Morgunblaðið - 01.10.2008, Side 26

Morgunblaðið - 01.10.2008, Side 26
26 MIÐVIKUDAGUR 1. OKTÓBER 2008 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Í DAG eru 10 ár liðin frá því rafmagns- framleiðsla hófst á Nesjavöllum í Grafn- ingi. Vélin sem þá var gangsett hefur verið í gangi meira en níu klukkustundir af hverjum tíu síð- asta áratuginn og nú síðustu árin hefur hún framleitt rafmagn að jafnaði 23 klukkustundir á hverj- um sólarhring, árið um kring. Viðburðurinn markaði þau tíma- mót að rafmagnsframleiðsla Hita- veitu Reykjavíkur varð meiri en Rafmagnsveitu Reykjavíkur. Má kannski segja að með því hafi skapast forsendur fyrir samein- ingu veitnanna tveggja og ári síð- ar var Orkuveita Reykjavíkur stofnuð. Heitt vatn hefur verið framleitt á Nesjavöllum allt frá 1990. Þá var í nokkur ár búið að ganga nokkuð hart að jarðhitanum í Laugarnesinu, Elliðaárdalnum og í Mosfellssveit til að sjá höfuðborg- arsvæðinu fyrir heitu vatni. Með tilkomu framleiðslunnar á Nesja- völlum var hægt að hvíla þessi lághitasvæði og náðu þau fyrra afli á nokkrum árum. Það var lítil almenn umræða um það á þeim tíma hvort leggja ætti rafstrenginn frá Nesjavöllum nið- ur að tengivirkinu við Korpu í jörð eða í lofti. Ráðamenn Hitaveitunnar ákváðu að grafa strenginn, sem er um 30 km langur, niður á helmingi leið- arinnar, næst virkj- uninni og niður Mos- fellsdalinn. Það var talsverð framsýni í þeirri framkvæmd. Það eru trúlega fáir rafmagnsstrengir á landinu sem hafa verið undir jafn- miklu álagi og Nesjavallastreng- urinn en á næstunni má reikna með að nýr strengur tengi virkj- unina við rafmagnskerfið, vonandi í jörð þar sem farið er um við- kvæm svæði. Stolt okkar Nesjavallavirkjun var allt þar til fyrir nokkrum vikum stærsta jarðgufuvirkjun okkar Íslendinga og tákn um umhverfisvæna orku- framleiðslu okkar. Hún hefur ver- ið flaggskip slíkra virkjana og hefur erlendum þjóðhöfðingjum, sem hingað hafa komið í heim- sóknir, jafnan verið boðið að sækja hana heim. Má þar nefna forseta Kína, Indlands, Finnlands, Þýskalands og kóngafólk frá frændríkjunum og Bretlandi. Framtíðarvirkjanir Orkuveitu Reykjavíkur verða byggðar á öðr- um forsendum en Nesjavallavirkj- un og Hellisheiðarvirkjun, sem nú er í byggingu. Meiri áhersla verð- ur lögð á að draga úr sýnileika þeirra í umhverfinu. Fleiri lagnir verða niðurgrafnar, stöðvarhús felld að landslaginu og dregið úr gufustrókum en áfram lögð áhersla á tengingu þeirra við landsnet raf- magns í jörðu. Raunlækkun orkuverðs Það sem ekki skiptir síður máli, þegar litið er yfir þann áratug, sem liðinn er frá því rafmagns- framleiðsla á Nesjavöllum hófst, er stöðug raunlækkun orkuverðs við- skiptavina Orkuveitu Reykjavíkur frá því samhliða framleiðsla raf- magns og heits vatns hófst. Við tökum það ef til vill sem sjálfsagð- an hlut að raunverð orku hjá okkur lækki á meðan heimsbyggðin öll glímir við stöðugar hækkanir. Til að tryggja að auðlindirnar nýtist okkur og komandi kynslóðum á sanngjörnu verði þarf góðan og farsælan rekstur. Hjá Orkuveitu Reykjavíkur er rekstur Nesjavalla- virkjunar eitt gleggsta dæmið um að vel hefur tekist til. Eiríkur Hjálm- arsson skrifar í til- efni þess að tíu ár eru liðin frá því að rafmagnsfram- leiðsla hófst á Nesjavöllum » Framtíðarvirkjanir Orkuveitu Reykja- víkur verða byggðar á öðrum forsendum en Nesjavallavirkjun og Hellisheiðarvirkjun, sem nú er í byggingu. Eiríkur Hjálmarson Höfundur er upplýsingafulltrúi Orkuveitu Reykjavíkur. Rafmagn frá Nesjavöllum í 10 ár SL. SUNNUDAG var gengið frá sam- komulagi milli stjórn- ar Glitnis og rík- isstjórnar Íslands um kaup ríkisins á 75% eignarhlut í Glitni gegn 85 ma. kr. fram- lagi. Samkomulag þetta bíður nú sam- þykktar hluthafa- fundar Glitnis. Sam- kvæmt þessu samkomulagi halda eigendur Glitnis eftir 25% í fyrirtækinu en auk þess kemur ríkið inn á genginu 2 þar sem gengið var áður 15,7. Því sitja núver- andi hluthafar uppi með 30 ma kr. eign í stað rúmlega 230 ma kr. eign á föstudaginn í síðustu viku. Röksemdir ríkisstjórnar og Seðlabankans fyrir því að taka þurfi yfir stjórn bankans við þessar aðstæður eru skiljanlegar. Þeir fjármunir sem verið er að setja inn í Glitni eru miklir miðað við ís- lenska hagkerfið. Þetta er yfir 250.000 kr. á mann og 6% af lands- framleiðslu Íslands. Það væri alger- lega óábyrgt af ríkinu að leggja fram þessa fjármuni og lenda svo hugsanlega í ágreiningi við eig- endur Glitnis um stefnu fyrirtæk- isins. Hins vegar eru aðgerðirnar ein- staklega harkalegar gagnvart hlut- höfum Glitnis í ljósi góðrar afkomu bankans og eiginfjárstöðu. Eign sem var metin á 230 ma kr. fyrir nokkrum dögum er allt í einu 30 ma kr. virði. Mesta eignatap Ís- landsögunnar. Áhrifin af þessum aðgerðum eru:  Tapið er það mikið að hætta er á að það hafi neikvæð af- leidd áhrif í hagkerfinu. Slík áhrif og jafnvel óvissan um slík áhrif er mjög slæm í því viðkvæma ástandi sem nú er á fjármálamarkaði.  Núverandi eigendur hafa lít- inn hag af því að vinna með ríkinu að lausn málsins. Það hlýtur að vera betra að fleiri séu að vinna að lausn en bara ríkið. Það getur a.m.k. ekki verið verra.  Þessi aðgerð er auk þess það ósanngjörn að hætta er á því að eigendur fjármálastofnana sem hugsanlega þurfa aðstoð í framtíðinni munu ekki leita aðstoðar fyrr en allt er komið í algert óefni; þeir tapa hvort sem er 89% eignar sinnar með því að leita til Seðlabankans um aðstoð. Eftir innspýtinguna verður eig- infjárhlutfall Glitnis 14,5% , langt umfram það sem fyrirtækið þarf til lengri tíma. Framlag ríkisins er því umfram eigið fé. Það má meira að segja halda því fram að núverandi 11,2% eiginfjárhlutfall sé hátt í eðli- legu árferði. Þegar öldurnar lægir getur ríkið því einfaldlega tekið stærsta hluta framlags síns aftur til baka (greitt út sem arð) og heldur þá eftir 75% í banka með 200 ma kr. eigið fé. Sá banki getur þá létti- lega verið verðlagður á 2-300 ma. kr. Ríkið hefur þá fengið framlag sitt að miklu leyti til baka og á eign upp á hundruð milljarða. Ég spyr mig hvort eðlilegt sé að ríkið hagn- ist um hundruð milljarða á þessari aðgerð? Það getur að minnsta kosti ekki verið markmið ríkisins að græða stórlega á þessari aðgerð á meðan hluthafar, þ.m.t. lífeyr- issjóðir og þúsundir einstaklinga, tapa illilega. Þessi lausn sem hluthöfum Glitn- is hefur verið boðin er unnin hratt og eftir er- lendu fordæmi, sem líklegast hefur einnig verið unnið mjög hratt undir mikilli pressu. Ég vil varpa fram nýrri nálgun á þetta inngrip sem ég tel að gæti hagsmuna beggja og mildi öll áhrif þess- ara aðgerða bæði beint í formi taps hluthafa Glitnis og óbeint í formi dómínóáhrifa á hagkerfið við fjárhags- vandræði eigenda Glitnis í kjölfar eigna- tapsins. Ég hef ekki séð þessa lausn notaða erlendis en kannski hafa almennt ekki allir möguleikar skoðaðir til hlítar. Mér finnst hún hins vegar umræðu virði. Lausnin felur í sér eftirfarandi atriði:  Í fyrsta lagi að lágmarka áhrifin á hagkerfið  Í öðru lagi verða stjórnvöld að stjórna bankanum yfir þetta tímabil sem nú gengur yfir. Það er ljóst að núverandi eig- endum tókst það ekki.  Í þriðja lagi verður hjálp Seðlabankans að vera mjög dýr lausn, lausnin sem menn grípa til þegar allt annað þrýtur. Hún verður því að kosta hluthafana mikið enda er verið að leggja fé skatt- greiðenda undir. Að sama skapi má hún ekki vera ósann- gjörn fyrir hluthafa.  Í fjórða lagi er mikilvægt að allir séu að stefna að sama markmiði, þar með talið eig- endurnir sem leituðu til Seðla- bankans.  Hún hefur sömu áhrif og nú- verandi lausn ef lausa- fjárvandi bankans leysist ekki til lengri tíma. Tillagan er í raun mjög einföld. Samhliða kaupum ríkisins á 75% hlut í Glitni fá núverandi hluthafar rétt á að kaupa til baka hlut ríksins á hærra gengi á síðari tíma. Það þarf að sjálfsögðu að útfæra þessa lausn betur, t.d. hvort nokkrar kaupréttardagsetningar eigi að vera með hækkandi gengi eða hvort setja eigi einhverja skilmála um það hvenær eigendur megi nýta sér kaupréttinn. Kíkjum á smá dæmi: Látum núverandi kaupverð, gengið 2, og eignarhlut ríkisins standa en bætum við rétti hluthafa Glitnis til þess að kaupa hlut rík- isins til baka á genginu 3 eftir eitt ár og á genginu 4,0 innan tveggja. Ríkið leggur núna fram 85 ma kr. Ef núverandi eigendur nýta sér réttinn eftir ár kaupa þeir hlutinn á 125 ma. kr. Hins vegar gætu þeir síðan borgað sér út umframeigið féð upp á 85 ma kr. og raunkostn- aður þeirra (og hagnaður ríkisins) er þá 40 ma kr. Þetta eru háar upp- hæðir, meira en 130 þ. kr. á hvern Íslending. Ef eigendur bíða lengur þá eykst kostnaður þeirra og ef þeir bíða of lengi missa þeir eign- ina. Tap eigenda (þ.m.t. lífeyrissjóða og tuga þúsunda einstaklinga) er þannig mikið en samt takmarkað ef vel gengur og þeir hafa tækifæri til þess að taka aftur við stjórninni þegar hagkerfi heimsins kemst í jafnvægi á ný. Það er því ljóst að eigendur myndu vinna heilshugar áfram með ríkinu í því að koma bankanum úr þessari úlfakreppu. Þessi aðferð veitir eigendum auk þess meira svigrúm til að semja við lánardrottna sína núna og þar með minnka neikvæðar afleiðingar þessa 200 ma kr. taps á hagkerfið. Glitnir: Ný nálgun Davíð Blöndal skrifar um kaup ríkisins á 75% eign- arhlut í Glitni Davíð Blöndal »Ég vil varpa fram nýrri nálgun á þetta inngrip sem ég tel að gæti hags- muna beggja og mildi öll áhrif þessara að- gerða … Höfundur er framkvæmdastjóri og hluthafi í Glitni. HELGI Hjörvar, alþingismaður Sam- fylkingarinnar, telur sig hafa fundið leið fyrir þjóðina út úr efnahagsþrengingum sem nú ganga yfir. Í tveimur greinum í Mbl. 24. og 25. sept. greinir hann m.a. frá sóknarfærum sem hann telur fólgin í því að selja einkaað- ilum t.d. Kára- hnjúkavirkjun og fleiri virkjanir í eigu hins opinbera. Stofn- aður verði auðlinda- sjóður úr andvirði virkjananna handa komandi kyn- slóðum. Sá sjóður fari með umsjá og eignarhald hinna seldu eða leigðu auðlinda. Að vísu verði ekki um varanlegt framsal að ræða heldur verði virkjanirnar seldar á leigu til 20 til 40 ára. Þessi viðskiptahugmynd Helga, sem reyndar er óljós og þoku- kennd, er skyldari kreddu- hugmyndum, sem vænta má úr ákafasta frjálshyggjuhópi ungra hægrimanna en úrræðum við efnahagsvanda, sem búast mætti við frá þingmanni jafnaðar- manna. Virkjanirnar í landinu eru mjög arðsöm fyrirtæki sem verða verðmætari með hverju ári sem líður. Eftirspurn eftir orku fer hraðvaxandi í heiminum og þá sérstaklega hreinni orku. Þess vegna væru það lítil búhyggindi eigenda raforkuvera að selja þau eða leigja til langs tíma við slíkar aðstæður. Helgi nefnir Alcoa sem líklegan kaup- anda/leigjanda Kára- hnjúkavirkjunar til 40 ára. Alcoa, eða hver annar, sem keypti eða leigði þá virkjun, eða aðrar virkjanir, keypti þær eingöngu til að taka til sín hagnað sem ella færi til núver- andi eiganda við áframhaldandi rekst- ur og orkusölu. Eng- inn keypti/leigði raf- orkuver fyrir hærra verð en fengist til baka ásamt góðri rentu á leigutím- anum. Það væri því verið að láta frá sér gróða- lindina, eða skipta með öðrum því sem þjóðin sæti ella ein að. Hugmyndir Helga eru því í raun um að skerða hagnað þjóð- arinnar af auðlindunum. Helgi talar um að engin rök standi til að ríkið reki þá þjónustu við stóriðju að framleiða fyrir hana orku. Stóriðja, eða málm- bræðslur, eru einfaldlega þeir aðilar sem sótt hafa í orkukaup hér á landi til þessa. Lands- virkjun hefur, vegna mikillar arðsemi raforkusölu til slíkra fyrirtækja, virkjað auðlindir til raforkuframleiðslu en ekki til þess að vera í einhverju þjóns- hlutverki fyrir alþjóðleg málm- fyrirtæki eins og Helgi segir í grein sinni. Samkvæmt árshlutareikningi Landsvirkjunar 1. jan. til 30. júní sl. var hagnaður fyrirtæk- isins USD 83.449.000,- eða kr. 7.905.958.000,- samkvæmt gengi 26. sept. Á árinu 2007 var hagn- aður Landsvirkjunar eftir skatta um 28.500.000.000,- Tekjuskattur þess árs var um 10.000.000.000,- Nánast þrír fjórðu rafmagns- sölu Landsvirkjunar fara til stór- iðju. Raforkusala Landsvirkjunar til álbræðslu er því mjög arðsöm. Arðsemi Kárahnjúkavirkjunar er mun meiri en upphaflega áætl- anir gerðu ráð fyrir. Sú virkjun ásamt öllum öðrum stórvirkj- unum, í nútíð og framtíð, eiga að vera í eigu og umráðum fyr- irtækja í samfélagslegri eigu. Auðlindirnar eru í dag í eigu Íslendinga og verður aðeins ráð- stafað með lögum frá Alþingi. Það þarf því ekki sérstakan auð- lindasjóð til að eiga og ráðstafa auðlindunum. Landsvirkjun er í eigu þjóðarinnar og er í raun auðlindasjóður sem á gríðarlegar eignir og gefur af sér miklar tekjur. Helga Hjörvar hefur tekist að vekja á sér töluverða athygli með þessum frjálshyggjuhugmyndum sínum. Þannig vill það oft verða þegar kastað er fram illa ígrund- uðum hugmyndum eða tillögum. Athyglin sem með því fæst er það sem skiptir suma stjórn- málamenn mestu máli. Meira en gagnsemi tillagna þeirra. En það hlýtur að vera umhugsunarefni fyrir samflokksmenn hans, sér- staklega þá sem telja sig til vinstri, þegar þingmaður þeirra gengur jafngrímulaust erinda hörðustu hægriafla Sjálfstæð- isflokksins. Lítil búhyggindi að selja raforkuverin Árni Þormóðsson skrifar um hug- myndir Helga Hjörvar um sölu virkjana Árni Þormóðsson »Hugmyndir Helga eru því í raun um að skerða hagnað þjóðarinnar af auðlindunum. Höfundur er öryggis- og næt- urvörður.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.