Morgunblaðið - 01.10.2008, Síða 11

Morgunblaðið - 01.10.2008, Síða 11
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. OKTÓBER 2008 11 FRÉTTIR Eftir Örlyg Stein Sigurjónsson orsi@mbl.is 140 NAUTGRIPIR drápust í stór- bruna í útihúsi í Vestra-Fíflholti í Landeyjum í gærmorgun. Ekki urðu slys á fólki en eldurinn var gífurlega mikill og aðkoman hrika- leg. Er þetta enn einn stórbruninn sem verður í útihúsi hjá íslenskum bæjum á liðnum misserum. Útihúsið sem brann er sérhæft eldishús og voru 200 nautgripir þar inni. Tókst að bjarga út 60 gripum á blönduðum aldri, kálfum og eldri gripum. „Það var gríðarlegur eldur í hús- inu og ég hélt að allt væri dautt þegar ég kom að en við uppgötv- uðum síðan að það voru lifandi gripir í enda hússins og fórum að koma þeim út,“ sagði Ágúst Rún- arsson, bóndi í Vestra-Fíflholti. Eldurinn hafði uppgötvast um klukkan 7 þegar vegfarandi á bíl sá brennandi útihúsið og hringdi í Neyðarlínuna sem setti viðbúnað í gang og lét Ágúst vita. „Það var ekkert hægt að fara þarna inn til að byrja með,“ sagði Ágúst. „Slökkviliðið kom fljótt á staðinn og hóf strax slökkvistörf.“ Ágúst segir að honum hafi mætt dauðaþögn þegar hann kom að hús- inu og því hafi hann talið að allir gripirnir væru brunnir en annað kom þó ljós þegar gripirnir sextíu voru lifandi, þrátt fyrir allt. Útihúsið var nýtt en lokið var við byggingu þess á síðasta ári. Þurfti að aflífa nokkra gripi Þótt mönnum tækist að koma út tugum gripa voru sumir þó það illa á sig komnir að dýralæknir og hér- aðsdýralæknir töldu best að aflífa þá. Að sögn Ágústs virðist mesti eld- urinn hafa verið í kringum raf- magnstöflu í útihúsinu. Rannsókn- arlögreglumenn frá Hvolsvelli ásamt tæknideildarmönnum úr lög- reglunni á höfuðborgarsvæðinu munu kanna vettvanginn nánar til að grafast fyrir um eldsupptökin. Að sögn Ágústs var skyldutrygging á útihúsinu og einnig var hann með landbúnaðartryggingu. Eldurinn byrjaði að krauma á ný undir hádegið og var slökkviliðið kallað á staðinn að nýju til að slökkva glæður. Nágrannar Ágústs á næstu bæj- um brugðust strax við og hjálpuðu til á brunavettvangi og hýstu þá gripi sem tókst að bjarga. Veggir útihússins voru brunnir niður og við augum blasti ófögur sjón þar sem dauðir og brunnir nautgripir lágu hver um annan þveran. Gríðarlegur eldur í húsinu  140 nautgripir brunnu inni í Vestra-Fíflholti en 60 gripir björguðust  „Hélt að allt væri dautt þegar ég kom að“  Nágrannar brugðust strax við og hjálpuðu til Morgunblaðið/Árni Sæberg Í HNOTSKURN »Stórtjón varð í október2004 þegar 600 ær brunnu inni í fjárhúsinu á bænum Knerri á Snæfellsnesi. »Mikið tjón varð á bænumHúsatóftum í Árnessýslu þegar 33 nautgripir drápust í bruna þar í ágúst 2006. » Í árslok 2007 varð geysi-legt tjón á bænum Stærri- Árskógi í Dalvíkurbæ þegar 200 gripir brunnu í há- tæknifjósi. Morgunblaðið/RAX Eldur Veggir útihússins í Vestra-Fíflholti voru brunnir niður og við augum blasti ófögur sjón þar sem brunnir nautgripir lágu hver um annan þveran. Morgunblaðið/RAX Rannsókn Eldsupptök í útihúsinu eru til nánari rannsóknar hjá lögreglu en aðkoman var hrikaleg þar sem á annað hundrað nautgripa lá í valnum. Mesti eldurinn virðist hafa verið í kringum rafmagnstöflu í útihúsinu. Stórtjón Bruninn er enn einn stórbruninn í útihúsi við íslenska bæi. EFTIR því sem tré hækka hér á landi er líklegt að stormfall verði al- gengara rétt eins og það er í ná- grannalöndunum. Í hvassvirðinu 16. og 17. september síðastliðinn varð víða tjón í skógum landsins, en sennilega urðu verstu skemmdirnar í litlum lerkilundi í Ásbyrgi þar sem hæstu trén eru um 18 metra há. Lerkið var enn allaufgað 17. sept- ember og tók því allan vindinn á sig, en þarna er einnig jarðvegsgrunnt og höfðu mörg trén því lítið hald. Í storminum myndaðist u.þ.b. 50 m breið geil í gegnum lundinn þar sem flest trén rifnuðu upp með rótum, segir á skogur.is. Ásbyrgi er meðal skjólsælustu staða landsins í flestum vindáttum, en þó getur suðvestan- áttin skollið þar á með miklu offorsi þegar þannig liggur á henni. Fljótlega verður hafist handa við að hreinsa til í lerkilundinum í Ás- byrgi. Föllnu trén verða fjarlægð og hallandi tré felld. Stormfall í skógum mun aukast HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur hefur úrskurðað karlmann á þrítugs- aldri í gæsluvarðhald til 7. október fyrir meinta aðild að fíkniefnamálinu sem upp kom á Seyðisfirði í byrjun þessa mánaðar. Maðurinn, sem er erlendur ríkis- borgari en búsettur hérlendis, var handtekinn á mánudagskvöld. Málið varðar smygltilraun á um 20 kg af hassi og 1,7 kg af amfetamíni í bíl þýsks karlmanns á sjötugsaldri sem kom hingað til lands með ferj- unni Norrænu. Tekinn vegna Seyðis- fjarðarmáls Á VETTVANGI félags- og trygg- ingamálaráðuneytisins er nú unnið að því að færa umsjón með vinnumálum fatlaðra, sem svæðisskrifstofur hafa m.a. haft, til Vinnumálastofnunar. Gert er ráð fyrir því að þessi breyting geti átt sér stað um næstu áramót. Þetta kom fram í ávarpi Jóhönnu Sig- urðardóttir, félags- og trygginga- málaráðherra, á ráðstefnunni „Að vita sjálfur hvar skórinn kreppir“ sem félagið Fræðsla fyrir fatlaða og að- standendur hélt. Í ávarpinu fjallaði ráðherra einnig um mikilvægi þess að opin umræða færi fram um kosti og galla notendastýrðrar þjónustu og lagði áherslu á að Íslendingar lærðu af reynslu nágrannaþjóðanna þegar næstu skref í þróun þjónustunnar yrðu tekin. Vinnumál fatlaðra flutt LYFJAVERSLUNIN Apótekið hef- ur opnað nýja póstverslun á vefnum þar sem viðskiptavinir geta keypt lyf og fengið send heim að dyrum. Þegar viðskiptavinur skráir sig á heimasíðu verslunarinnar verða upplýsingar um notandanafn og lyk- ilorð sendar í heimabanka hans en það er gert til að tryggja öryggi við- skiptanna þar sem oft er um að ræða lyfseðilsskyld lyf. Eftir að aðgang- urinn virkjast geta læknar sent lyf- seðla til Apóteksins en kerfið byggist að miklu leyti á rafrænum lyfseðlum sem nýverið voru teknir í notkun. Lyfin send heim að dyrum Upplýsingar um lyfin birtast á heimasvæði notandans, sem og upp- lýsingar um ódýrustu samheitalyfin þegar þau eru í boði. Í kjölfarið getur viðkomandi klárað viðskiptin á vefn- um og fengið lyfin sín send heim að dyrum í pósti. ylfa@mbl.is Lyfin pöntuð af netinu

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.