitt frá og
með næstu áramótum, að því er
segir í tilkynningu frá dómsmála-
ráðuneytinu.
Ólafur settur
lögreglustjóri
Ólafur K.
Ólafsson
STUTT
Eftir Sigtrygg Sigtryggsson
sisi@mbl.is
ANDI kyrrðar sveif yfir vötnunum í
Smáranum og Fífunni í Kópavogi í
gærmorgun þar sem iðnaðarmenn
unnu að undirbúningi Íslensku
sjávarútvegssýningarinnar sem
hefst þar í fyrramálið.
„Ég er alveg róleg því ég veit af
gamalli reynslu að allt verður tilbú-
ið í tæka tíð,“ segir Marianne
Rasmussen-Coulling, framkvæmda-
stjóri sýningarinnar. „Í útlöndum
væru allir farnir á taugum yfir því
hver mikið væri eftir að fram-
kvæma tveimur dögum fyrir svona
stórsýningu. En Íslendingar hafa
sinn hátt á að vinna hlutina og það
hefur mér alltaf þótt sjarmerandi.“
Og hér talar Marianne af reynslu
eftir að hafa unnið við sýninguna frá
árinu 1996.
Íslenska sjávarútvegssýningin er
haldin á þriggja ára fresti. Breyt-
ingar verða á sýningunni frá því
hún var síðast haldin árið 2005. Í
fyrsta lagi hefur hún verið færð til.
Var áður haldin í september en er
núna haldin fyrstu vikuna í október.
Við það sparast allt að 25% í hótel-
kostnaði fyrir gesti sýningarinnar
því vetrarverð hefur tekið gildi hjá
hótelum borgarinnar. Í öðru lagi
hefur sýningin verið stytt um einn
dag og stendur frá fimmtudegi til
laugardags. Að sögn Marianne var
yfirgnæfandi stuðningur sýnenda
við þessar breytingar.
Um 500 fyrirtæki og samtök
taka þátt í sýningunni
Að þessu sinni taka um 500 fyrir-
tæki og samtök þátt í sýningunni
frá 33 löndum. Sýnendur koma úr
öllum geirum fiskveiða og vinnslu,
auk fyrirtækja sem selja vörur og
tæki til greinarinnar. Þarna verða
skipasmiðjur með bása, veiðarfæra-
framleiðendur, framleiðendur fiski-
leitartækja, fiskvinnslutækja margs
konar, umbúða fyrir fisk, sölusam-
tök og fleiri og fleiri. Nokkrir nýir
sýnendur verða með að þessu sinni,
svo sem skipasmíðastöðvar í
Kanada og Lettlandi og netagerðir
frá Rússlandi og Portúgal.
Sýningarbásar verða á bilinu 220
til 230 og mörg hundruð manns
munu vinna við sýninguna þá daga
sem hún stendur yfir.
Tæplega 15 þúsund gestir komu á
síðustu sýningu og Marianne reikn-
ar með því að gestir verði ekki færri
í ár, þrátt fyrir óáran í efnahags-
málum heimsins. Það hjálpi t.d. til
að vegna þróunar á gengi íslensku
krónunnar sé ódýrara fyrir útlend-
inga að sækja sýninguna. Hún segir
að fyrirtæki um allan heim beini
sjónum sínum til Íslands því fisk-
veiðar séu hér stöðugar og starf-
semin öflug. Markmiðið sé að þessi
sýning verði sú glæsilegasta og
besta hingað til. Það verður Einar
K. Guðfinnsson sjávarútvegsráð-
herra sem opnar sýninguna form-
lega kl. 10 í fyrramálið.
Allt tilbúið í tæka tíð
Morgunblaðið/RAX
Undirbúningur Marianne Rasmussen-Coulling fylgdist með undirbúningnum fyrir sýninguna í Kópavoginum í gær.
Búist við 15 þúsund gestum á Íslensku sjávarútvegssýninguna í Kópavogi
Íslenska aðferðin hefur gefist einkar vel við undirbúning sýningarinnar
HINN félagslegi
þáttur sjávar-
útvegssýning-
arinnar er síst
ofmetinn. Hún
er ekki bara
sýning á tólum
og tækjum
heldur veitir
hún gestum
tækifæri til að
hittast og blanda geði.
Margir þeirra sem starfa innan
sjávarútvegsins hittast jafnvel
bara á þriggja ára fresti, einmitt á
sjávarútvegsýningunni. Segja má
að sýningin sé þeirra árshátíð.
Grímsey er dæmigert sjávar-
þorp, þar sem undirstaða atvinnu-
lífsins er fiskveiðar og vinnsla.
Grímseyingar hafa verið duglegir
að sækja sýningarnar allt frá upp-
hafi.
Að sögn Garðars Ólasonar,
sveitarstjóra í Grímsey, reiknar
hann með að allflestir sjómenn í
Grímsey bregði sér á sýninguna,
líkt og þeir hafa gert á fyrri sýn-
ingum. Garðar segist sjálfur hafa
farið á flestar sýningarnar og það
sé alltaf jafnskemmtilegt. Hann
segir ofmælt að eyjan tæmist þá
daga sem sýningin stendur yfir en
fáir fullorðnir verði eftir.
Marienne Rasmussen-Coulling
leggur einmitt sérstaklega áherslu
á þennan þátt sýningarinnar. „Allir
sem ég hef talað við hlakka óskap-
lega mikið til að hitta vini sína og
kunningja,“ segir hún.
Sýningin er líka eins konar árshátíð
Garðar Ólason
Eftir Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
ÁRATUGINN eftir lok kalda
stríðsins, eftir upplausn Sovétríkj-
anna árið 1991, gekk stefna ís-
lenskra stjórn-
valda gagnvart
veru Bandaríkja-
hers á Keflavík-
urflugvelli upp
án vandkvæða.
Eftir hryðju-
verkaárásirnar á
Bandaríkin
haustið 2001,
þegar varn-
arstefna Banda-
ríkjanna var tek-
in til endurmats, kom hins vegar í
ljós að þessi sama stefna gerði ekki
lengur sama gagn í þeirri viðleitni
að tryggja sýnilegar varnir Banda-
ríkjahers hér á landi.
Þetta er ein niðurstaða Gunnars
Þórs Bjarnasonar sagnfræðings, í
bók hans Óvænt áfall eða fyrir-
sjáanleg tímamót? Brottför Banda-
ríkjahers frá Íslandi: Aðdragandi
og viðbrögð, sem fjallað var um á
fyrirlestri Alþjóðamálastofnunar
Háskóla Íslands í Öskju í gær.
Gunnar Þór rakti þar aðdragand-
ann að þeirri einhliða ákvörðun
Bandaríkjastjórnar í mars 2006 að
kalla herlið sitt af landi brott,
ákvörðun sem Donald Rumsfeld,
fyrrverandi varnarmálaráðherra,
meðal annarra, hefði beitt sér fyrir.
Að mati Gunnars Þórs var brott-
hvarf hersins áfall fyrir íslensk
stjórnvöld, sem og þá Íslendinga
sem höfðu í áratugi haldið fram
málstað vestrænnar samvinnu.
„Eftir 2001 breyttist utanríkis-
og varnarstefna Bandaríkjanna
með róttækum hætti. Hér á landi
átti sér þó ekki stað endurmat á ís-
lenskri öryggis- og varnarmála-
stefnu og Íslendingar skilgreindu
ekki varnarþarfir sínar með hlið-
sjón af breyttum aðstæðum, þótt
Bandaríkjastjórn hafi stundum kall-
að eftir því, segir Gunnar Þór.
Sveigjanleikann skorti
Ósveigjanleiki íslenskra stjórn-
valda í varnarviðræðum við Banda-
ríkjastjórn hafi ekki skilað árangri
og vitnaði Gunnar Þór til ónafn-
greinds íslensks embættismanns
sem hefði komist svo að orði að fyrir
smáríki á borð við Ísland væri betra
að sýna sveigjanleika en að ganga
ávallt út frá föstum grundvall-
arsjónarmiðum í samningum sínum.
Engu að síður telur Gunnar Þór
að íslenskum stjórnvöldum hafi
gengið betur að bregðast við brott-
hvarfinu en búast hefði mátt við,
þótt ekki hefði farið hátt hversu
miklum tímabundnum vandkvæðum
brotthvarf bandarískra herþyrlna
hefði valdið á haustmánuðum 2006.
Komst Gunnar Þór svo að orði að
sú staða myndi líklega aldrei koma
aftur upp að Íslandi nyti verndar
Bandaríkjahers með sama hætti og
á sömu forsendum og uppi voru á
tímabilinu frá undirritun varnar-
samkomulagsins 1951 og þar til her-
inn yfirgaf landið 55 árum síðar.
Brotthvarf hersins var áfall
Morgunblaðið/ÞÖK
Ný staða Íslensk stjórnvöld axla nú meiri ábyrgð í varnarmálum en áður.Gunnar Þór
Bjarnason
Íslensk stjórnvöld vanmátu áhrif hryðjuverkastríðsins á öryggis- og varnar-
stefnu Bandaríkjastjórnar að mati Gunnar Þórs Bjarnasonar sagnfræðings