Morgunblaðið - 01.10.2008, Side 27

Morgunblaðið - 01.10.2008, Side 27
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. OKTÓBER 2008 27 ÞRÁTT fyrir endausar fréttir og fréttaskýringar er fólk ekkert nær hvað gerðist eða hver eru orsök og afleiðing. Hinn almenni skattgreiðandi og ekki síst hlut- hafar í Glitni eiga rétt á að fá skýringar og all- an sannleikann upp á borðið. Í viðtölum við for- svarsmenn Glintnis í dag eru þeir ekkert betri en litla gula hænan. Því allir segja: ekki benda á mig. Einn orð- aði það svo: „Ég ætla ekkert að vera að kíkja í baksýnispegilinn heldur horfa fram á veginn.“ Allir virtust þeir vilja eða vera tilbúnir til að sitja áfram við stjórnvölinn. Til að geta byggt upp og bætt fyrir mistökin þá er nauðsynlegt að menn geri sér grein fyrir hvað fór úrskeiðis og hverra er ábyrgðin. Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja. Eða eru það bara góð laun og þau fríðindi sem slíku starfi fylgja sem þessir menn sækj- ast eftir ef þeir eru ekki tilbúnir til að axla ábyrgð eða líta til baka og læra af mistökunum? Er rétt eins og lesa má úr orðum stjórnarfor- mannsins að Seðlabankinn hafi sett þeim afarkosti og ekki verið tilbú- inn til að aðstoða bankann við að fara aðra og mýkri leið? Hvers á hinn litli hluthafi að gjalda? Ég þekki mann sem verður 70 ára á næsta ári og hefur marvisst sl. ár lagt allan sinn sparnað í hlutafé í Glitni. Hann átti orðið rúmar 4 milljónir og var farinn að hlakka til að hætta störfum um mitt næsta ár og lifa áhyggju- minna ævikvöldi. Hver gætir hagsmuna hans hjá Glitni í fram- tíðinni? Verður það Samherja- forstjórinn eða bankastjórinn? – sem í sameiningu töpuðu millj- örðum út um gluggann á sl. ári. Eða ætlar Seðlabankinn að bjarga þessum einstaklingum líka? Eða var aðgerðin aðeins gerð til þess að bjarga stórum aðilum? Ætlar Davíð Oddsson að gæta hagsmuna litla hluthafans sem er að tapa ævisparnaðinum? Var Davíð kannski að ná fram hefndum á Jóni Ásgeiri þar sem algengt var áður að menn hefndu í héraði þegar ekki tókst að vinna mál gegn mönnum á Al- þingi? Hvers vegna komu lífeyr- issjóðir fólksins ekki Glitni til bjargar og gættu hagsmuna sinna skjólstæðinga? Allar þess- ar spurningar og margar fleiri vakna við fréttaflóruna í dag og krefjast svara og menn geta ekki svarað að þeir ætli ekki að horfa í baksýnisspegilinn eða að þetta hafi verið eina færa leiðin þegar margur hefur bent á að fleiri og betri leiðir hafi verið færar, en bankastjórn Seðlabankans og ríkistjórnin hafi ekki verið til umræðu um slíkt. Skora á viðkomandi aðila að svara þeim og skýra þetta á mananmáli fyrir fólki. Skora líka á litlu eigendurna að sameinast og finna sína menn inn í kom- andi stjórn Glitnis því enginn annar mun gæta hagsmuna þeirra. ARNÓR PÉTURSSON, Esjugrund 31, Kjalarnesi. Björgun Glitnis eða bankarán um miðja nótt? Frá Arnóri Péturssyni Arnór Pétursson Bréf til blaðsins Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík  Bréf til blaðsins | mbl.is Jónshús SJÁLANDI Í GARÐABÆ FAGMENNSKA METNAUR REYNSLA www.bygg.is 2ja-4ra herbergja íbúðir, samtals 133 íbúðir fyrir fólk 60 ára og eldri í Sjálandshverfi í Garðabæ. Um er að ræða sex húsa þyrpingu, sem nefnd eru „Jónshús“. Bílageymsla er með flestum íbúðum. Mjög góð staðsetning, fallegt umhverfi og góðar gönguleiðir. Sími 594 5000 STÓRHÖFÐI 27 akkurat.is Sími 562 4250 www.fjarfesting.is FJÁRFESTING FASTEIGNASALA EHF BORGARTÚNI 31 Fullbúin sýningaríbúð með innréttingum frá Brúnás og gólfefnum frá Agli Árnasyni. E N N E M M / S IA / N M 3 55 78 OPI HÚSí dag, frá kl. 16-18 Klettás - Garðabæ Endaraðhús á útsýnisstað Glæsilegt 169 fm endaraðhús á þremur pöllum þ.m.t. 21 fm bílskúr. Húsið er afar vel innréttað með vönduðum innréttingum úr hnotu og gólfefni eru afar vönduð. Stór eyja í eldhúsi, 4 herbergi auk fataherbergis og svalir til suðurs út af stofu. Mikil lofthæð er á 1. og 2. palli og innfelld lýsing í loft- um. Glæsileg lóð fyrir framan hús, sólpallur með skjólveggjum baka til og hellulagður pallur við hlið hússins. Gríðarlegt útsýni yfir Reykjanesið og til sjávar. Laust strax. Skipti möguleg á minni egin. Verð 55,0 millj. FASTEIGNA- MARKAÐURINN ÓÐINSGÖTU 4, SÍMI 570 4500, FAX 570 4505 • OPIÐ VIRKA DAGA KL. 9–17 Netfang: fastmark@fastmark.is • Heimasíða: http://www.fastmark.is/. Jón Guðmundsson, sölustjóri og lögg. fasteignasali • Guðmundur Th. Jónsson, lögg. fasteignasali. ÞESSARI spurn- ingu var varpað fram af virðulegri frú í Kópavogi á kynning- arfundi um skipulags- mál á Kársnesinu fimmtudagskvöldið 24. september. Frúnni og öllum fundarmönnum ofbauð málatilbúnaður bæjaryfirvalda í Kópavogi um um- ferðamál á skipulagi sem gerir ráð fyrir helmings fjölgun á Kársnesinu. Frúin stóð einfaldlega upp og spurði skipulagsstjóra Kópavogs, Birgi H. Sigurðsson: “Haldið þið að við séum hálfvitar?“ Skipulagið á Kársnesinu að með- töldu bryggjuhverfi og Kópavogs- túni mun fjölga íbúum í vesturbæ Kópavogs um helming. Þrátt fyrir það er áætlað að umferðin muni ekki aukast svo ýkja mikið. Þetta var hitafundur og mörgum spurn- ingum var ósvarað. Hvort það var vilji til þess að svara er ekki gott að segja til um en í það minnsta voru skipulagsyfirvöld illa upplýst um eigið verkefni og virðist vera að framkvæmdirnar á Kársnesinu séu unnar af meira kappi en forsjá. Til að mynda er landfylling í fullum gangi og jafnhliða eru rannsóknir á lífríki í Kópavoginum. Ef Kópa- vogsbæ er annt um lífríkið í Kópa- voginum þá er illskiljanlegt hvers vegna landfyllingin er í fullum gangi áður en niðurstaða úr rann- sóknum um lífríkið liggur fyrir eða áhrif landfyllingarinnar eru rannsökuð. Burt séð frá þessum framkvæmdum og þessu skipulagi er und- arlegt hvað Kópa- vogsbæ liggur mikið á í þessu máli. Sér- staklega ef horft er til þess að mörg þúsund íbúðir á höfuðborgarsvæðin eru óseldar og er lítið eða ekkert útlit fyrir að það sé rúm fyrir 800 íbúðir til viðbótar á þennan markað á næstu misserum. Fjárhagur Kópa- vogs virðist vera mjög viðkvæmur þessa dagana þar sem nýverið var samþykkt að taka 5 milljóna evra lán og heimild til þess að taka 10 milljónir evra að láni til viðbótar. Sala lóða hefur dregist saman og hefur jafnframt verið skilað inn um 100 lóðum á árinu. Vatnsendasamn- ingurinn var Kópavogsbæ dýr- keyptur, uppkaup bæjarins á landi af bröskurum á Gustssvæðinu er þungur baggi á sveitarfélaginu, samningar um vatnsveitu til Garða- bæjar og ekki síst ævintýrið á Kjóa- völlum í heild sinni er mun dýrara heldur en áætlað var í upphafi, vatnsveitan og lögnin á stofnæðinni í gegnum Vatnsendalandið telur tugi ef ekki hundruð milljóna. Hér eru taldir upp stórir póstar sem allir hafa sína gjalddaga og bæjarsjóður þarf að standa skil á þeim öllum. Í mörgum tilfellum hef- ur kappið verið langt umfram forsjá. Rúllettan er að stoppa, fjárfesting- arnar eru miklar, skuldirnar standa eftir. Það er öllum mönnum hollt að staldra við og horfa yfir sviðið. Það væri í raun mjög eðlilegt að skipu- lagið á Kársnesinu og á Gustssvæð- inu yrðu geymd fram að næstu kosningum og Kópavogsbúum gef- inn kostur á því að kjósa um það hvort að þeir vilji yfirhöfuð fá alla þessa byggð í bæinn. Þessi svæði fara ekki neitt næstu árþúsundin og því liggur ekki lífið á. Núverandi meirihluti verður að átta sig á því að hann starfar fyrir fólkið í bænum. Í hverju málinu á fætur öðru er gengið of langt og íbú- um ofboðið. Bæjarbúar rísa upp og mótmæla þessu framferði. Hvergi á landinu eru jafnmörg íbúasamtök og í Kópavogi. Öll eru þau stofnuð í þeim eina tilgangi að reyna hafa vit fyrir meirihluta bæjaryfirvalda. Meirihluti bæjarstjórnar í Kópa- vogi er farinn að minna illilega á hryðjuverkamenn sem fara um í hverju hverfinu á fætur öðru og ræna frá fólkinu friðnum og því nærumhverfi sem það valdi sér að búa í. Hvað getur þetta gengið lengi áfram með þessum hætti? Eru Kópavogsbúar hálfvitar? Arnþór Sigurðsson skrifar um skipu- lagmál og stjórn- sýslu í Kópavogi. »Hvergi á landinu eru jafnmörg íbúa- samtök og í Kópavogi. Öll eru þau stofnuð í þeim eina tilgangi að reyna hafa vit fyrir meirihluta bæjaryf- irvalda. Arnþór Sigurðsson Höfundur er kjötiðnaðarmaður. MORGUNBLAÐIÐ birtir alla út- gáfudaga aðsendar umræðugrein- ar frá lesendum. Blaðið áskilur sér rétt til að hafna greinum, stytta texta í samráði við höfunda og ákveða hvort grein birtist í um- ræðunni, í bréfum til blaðsins eða á vefnum mbl.is. Blaðið birtir ekki greinar, sem eru skrifaðar fyrst og fremst til að kynna starfsemi einstakra stofnana, fyrirtækja eða samtaka eða til að kynna við- burði, svo sem fundi og ráðstefn- ur. Innsendikerfið Þeir sem þurfa að senda Morg- unblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Formið er undir liðnum „Senda inn efni“ ofarlega á for- síðu mbl.is. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/senda- grein Ekki er lengur tekið við grein- um sem sendar eru í tölvupósti. Í fyrsta skipti sem formið er notað þarf notandinn að nýskrá sig inn í kerfið, en næst þegar kerfið er notað er nóg að slá inn netfang og lykilorð og er þá not- andasvæðið virkt. Ekki er hægt að senda inn lengri grein en sem nemur þeirri hámarkslengd sem gefin er upp fyrir hvern efnisþátt en boðið er upp á birtingu lengri greina á vefnum. Nánari upplýsingar gefur starfsfólk greinadeildar. Móttaka aðsendra greina

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.