Morgunblaðið - 27.10.2008, Síða 7

Morgunblaðið - 27.10.2008, Síða 7
Fréttir 7INNLENT MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 27. OKTÓBER 2008 Lúxusnámskeið NordicaSpa er hannað til að koma þér af stað á mjög árangursríkan og einfaldan hátt. Tilgangur námskeiðisins er að koma þér á æðra stig hvað varðar líkamlega og andlega heilsu. Fimm tímar í viku – Brennsla og styrkur 3 öflugir brennslutímar 2 styrktartímar í sal undir handleiðslu þjálfara Vikulegar mælingar Ítarleg næringarráðgjöf Fyrirlestur – Borðaðu til að léttast og auka orkuna Slökun og herðanudd eftir hverja æfingu Hollustudrykkur eftir hverja æfingu Takmarkaður fjöldi Tímar eru: 6:30, 7:30, 10:00, 12:00, 16:30 og 18:30 fimm sinnum í viku Þjálfari er Gunnar Már Sigfússon 1. vika – Orkuhleðsla Í fyrstu vikunni byggir þú upp orku og kemur líkamanum í jafnvægi. 2. vika – Öflug melting – Aukin brennsla Í viku tvö er verið að efla og bæta meltinguna til að þú fáir sem mest út úr holla matnum sem þú ert að borða. 3. vika – Hormóna jafnvægi – Hreinsun Þriðja vikan mun koma jafnvægi á hormónaflæði líkamanns sem mun hafa áhrif á skap þitt, lífsorku og kraft. 4. vika – Ónæmiskerfi eflt – Jafnvægi Í viku fjögur byggjum við upp ónæmiskerfið og hjálpum því að verja líkamann á náttúrulegan hátt. Ný námskeið hefjast 3. nóvember Skráning er hafin í síma 444 5090 eða nordicaspa@nordicaspa.is www.nordicaspa.is Hilton Reykjavík Nordica Hotel Suðurlandsbraut 2 Sími 444 5090 nordicaspa@nordicaspa.is www.nordicaspa.is Styrmir Þór Bragason 37 ára forstjóri MP Fjárfestingarbanka Skemmtilegt og fjölbreytt námskeið og besta aðhald sem ég hef fengið og það er það sem skiptir öllu máli þegar maður er að koma sér í form með breyttu mataræði og meiri hreyfingu. Ég var farinn að hlakka til að komast á æfingar og ég fann að orkan jókst mikið á skömmum tíma sem skipir miklu máli í minni vinnu. Kristbjörg Sveinbjörnsdóttir 27 ára Hjúkrunarfræðingur Guðbjörg Sveinbjörnsdóttir 32 ára Viðskiptafræðingur Við systurnar ætluðum einungis á eitt námskeið en þau urðu þrjú og árangurinn lét svo sannarlega ekki á sér standa. Misstum 23 kíló til samans á þremur mánuðum. Það eigum við Gunnari Má þjálfara og starfsfólkinu á Nordica Spa að þakka. Frábært aðhald, skemmtun, útrás og vellíðan. Við gátum þetta og því getur þú þetta líka. Rannveig I. Marelsdóttir 48 ára bókari hjá Mannviti Björk Baldvinsdóttir 29 ára sérfræðingur hjá Kaupþingi Markviss leiðsögn, frábær aðstaða og mesta aðhald sem hægt er að fá. Hér eru engar öfgar á ferð. Farið er vel ofan í mataræðið á skynsaman hátt og bætt við skemmtilegri hreyfingu – útkoman er aukinn orka, úthald og vellíðan í daglegu lífi. Getum mælt með þessu námskeiði við hvern sem er – 100% árangur. Fjögurra vikna lúxusnámskeið fyrir konur og karla Eftir Gunnar Kristjánsson Grundarfjörður | Sturla Böðv- arsson, forseti Alþingis, Hafsteinn Garðarsson hafnarstjóri og Jóhann- es Sverrisson,eftirlitsmaður hafnarframkvæmdanna, sáu um að klippa á borðann við vígslu hafn- armannvirkja í Grundarfirði nýver- ið. Að því búnu blessaði sr. Að- alsteinn Þorvaldsson, sóknar- prestur í Grundarfirði, hið nýja mannvirki. Eftir athöfnina á Mið- garði var öllum viðstöddum boðið til kaffisamsætis í Samkomuhúsinu en þar lýsti Guðmundur Ingi Gunn- laugsson bæjarstjóri bygging- arsögu Miðgarðs og kostnaði við framkvæmdina sem hann sagði nú nálgast 160 milljónir. Miðgarður er 80 metrar að lengd og 20 metrar á breidd og dýptin við hann 6 metrar á stórstraumsfjöru. Með tilkomu Miðgarðs mun öll aðstaða til lönd- unar batna til muna. Litla bryggja, sem jafnframt er elsta hafnarmann- virkið í Grundarfirði og er á milli Norðurgarðs og Miðgarðs, verður nú senn fjarlægð og gengið frá svæðinu en þar verður jafnframt gert ráð fyrir aðstöðu fyrir létta- báta skemmtiferðaskipa. Nýtt hafnarmannvirki vígt í Grundarfirði Morgunblaðið/Gunnar Krstjánsson Klippt Jóhannes Sverrisson, Sturla Böðvarsson, Hafsteinn Garðarsson og Guðmundur Ingi Gunnlaugsson. IMF eða Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hefur á löngum ferli sett ýmisleg skil- yrði um samfélagslegar breytingar í þeim ríkjum sem hann hefur aðstoð- að fjárhagslega. Því er mörgu velt upp sem hugsanlegum snertiflötum í viðræðum við sjóðinn, m.a. um- hverfismálum. Viðmælendur telja ekki að IMF setji skilyrði á sviði um- hverfismála fyrir fjárhagsaðstoð nú. Ólafur Ísleifsson, hagfræðingur og lektor við viðskiptadeild HR, sem sat í framkvæmdastjórn sjóðsins 2002- 2003, segir að fyrst Íslendingar hafi ítarlega löggjöf og lögbærar stofnan- ir til að fjalla um mál á því sviði sé það langsótt að sjóðurinn fjalli um þau. „Mér kæmi á óvart ef sjóðurinn tæki upp slík atriði í þessum viðræð- um,“ segir Ólafur. Vilhjálmur Egilsson, fram- kvæmdastjóri SA, sat í fram- kvæmdastjórninni árið 2003. Hann segir það einfaldlega af og frá að IMF taki upp skilyrði á þessu sviði. Báðir vísa þeir í að Ísland sé þróað ríki og sjóðurinn muni einbeita sér að því að leysa gjaldeyrisvandræðin sem Íslendingar standa frammi fyrir. „Sjóðurinn mun hugsa um það hvernig við komumst út úr þessari kreppu og hvernig við getum endur- reist fjármálakerfið,“ segir Vilhjálm- ur. onundur@mbl.is IMF ekki í umhverfis- málunum STJÓRN Neytendasamtakanna kallar eftir skýrari og betri upplýs- ingum frá stjórnvöldum vegna alvar- legs ástands efnahags- og gjaldeyr- ismála ríkisins, að því er segir á heimasíðu samtakanna. Þar er bent á að fréttir af stöðu mála séu af skornum skammti, þær séu oft misvísandi og komi jafnvel frá erlendum fréttaveitum. Þá berist einnig misvísandi fréttir og upplýs- ingar úr bankakerfinu. Stjórnvöld hafi látið einföld tilmæli nægja en ekki bein fyrirmæli til ríkisbankanna um hvernig aðstoð skuli veitt fólki í fjárhags- og greiðsluvanda. Bent er á að það skapi ótta og óör- yggi hjá heimilum landsins að búa við stöðuga óvissu dögum og vikum saman. ingibjorg@mbl.is Krefjast betri upplýsinga frá stjórnvöldum SVEITARSTJÓRN Skagafjarðar krefst 1.400 mkr. aukaframlags í Jöfnunarsjóð sveitarfélaga. „Ætla má að mörg sveitarfélög verði fyrir verulegum tekjumissi vegna fækkunar fyrirtækja og þar með lækkandi útsvars. Því er afar mikilvægt að ríkisvaldið haldi áfram að greiða aukaframlög til Jöfnunar- sjóðs svo sveitarfélögin geti sinnt skyldum sínum,“ segir í fréttatil- kynningu. Sveitarstjórn vill aukaframlag

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.