Morgunblaðið - 01.10.2008, Qupperneq 25
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. OKTÓBER 2008 25
Júlíus
Allir sem einn Nemar í Lögregluskólanum, sem taka þátt í löggæslu við setningu Alþingis í dag, voru brosmildir við
æfingar á heiðursverði en þegar að stóru stundinni kemur mega þeir ekki hreyfa sig nema samkvæmt skipun.
Blog.is
Baldvin Jónsson | 30. september
Hæstvirtur forsætisráð-
herra, Geir Haarde,
Mig langar til þess að
nota þetta tækifæri til
þess að biðla til þín í ein-
lægni. Þannig er mál með
vexti að ég, eins og stór
hluti þjóðarinnar, á skuldir meðal annars
í erlendum gjaldeyri. Nú er svo komið að
blessaður bíllinn sem stendur sem veð
að baki skuldinni hríðlækkar í verði sök-
um þess að það er nákvæmlega engin
bílasala að mér skilst, á sama tíma og
skuldin sjálf hækkar gríðarlega dag frá
degi, og er ástandið reyndar orðið grát-
broslegt bara. Á meðan ég horfi á höf-
uðstólinn nálgast fasteignaskuldina
mína les ég um að gengisvísitalan sé að
slá ný met á hverjum degi. …
Meira: baldvinj.blog.is
Fall krónunnar og háir vextir
Dofri Hermannsson | 30. september
… Það sem kemur harð-
ast niður á fólki í dag er
fall krónunnar og him-
inháir vextir. Þessi staða
er komin upp vegna þess
vítahrings sem peninga-
málastefna Seðlabankans
hefur komið okkur í. Seðlabankinn á að
halda verðbólgu niðri með því að hækka
vexti. Þegar þensla vegna stór-
iðjuframkvæmda, afnáms bindiskyldu og
innrásar banka á íbúðalánamarkaðinn
með ódýrt lánsfé fór að keyra upp verð-
bólguna brást Seðlabankinn við með því
að hækka vexti. Áhættufjárfestar nýttu
sér þetta til að græða á vaxtamun og
fjárfestu grimmt í íslenskum krónum.Við
það hækkaði gengi íslensku krónunnar,
magn peninga í umferð jókst …
Meira: dofri.blog.is
Hallur Magnússon | 30. september
Er orð að marka ráðherranna ?
Það er tilbreyting að sjá Samfylkinguna sem þátttakanda í þjóð-
nýtingu Glitnis og atburðarás henni tengdri. Nú hefur bankamála-
ráðherrann fullvissað okkur um að engar viðræður séu á milli ríkis-
stjórnar og Landsbankans um sameiningu bankanna. Ég veit ekki
– miðað við það að bankamálaráðherrann virðist ekkert hafa kom-
ið að þjóðnýtingarferli Glitnis og lítið um það vitað – hvort stað-
hæfingar þess ágæta ráðherra um þróun mála milli Sjálfstæðis-
flokks og Landsbanka hafi eitthvert gildi. Ætli hann viti nokkuð hvað
raunverulega er í gangi! …
Meira: hallurmagg.blog.is
Guðmundur Jónas Kristjánss. | 30. sept.
Krónuna af markaði
Það gengur alls ekki lengur að vera með
nánast minnstu mynt í
heimi, í frjálsu falli nær
dag eftir dag. Það gengur
ekki lengur að hafa krón-
una lengur ALGJÖRLEGA
FLJÓTANDI í þeim hrika-
lega ólgusjó sem nú er á
peningamörkuðum heimsins. Það gengur
ekki lengur að halda úti peninga-
málastefnu sem er gjörsamlega gjald-
þrota …
Meira: zumann.blog.is
Kristbjörg Þórisdóttir | 30. september
Hvað skiptir máli?
... Nú er tækifæri til breyt-
inga. Nú þurfa stjórnvöld
að einblína á sam-
vinnustefnuna. Það þarf
að koma í veg fyrir það að
menn geti skammtað sér
ógnarfjárhæðir í laun á
kostnað skattborgara en það hefur orðið
raunin í dag að einhverju leyti. Við höfum
sennilega greitt stóra hluta í þeim Bent-
ley-um og Range Roverum sem keyra um
götur borgarinnar. …
Meira: kristbjorg.blog.is
BANDARÍSKA
þingið er ekki ginn-
keypt fyrir 700 millj-
arða dala björg-
unarpakka Hank
Paulson, fjár-
málaráðherra Banda-
ríkjanna. Með réttu
því pakkinn er illa
ígrundaður. Þingið
myndi segja af sér
ábyrgðarstöðu með
því að gefa fjár-
málaráðuneytinu óútfyllta ávísun.
Orðalag frumvarpsins er meira að
segja á þann hátt að hvorki dóm-
stólarnir né stjórnsýslustofnanir
gætu rannsakað aðgerðir ráð-
herrans – draumur Bush-
stjórnarinnar um óskipt fram-
kvæmdavald.
Ferill Paulson bendir ekki til
þess að hann ætti að njóta þess
trausts sem er nauðsynlegt til
þess að hann fái yfirráð yfir 700
milljörðum dala. Aðgerðir hans í
síðustu viku urðu til þess að
björgunaraðgerðir eru nauðsyn-
legar. Á mánudag fyrir viku leyfði
hann Lehman Brothers að verða
gjaldþrota og neitaði að leggja fé
til bjargar AIG. Á þriðjudeginum
varð hann að skipta um skoðun og
lána AIG 85 milljarða dala með
refsingarkjörum.
Lausnin gerði illt verra
Fall Lehman truflaði við-
skiptabréfamarkaðinn. Stór pen-
ingamarkaðssjóður rauf eins dals
múrinn og fjárfestingarbankar
sem reiddu sig á viðskiptabréfa-
markaðinn áttu í erfiðleikum með
að fjármagna starfsemi sína. Á
fimmtudeginum var áhlaup hafið á
peningamarkaðssjóð-
ina og markaðurinn
hefur ekki verið jafn-
nærri því að falla
saman síðan á 4. ára-
tug síðustu aldar.
Paulson skipti aftur
um skoðun og lagði
til kerfislæga björg-
unaraðgerð.
Paulson hafði einu
sinni áður fengið óút-
fyllta ávísun frá
þinginu, þegar taka
þurfti á málum Fan-
nie Mae og Freddie Mac. Lausn
hans á vandanum gerði slæmt
ástand fasteignamarkaðarins enn
verra. Stjórnendur Fannie og
Freddie vissu að þeir myndu
missa vinnuna yrði ávísunin fyllt
út þannig að þeir grófu sig aftur í
skotgrafirnar og gerðu lán dýrari
og erfiðari að fá. Innan nokkurra
vikna þvingaði markaðurinn Paul-
son til þess að taka Fannie og
Freddie yfir.
Tillaga Paulson um að kaupa lé-
leg veðlánatengd skuldabréf er sí-
gilt dæmi um vandræði vegna
ósamhverfra upplýsinga. Erfitt er
að verðmeta bréfin en seljend-
urnir vita meira um þau en kaup-
endurnir og í hvaða uppboði sem
er mun fjármálaráðuneytið sitja
uppi með dreggjarnar. Tillagan er
einnig gegnumsýrð af hugs-
anlegum hagsmunaárekstrum.
Greiði ráðuneytið ekki yfirverð
fyrir verðbréfin mun aðgerðin
ekki létta á markaðnum en hvað
fá skattgreiðendur í sinn hlut
verði féð notað til þess að bjarga
greiðsluþrota bönkum.
Fjögur skilyrði
Barack Obama hefur nefnt fjög-
ur skilyrði sem fylgja ættu allri
aðstoð: auk þess að tapa á henni
eiga skattgreiðendur að hagnast,
þverpólitísk eftirlitsnefnd, aðstoð
til húsnæðiseigenda auk lánaeig-
enda og takmarkanir á stuðningi
til þeirra sem hagnast á fé skatt-
greiðenda. Þetta eru réttar meg-
inreglur og þeim ætti að beita á
skilvirkari hátt með því að leggja
stofnunum sem eru í vandræðum
vegna lélegra verðbréfa til eigið fé
í stað þess að taka verðbréfin út
úr þeim.
Innspýting opinbers fjár mundi
valda mun minni vandræðum ef
því yrði bætt við eigið fé í stað
efnahagsreikningsins. 700 millj-
arðar dala í forgangshlutafé með
ábyrgð gæti dugað til þess að fylla
upp í holuna sem húsnæðisbólan
hefur skilið eftir. Að bæta 700
milljörðum dala inn á eftirspurn-
arhliðina gæti hins vegar ekki
dugað til þess að koma böndum á
lækkun húsnæðisverðs. Eitthvað
þarf einnig að gera á framboðs-
hliðinni. Til þess að koma í veg
fyrir of mikla lækkun húsnæð-
isverðs þarf að lágmarka fjölda
nauðungaruppboða. Skilmála veð-
lána þarf að aðlaga greiðslugetu
lánþegans.
Björgunarpakkinn gerir ekki
ráð fyrir þessu og það er vanda-
samt verk að gera þær breytingar
sem eru nauðsynlegar. Sér-
staklega er það vandasamt þar
sem mörg veðlán hafa verið
sneidd niður og endurpakkað í
mynd skuldabréfavafninga og
hagsmunir handhafa mismunandi
sneiða rekast á. Það myndi taka of
langan tíma að leysa úr þessum
árekstrum til þess að pakkinn geti
innihaldið þessar breytingar.
Pakkinn getur, hins vegar, lagt
grunninn með því að breyta lögum
um gjaldþrot tengd íbúðar-
húsnæði.
Ætti að hvetja einkageirann
Stór björgunarpakki er senni-
lega ómissandi eigi að koma bönd-
um á krísuna sem nú hefur verið
drepin úr dróma. Rétt leið er að
byggja aftur upp hina tómu efna-
hagsreikninga bankakerfisins.
Ekki eiga þó allir bankar rétt á
björgun en treysta má dómgreind
sérfræðinga seðlabanka Banda-
ríkjanna, með réttri yfirumsjón.
Hægt er að refsa stjórnendum
sem eru tregir til þess að taka af-
leiðingum mistaka sinna með því
að svipta þá möguleikum á lánal-
ínum seðlabankans. Fé hins op-
inbera ætti einnig að hvetja einka-
geirann til þess að taka þátt í
endurfjármögnun bankageirans og
ljúka þar með fjármálakreppunni.
Eftir George Soros
» Stór björgunarpakki
er sennilega ómiss-
andi eigi að koma bönd-
um á krísuna sem nú
hefur verið drepin úr
dróma. Rétt leið er að
byggja aftur upp hina
tómu efnahagsreikninga
bankakerfisins.
George Soros
Höfundur er stjórnarformaður Soros
Fund Management.
© 2008 Project Syndicate
Millifyrirsagnir eru Morgunblaðsins.
Ekki afhenda Paulson óútfyllta ávísun
Reuters
Fjármálakrísa Gorge Soros segir að ferill Paulson bendi ekki til þess að
hann ætti að njóta þess trausts sem er nauðsynlegt til þess að fá yfirráð yfir
700 milljörðum dala.