Morgunblaðið - 01.10.2008, Page 41
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. OKTÓBER 2008 41
/ SELFOSSI/ KEFLAVÍK/ AKUREYRI
SÝND Í ÁLFABAKKA OG KRINGLUNNI
ALLS EKKI FYRIR
VIÐKVÆMA!
- B.S., FBL
- Þ.Þ., D.V.- 24 STUNDIR
- S.V., MBL- Ó.H.T., RÁS 2
VIPSALURINNER BARA LÚXUS
ER STAÐSETTUR Í SAMBÍÓUNUM ÁLFABAKKA
SÝND Í ÁLFABAKKA
HÖRKU-DANSMYND
MEÐ HINNI SJÓÐHEITU
MARY ELIZABETH WINSTEAD
SÝND Í ÁLFABAKKA
EIN FLOTTASTA ÆVITÝRAMYND ÁRSINS MEÐ
ÍSLENSKU LEIKKONUNNI ANÍTU BRIEM Í EINU
AF AÐALHLUTVERKUNUM.
SÝND Í ÁLFABAKKA OG AKUREYRI
Þegar Charlie Bartlett talar þá hlusta allir!
-TOMMI - KVIKMYNDIR.IS
S.V. - MORGUNBLAÐIÐ
SÝND Í KRINGLUNNI
Frábær gamanmynd frá framleiðendum Sideways.
DENNIS QUAID, SARAH JESSICA PARKER,
ELLEN PAGE, OG THOMAS HADEN CHURCH
- H.G.G., POPPLAND
-TOMMI, KVIKMYNDIR.IS
- S.V. MORGUNBLAÐIÐ
SÝND Á SELFOSSI
SÝND Í ÁLFABAKKA
WILD CHILD kl. 6 - 8 LEYFÐ
GEIMAPARNIR m/ísl. tali kl. 6 LEYFÐ
CHARLIE BARTLETT kl. 8 B.i. 12 ára
WILD CHILD kl. 8 - 10:10 LEYFÐ
STEP BROTHERS kl. 8 B.i. 7 ára
MAKE IT HAPPEN kl. 10:10 B.i. 16 ára
MAKE IT HAPPEN kl. 8 - 10:10 LEYFÐ
STEP BROTHERS kl. 8 B.i. 16 ára
MIRRORS kl. 10:10 B.i. 16 ára
SÝND Í KEFLAVÍK OG SELFOSSISÝND Í KEFLAVÍK OG SELFOSSI
Skógarhlíð 18 • sími 595 1000 • www.heimsferdir.is
Munið Mastercard
ferðaávísunina
Birt með fyrirvara um prentvillur. Heimsferðir áskilja sér rétt til leiðréttinga á slíku.
Ath. að verð getur breyst án fyrirvara.
Búdapest
16. október
frá kr. 59.990
Heimsferðir bjóða frábært sértilboð á allra síðustu sætunum í fjögurra nátta
helgarferð til Búdapest 16. október. Bjóðum ótrúlegt sértilboð á gistingu á Hotel
Novotel Centrum sem er gott og mjög vel staðsett fjögurra stjörnu hótel. Búdapest
er ein fegursta borg Evrópu og haustið er einstakur tími til að heimsækja borgina.
Fararstjórar Heimsferða gjörþekkja borgina og kynna þér sögu hennar og heillandi
menningu. Búdapest býður einstakt mannlíf, menningu og skemmtun að
ógleymdri getrisni Ungverja auk frábærra veitinga- og skemmtistaða.
Helgarferð á einstökum tíma - Aðeins 19 sæti!
Verð kr. 59.990 - helgarferð
Netverð á mann, m.v. 2 í herbergi í 4 nætur á
Hotel Novotel Centrum **** með morgunmat.
Sértilboð 16. okt.
Aukagjald fyrir einbýli kr. 15.000.
Ótrúlegt sértilboð
Frábær gisting
Hotel Novotel Centrum
* * * *
Þótt ótrúlegt megi virðast stytt-ist nú óðfluga í enn ein jólin,sem koma eftir rétt rúma 80
daga. Einn fylgifiskur jólanna hér á
landi er hið mikla jólaplötuflóð, sem
líkt og jólabókaflóðið skellur á í
október og nóvember ár hvert.
Margir af stærstu og vinsælustu tón-
listarmönnum landsins eru með plöt-
ur í bígerð, og því eiga tónlistarunn-
endur gott í vændum.
En hvaða plötur verða vinsæl-
astar í pakkana þessi jólin? Þar eru
margir tilkallaðir, en, eins og venju-
lega, fáir útvaldir.
Páll Óskar er vinsælasti tónlist-armaður landsins – það er að
segja á Íslandi. Safnplata frá kapp-
anum er væntanleg eftir réttan mán-
uð, en hún heitir Silfursafnið og
verður tvöföld, auk þess sem henni
fylgir mynddiskur með mynd-
böndum, tónleikum, sjónvarps-
framkomum o.fl. Platan markar
fimmtán ára afmæli fyrstu sólóplötu
Palla, Stuð, og mun því innihalda lög
allt frá „Ljúfa líf“ og „TF-Stuð“ til
„Allt fyrir ástina“ og „Internatio-
nal“.
Ef að líkum lætur verður Silf-
ursafnið vinsælasta platan þessi jól-
in, og jafnvel sú langvinsælasta.
Nýtt safn frá Sálinni, Hér erdraumurinn, kemur í verslanir
innan skamms. Um gríðarlega veg-
lega útgáfu er að ræða, og verður
hægt að velja um þrjá mismunandi
pakka; sjö diska lúxuspakka í tak-
mörkuðu upplagi með fjórum hljóm-
diskum og þremur mynddiskum,
þriggja hljómdiska safn, og loks
tveggja mynddiska safn.
Fyrr á þessu ári sendi Sálin frá
sér glæsilega öskju með öllum plöt-
um sveitarinnar frá upphafi, og seld-
ist hún mjög vel. Hugsanlegt er að
askjan hafi mettað Sálar-markaðinn
að einhverju leyti, en hitt er annað
mál að Sálin á sér gríðarlega marga
aðdáendur sem kaupa allt sem sveit-
in sendir frá sér. Það er því engin
hætta á öðru en að safnið seljist vel.
Nýdönsk hefur unnið hörðumhöndum að nýrri plötu sem nú
er tilbúin. Platan hefur hlotið nafnið
Turninn, og er hún væntanleg í
verslanir á allra næstu dögum. Ný-
dönsk er einhver ástsælasta hljóm-
sveit landsins og að öðrum sveitum
ólöstuðum er hún sú íslenska sveit
sem tekst hvað best að brúa kyn-
slóðabilin. Turninn verður því án efa
í fjölmörgum jólapökkum hjá fólki á
aldrinum frá 15 til 65.
Þá er önnur plata Sprengjuhall-arinnar væntanleg. Sveitin sló
eftirminnilega í gegn á síðasta ári
með fyrstu plötu sinni – Tímunum
okkar. Fjölmargar sveitir hafa lent í
vandræðum með að fylgja eftir vin-
sælli fyrstu plötu, en Sprengjuhöllin
stenst þá pressu án efa. Líkt og Ný-
dönsk höfðar sveitin til allra aldurs-
hópa, auk þess sem vinalegt nafn
nýju plötunnar, Bestu kveðjur,
skemmir ekki fyrir. Án efa ein af
vinsælustu plötum þessara jóla.
Hljómsveitin Motion Boys sendirfrá sér sína fyrstu plötu núna í
október, en hún heitir Hang On. Í
stuttu máli er platan stórskemmtileg
og sérlega fersk, og munu lög á borð
við „Hold Me Closer to Your Heart“
og „Steal Your Love“ eflaust hljóma
mikið á öldum ljósvakans á næst-
unni. Það er því líklegt að Motion
Boys verði „spútnik-sveit“ þessara
jóla, þótt hún muni kannski ekki
selja alveg eins margar plötur og
þeir flytjendur sem áður hafa verið
nefndir.
Meðal annarra flytjenda semsenda frá sér plötur sem
munu án efa njóta mikilla vinsælda
um þessi jól má nefna Ladda, Jeff
Who?, KK, Baggalút, Lay Low,
Bubba Morthens og Stórsveit
Reykjavíkur, Hinn íslenzka Þursa-
flokk og Caput og fleiri og fleiri. Þá
má ekki gleyma þeim plötum sem
þegar eru komnar út – til dæmis
plötu Emilíönu Torrini, Me and
Armini, sem er þegar farin að rok-
seljast.
Það er því ljóst að Íslendingareiga flott tónlistarjól í vændum.
Góða skemmtun!
Haldið ykkur fast
AF LISTUM
Jóhann Bjarni Kolbeinsson
»Ef að líkum læturverður Silfursafnið
vinsælasta platan þessi
jólin, og jafnvel sú lang-
vinsælasta.
Motion Boys Hugsanleg „spútnik-hljómsveit“ þessara jóla.
AUK þeirra sem nefndir eru í pistl-
inum hér til hliðar má nefna eft-
irtalda flytjendur sem allir hafa
staðfest útgáfu fyrir þessi jól: Dr.
Spock, Vax, Steed Lord, Bryndís
Harðardóttir, Shogun, Skakkam-
anage, Slugs, Ske, Steini, The Vik-
ing Giant Show og Guðrún Gunn-
arsdóttir. Þá hefur orðrómur verið á
kreiki um nýjar plötur frá Björgvini
Halldórssyni og Ragnheiði Gröndal,
auk hljómsveitarinnar FM Belfast.
Ekkert hefur þó enn fengist staðfest
í þeim efnum.
Fleiri útgáfur
Væntanlegir Dr. Spock.