Morgunblaðið - 01.10.2008, Qupperneq 12
12 MIÐVIKUDAGUR 1. OKTÓBER 2008 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Eftir Guðmund Sv. Hermannsson
gummi@mbl.is
„ÞAÐ var gott, að þetta gerðist
ekki sex spilum seinna,“ sagði
Hrannar Erlingsson, einn íslensku
bridslandsliðsmannanna, sem
halda í dag til Kína til að taka þátt
í ólympíumóti.
Undirbúningi liðsins lauk í gær
með fjögurra spila leik við nokkra
velunnara liðsins. Í einu spilinu
villtust Hrannar og Sveinn Rúnar
Eiríksson, spilafélagi hans, aðeins
af leið í sögnum og spiluðu 3 spaða
þegar vinna mátti 6 spaða.
Landsliðið vann reyndar leikinn
9:1 og þar af komu átta stig í
þessu spili. Við hitt borðið voru
spilaðir 6 tíglar og þá var ekki
hægt að vinna.
Heimsleikar í hugaríþróttum
Það hafa verið haldin ólympíu-
mót í brids á fjögurra ára fresti
frá 1960 og Ísland hefur tekið þátt
í þeim flestum. Alþjóðabrids-
sambandið er aðili að Alþjóðaól-
ympíusambandinu og mótin lúta
sömu reglum og Ólympíuleikar,
m.a. varðandi lyfjanotkun.
Í ár er ólympíumótið í brids
haldið í Peking eins og Ólympíu-
leikarnir en það er að þessu sinni
undir nýjum hatti heimsleika í
hugaríþróttum. Á sama stað verð-
ur m.a. keppt í skák, gó, damm og
xiangqi, sem er einnig þekkt sem
kínversk skák.
Íslensk skáksveit mun keppa í
atskák á heimsleikunum en brids-
íþróttin verður einna fyrirferðar-
mest því auk ólympíumótsins fer
einnig fram heimsmeistarakeppni í
einmenningi, sem 36 spilurum hef-
ur verið boðið til. Ísland á þar einn
fulltrúa, Jón Baldursson, sem varð
heimsmeistari í einmenningi árið
1994. Þá hefur ungmennalandsliði
Íslands í brids verið boðið í sveita-
og tvímenningskeppni á leikunum.
Erfitt verkefni
Auk þeirra þriggja, sem áður
hafa verið nefndir, eru Aðalsteinn
Jörgensen, Björn Eysteinsson og
Sverrir Ármannsson í íslenska lið-
inu, sem bíður erfitt verkefni.
Ísland hefur á síðustu þremur
ólympíumótum í brids náð að kom-
ast í úrslitakeppnina. Að þessu
sinni mæta lið frá 72 þjóðum til
leiks. Þeim er skipt í fjóra riðla og
komast fjórar efstu sveitirnar úr
hverjum riðli í 16 liða úrslit. Í riðli
Íslendinga eru m.a. Norðmenn, nú-
verandi heims- og Evrópumeist-
arar, Pólverjar sem hafa margoft
unnið til verðlauna á stórmótum
undanfarin ár og Búlgarar sem
náðu 4. sæti á síðasta heimsmeist-
aramóti. Þessar þjóðir munu án
efa keppa um efstu sætin í riðl-
inum við íslenska liðið auk Nýja-
Sjálands og Taívans, sem einnig
eru sterkar bridsþjóðir. Að riðla-
keppni lokinni tekur við útslátt-
arkeppni.
Hugaríþróttamenn til Kína
Morgunblaðið/Kristinn
Hugaríþrótt Jón Steinar Gunnlaugsson, einn af vildarvinum landsliðsins, spilar við Jón Baldursson og Hrannar
Erlingsson í fjögurra spila leik í gær. Hrafnhildur Skúladóttir og Gunnlaugur Karlsson fylgjast með.
FURUSKÓGUM í Evrópu stafar
bráð hætta af þráðormi sem áður
hefur valdið miklum skemmdum á
furutegundum í Austur-Asíu. Nú
þegar hafa hundruð þúsunda trjáa í
Portúgal drepist af völdum mein-
dýrsins.
Á skogur.is er haft eftir Aðal-
steini Sigurgeirssyni, forstöðu-
manni rannsóknastöðvar Skógrækt-
ar ríkisins á Mógilsá, að ekki sé
ástæða til að hafa miklar áhyggjur
af meindýrinu hér á landi. Hins
vegar er óttast að það berist um
furuskóga Evrópu á næstu árum og
muni valda þar óbætanlegum skaða
á lífríki og skógariðnaði. Aðalsteinn
telur að furuskógar Norður-
landanna séu móttækilegir fyrir
meindýrinu og að þar gæti skóg-
arfuran átt eftir að verða fyrir
barðinu á því þegar og ef það berst
þangað.
Furu stafar
ekki hætta
af þráðormi
LÖGREGLAN í Borgarnesi stöðv-
aði í gærkvöldi bifreið á suðurleið
skammt ofan við Bifröst. Við nánari
eftirgrennslan kom í ljós að ökumað-
urinn, nítján ára stúlka, var undir
áhrifum amfetamíns.
Auk ökumannsins var önnur
stúlka í bílnum en þær voru á leið frá
Akureyri. Þeim var sleppt að loknum
sýnatökum og yfirheyrslu en öku-
maðurinn á von á að verða sviptur
ökuleyfinu og fá sekt.
Ók í amfeta-
mínvímu