Morgunblaðið - 01.10.2008, Side 17

Morgunblaðið - 01.10.2008, Side 17
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. OKTÓBER 2008 17 '() '()       * * '() +)      * * ,-. /       * * 1 2 ,")        * * '() 34 '() 56         * *                !"      "7 #8 "  #8 + 9 #8 2: #8   #8 $82   ;  <7   #8   +  #8    ; #8 ( #8 =>'/   ?+   8 8#8 @ #8 !!"#$ %  " 7"-  " 7= =A 2 +   B + /C# #8 1 #8 D #8    &$' !( E  "  E8 $+ #8 $   #8 ) % * + ,%                                                               D   1 F  %   548GH68H65 538IJG8K3H GJ8JJI8KHJ L6J856485H6 L86H4864G8GJK L86348666 K386H38HJI J86L58LLI8I5J G85KI85H383K4 4K85348HI6 L8K358ILH J638HHI8IGG 458K448I46 6 58KH58J56 4HK8H66 KK84H68G45 ? ? ? 33K83HI8II6 ? ? I&K3 5&4H L6&G6 4&GI 5&5G 5&66 3H&J4 IG3&66 L6&K4 HH&36 L&IL H&K4 GK&K6 3G6&66 33J6&66 3I6&66 3IH&66 ? ? ? LJ46&66 ? ? I&KJ 5&I5 L3&K6 I&66 5&44 5&66 3H&G4 IGL&66 L6&56 HH&H6 L&G6 H&53 GK&H6 3GK&66 3LL6&66 3IG&66 3J6&66 L3&J6 ? ? LJH6&66 36&66 5&46   9 33 LI 45 3K3 LJ3 35 H 4H3 KJG 3K 33 3IL 3G ? 33 5 46 ? ? ? 3H ? ? ,  9 89 K68G8L66H K68G8L66H K68G8L66H K68G8L66H K68G8L66H K68G8L66H K68G8L66H K68G8L66H K68G8L66H K68G8L66H K68G8L66H K68G8L66H K68G8L66H LG8G8L66H K68G8L66H K68G8L66H K68G8L66H 3I8J8L66H L58G8L66H K8I8L66H K68G8L66H LG8G8L66H J8K8L66H "1 "1 "1 FRÉTTASKÝRING Eftir Bjarna Ólafsson bjarni@mbl.is GENGISVÍSITALA krónunnar slær ný met daglega, en í gær veikt- ist krónan um 5,06% og stendur vísi- talan í 196,3 stigum og hefur aldrei verið hærri. Á síðustu þremur mán- uðum hefur krónan veikst um 22% og hefur veikingin nær öll orðið í september. Í upphafi mánaðarins var gengisvísitalan í um 160 stigum. Almennt er miðað við að 40% gengisbreytinga hér á landi komi fram í vöruverði og má því gera ráð fyrir að gengislækkun september- mánaðar þýði að vöruverð muni hækka um 8-9%. Má því gera ráð fyrir enn meiri hækkunum á neyslu- verðsvísitölu, styrkist krónan ekki bráðlega. Miðað við þessa þróun má ljóst vera að vaxtalækkunarferli Seðlabanka Íslands frestist enn frekar. Þá hafa líkur á frekari stýri- vaxtahækkunum aukist, en það fer óneitanlega eftir því hve lengi geng- ið verður jafnveikt og það er nú. Þá hefur þessi mikla gengislækk- un mikil áhrif á greiðslubyrði fólks með erlend myntkörfulán, en höf- uðstóll þessara lána, sem og afborg- anir, hafa hækkað sem nemur veik- ingu krónunnar. Erlent lán, sem var 20 milljónir króna í upphafi sept- ember, er því nú 24,4 milljónir króna, ef miðað er við gengisvísi- tölu. Lestirnar sitja fastar Eins og áður hefur komið fram í Morgunblaðinu leikur ástand á er- lendum millibanka- og gjaldeyris- skiptamörkuðum stórt hlutverk í því hvernig komið er fyrir krónunni. Gengi krónunnar var lengi vel hald- ið uppi af fjárfestum sem nýttu sér mun á vaxtastigi hér og erlendis og keyptu krónur. Nú halda allir bank- ar að sér höndum í lánveitingum og kostnaður við lántökur hefur aukist mjög. Því hefur vaxtamunurinn horfið þrátt fyrir að stýrivextir hér séu 15,5%. Innlendir aðilar eru margir skuldsettir í erlendri mynt og halda fast um þann gjaldeyri sem þeir hafa. Því eru þeir mun fleiri sem vilja selja krónur en kaupa þær og er ekkert sem spyrnir við veik- ingu gjaldmiðilsins. „Raungengi krónunnar er komið niður fyrir söguleg gildi. Það segir manni að hún sé komin töluvert undir jafnvægisgengi og við eðlileg- ar aðstæður ætti hún að styrkjast,“ segir Þorvarður Tjörvi Ólafsson, hagfræðingur hjá Seðlabanka Ís- lands. „Aðstæður nú eru hins vegar allt annað en eðlilegar og er ómögu- legt að segja hvað framtíðin ber í skauti sér.“ Tjörvi segir marga þætti hafa áhrif á krónuna. Lækkun matsfyrir- tækja á lánshæfi banka og ríkissjóðs hefur áhrif á gengið, en utanað- komandi þættir hafa einnig áhrif. „Skuldabréfa- og lánsfjármarkaðir eru algerlega úr skorðum. Það er mjög slæmt þegar bankar hætta að lána hver öðrum vegna þess að allt traust er farið. Markaðir nú eru eins og járnbrautarkerfi þar sem búið er að rífa upp teinana. Þá sitja lest- irnar fastar.“ Veiking krónu gæti leitt til 8-9% hækkunar verðlags Í HNOTSKURN »Gengi krónu veiktist um5,06% í gær og hefur krón- an aldrei verið veikari frá því að flotgengisstefna var tekin upp. » Í september hefur gengikrónunnar veikst um 22%. »Styrkist krónan ekki íbráð getur veikingin leitt til hærri verðbólgu og þ.a.l. til hækkunar stýrivaxta. ● TAP tískuvöru- fyrirtækisins Mosaic Fashions, sem er í meiri- hlutaeigu Baugs og tengdra aðila, auk Kaupþings, nam 12,9 millj- ónum punda, tæpum 2,4 millj- örðum króna miðað við gengi punds- ins í dag, á fyrstu sex mánuðum rekstrarársins, 27. janúar til 26. júlí. Á sama tímabili í fyrra nam tap fé- lagsins 4,7 milljónum punda. Segir í tilkynningu frá félaginu að horfur séu ekki góðar fyrir síðari hluta ársins og næsta ár vegna erf- iðra aðstæðna á mörkuðum. Þrátt fyrir samdrátt í verslun í Bretlandi hafi rekstrarhagnaður félagsins, EBITDA, aukist um 8% á milli tíma- bila. Mosaic Fashions er með starf- semi í 44 löndum og um 25% af sölutekjum koma annars staðar frá en Bretlandi. guna@mbl.is Tap Mosaic 2,4 milljarðar króna ● BANDARÍSKI fjárfestirinn og auðkýfingurinn Warren Buffett hefur trú á því að rafbílar eigi mikla framtíð fyrir sér. Fjárfestingar- félagið Mid- American Energi, sem er í eigu Berkshire Hat- haway-fyrirtækisins, sem Buffett stýrir, ætlar að kaupa 10% hlut í kín- verska rafhlöðu- og bílaframleiðslu- fyrirtækinu BYD fyrir 231 milljón bandaríkjadala, jafnvirði um 23 milljarða íslenskra króna. Í frétt á viðskiptafréttavefnum BusinessWeek segir að þessi kaup Buffetts séu fyrsta fjárfesting hans í Kína og þau sýni að hann veðji sterklega á möguleika nýrra orku- gjafa. Í frétt Reuters-fréttastofunnar segir að innkoma Buffetts í hlut- hafahópinn auki líkurnar á því að fyrirtækinu muni takast að koma fljótlega á markað nýjum rafbílum sem unnið sé að framleiðslu á. Bílar BYD-fyrirtækisins geta gengið bæði fyrir rafmagni og bensíni. gretar@mbl.is Buffett veðjar á kínverska tvinnbíla Warren Buffett STÓRFYRIRTÆKIÐ finnska Nokia hefur keypt fjarskiptafyrir- tækið Oz, en kaupverð verður ekki gefið upp; frá þessu var greint í gær. Búist er við því að að gengið verði endanlega frá kaupunum á síðasta ársfjórðungi þessa árs. Þá mun Oz tilheyra þjónustu- og hugbúnaðar- deild Nokia, segir í tilkynningu. OZ, sem stofnað var á Íslandi, en er með höfuðstöðvar sínar í Kanada, hefur unnið að því undanfarin ár að þróa samskiptalausnir fyrir farsíma. Sérhæfir fyrirtækið sig í því að gera vinsæl samskiptaforrit aðgengileg í farsíma. Hafa fyrirtækin tvö unnið náið saman frá árinu 2003 og segir í tilkynningunni að samruni þeirra sé eðlilegt framhald af því samstarfi. Viðskiptavinir sem greiða fyrir þjónustu Oz eru um 5,5 milljónir. Með kaupunum vill Nokia efla stöðu sína á þessum markaði, sem fer ört vaxandi. Starfsmenn OZ eru um 220 talsins, en félagið er með skrifstofur í Kanada, Bandaríkjunum, Evrópu og á Indlandi. Stjórnarformaður Oz er Skúli Mogensen og Hilmar Gunn- arsson er einn stjórnenda fyrirtæk- isins. bjarni@mbl.is Símfyrirtækið Nokia kaupir OZ Hafa starfað saman frá árinu 2003 Eftir Bjarna Ólafsson bjarni@mbl.is ERLENDIR hlutabréfamarkaðir hækkuðu almennt í gær eftir sögu- legt hrun á mánudag. Hafa fjár- festar trú á því að bandaríska þingið muni innan tíðar sam- þykkja björgunaráætlun í ein- hverri mynd, en þingið felldi á mánudag tillögu bandaríkja- stjórnar um 700 milljarða dala björgunarpakka. Þá er eðlilegt að fjárfestar komi aftur inn á hlutabréfamarkaði eft- ir miklar lækkanir í leit að fjár- festingum á tilboðsverði. Dow Jones-vísitalan bandaríska hækk- aði um 4,68% og Nasdaq um 4,97%, en þrátt fyrir hækkanirnar er andrúmsloftið í kauphöllinni í New York sagt þungt. Olíuverð hækkaði umtalsvert í gær, sem túlka má sem merki um að fjárfestar trúi því að banda- ríska þingið samþykki björgunar- pakka. Það muni hafa jákvæð áhrif á efnahagskerfi heimsins og þar með leiða til aukinnar eftir- spurnar eftir olíu. Brent-hráolía hækkaði um 7,13% og er nú 97,7 dollarar á fatið. Hlutabréfavísitölur hækkuðu í Evrópu í gær en öllu minna en í Bandaríkjunum. Líkt og í Banda- ríkjunum trúa fjárfestar því að björgunaráætlun í einhverri mynd verði komið í gegnum bandaríska þingið á næstu dögum. Breska FTSE-vísitalan hækkaði um 1,7% en þrátt fyrir það hefur vísitalan ekki lækkað meira í einum mánuði síðan í október 1987. Umskipti vestra  Fjárfestar hafa trú á að bandaríska þingið samþykki björgunaráætlun innan tíðar  Olíuverð hækkaði um 7,13% Reuters Óveður Það gustaði um þennan vegfaranda í fjármálahverfinu í Lundúnum í gær, en óhætt er að segja að undanfarnir dagar hafi verið stormasamir. ÞETTA HELST ... ● ÚRVALSVÍSITALA Kauphallarinnar lækkaði um 16,59% í gær og var lokagildi hennar 3.395,69 stig. Hef- ur vísitalan aldrei lækkað jafnmikið á einum degi. Munaði þar mest um 71,02% lækkun á gengi bréfa Glitn- is, en bankinn vegur þungt í vísitöl- unni. Þá lækkaði gengi bréfa SPRON um 9,66% og Existu um 8,26%. Tvö fé- lög hækkuðu í viðskiptum gærdags- ins, Alfesca um 0,47% og Össur um 0,11%. bjarni@mbl.is Aldrei meiri lækkun ● KÍNVERSK stjórnvöld tóku þá ákvörðun í gær að leyfa svokallaða skortsölu á þarlendum hlutabréfa- mörkuðum. Skortsala kallast við- skipti þar sem viðkomandi veðjar á að hlutabréf lækki í verði. Stjórnvöld í Ástralíu, Bandaríkjunum og Bret- landi hafa heft mjög skortsölu eða jafnvel bannað hana alfarið í kjölfar gjaldþrots bandaríska fjárfestingar- bankans Lehman Brothers. Gera stjórnvöld í Kína ráð fyrir því að breytingin nú muni auka veltu á þarlendum hlutabréfamarkaði án þess að lækka hlutabréfaverð að ráði. bjarni@mbl.is Kínverjar leyfa skort- sölu á hlutabréfum Eftir Þorbjörn Þórðarson thorbjorn@mbl.is MARGIR starfsmenn Glitnis voru á sínum tíma hvattir til þess að kaupa hlutabréf í bankanum, eins og starfs- menn annarra íslenskra fyrirtækja á markaði. Sumir fengu lán fyrir kaup- unum. Einnig var um að ræða kaup- rétt til lykilstarfsmanna. Á fundi með starfsmönnum í fyrradag lét Lárus Welding, for- stjóri Glitnis, þau orð falla að hann myndi „persónulega“ sjá til þess að „komið yrði til móts við“ þá starfs- menn sem ættu hlutabréf í bankan- um og stæðu illa eftir kaup ríkisins á 75% hlut í bankanum. Starfsmenn Glitnis sem voru á umræddum fundi staðfestu þetta í samtali við Morgun- blaðið. Lárus útskýrði ekki frekar á fundinum hvað hann átti við með þessum orðum. Már Másson, upplýsingafulltrúi Glitnis, sagði að bankinn gæti ekki tjáð sig að svo stöddu um þessi orð forstjórans. Már sagðist sjálfur ekki tilbúinn að ráða frekar í þau að svo stöddu, enda hefði hann ekki for- sendur til þess. Lárus Weld- ing lofaði starfsfólki

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.