Morgunblaðið - 01.10.2008, Side 9
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. OKTÓBER 2008 9
FRÉTTIR
Opið virka daga frá kl. 10-18 laugardaga frá kl. 10-16
• Engjateigur 5
• Sími 581 2141
15% afsláttur
af stökum jökkum
JÓHANN R. Benediktsson, fráfar-
andi lögreglustjóri á Suðurnesjum,
kvaddi samstarfsfólk sitt við tilfinn-
ingaþrungna athöfn í gær. Sagði
hann þakklæti vera sér efst í huga á
tímamótunum en hann hefur gegnt
sýslumanns- og lögreglustjóraemb-
ætti frá 1999. Framhaldið er óljóst
hjá Jóhanni. „Það verður bara að
koma í ljós en ég helli mér fljótlega í
eitthvað,“ sagði hann.
Í stað Jóhanns, til áramóta, kemur
Ólafur K. Ólafsson, lögreglustjóri og
sýslumaður Snæfellinga. Jafnframt
hefur Jón F. Bjartmarz, yfirlögreglu-
þjónn hjá ríkislögreglustjóra, verið
settur aðstoðarlögreglustjóri Suður-
nesja og Halldór Halldórsson fjár-
málastjóri embættisins.
Sæmdur gullmerki tollvarða
Á mánudag var Jóhann sæmdur
gullmerki af Tollvarðafélagi Íslands
fyrir vel unnin störf í þágu tollgæsl-
unnar í landinu. „Við erum að sæma
hann gullmerki því hann er að hætta,
ekki út af neinu pólitísku máli,“ segir
Guðbjörn Guðbjörnsson, formaður
Tollvarðafélags Íslands.
„Jóhann er búinn að setja mark
sitt á tollgæsluna undanfarin ár með
þessi stóru fíkniefnamál og uppbygg-
ingu tollgæslunnar á Keflavíkurflug-
velli,“ segir Guðbjörn og bætir við að
þá sé alveg sjálfsagt að heiðra hann.
orsi@mbl.is
Ljósmynd/Víkurfréttir
Kveðjur Lögregluþjónar og annað samstarfsfólk kvaddi Jóhann R. með viðhöfn í Keflavík í gær.
Kveður samstarfsfólk sitt
HÓPUR presta og guðfræðinga sem
leggur áherslu á réttindabaráttu
samkynhneigðra í kirkju og sam-
félagi stendur fyrir málþingi um
kynheilsu og mannréttindi í Þjóð-
minjasafninu föstudaginn nk. kl.
14:00 - 16:00. Staðsetning þingsins
misritaðist í Morgunblaðinu í gær.
LEIÐRÉTT
Málþing í
Þjóðminjasafni
AUGLÝSINGADEILD
netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111
HANNA Birna Kristjánsdóttir, borgarstjóri í Reykjavík, opnaði í gær nýja
viðbyggingu við leikskólann Rofaborg og naut við það dyggilegrar að-
stoðar leikskólabarna.
Viðbyggingin hýsir tvær deildir, fjölnota sal og listasmiðju auk skrif-
stofu leikskólastjóra. Í eldra húsnæði skólans voru jafnframt gerðar end-
urbætur á eldhúsi og aðstöðu starfsfólks. Öll lóð skólans hefur verið endur-
gerð. Framkvæmdir hófust í lok árs 2006 og lauk í september 2008. Í
leikskólanum dvelja að meðaltali 110 börn og leikskólastjóri er Þórunn
Gyða Björnsdóttir.
Leikskólabörnin aðstoðuðu
borgarstjóra við opnunina