Morgunblaðið - 05.10.2008, Síða 4

Morgunblaðið - 05.10.2008, Síða 4
4 SUNNUDAGUR 5. OKTÓBER 2008 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR ÞEGAR horft er til næstu ára mun raforkuframleiðslan lítið gera ann- að en að aukast. Orkuspárnefnd hefur endurreiknað spá sína frá árinu 2005, eins og fram hefur komið í Morgunblaðinu, og gerir ráð fyrir að almenn notkun for- gangsorku aukist um 16% til árs- ins 2015 og um alls 60% næstu 23 árin. Árleg aukning notkunar verði að meðaltali um 2%. Við end- urreikning á spánni hefur áætluð forgangsorka aukist um 704 gíga- vattstundir til ársins 2030, mest á höfuðborgarsvæðinu og Suð- urnesjum. Árið 2030 gerir orkuspárnefnd ráð fyrir að raforkunotkun lands- manna allra, almennings sem fyr- irtækja, verði orðin yfir 19.000 gígavattstundir. Til samanburðar er notkunin núna um 12.000 gwst. Aukning um 60% til ársins 2030 FRÉTTASKÝRING Eftir Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is HLUTUR Landsvirkjunar í raf- orkuvinnslu hér á landi hefur farið minnkandi hlutfallslega síðasta ára- tuginn eða úr 93% árið 1997 niður í tæp 72% á síðasta ári. Á sama tíma hefur hlutur Orkuveitu Reykjavíkur og Hitaveitu Suðurnesja vaxið með auknum framkvæmdum þeirra við jarðvarmavirkjanir. Á síðasta ári var hlutur OR um 15% og HS með um 10% allrar raforkuvinnslu í landinu. Hlutur annarra orkufyrirtækja hef- ur heldur minnkað, eins og hjá Rarik og Orkubúi Vestfjarða, sem eru með í kringum 1% hlutdeild. Aðrar smærri virkjanir náðu samanlagt 0,8% á síðasta ári. Undanfarinn áratug hefur orku- vinnslan aukist verulega. Á síðasta ári nam framleiðslan um 12.000 gígavattstundum til samanburðar við 5.500 gwst árið 1997. Vinnsla vatnsaflsvirkjana hefur aukist um 60%, úr 5.200 gwst í 8.400 á síðasta ári. Á sama tíma hefur framleiðsla jarðvarmavirkjana nær tífaldast, í 3.600 gwst á síðasta ári. Lang- stærstan hluta af orkunni tekur stóriðjan eða rúm 8.000 gwst. LV bætir við sig Á þessu og næsta ári er útlit fyrir að hlutur Landsvirkjunar í orku- framleiðslunni aukist eitthvað á ný og telur Þorsteinn Hilmarsson, upp- lýsingafulltrúi fyrirtækisins, að hlut- ur þess fari upp í 75% eða hið sama og árið 2006. Þar komi m.a. til Kára- hnjúkavirkjun, orkuöflun til fram- kvæmda eins og álversins í Helgu- vík, stækkun álversins í Straumsvík, virkjarnir í neðri Þjórsá, Búðarháls- virkjun og orkusala til Becromal á Akureyri og fyrirhugaðra gagnavera og netþjónabúa. Minnir Þorsteinn á að núverandi efnahagsástand geti breytt einhverjum af þessum áform- um og erfitt sé að spá í þróunina næstu árin. Haldi Landsvirkjun að hlutur hennar aukist þá mun framleiðslan síst minnka hjá OR og HS vegna fyrirhugaðra jarðvarmavirkjana. Að sögn Eiríks Hjálmarssonar, upplýs- ingafulltrúa OR, mun framleiðslan aukast um ríflega 2.600 gígawatt- stundir á næstu fjórum árum, miðað við þau áform sem uppi eru hjá fyr- irtækinu. Fram til ársins 2012 reikn- ar Orkuveitan með að uppsett afl virkjana á Hengilssvæðinu aukist um 300 MW. Þessa dagana eru að koma inn 90 MW á Hellisheiði, önn- ur 90 MW munu bætast við árið 2010, áætlað er að árið 2011 komi 90 MW frá Hverahlíðarvirkjun og loks 45 MW árið 2012 á Hengilssvæðinu. Hitaveita Suðurnesja er með nokkur áform uppi á borðum um auknar framkvæmdir á Reykjanes- skaganum á næstu árum eins og fram hefur komið í greinaflokki Ön- undar Páls Ragnarssonar og Ragn- ars Axelssonar í Morgunblaðinu. Að sögn Júlíusar Jónssonar forstjóra eru áform um 200 til 250 MW virkj- anir á næstu tveimur til fimm árum. Erfitt sé að reikna hvaða áhrif það hefur á hlutdeild hitaveitunnar í heildarorkuvinnslunni. Sækja á hlut Landsvirkjunar  Hlutdeild Landsvirkjunar í raforkuvinnslunni fór úr 93% í 72% á tíu árum  Orkuframleiðslan hefur aukist um 60% frá árinu 1997  Vinnsla jarðvarmavirkjana OR og HS hefur nær tífaldast á sama tíma                               !!"#$%%"             ! " #$%&      &  ' (   ) *+   '   ),                  Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir Virkjanir Með tilkomu Kárahnjúkavirkjunar jókst raforkuframleiðslan í landinu verulega, en á sama tíma juku jarðvarmavirkjanir sinn hlut. HERDÍS Sigurjónsdóttir lífeindafræðingur gekk til góðs ásamt öðrum sjálfboðaliðum Rauða krossins í fallegu veðri í gær. Herdís var útsjón- arsöm og kom sér fyrir við nýopnaða versl- unarmiðstöð á Korputorgi þar sem var stöðugur straumur fólks með veskin uppi við. Því má ætla að söfnunin hafi gengið vel hjá henni og góð- hjartaðir vegfarendur látið eitthvað af hendi rakna fyrir góðan málstað af sparnaðinum sem fékkst í opnunartilboðum. Að þessu sinni er safn- að í sjóð til að sameina fjölskyldur sem sundrast hafa vegna átaka í Kongó. Morgunblaðið/Brynjar Gauti Gengið til góðs fyrir fjölskyldur í Kongó „LJÓST er að raunávöxtun líf- eyrissjóðanna verður neikvæð á þessu ári. Fjár- festingaárangur- inn verður sá slak- asti frá því að reglulegar mæl- ingar hófust á raunávöxtun sjóð- anna árið 1991,“ ritar Hrafn Magnús- son, framkvæmdastjóri Landssamtaka lífeyrissjóða, um stöðuna á mörkuðum í pistli á vef talsmanns neytenda. Krepp- an sé farin að hafa áhrif. „Hér kemur aðallega til mikil lækk- un á innlendum hlutabréfamarkaði. Hætta er líka á útlánatöpum af inn- lendum skuldabréfum sjóðanna, þó að ekki hafi reynt á það ennþá í neinum mæli,“ segir í pistlinum, þar sem vikið er að raunávöxtun síðustu ára. „Meðaltal hreinnar raunávöxtunar sl. fimm ár var t.d. 9,1% á ári og með- altal sl. tíu ára var 5,9% raunávöxtun á ári. Þannig hefur ávöxtun sjóðanna verið sérlega góð, þrátt fyrir að raun- ávöxtun hafi verið neikvæð þrjú ár samfellt á árunum 2000 til 2002.“ Á næsta ári komi í ljós hvort ein- staka sjóðir „þurfi að grípa til ein- hverra aðgerða, annaðhvort að lækka lífeyrinn eða hækka iðgjöldin til að geta staðið við lífeyrisskuldbindingar sínar í framtíðinni,“ segir Hrafn. Neikvæð ávöxtun á þessu ári Hrafn Magnússon

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.