Morgunblaðið - 01.10.2008, Qupperneq 30
30 MIÐVIKUDAGUR 1. OKTÓBER 2008 MORGUNBLAÐIÐ
Raðauglýsingar 569 1100
Tilboð/Útboð
Sveitarfélagið Ölfus
Deiliskipulag, greinargerð og umhverfisskýrsla fyrir
Hellisheiðarvirkjun, 5. breytingu
Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Ölfuss auglýsir hér með tillögu á deiliskipulagi, samkvæmt 25. gr.
skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.
Gögn vegna 5. breytingar á deiliskipulagi Hellisheiðarvirkjunar. Um er að ræða deiliskipulags-
uppdrætti ásamt greinargerð sem inniheldur m.a. umhverfisskýrslu vegna breytingarinnar.
Breytingar frá fyrra deiliskipulagi
Deiliskipulagsbreyting þessi er fimmta breyting á deiliskipulagi sem upphaflega var samþykkt
24.06. 2004 og öðlaðist gildi 20.07 2004. Gildandi deiliskipulag var samþykkt 29.03. 2007 og
öðlaðist gildi 02.11 2007.
Breytingin er háð lögum nr. 105/2006 um umhverfismat áætlana og er umhverfisskýrsla vegna
breytingarinnar hluti af greinargerð.
Breytingar frá gildandi deiliskipulagi eru eftirfarandi:
1. Vélasalir fyrir vélar 5 og 6, ásamt kæliturnum og öðrum tilheyrandi mannvirkjum, verða staðsett
austar á virkjunarsvæðinu, þar sem ekki er nægjanlegt rými á núverandi lóð við Kolviðarhól. Fyrir-
huguð staðsetning er við Hamragilsveg vestan skiljustöðvar B, þar sem gert er ráð fyrir nýrri lóð
og byggingarreit fyrir mannvirkin.
Stærð lóðar er 10,5 ha en stærð byggingarreits 7,5 ha.
Færsla á vélum á nýjan stað kallar á breytta staðsetningu á mannvirkjum sem tengjast vélunum.
Eftirfarandi mannvirki verða staðsett innan sömu lóðar og byggingarreits:
Vélasalur. Grunnflötur hans er að hámarki 4.000 m².
Gufuháfar. Tveir háfar sem verða að hámarki 20 m.
Lokahús. Stærð þess er að hámarki 400 m².
Kæliturnar.Tveir kæliturnar sem verða að hámarki 20 m háir og 1.500 m² að
grunnfleti.
Mannvirki fyrir H2S hreinsibúnað:Tveir háfar sem verða að hámarki 12 m háir
og bygging sem er að hámarki 500 m² að grunnfleti.
Vegna fyrirhugaðrar færslu á vélum 5 og 6 mun gufuaðveituæðum að stöðvarhúsi við Kolviðarhól
fækka úr sex í fjórar miðað við fyrri áform.Tekin er burt 11 kV raflína sem liggur um svæðið en er
ekki lengur þörf á. Skíðaskáli Vals sem staðsettur er norðan lóðarinnar mun verða fjarlægður.
2. Vegna nýrrar lóðar þarf að færa tvö geymslusvæði / efnislagera sem eru alls um 2,9 ha. Gert er
ráð fyrir nýjum geymslusvæðum og efnislagerum á þremur stöðum á skipulagssvæðinu.
Staðsetningu svæðanna má sjá á uppdrætti með deiliskipulagsbreytingu. Samanlögð stærð
þessara svæða er um 4,4 ha.
3. Fyrirhugað er að færa veg, sem liggur inn í Sleggjubeinsdal, til að beina almennri umferð
vestur fyrir og framhjá fyrirhugaðri lóð véla 5 og 6 fremur en í gegnum hana. Nýr vegur verður
um 550 m að lengd og 6,5 m að breidd. Þá er gönguleið hliðrað að vegi á þessum kafla.
4. Lagður verður jarðstrengur frá vélasal að tengivirki Landsnets innan virkjunarsvæðis.
5. Fyrirhugað er að bæta við tveimur nýjum niðurrennslissvæðum við Hellisheiðarvirkjun, en þau
svæði eru norðvestan við Kolviðarhól, beggja vegna tengivirkis Landsnets. Svæðin eru innan
virkjunarsvæðisins á Hellisheiði og eru samtals 6,5 ha. Framkvæmdin felur í sér gerð borteiga og
borun borhola á nýju niðurrennslissvæði. Borholur verða á borteigum innan niðurrennslissvæða.
Þá er ráðgert að leiða affallsvatn að nýju niðurrennslissvæði frá skiljuvatnsaðveitu og frá
stöðvarhúsinu við Kolviðarhól og mögulega frá fyrirhuguðum vélasal við Hamragilsveg.
6. Gert er ráð fyrir nýju borsvæði í Hamragili. Stærð borsvæðis er 1 ha en borholur verða á bor-
teigum innan borsvæðis. Safnæðar verða tengdar inn á skiljustöð B.
7. Reiðleið sem liggur vestan lóðar stöðvarhúss við Kolviðarhól hliðrast til austurs og mun liggja
innan lóðar stöðvarhúss að hluta. Reiðleiðin verður vestan bílastæða og aðkomusvæðis eftir
breytingu.
8. Leiðrétt er staðsetning fyrir neyðarlosun skiljuvatns (svelgholur). Gert er ráð fyrir lóð og bygg-
ingarreit sem ná mun yfir lokahús (og sambyggða hljóðdeyfa) sem nauðsynlegt er til að verja
stjórnloka og annan búnað.
9. Borteigur austan í Stóra Reykjafelli stækkar úr 1,7 ha í 2,2 ha vegna áforma um að koma þar
fyrir fleiri borteigum og borholum. Borholur verða á borteigum innan borsvæðis.
Deiliskipulagið verður til sýnis í Ráðhúsi Ölfuss, Hafnarbergi 1, Þorlákshöfn frá og með 1. okt-
óber 2008 til 29. október 2008. Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn
kostur á að gera athugasemdir við breytingartillögurnar. Frestur til að skila inn athugasemdum er
til 12. nóvember 2008. Skila skal athugasemdum á bæjarskrifstofur Sveitarfélagsins Ölfuss,
skipulags- og byggingarfulltrúi, Hafnarbergi 1, 815 Þorlákshöfn, á skrifstofutíma. Hver sá sem eigi
gerir athugasemdir við breytingartillöguna fyrir tilskilinn frest telst samþykkur henni.
Sigurður Jónsson
skipulags- og byggingarfulltrúi.
Smáauglýsingar
Dýrahald
Hreinræktaðir Labrador hvolpar-
til sölu
Tilbúnir til afhendingar 21. okt. Mælt
með gotinu af Ræktunarráði Retrie-
verdeildar HRFÍ. Sjá myndir
www.blaskoga-tinna.blog.is
og frekari uppl. í 898-0655 Auður
Heilsa
Léttist um 22 kg á aðeins
6 mánuðum
LR-kúrinn er ótrúlega einfaldur og
öflugur. Aukin orka, betri svefn og
aukakílóin hverfa. Dóra 869-2024,
www.dietkur.is
Atvinnuhúsnæði
Til leigu nýinnréttuð skrifstofu-
herbergi í 104 Rvk. Securitas-
öryggiskerfi. Tölvulagnir. Góð
samnýting. Uppl. í síma 896 9629.
Sumarhús
Stórglæsilegt sumarhús til leigu
Til leigu 97 fm sumarhús, þar af 25
fm milliloft. Húsið er staðsett í
Brekkuskógi, um 15 mínútna akstur
frá Laugarvatni. Þau gerast ekki mikið
flottari! Heitur pottur. Sími 841 0265.
Rotþrær, heildarlausn (“kit”)
á hagstæðu verði. Sérboruð siturrör,
fráveiturör og tengistykki.
Einangrunarplast og takkamottur.
Borgarplast, Seltjarnarnesi, sími
561 2211. Heimasíða:
www.borgarplast.is
Falleg og vönduð sumarhús frá
Stoðverk ehf. í Ölfusi.
Gott verð. Teiknum eftir óskum kaup-
enda, sýningarhús á staðnum. Einnig
til sölu lóðir á Flúðum.
Símar: 660 8732, 660 8730,
892 8661, 483 5009.
stodverk@simnet.is
Námskeið
Leðurskógerð
Langar þig að læra að sauma þína
eigin leðurskó? Söðlasmiður kemur til
okkar og heldur námskeið helgina 4.-
5. október og 11.-12. október. Nánari
upplýsingar á www.leduroglist.is
eða í síma 578-1808.
Leður & List - Frakkastíg 7.
Langar þig að læra spænsku?
Frú Mínerva reddar því! Grúskarinn
hefst 20. okt. Nánari upplýsingar á
www.fruminerva.is og í síma
552 3578.
Þjónusta
Myndatökur
www.lgi.is
Ýmislegt
Ökukennsla
Bilaskoli.is
Bókleg námskeið - ökukennsla
- akstursmat - kennsla fatlaðra
Sverrir Björnsson
Volkswagen Passat '08.
8924449/5572940.
Ævar Friðriksson
Toyota Avensis '06.
8637493/5572493.
Gylfi Guðjónsson
Subaru Impreza '08.
6960042/5666442.
Snorri Bjarnason
Nýr BMW 116i ´07.
Bifhjólakennsla.
8921451/5574975.