Morgunblaðið - 05.10.2008, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 05.10.2008, Blaðsíða 4
4 SUNNUDAGUR 5. OKTÓBER 2008 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR ÞEGAR horft er til næstu ára mun raforkuframleiðslan lítið gera ann- að en að aukast. Orkuspárnefnd hefur endurreiknað spá sína frá árinu 2005, eins og fram hefur komið í Morgunblaðinu, og gerir ráð fyrir að almenn notkun for- gangsorku aukist um 16% til árs- ins 2015 og um alls 60% næstu 23 árin. Árleg aukning notkunar verði að meðaltali um 2%. Við end- urreikning á spánni hefur áætluð forgangsorka aukist um 704 gíga- vattstundir til ársins 2030, mest á höfuðborgarsvæðinu og Suð- urnesjum. Árið 2030 gerir orkuspárnefnd ráð fyrir að raforkunotkun lands- manna allra, almennings sem fyr- irtækja, verði orðin yfir 19.000 gígavattstundir. Til samanburðar er notkunin núna um 12.000 gwst. Aukning um 60% til ársins 2030 FRÉTTASKÝRING Eftir Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is HLUTUR Landsvirkjunar í raf- orkuvinnslu hér á landi hefur farið minnkandi hlutfallslega síðasta ára- tuginn eða úr 93% árið 1997 niður í tæp 72% á síðasta ári. Á sama tíma hefur hlutur Orkuveitu Reykjavíkur og Hitaveitu Suðurnesja vaxið með auknum framkvæmdum þeirra við jarðvarmavirkjanir. Á síðasta ári var hlutur OR um 15% og HS með um 10% allrar raforkuvinnslu í landinu. Hlutur annarra orkufyrirtækja hef- ur heldur minnkað, eins og hjá Rarik og Orkubúi Vestfjarða, sem eru með í kringum 1% hlutdeild. Aðrar smærri virkjanir náðu samanlagt 0,8% á síðasta ári. Undanfarinn áratug hefur orku- vinnslan aukist verulega. Á síðasta ári nam framleiðslan um 12.000 gígavattstundum til samanburðar við 5.500 gwst árið 1997. Vinnsla vatnsaflsvirkjana hefur aukist um 60%, úr 5.200 gwst í 8.400 á síðasta ári. Á sama tíma hefur framleiðsla jarðvarmavirkjana nær tífaldast, í 3.600 gwst á síðasta ári. Lang- stærstan hluta af orkunni tekur stóriðjan eða rúm 8.000 gwst. LV bætir við sig Á þessu og næsta ári er útlit fyrir að hlutur Landsvirkjunar í orku- framleiðslunni aukist eitthvað á ný og telur Þorsteinn Hilmarsson, upp- lýsingafulltrúi fyrirtækisins, að hlut- ur þess fari upp í 75% eða hið sama og árið 2006. Þar komi m.a. til Kára- hnjúkavirkjun, orkuöflun til fram- kvæmda eins og álversins í Helgu- vík, stækkun álversins í Straumsvík, virkjarnir í neðri Þjórsá, Búðarháls- virkjun og orkusala til Becromal á Akureyri og fyrirhugaðra gagnavera og netþjónabúa. Minnir Þorsteinn á að núverandi efnahagsástand geti breytt einhverjum af þessum áform- um og erfitt sé að spá í þróunina næstu árin. Haldi Landsvirkjun að hlutur hennar aukist þá mun framleiðslan síst minnka hjá OR og HS vegna fyrirhugaðra jarðvarmavirkjana. Að sögn Eiríks Hjálmarssonar, upplýs- ingafulltrúa OR, mun framleiðslan aukast um ríflega 2.600 gígawatt- stundir á næstu fjórum árum, miðað við þau áform sem uppi eru hjá fyr- irtækinu. Fram til ársins 2012 reikn- ar Orkuveitan með að uppsett afl virkjana á Hengilssvæðinu aukist um 300 MW. Þessa dagana eru að koma inn 90 MW á Hellisheiði, önn- ur 90 MW munu bætast við árið 2010, áætlað er að árið 2011 komi 90 MW frá Hverahlíðarvirkjun og loks 45 MW árið 2012 á Hengilssvæðinu. Hitaveita Suðurnesja er með nokkur áform uppi á borðum um auknar framkvæmdir á Reykjanes- skaganum á næstu árum eins og fram hefur komið í greinaflokki Ön- undar Páls Ragnarssonar og Ragn- ars Axelssonar í Morgunblaðinu. Að sögn Júlíusar Jónssonar forstjóra eru áform um 200 til 250 MW virkj- anir á næstu tveimur til fimm árum. Erfitt sé að reikna hvaða áhrif það hefur á hlutdeild hitaveitunnar í heildarorkuvinnslunni. Sækja á hlut Landsvirkjunar  Hlutdeild Landsvirkjunar í raforkuvinnslunni fór úr 93% í 72% á tíu árum  Orkuframleiðslan hefur aukist um 60% frá árinu 1997  Vinnsla jarðvarmavirkjana OR og HS hefur nær tífaldast á sama tíma                               !!"#$%%"             ! " #$%&      &  ' (   ) *+   '   ),                  Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir Virkjanir Með tilkomu Kárahnjúkavirkjunar jókst raforkuframleiðslan í landinu verulega, en á sama tíma juku jarðvarmavirkjanir sinn hlut. HERDÍS Sigurjónsdóttir lífeindafræðingur gekk til góðs ásamt öðrum sjálfboðaliðum Rauða krossins í fallegu veðri í gær. Herdís var útsjón- arsöm og kom sér fyrir við nýopnaða versl- unarmiðstöð á Korputorgi þar sem var stöðugur straumur fólks með veskin uppi við. Því má ætla að söfnunin hafi gengið vel hjá henni og góð- hjartaðir vegfarendur látið eitthvað af hendi rakna fyrir góðan málstað af sparnaðinum sem fékkst í opnunartilboðum. Að þessu sinni er safn- að í sjóð til að sameina fjölskyldur sem sundrast hafa vegna átaka í Kongó. Morgunblaðið/Brynjar Gauti Gengið til góðs fyrir fjölskyldur í Kongó „LJÓST er að raunávöxtun líf- eyrissjóðanna verður neikvæð á þessu ári. Fjár- festingaárangur- inn verður sá slak- asti frá því að reglulegar mæl- ingar hófust á raunávöxtun sjóð- anna árið 1991,“ ritar Hrafn Magnús- son, framkvæmdastjóri Landssamtaka lífeyrissjóða, um stöðuna á mörkuðum í pistli á vef talsmanns neytenda. Krepp- an sé farin að hafa áhrif. „Hér kemur aðallega til mikil lækk- un á innlendum hlutabréfamarkaði. Hætta er líka á útlánatöpum af inn- lendum skuldabréfum sjóðanna, þó að ekki hafi reynt á það ennþá í neinum mæli,“ segir í pistlinum, þar sem vikið er að raunávöxtun síðustu ára. „Meðaltal hreinnar raunávöxtunar sl. fimm ár var t.d. 9,1% á ári og með- altal sl. tíu ára var 5,9% raunávöxtun á ári. Þannig hefur ávöxtun sjóðanna verið sérlega góð, þrátt fyrir að raun- ávöxtun hafi verið neikvæð þrjú ár samfellt á árunum 2000 til 2002.“ Á næsta ári komi í ljós hvort ein- staka sjóðir „þurfi að grípa til ein- hverra aðgerða, annaðhvort að lækka lífeyrinn eða hækka iðgjöldin til að geta staðið við lífeyrisskuldbindingar sínar í framtíðinni,“ segir Hrafn. Neikvæð ávöxtun á þessu ári Hrafn Magnússon
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.