Morgunblaðið - 01.10.2008, Síða 39
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. OKTÓBER 2008 39
THE Appeal er fyrsta lagadrama John
Grisham í þrjú ár, það síðasta var The Last
Juror. Þar sem farsæll
metsöluhöfundur á í hlut
kemur ekki á óvart að
The Appeal þaut upp
vinsældalista víða um
heim, hefur til dæmis
setið ofarlega á erlenda
metsölulista Eymunds-
son undanfarnar vikur.
Efnaverksmiðjan Krane
er dæmd til greiðslu
hárra skaðabóta vegna losunar úrgangs-
efna í vatnsból en mengað vatnið leiddi til
veikinda og dauða fjölda manna, þar á með-
al barna. Forsvarsmenn fyrirtækisins
áfrýja dómnum en láta ekki þar við sitja
heldur leggja allt í sölurnar til að hafa áhrif
á úrskurð áfrýjunarréttar og þar er einskis
svifist til að ná markmiðinu.
Efnið er verulega áhugavert en spennu
skortir í frásögnina. Það er eins og Grisham
treysti um of á söguefni sitt og telji að það
eitt og sér muni halda lesandanum við efn-
ið. Vissulega eru þarna dapurlegar lýsingar
á örlögum saklauss fólks en samt skortir
verulega nánd. Lesandinn er allan tímann
ögn fjarlægur persónum sem gerir að verk-
um að hann á erfitt með að lifa sig inn í frá-
sögnina.
Grisham, sem kann að mörgu leyti til
verka, virðist ekki hafa nennt að einbeita
sér að því að draga upp sterkar myndir af
persónum heldur fremur kosið að einbeita
sér að frásögn um pólitíska spillingu. Hann
er gagnrýninn á bandaríska pólitík og
hrossakaup í dómskerfinu. Honum er nokk-
uð mikið niðri fyrir og telur sig greinilega
eiga erindi en hefði átt að vanda sig betur.
Hann gleymir til dæmis spennunni og end-
irinn er furðulega slappur. The Appeal er
því bók sem er ekki nema rétt í meðallagi.
Grisham getur gert miklu betur.
Barist í
dómssal
The Appeal, skáldsaga eftir John Grisham. Arrow
Books gefur út. 501 bls. ób.
Kolbrún Bergþórsdóttir
BÆKUR» METSÖLULISTAR»
1. The Story of Edgar Sawtelle -
David Wroblewski
2. The Other Queen -
Philippa Gregory
3. Faefever - Karen Marie Moning
4. The Girl With the Dragon
Tattoo - Stieg Larsson
5. The Guernsey Literary and Po-
tato Peel Pie Society - Mary Ann
Shaffer & Annie Barrows
6. The Book of Lies - Brad Meltzer
7. The Host - Stephenie Meyer
8. Anathem - Neal Stephenson
9. American Wife -
Curtis Sittenfeld
10. Indignation - Philip Roth.
New York Times
1. A Most Wanted Man -
John Le Carre
2. A Thousand Splendid Suns
Khaled Hosseini
3. Boy in the Striped Pyjamas -
John Boyne
4. The Reluctant Fundamentalist -
Mohsin Hamid
5. The Kite Runner -
Khaled Hosseini
6. The Road Home - Rose Tremain
7. The Forgotten Garden -
Kate Morton
8. The Strange Case of Dr. Jekyll
and Mr. Hyde - Robert Mighall
9. The Book Thief - Markus Zusak
10. The Ghost - Robert Harris
Waterstone’s
1. Girl With the Dragon Tattoo -
Stieg Larsson
2. Garden of Evil - David Hewson
3. When Day Breaks -
Mary Jane Clark
4. Book of the Dead -
Patricia Cornwell
5. Whole Truth - David Baldacci
6. Appeal - John Grisham
7. Damnation Falls -
Edward Wright
8. Dark of the Moon -
John Sandford
9. Amazing Grace - Danielle Steel
10. Critical - Robin Cook
Eymundsson
Eftir Árna Matthíasson
arnim@mbl.is
EKKI er gott að segja hvað veld-
ur, en undanfarin ár hefur vart
verið þverfótað fyrir „listabók-
um“ allskonar: 1001 bók sem
maður verður að lesa fyrir dauð-
ann, 100 staðir til að heimsækja
áður en maður geispar golunni,
1001 plata sem ekki má missa af
o.s.frv. Hugsanlega eru þetta eft-
irhreytur aldamótanna eða birt-
ingarmynd þess hve frítími er af
skornum skammti; til að nýta
tímann er best að treysta á lista.
Þeir sem fengið hafa nóg af
listum geta sótt sér fróun í einum
listanum til en að þessu sinni
lista yfir allt það sem maður á
ekki að gera áður en gengið er
fyrir ætternisstapa. Að því er
kemur fram í eftirmála bók-
arinnar er listinn byggður á öðr-
um listum (listalistabók) og þá
þannig að Jordison hefur tekið
allar heimskulegustu uppá-
stungurnar um það hvernig
drepa eigi tímann síðustu æviár-
in.
Ekki borða skít
Íslendingum þykir væntanlega
einna forvitnilegast að heyra að í
röðinni er sú hvatning að menn
láti algerlega eiga sig að éta há-
karl sem verkaður sé upp á ís-
lenskan máta (númer 14 í röð-
inni). Jordison lýsir því af
nokkurri íþrótt hvernig hákarlinn
er verkaður, látinn „rotna og
úldna“ og síðan því hvernig hans
sé neytt með áherslu á að hafa
við höndina ískalt brennivín til að
deyfa bragðlaukana. Hann rifjar
upp þau orð Anthonys Bourdains,
matreiðslumeistarans þekkta,
sem segir að hákarl sé „það lang-
versta, ógeðslegasta og hræðileg-
asta“ sem hann hafi bragðað um
ævina, sem sé fast að orði kveðið
í ljósi þess að Bourdain hafi eitt
sinn neytt kóbraslöngugalls í
sjónvarpsþætti sínum. Eins hafi
hörkutólið Gordon Ramsay rétt
verið búið að renna niður há-
karlsbita í sjónvarpsþætti sínum
er það kastaði upp með látum.
Upptalningin í bókinni er
óneitanlega hugmyndarík, til að
mynda ætti maður ekki að gera
sér ferð til sjá Monu Lisu í Lo-
uvre (53), ekki að lesa Ulysses
eftir James Joyce (39) og alls
ekki að læra á ukulele (52). Okto-
berfest (102), sem stendur nú í
Bæjaralandi, er ein af þeim há-
tíðum sem betra er að láta eiga
sig og eins San Fermín í Pamp-
lona (nautahlaupið fræga) (77).
Áður er getið um hákarl, en það
er sitthvað annað sem maður á
ekki að láta inn fyrir varirnar, til
að mynda rósakál (39), fugu (jap-
anskur fiskur) (89) og styrju-
hrogn (kavíar) (75) og alls ekki
drekka Kopi Luvak kaffi (35),
sem unnið sé úr skógarmarða-
skít; kapítalisminn í hnotskurn:
viðskiptakerfi sem hefur það
markmið eitt að selja bjánum skít
á hæsta fáanlega verði.
Sod That! 103 things not to do
before you die eftir Sam Jordi-
son. Orion gefur út. 213 bls.
Forvitnilegar bækur: Er ekki nóg komið af listum?
Láttu þetta ógert:
Varúð Ekki fallhlífarstökk, sund með hákörlum eða glóandi kol.
Þú færð 5 %
endurgreitt
í SmárabíóSími 564 0000
www.laugarasbio.is
Þú færð 5 % endurgreitt í Laugarásbíó
ef þú greiðir með kreditkorti
tengdu Aukakrónum
Sýnd kl. 8 og 10
Sýnd kl. 6
SÝND Í SMÁRABÍÓI, HÁSKÓLABÍÓI OG BORGARBÍÓISÝND Í SMÁRABÍÓI, HÁSKÓLABÍÓI OG BORGARBÍÓI
eeee
- Ó.H.T, Rás 2
eee
- L.I.B, Topp5.is/FBL
Sýnd kl. 6
M Y N D O G H L J Ó Ð
-S.V., MBL
Troddu þessu í pípuna og reyktu það!
Troddu þessu í pípuna og reyktu það!
-T.S.K., 24 STUNDIR
„ÁN EFA BESTA MYND
APATOW-HÓPSINSTIL ÞESSA.“
- H.J., MBL
„Í HÓPI BESTU
GAMANMYNDA ÁRSINS.“
-L.I.B.,TOPP5.IS/FBL
„... LANGFYNDNASTA MYND SEM ÉG
HEF SÉÐ Í LENGRITÍMA...“
- DÓRI DNA, DV
-T.S.K., 24 STUNDIR
- H.J., MBL
-L.I.B.,TOPP5.IS/FBL
- DÓRI DNA, DV
FRAMTÍÐAR SPENNUTRYLLIR
Í ANDA BLADE RUNNER
LUKKU LÁKI ER MÆTTUR AFTUR
Í SKEMMTILEGRI MYND FYRIR
ALLA FJÖLSKYLDUNA
Tekjuhæsta mynd allra tíma á Íslandi!
HÖRKU HASAR
Burn After Reading kl. 5:45 - 8 - 10:15 B.i. 16 ára
Burn After Reading kl. 5:45 - 8 - 10:15 LÚXUS
Pineapple Express kl. 5:30 D - 8 D - 10:30 D B.i. 16 ára
Step Brothers kl. 5:45 - 8 - 10:15 B.i. 12 ára
Mirrors kl. 10:30 B.i. 16 ára
Mamma Mia kl. 5:30 LEYFÐ
Grísirnir þrír kl. 3:45 LEYFÐ
Lukku Láki kl. 4 LEYFD
-bara lúxus
Sími 553 2075
Sýnd kl. 6, 8 og 10
Sýnd kl. 8 og 10:15
- H.J., MBL
-T.S.K., 24 STUNDIR
SÝND Í SMÁRABÍÓI
eeee
- Ó.H.T, Rás 2
eee
- L.I.B, Topp5.is/FBL
Tekjuhæsta mynd allra tíma á Íslandi!
SÝND SMÁRABÍÓI OG HÁSKÓLABÍÓI
50 kr. afsláttur ef þú kaupir bíómiðann á
ar bíómiðann með Kreditkorti tengdu Aukakrónum!
S.V. MBL
LUKKU LÁKI ER MÆTTUR AFTUR
Í SKEMMTILEGRI MYND FYRIR
ALLA FJÖLSKYLDUNA