Morgunblaðið - 01.10.2008, Side 29
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. OKTÓBER 2008 29
Elsku Gígja systir,
okkur langar að kveðja þig með
Guðrún Björg
Hafliðadóttir
✝ Guðrún BjörgHafliðadóttir
(Gígja) fæddist á
Lundeyri við Ak-
ureyri 13. júní 1931.
Hún lést á krabba-
meinsdeild Land-
spítalans við Hring-
braut 24. ágúst
síðastliðinn og fór
útför hennar fram
frá Höfðakapellu á
Akureyri 2. sept-
ember.
nokkrum orðum og
þakka þér samfylgd-
ina í gegnum árin.
Það var alltaf svo
frábært að heim-
sækja þig og Sigur-
vin í Suðurbyggðina
á Akureyri. Höfðing-
legar móttökur biðu
okkar jafnan sem og
glæsilegar veitingar
og skipti engu hversu
margir voru með í för
eða hversu lítill fyr-
irvarinn var. Það var
ávallt glatt á hjalla í
þessum heimsóknum, mikið spjall-
að og hlegið og oftar en ekki var
lagið tekið við undirspil Sigurvins
á nikkuna.
Þegar viðraði vel nutum við
sælureitsins í garðinum sem jafnan
gegndi stóru hlutverki í heimilislíf-
inu enda mikil rækt lögð við hann
eins og annað á heimilinu. Hádeg-
isverða og síðdegiskræsinga var
neytt á pallinum þegar hægt var
og stundum rötuðu baukarnir
þangað út líka.
Félagsskapurinn í Suðurbyggð-
inni var nú heldur ekki af verri
endanum, enda varstu þeirrar
gæfu aðnjótandi að eiga einstak-
lega samrýnda og skemmtilega
fjölskyldu sem hugur okkar er nú
hjá.
Við kveðjum þig, Gígja, með ást
og söknuði og biðjum guð að
geyma þig og veita Sigurvin og
fjölskyldunni allri styrk.
Unnur og Kolbrún.
Það hefur verið um
1965 að leiðir okkar
Helga lágu fyrst saman. Hann
kenndi flug og rak flugþjónustu,
ég var að taka mín fyrstu spor
sem flugumferðarstjóri – báðir á
Reykjavíkurflugvelli. Þótt ekki
væri nema nokkurra mínútna
gangur milli vinnustaða okkar
sáumst við ekki mjög oft en áttum
þeim mun oftar samtöl gegnum
síma og talstöð. Þannig er þetta
oft með flugmenn og flugumferð-
arstjóra – þeir þekkja hver annan
á röddinni og með slíkum sam-
skiptum og samvinnu byggist upp
gagnkvæm þekking, kunnings-
skapur og traust.
Helgi Jónsson var einn af mörg-
um flugmönnum sem ég kynntist
þannig og varð frá fyrstu kynnum
ljóst að þar fór fagmaður í bestu
merkingu þess orðs. Traustið kom
af sjálfu sér. Helgi var mjög fær
flugmaður, vandvirkur og varkár.
Hann rak flugskóla sinn og flug-
þjónustu í um fjörutíu ár. Hver
sem rekur svo viðkvæmt fyrirtæki
svo lengi verður óhjákvæmilega
fyrir áföllum. Það fékk Helgi að
reyna eins og aðrir en merkilega
sjaldan, svo var vandað til kennsl-
unnar og rekstursins. Þó ekkert
flugóhapp yrði rakið til hans per-
sónulega, tók hann þau nærri sér.
Ekki aðeins vegna þess að stund-
um komu samstarfsmenn eða nem-
endur við sögu heldur vegna þess
að þar sló hjarta hans.
Þó Helgi væri farsæll flugmaður
blés stundum á móti í rekstri fyr-
irtækisins. Flugrekstur er dýr og
viðskiptasveiflur geta verið miklar,
að ekki sé minnst á aðra þætti.
Auk flugkennslu og margskonar
innanlandsflugs hélt hann m.a.
uppi flugi til Grænlands. Bæði var
um að ræða sjúkraflug og farþega-
flug. Helgi byggði upp gistiaðstöðu
á Grænlandi fyrir farþega sína til
að sem best færi um þá.
Helgi Jónsson var ekki allra.
Hann var fastur fyrir, ekki marg-
máll og það fór ekki mikið fyrir
honum. Hann barst ekki á og hjal-
aði sig ekki inn á áhrifamenn.
E.t.v. hefur það staðið fyrirtæki
hans eitthvað fyrir þrifum. Það
segir meira um þá en hann. Helgi
átti hins vegar traust og virðingu
okkar sem unnum faglega með
honum svo og þeirra hundraða
nemenda sem hann „kom í loftið“
og sitja nú margir í flugstjórasæt-
um bæði hér á landi og erlendis.
Kristmundur
Helgi Jónsson
✝ KristmundurHelgi Jónsson
fæddist á Neðribæ í
Selárdal í Arn-
arfirði 11. febrúar
1938. Hann varð
bráðkvaddur á
vinnustað sínum í
lok vinnudags 6.
september síðastlið-
inn og var jarðsung-
inn frá Dómkirkj-
unni 16. september.
Helgi giftist ungur
danskri vinkonu
sinni, Jytte Marcher.
Í henni átti hann
ekki aðeins eiginkonu
og þriggja barna
móður, heldur einnig
vin og starfsfélaga,
því Jytte tók full
flugréttindi, annaðist
kennslu, leiguflug og
allan rekstur fyrir-
tækisins með honum
til síðasta dags.
Ég kveð Helga
Jónsson með virð-
ingu og votta eiginkonu hans,
börnum, systkinum og stórfjöl-
skyldu samúð mína.
Baldur Ágústsson,
flugumferðarstjóri.
Góður kunningi minn, Helgi
Jónsson, var borinn til grafar 16.
september sl.
Ég var orðinn sæmilega fleygur
þegar okkar fundum bar saman,
en Helgi kenndi mér ýmislegt um
flugvélar, rekstur og umhirðu sem
kom sér vel fyrir nýgræðinginn.
Um nokkurra ár skeið höfðum við
Helgi með okkur óformlegt sam-
starf. T.d. flaug Helgi fyrir mig
sjúkraflug þegar mín réttindi
hrukku ekki til.
Eins kom fyrir að ég skaut flug-
vél undir Helga þegar ég var af-
lögufær. Helgi flaug flugvélinni
TF-GOS til Íslands 1. apríl 1974
frá London ásamt Halldóri Bj.
Árnasyni.
Eitt sinn fluttum við í félagi
flugvélahreyfil til landsins frá
Long Island. Það kom sér vel fyrir
mig þegar ég var veðurtepptur eða
var með vél í skoðun að mér stóðu
ævinlega alltaf dyr opnar hjá þeim
Jytte og Helga hvort sem var á
flugvellinum eða á heimili þeirra.
Það gerist oftar en tölu verður á
komið að ég gisti heima hjá Jytte
og Helga og var litið á mig sem
einn af fjölskyldunni. Það var eins
og þau ættu í mér hvert bein og
ber að þakka fyrir það.
Á bak við alvarlegt yfirbragð
átti Helgi til að vera nokkuð
spaugsamur. Þegar hann bauð í
mat átti hann það til að spyrja:
Viltu koma og kroppa með okkur
sviðakjamma? þó eitthvað allt ann-
að væri í matinn. Allt kaffibrauð
kallaði hann kleinur.
Helgi reyndi að telja fólki trú
um að blindflug væri fyrir gamla
karla sem sæju ekki neitt.
Ég verð að viðurkenna að ég
hefði getað ræktað betur samband
við kunningjana út á velli þó ég
væri sjálfur hættur að fljúga. En
það kom mér skemmtilega á óvart
þegar ég frétti það nýlega að þau
Jytte og Helgi ættu orðið níu
barnabörn. Sýnir það vel að ég hef
ekki verið tíður gestur á flugvell-
inum í seinni tíð.
Ég votta Jytte, Ester, Astrid og
Jóni, mökum þeirra og barnabörn-
um samúð mína.
Bjarni Jónsson.
Flatahraun 5a • www.utfararstofa.is
Vaktsími: 565 5892 & 896 8242 • Sólarhringsvakt
Komum heim til aðstandenda ef óskað er
ÚTFARARSTOFA HAFNARFJARÐAR
Kistur • Krossar • Sálmaskrár • Duftker • Blóm • Fáni • Gestabók • Erfidrykkja • Prestur
Kirkja • Legstaður • Tónlist • Tilkynningar í fjölmiðla • Landsbyggðarþjónusta • Líkflutningar
Suðurhlíð 35 Fossvogi • www.utforin.is
Vaktsími: 581 3300 & 896 8242 • Sólarhringsvakt
Komum heim til aðstandenda ef óskað er
Bryndís ValbjarnardóttirSverrir Einarsson
ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS
Það sem hafa ber í huga varðandi andlát og útför
Hermann Jónasson Yvonne Tix
✝
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang-
amma,
GUÐRÍÐUR PETERSEN,
Hraunvangi 1,
Hafnarfirði,
sem lést á líknardeild Landspítala Landakoti
fimmtudaginn 18. september, verður jarðsungin frá
Víðistaðakirkju fimmtudaginn 2. október kl. 13.00.
Elín Jóhannsdóttir, Tryggvi Ólafsson,
Bryndís Petersen, Leifur Jónsson,
Jóhann Petersen,
Pétur Jakob Petersen, Auður Héðinsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Okkar ástkæra eiginkona, móðir og amma,
ÓLAFÍA GUÐRÚN OTTÓSDÓTTIR,
Klapparbergi 13,
Reykjavík,
lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi,
mánudaginn 29. september.
Hún verður jarðsungin frá Fella- og Hólakirkju,
miðvikudaginn 8. október kl. 13.00.
Hreinn Ómar Sigtryggsson,
Ottó Bergvin Hreinsson,
Ásdís Hreinsdóttir Snoots, Kevin Brian Snoots Sr.,
Svandís Hreinsdóttir Danzer, Jeffrey Charles Danzer,
Kevin Jr., Ómar Andrés, Krista Sóley, Kristófer Óli
og aðrir aðstandendur.
✝
Innilegustu þakkir fyrir auðsýnda samúð við andlát
og útför eiginmanns míns,
JUNYA NAKANO.
Eyþór Eyjólfsson.
✝
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir,
afi og langafi,
AÐALSTEINN VALDIMARSSON,
Brekkuhvammi 5,
Hafnarfirði,
lést á Landspítalanum við Hringbraut föstudaginn
26. september.
Hann verður jarðsunginn frá Víðistaðakirkju
í Hafnarfirði föstudaginn 3. október kl. 15.00.
Sigríður Björgvinsdóttir,
Anna Björg Aðalsteinsdóttir, Jón Arnar Karlsson,
Ingibjörg Rósa Aðalsteinsdóttir,
Valdimar Aðalsteinsson, Katrín Karlotta Brandsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Útför móður okkar, tengdamóður, ömmu,
langömmu og systur,
SIGRÚNAR GUÐMUNDSDÓTTUR
kennara,
Efstalandi 20,
áður til heimilis í Skeiðarvogi 1,
Reykjavík,
fer fram frá Langholtskirkju föstudaginn 3. október
kl. 13.00.
Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem vildu minnast
hennar er bent á minningarkort Félags nýrnasjúkra, s. 561 9244.
Sigurbjörg Jónsdóttir, Rafn Haraldsson,
Sólrún Björg Kristinsdóttir,
Guðmundur Jónsson, Sæunn Kjartansdóttir,
Jónína Margrét Jónsdóttir,
Bjarni Jónsson, Kolbrún Björnsdóttir,
Snjáfríður Jónsdóttir,
Hanna S. Kjartansdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang-
amma,
KATRÍN ÁRNADÓTTIR,
Hlíð,
Skeiða- og Gnúpverjahreppi,
lést sunnudaginn 21. september.
Útförin fer fram frá Stóra-Núpi laugardaginn
4. október kl. 14.00.
Blóm og kransar eru vinsamlega afþakkaðir, en þeim sem vilja
minnast hennar er bent á Dvalarheimili aldraðra, Blesastöðum.
Páll Ragnar Steinarsson, Sigfríður Lárusdóttir,
Tryggvi Steinarsson, Anna María Flygenring,
Elín Erna Steinarsdóttir, Indriði Birgisson,
barnabörn og barnabarnabörn.