Morgunblaðið - 01.10.2008, Qupperneq 32
32 MIÐVIKUDAGUR 1. OKTÓBER 2008 MORGUNBLAÐIÐ
Þrautin felst í því að fylla
út í reitina þannig að í
hverjum 3x3-reit birtist töl-
urnar 1-9. Það verður að
gerast þannig að hver níu
reita lína bæði lárétt og
lóðrétt birti einnig tölurnar
1-9 og aldrei má tvítaka
neina tölu í röðinni.
Sudoku
dagbók
Í dag er miðvikudagur 1. október,
275. dagur ársins 2008
Orð dagsins: Enginn á meiri kærleik
en þann að leggja líf sitt í sölurnar fyr-
ir vini sína. (Jh. 15, 13.)
Þarf ég að hafa áhyggjur“ er yf-irskrift fundar, sem haldinn
verður á vegum Glitnis í kvöld. Á
þessum fundi munu almennir spar-
fjáreigendur geta sótt sér ráðgjöf
um „tækifæri og áhættur“ og leitað
svara við spurningunni um það
hvernig takast eigi á við fjármálin. Í
tilkynningu, sem send var um fund-
inn til viðskiptavina Glitnis, segir að
Lárus Welding, forstjóri bankans,
muni halda erindi með heitinu
„Staða Glitnis í breyttu umhverfi“.
Þetta málefni hyggst forstjórinn af-
greiða á fimmtán mínútum. Mörgum
kann að virðast kaldhæðnislegt að
Glitnir skuli halda fund með þessari
yfirskrift eftir atburði helgarinnar
og mánudagsins. Víkverji er hins
vegar þeirrar hyggju að hafi þessi
fundur einhvern tímann verið tíma-
bær sé það nú.
x x x
Sarah Palin, varaforsetaefnidemókrata, hefur aldeilis vakið
athygli. Palin er guðhrædd kona. Í
júní tók hún til máls á samkomu í
byggðarlagi sínu, sem heitir Wasilla
og minnir nafnið óneitanlega á ógn-
valdinn Godzilla, sem í eina tíð
hrelldi gesti kvikmyndahúsa. Í guðs-
þjónustu hjá Söfnuði Guðs í Wasilla
fjallaði hún um viðleitni sína til að
leggja gasleiðslu þvert yfir Alaska.
„Ég held að það þurfi að framfylgja
vilja guðs með því að skapa einingu
með fólki og fyrirtækjum til þess að
þessi gasleiðsla verði lögð – þannig
að þið skuluð biðja fyrir því,“ sagði
hún. „Guð býr í garðslöngunni,
amma,“ söng Megas. Guð hefur
greinilega líka hug á að setjast að í
gasleiðslunni. Palin hefur lýst því að
í þessu umhverfi hafi heimssýn
hennar mótast. Í sömu guðsþjónustu
spáir presturinn því að Alaska verði
griðastaður fólks „á hinum hinstu
dögum“, þar verði þúsundum manna
frá ríkjunum, sem liggja sunnar,
þjónað við endalok heimsins. Þetta
er rifjað upp í tímaritinu The New
Yorker og bætt við tilvitnun í Palin:
„Ég ólst upp í Söfnuði Guðs í Wasilla
– í guðsþjónustu getur ekkert komið
mér á óvart.“ víkverji@mbl.is
Víkverjiskrifar
Krossgáta
Lárétt | 1 berja, 4 hörf-
ar, 7 fylgifiskar, 8 ósvip-
að, 9 nóa, 11 vesælt, 13
drepa, 14 ryskingar, 15
mjúk, 17 klúryrði, 20
hryggur, 22 lestr-
armerki, 23 tínir, 24
hrörna, 25 vafra.
Lóðrétt | 1 jarðeign, 2
hittum, 3 hina, 4 tafl-
mann, 5 klifrast, 6
valska, 10 hættulega, 12
verkfæri, 13 tjara, 15
bifar, 16 trjátegund, 18
skemma, 19 drepa, 20
aðeins, 21 útungun.
Lausn síðustu krossgátu
Lárétt: 1 fagurgali, 8 léleg, 9 daður, 10 und, 11 sárar, 13
aurum, 15 sagga, 18 baggi, 21 púa, 22 draga, 23 nautn,
24 ósannindi.
Lóðrétt: 2 aflar, 3 uggur, 4 gedda, 5 liður, 6 úlfs, 7
Fram, 12 arg, 14 una, 15 södd, 16 glans, 17 apann, 18
banni, 19 grund, 20 iðna.
1
7
11
15
22
24
12
14
3
9
20
10
4
8
21
23
25
13
17
5
18
6
19
2
16
Skák
Helgi Áss Grétarsson | ritstjorn@mbl.is
1. e4 e5 2. Rf3 Rf6 3. d4 Rxe4 4. Bd3 d5
5. dxe5 Be7 6. O–O Rc6 7. Rc3 Rxc3 8.
bxc3 Bg4 9. He1 Dd7 10. h3 Be6 11.
Hb1 Hb8 12. Rg5 Bxg5 13. Bxg5 O–O
14. Df3 Hfe8 15. Hbd1 Re7 16. c4 Dc6
17. cxd5 Bxd5 18. Dg3 Rg6 19. h4 h5
20. f4 Dc5+ 21. Kh2 Bxa2
Staðan kom upp í heimsmeist-
aramóti kvenna sem lauk fyrir
skömmu í Nalchik í Rússlandi. Sig-
urvegari mótsins, Alexandra Koste-
niuk (2.510) frá Rússlandi, hafði hvítt
gegn Atousa Pourkashiyan (2.269) frá
Íran. 22. Bf6! gxf6 23. Bxg6 fxe5
svartur hefði einnig tapað eftir 23.
… fxg6 24. Dxg6+. 24. Hd7 Kh8 25.
Dg5 Df8 26. Dxh5+ Kg7 27. Dh7+ Kf6
28. fxe5+ Hxe5 29. Hf1+ Ke6 30.
Hfxf7 og svartur gafst upp.
Hvítur á leik.
Brids
Guðmundur Páll Arnarson | ritstjorn@mbl.is
Of mikil pressa.
Norður
♠DG62
♥105
♦Á852
♣K62
Vestur Austur
♠K7 ♠983
♥96 ♥ÁKG873
♦D10743 ♦G6
♣D1073 ♣85
Suður
♠Á1054
♥D42
♦K9
♣ÁG94
Suður spilar 4♠.
„Hvað getur hann átt mikið fyrir
2♥?“ Sagnhafi var staddur á kross-
götum og vildi fara yfir stöðuna. Eftir
tvö pöss vakti austur á 2♥, suður do-
blaði, norður krafði með 3♥, suður sagði
3♠, sem norður hækkaði í 4♠. Út kom
hjartanía, austur tók á ♥Á-K, spilaði
þriðja hjartanu og vestur trompaði með
sjöunni. Góð vörn, en nú var vestur
kominn í þriðju gráðu yfirheyrslu um
styrkinn á tveggja hjarta sögn austurs.
„Hann var í þriðju hendi,“ svaraði vest-
ur pirraður og strauk svitann af enninu.
Það hafði reynt á taugarnar að trompa
hiklaust með sjöunni og þetta röfl um
styrkinn var meira en vestur þoldi.
Sagnhafi skynjaði bylgjurnar við borðið
og spilaði spaða á ásinn. Tók tvö tromp í
viðbót og sendi svo vestur inn á tígul til
að spila upp í laufgaffalinn.
Óþolandi – fyrir vestur.
(21. mars - 19. apríl)
Hrútur Það sem kann að vera í gangi er
tímabundið. Sjálfsmynd einhvers gæti
skaðast, annars er lítið í húfi. Treystu á
innsæið, komdu þér í gegnum þetta.
(20. apríl - 20. maí)
Naut Þegar þú heldur þig við upphaflega
áætlun verður einhver fúll. Breytingar
myndu hins vegar valda fleira fólki ónæði.
Vertu ánægður með ákvörðun þína.
(21. maí - 20. júní)
Tvíburar Það ríkir meiri samkeppni á
markaðinum en þig grunaði. Þekktu vel
og nýttu þá kosti sem þú býrð yfir. Það
eru góð tækifæri alls staðar þegar augað
lærir að nema þau.
(21. júní - 22. júlí)
Krabbi Viss iðja á hjarta þitt og huga og
það er kominn tími til að þú fáir kennara
sem leiðbeinir þér í gegnum næsta skref.
Skrifaðu bréf til þeirra er veita þér inn-
blástur.
(23. júlí - 22. ágúst)
Ljón Biddu um það sem þú virkilega vilt.
Þú veist ekki hvað er mögulegt fyrr en þú
lætur á það reyna. Takmörk eru sjón-
hverfingar einar.
(23. ágúst - 22. sept.)
Meyja Ástvini þínum virðist ganga allt í
haginn, en hann þjáist. Þú ert sá sem get-
ur hjálpað honum. Bíddu með spurning-
arnar. Læknaðu hann með athygli þinni.
(23. sept. - 22. okt.)
Vog Þér leiðist vanagangurinn. Opnaðu
hugann og breyttu áætlunum. Að upp-
götva eitthvað á eigin spýtur er dásam-
legt og þú vilt gera það aftur og aftur.
(23. okt. - 21. nóv.)
Sporðdreki Mikið er búið að vera í gangi
og langar þig helst að fá að vera einn í ró
og næði í nokkra daga. Smávegis redd-
ingar fyrir friðinn, þú meikar það alveg.
(22. nóv. - 21. des.)
Bogmaður Annaðhvort ertu með frábært
tengslanet eða ótrúlega heppinn. Dífðu
þig út og heilsaðu upp á mann og annan.
Þú gætir gert bestu kynni lífsins.
(22. des. - 19. janúar)
Steingeit Þú ert í millibilsástandi. Hluta
af þér líður eins og barni og sá hluti vill
koma út. Þér gengur vel ef þú sýnir þörf
þinni til að leika þér þolinmæði.
(20. jan. - 18. febr.)
Vatnsberi Þú sendir frá þér sam-
úðarbylgjur. Fólk sem er að kynnast þér
á það til að opna sig fyrir þér. Þú verður
að þegja yfir öllum upplýsingunum sem
þú færð. Líka þeim sem sjokkera þig.
(19. feb. - 20. mars)
Fiskar Þú byrjar með endinn í huga sem
er besta leiðin til að ráðast á neikvæðar
hugsanir. Mundu að verkið breytir miklu.
Stjörnuspá
Holiday Mathis
1. október 1846
Hús Hins lærða skóla við
Lækjargötu í Reykjavík (nú
Menntaskólans) var vígt, en
skólinn hafði áður verið á
Bessastöðum. Þetta var lengi
stærsta hús bæjarins.
1. október 1933
Ásta Magnúsdóttir, 45 ára
fulltrúi, var skipuð ríkisfé-
hirðir og gegndi stöðunni í
aldarfjórðung. Hún var fyrsta
konan sem hlaut opinbera
embættisstöðu hér á landi.
1. október 1947
Skömmtun á ýmsum nauð-
synjavörum var tekin upp til
að spara gjaldeyri. Meðal
vörutegundanna voru korn-
vara, búsáhöld, kaffi, hrein-
lætisvörur, sykur, brjóstahald-
arar og vatnsfötur.
1. október 1952
Hljóðritun á ræðum alþing-
ismanna hófst, en áður höfðu
þingskrifarar séð um að skrá
ræðurnar jafnóðum og þær
voru fluttar.
1. október 1963
Risasæskjaldbaka fannst á
reki skammt frá Grímsey á
Steingrímsfirði. Hún var 157
sentimetra löng og á fjórða
hundrað kílógrömm. Þetta var
talin fyrsta skepna sinnar teg-
undar sem fundist hefur hér
við land.
Dagar Íslands | Jónas Ragnarsson.
Þetta gerðist …
Elísabet Jó-
hanna Sigurð-
ardóttir, hús-
freyja á
Akureyri, er 95
ára í dag, 1. októ-
ber. Afmæl-
isbarnið býður
fjölskyldu og vin-
um í kaffiboð í
hátíðarsal Hlíðar, laugardaginn 4.
október kl. 15.
80 ára
AFMÆLISVEISLA Margrétar verður ekki smá í
sniðum þó hún sé eingöngu fyrir fjölskyldu og
vini. Margrét býst við að á annað hundrað manns
mæti en það kemur fáum á óvart sem hana þekkja
þar sem hún hefur komið víða við. T.a.m. hefur
hún unnið með Soroptimistahreyfingunni og að
störfum í þágu golfíþróttarinnar auk þess sem hún
er mörgum kunn innan hönnunargeirans.
Margrét fæddist á Hánefsstöðum við Seyðis-
fjörð. Hún er dóttir Árna Vilhjálmssonar og Guð-
rúnar Þorvarðardóttur frá Keflavík. Hún á þrjú
börn, átta barnabörn og eitt langömmubarn.
Margrét er þekkt fyrir hönnun á fatnaði úr íslenskri ull en hún
hannar undir merkinu M-design. „Ég er búin að vera í hálfa öld í
þessu og hef aldrei haft meira að gera en nú,“ segir hún.
Margrét kemst þó sérstaklega á flug spurð um golfíþróttina sem
hún hefur stundað með hléum undanfarin 40 ár. „Golfið er það
skemmtilegast sem til er í lífinu. Maður verður heimsmeistari bara
prívat,“ segir hún. Þegar Margrét flutti til Ísafjarðar 1977 stofnaði
hún Golfklúbb Ísafjarðar. Á 30 ára afmæli klúbbsins var henni boðið
til Ísafjarðar á afmælisgolfmót. „Það var gerður flottur verðlauna-
bikar sem kallast Margrétarbikar. Mér fannst ég hafa verið að fá Ósk-
arinn eða fálkaorðuna, mér varð svo mikið um þetta og það var stutt í
tárin.“ ylfa@mbl.is
Margrét Árnadóttir hönnuður áttræð
Aldrei verið meira að gera
Nýirborgarar
Keflavík Thelma Katrín
fæddist 28. janúar kl.
21.37. Hún vó 3.715 g og
var 53 sm löng. Foreldrar
hennar eru Kristín Eik
Gústafsdóttir og Grétar
Þór Guðjónsson.
Keflavík Auður Líf fædd-
ist 22. apríl kl. 15.55. Hún
vó 5.210 g og var 57 cm
löng. Foreldrar hennar
eru Sigríður María Ey-
þórsdóttir og Benedikt
Kristbjörnsson.
Reykjavík Hreiðar Már
fæddist 14. maí kl. 21.50.
Hann vó 3.725 g og var 51
cm langur. Foreldrar
hans eru Hanna B. Hreið-
arsdóttir og Pétur Óli
Jónsson.
4 1 9
6 8 1
2 3 5 8
2 4 8 5
6 7 9 2
8 5 4 6
1 5 9 6
6 7 4
8 1 2
Frumstig
1 2 7 6 4
4 2 6 9
6 3
1 3
8 7 4 1
2 6
8 3
3 8 6 7
7 4 3 5 9
Miðstig
7 2 8
8 9 1 7
7 2 6 9 3
4 6 5 1
2 5
1 2 7 9
4 8 6 3 1
1 5 8 7
3 1 7
Efstastig
4 1 2 8 5 7 9 3 6
5 9 6 4 1 3 2 8 7
7 3 8 9 6 2 5 4 1
6 4 7 3 8 5 1 2 9
3 2 1 6 9 4 8 7 5
9 8 5 7 2 1 3 6 4
8 7 4 5 3 9 6 1 2
2 5 3 1 4 6 7 9 8
1 6 9 2 7 8 4 5 3
7 4 9 3 1 2 5 8 6
1 2 5 8 6 4 9 7 3
6 8 3 9 5 7 2 1 4
2 5 6 1 9 3 8 4 7
8 9 7 2 4 6 1 3 5
4 3 1 5 7 8 6 9 2
5 7 4 6 8 9 3 2 1
3 6 8 7 2 1 4 5 9
9 1 2 4 3 5 7 6 8
2 6 5 7 4 9 3 1 8
3 4 8 6 1 2 7 9 5
9 1 7 8 5 3 2 4 6
5 2 4 9 7 1 6 8 3
6 7 1 4 3 8 9 5 2
8 3 9 5 2 6 1 7 4
1 5 6 2 8 7 4 3 9
4 9 3 1 6 5 8 2 7
7 8 2 3 9 4 5 6 1
Lausn síðustu Sudoku.