Morgunblaðið - 27.10.2008, Side 16
16 Daglegt líf
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 27. OKTÓBER 2008
Þeir eru ófáir sem hafa skráð sig á fésbókinni á
síðastliðnum mánuðum. Þær upplýsingar sem
hver og einn setur á síðu sína segja hins vegar
e.t.v. meira um einstaklinginn heldur en hann
gerir sér grein fyrir. Berlingske Tidende útbjó á
dögunum lista yfir tíu gerðir af fésbókartýpum.
1. Hinn sjálfsánægði Það er auðvelt að líta á
fésbókina sem rétta vettvanginn til að básúna
eigið ágæti – fjalla um hversu frábæru lífi mað-
ur lifi, eigi góða krakka og sé í flottri vinnu.
Þetta er líka langstærsti hópurinn.
Kostir og gallar: Það er vissulega gott að geta
ritskoðað líf sitt, að geta dregið það góða fram í
dagsljósið og falið það sem miður fer. Sótt-
hreinsuð glansmynd er hins vegar aldrei
heillandi.
2. Hinn sjálfhæðni Þetta eru Bridget Jones og
Nynne raunveruleikans, því hér er fjallað um
allt það sem úrskeiðis fer – sérstaklega það sem
átti að vera fullkomið. Yfirleitt lifir þessi týpa
góðu lífi og er með sjálfstraustið í lagi og finnst
því í góðu lagi að láta aðra vita þegar henni
verður á.
Kostir og gallar: Mýtan um hið fullkomna líf er
eyðilögð. Þessi flokkur gengur líka svolítið út
frá því að maður hafi alla jafna stjórn á hlut-
unum – annars hljómar maður bara mislukk-
aður.
3. Fagmaðurinn Fjallar um hvað hann er að
gera í vinnunni. Gefur fjölskyldu og vinum góða
innsýn í hvað vinnudagurinn gengur út á.
Kostir og gallar: Virkar svolítið eins og stöð-
ugt endurnýjun á ferilskránni og auglýsing á
kostum manns sem starfskrafts.
4. Með fingurinn á púlsinum Skrifar um veðr-
ið, fréttir og atburði líðandi stundar. Oft eru
þetta vinir sem hafa áhuga á svipuðum mál-
efnum og láta aðra í hópnum vita af skoðunum
sínum á því sem er að gerast.
Kostir og gallar: Sýnir að maður er með á nót-
unum og veit hvað er að gerast í henni veröld.
Þessar sendingar eru hins vegar fljótar að úr-
eldast og eru skemmtilegastar þegar að margir
taka þátt í þeim.
5. Sá uppgefni Deilir vonbrigðum sínum og
hugleiðingum með vinunum.
Kostir og gallar: Það getur verið gott að fá út-
rás fyrir vonbrigði sín, áhyggjur og reiði á máta
sem fæst okkar geta leyft sér í daglegu lífi, en
getur á sama hátt valdið vinum og fjölskyldu
óþarfa áhyggjum.
6. Hinn ljóðræni/orðheppni Fésbókarsend-
ingarnar eru í þessu tilfelli notaðar til skemmti-
legra orðaleikja eða setningabrota sem eru til
þess fallnar að vekja þá sem þau lesa til um-
hugsunar.
Kostir og gallar: Er til vitnis um gott vald á
málinu og getur bæði glatt vinina og verið þeim
hvatning í hversdeginum. Átti þeir sig hins veg-
ar ekki á því um hvað málið snýst kann það að
valda þeim óþarfa hugarangri.
7. Hinn pólitíski Hér er umfjöllunarefnið
stjórnmál, pólitísk afstaða, frásagnir af kosn-
ingabaráttu og krækjur inn á kosningasíður.
Þessi flokkur er tvískiptur – annars vegar
stjórnmálamenn og hins vegar kjósendur með
brennandi stjórnmálaáhuga.
Kostir og gallar: Sendir skilaboð sín á stærri
hópa en almennt gengur og gerist. Sé hann hins
vegar of duglegur við sendingarnar er hætta á
að vinunum finnist þeir vera notaðir.
8. Skjallarinn Á þessum síðum hrósa fésbók-
arfélagar hver öðrum, mæla með góðum sjón-
varpsþáttum, tónleikum, vefsíðum og öðru
slíku.
Kostir og gallar: Það er gott að deila með öðr-
um og gaman að láta vita af því sem vel er gert.
Slóðin getur þó verið vandrötuð milli þess að
vera duglegur að mæla með og virka sjálfhælin
fyrir að hafa fingurinn á púlsinum.
9. Húmoristinn Margir nýta sér fésbókina til
að fá útrás fyrir grínistann innra með sér og
þetta getur verið hinn fullkomni vettvangur til
að benda á skondnar uppákomur í þjóðfélaginu.
Kostir og gallar: Þetta getur verið góð leið til
að lífga upp á hversdaginn, en ekki er öruggt að
allir kunni jafn vel að meta.
10. Gagnrýnandinn Þeir eru margir sem nota
fésbókina til að lýsa yfir tortryggni sinni á
þessu félagsneti ásamt því að vera ósparir á að
lýsa göllum þess.
Kostir og gallar: Það felst óneitanlega nokkur
kaldhæðni í þessari meðvituðu notkun og hún
fer örugglega í taugarnar aðdáendum fésbók-
arinnar. annaei@mbl.is
Reuters
Hvaða týpa? Það má lesa ýmislegt um per-
sónuleika einstaklingsins út frá þeim upplýs-
ingum sem fésbókarsíða hans geymir.
Hvaða fésbókartýpa ert þú?
Eftir Gunnar Kristjánsson
Þ
að er svo margt spenn-
andi að gerast hjá okk-
ur,“ segir Anna Bergs-
dóttir, skólastjóri
Grunnskólans í Grund-
arfirði. Hún segir samstarf milli
skólanna á Snæfellsnesi og sunn-
anverðum Vestfjörðum töluvert og
nefnir sem dæmi svokallaða dreif-
mennt sem m.a. felur í sér að nem-
endur í Grundarfirði fá dönsku-
kennslu í gegnum fjarfundarbúnað,
enda dönskukennarinn búsettur á
Patreksfirði. Anna segir þetta
sams konar fyrirkomulag og tíðkist
í nokkrum námsgreinum við Fjöl-
brautaskóla Snæfellinga og þannig
sé þetta undirbúningur fyrir námið
og vinnubrögð þar. Verkefnum er
síðan skilað í gegnum gagnvirk
tölvusamskipti.
Flýta fyrir sér
í framhaldsnámi
Anna segir gott samstarf hafa
skapast milli grunnskólanna á
Snæfellsnesi og Fjölbrautaskóla
Snæfellinga, FSN. „Nemendur í
níunda og tíunda bekk grunnskól-
anna eiga þess kost að sækja
áfanga í ensku og stærðfræði þar
og geta verið búnir með sex til tíu
einingar þar þegar þau ljúka sínu
grunnskólanámi,“ segir Anna. „En
áherslan er ekki eingöngu á bók-
legt nám,“ segir hún því í skól-
anum eru sex krakkar úr 8.-10.
bekk í starfsnámi sem þau geta
valið „og ég get sagt þér að þar
komast færri að en vilja.“
Í starfsnáminu, sem Pétur G.
Pétursson sérkennari hefur um-
sjón með, eru börnin að hluta til
með sínum jafnöldrum í kennslu-
stundum en í öðrum fá þau einka-
kennslu eins og í íslensku, ensku,
stærðfræði og lífsleikni. „Síðan er
mikil áhersla lögð á verklega
kennslu hinna ýmsu iðngreina þar
sem þau njóta sín í botn,“ segir
Anna.
Fleiri samstarfsverkefni
Orð af orði er enn eitt sam-
starfs- og þróunarverkefni grunn-
skólanna á Snæfellsnesi sem bygg-
ist á því að auka orðaforða og bæta
lesskilning en verkefnið hófst í
haust. „Ég var að fá það staðfest
af bókasafninu að verkefnið er
þegar farið að skila sér í auknum
lestri bóka,“ segir Anna.
Að sögn Önnu felst verkefnið í
því að markvisst er unnið með
þessa þætti í tengslum við sem
flestar námsgreinar þar sem nem-
endurnir þurfa sérstaklega að
vinna með orðaforða og lesskiln-
ing.
Annað samstarfsverkefni hefur
staðið yfir í nokkur ár en það er
verkefnið Brúum bilið og það verk-
efni byggir á samstarfi grunnskól-
ans okkar og leikskólans. Anna
segir um að ræða markvissan und-
irbúning leikskólanema að hefja
nám í grunnskóla sem byggist á
vinnu leikskólakennaranna og síð-
an gagnkvæmum heimsóknum
milli nemenda skólanna. „Og á vor-
in setjast síðan elstu leikskólanem-
arnir á skólabekk í eina viku í
grunnskólanum og búa sig undir
það sem koma skal að hausti.“
Heilsuefling og kórastarf
Nýjasta rósin í hnappagat
grunnskólans er samstarf við tón-
listarskólann þar sem boðið er upp
á kórastarf fyrir nemendur. „Það
eru byrjaðir tveir barnakórar,
eldri og yngri deild, sem Tryggvi
Hermannsson kennari við tónlist-
arskólann og organisti á staðnum
stjórnar. Við bindum vonir við að
hægt verði að þróa þetta söngstarf
áfram í uppákomur af ýmsum toga
svo sem að sýna söngleiki og fleira
í þeim dúr,“ segir Anna. „Og það
nýjasta,“ segir hún er heilsuefling
starfsfólksins sem verður bæði á
líkamlega og andlega sviðinu og
miðar að því að efla starfsandann
og auka vellíðan fólks. Það verður
ýmsum meðulum beitt, boðið upp á
jóga, dans og gönguferðir svo eitt-
hvað sé nefnt. Meðal nemendanna
er líka hugað að heilsusamlegu líf-
erni en á síðasta ári var fyrir til-
stuðlan sjávarútvegfyrirtækisins
Guðmundar Runólfssonar farið að
bjóða upp á ferska ávexti í nest-
istímum og í vetur er það Fisk
Seafood sem býður nemendum upp
á ávextina,“ segir Anna að lokum.
Samstarf milli skólastiga
og ólíkra skóla eflir skóla-
starf á Grundarfirði að
mati skólastjórans. Sam-
starf og nýsköpun nær
jafnt til bóklegra sem
verklegra greina, þar
sem krakkarnir „njóta
sín í botn“ og sköp-
unargáfan nýtur sín.
Morgunblaðið/Gunnar Kristjánsson
Ánægð Anna Bergsdóttir, skólastjóri Grunnskóla Grundarfjarðar, er
ánægð með samvinnu skóla á Snæfellsnesi.
Í heimsókn Fyrstu bekkingar láta sér líða vel í gamla leikskólanum sínum.
Á suðupunkti Í logsuðu í starfsnáminu í grunnskólanum.
Samstarf Í dönskutíma með krökkum á Tálknafirði en kennarinn Ásdís Ás-
geirsdóttir er á Patreksfirði.
Börnin njóta sín í botn
í fjölbreyttu skólastarfi