Morgunblaðið - 27.10.2008, Page 22
22 Umræðan
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 27. OKTÓBER 2008
TÍÐNI brjósta-
krabbameina hjá ís-
lenskum konum hefur
nær þrefaldast und-
anfarna áratugi og á 1
af hverjum 10 von á að
fá brjóstakrabbamein
einhvern tíma á lífsleið-
inni. Þrátt fyrir mikla
fjölgun brjósta-
krabbameinstilfella
hafa nýlegar rannsóknir sýnt að
horfur íslenskra kvenna með brjósta-
krabbamein eru mjög góðar og betri
en annarra. Allt að 90% kvenna sem
greinast með brjóstakrabbamein er á
lífi 5 árum frá greiningu.
Ættlægni er þekktur áhættuþátt-
ur en skýrir bara lítinn hluta allra
brjóstakrabbameina. Aðrar orsakir
aukinnar tíðni brjósta-
krabbameins eru ekki
vel þekktar en þó er
ljóst að vestrænn lífs-
stíll hefur áhrif á
áhættu á að fá brjósta-
krabbamein.
Í löndum þar sem
lífskjör hafa batnað
hefur tíðni sjúkdómsins
hækkað mikið. Að hluta
skýrist það af hækk-
andi aldri íbúa en einn-
ig hefur verið sýnt fram
á að aukin líkams-
þyngd, hreyfingarleysi
og áfengisneysla eru sjálfstæðir
áhættuþættir fyrir að fá brjósta-
krabbamein. Áfengi er talið örva
frumuskiptingu og æðanýmyndun í
brjóstvef. Aukinn fituvefur örvar
myndun kvenhormóna sem svo aftur
hafa áhrif á brjóstvef. Vitað er að
breytingar á kvenhormónum, yngri
aldur við fyrstu blæðingar, frestun á
fyrstu þungun, styttri brjóstagjöf,
seinkun á tíðahvörfum og notkun
kvenhormóna eykur áhættu fyrir
brjóstakrabbamein verulega. Get-
gátur eru um að ýmis unnin efni í
umhverfinu og fæðu líki eftir kven-
hormónum og hafi þannig áhrif á
brjóstvef þó slíkt hafi ekki verið stað-
fest með óyggjandi hætti.
Góðar horfur íslenskra kvenna,
sem greinast með brjóstakrabba-
mein, má þakka nokkrum samverk-
andi þáttum. Skipulögð leit, góð al-
menn heilbrigðisþjónusta og
stöðugar framfarir í greiningu og
meðferð sjúkdómsins skipta þar
mestu. Leit með brjóstamyndatöku
er, ef vel er að staðið, bæði fljótleg og
áreiðanleg rannsókn. Þegar grunur
vaknar um hnút á röntgenmynd þarf
þó alltaf að gera ýtarlegri rannsókn
með ómskoðun og sýnatöku áður en
greining er staðfest. Ný, stafræn
röntgentæki eru bæði nákvæmari en
áður, öruggari í úrlestri og auðvelda
til muna samskipti þeirra sem að
greiningu og meðferð brjósta-
krabbameina koma.
Æxlishnútar sem greinast við leit
eru yfirleitt litlir en líkur á að æxli
taki sig upp aftur eru meðal annars
háðar stærð þeirra. Aðrir áhættu-
þættir eru ungur aldur konunnar,
gráða og tegund æxlis og hvort mein-
vörp finnast í holhandareitlum.
Flestar konur eru læknaðar með
skurðaðgerð en skurðaðgerðir eru
oft umfangsminni en áður og í sum-
um tilfellum er með lýtaaðgerðum
hægt að endurskapa brjóst aftur í
fyrra horf. Stundum þarf að beita
geislameðferð til viðbótar skurð-
aðgerð en nútíma geislatækni hlífir
betur heilbrigðum líffærum en áður
sem aftur leiðir til minni aukaverk-
ana. Lyfjameðferðir eru mjög mik-
ilvægir hlutar meðferðinnar. Ef
læknir metur að kona sé í hættu á að
fá æxli aftur, byggt á ofangreindum
áhættuþáttum, er henni boðin fram-
haldsmeðferð með frumudrepandi
krabbameinslyfjum og/eða and-
hormónalyfjum. Slíkar lyfja-
meðferðir lækna rúmlega helming
þeirra kvenna sem annars fengju
sjúkdóminn aftur. Ný og markviss-
ari krabbameinslyf, aukin reynsla í
notkun eldri lyfja og nýjungar í
stuðningsmeðferðum hafa gert okk-
ur kleift að lækna fleiri en áður.
Af ofangreindu má lesa að vel
skipulögð krabbameinsleit, góður
aðgangur að vel menntuðum heil-
brigðisstarfsmönnum og vel ígrund-
uð innleiðing læknisfræðilegra nýj-
unga eru hornsteinar áframhaldandi
góðs árangurs í meðferð kvenna
með brjóstakrabbamein. Best væri
þó að koma í veg fyrir myndun
brjóstakrabbameins með forvörnum
gegn helstu einkennum vestræns
neysluþjóðfélags: einhæfu fæðuvali,
offitu, áfengisneyslu og hreyfing-
arleysi.
Helgi Hafsteinn
Helgason skrifar
um eðli og orsakir
brjóstakrabbameins
» ... þó er ljóst að vest-
rænn lífsstíll hefur
áhrif á áhættu á að fá
brjóstakrabbamein.
Helgi Hafsteinn
Helgason
Höfundur er lyf- og krabbameins-
læknir.
Stöðugar framfarir í greiningu
og meðferð brjóstakrabbameina
ÍSLENDINGAR
teljast vera um
300.000. Það er eins
og lítil borg í stærri
samfélögum sem við
berum okkur saman
við. Þó að fámenn
séum þurfum við að
glíma við sömu mál-
efnin og samanburð-
arlöndin.
Heyrnarskerðing hrjáir um 10-
15% vestrænna þjóðfélaga.
Á Íslandi eru heyrnarskert
börn, 0-18 ára, um 230 talsins þar
sem allt er meðtalið: væg og meðal
heyrnarskerðing, skerðing á öðru
eyra upp í algert heyrnarleysi.
Heyrnarlaus börn eru fá eða um
10% af þessum heildarhópi. Reikn-
að er með því að innan við tvö
heyrnarlaus börn fæðist hér á ári.
Með heyrnarskimun á nýburum,
sem hófst á Íslandi í tilraunaskyni
fyrir hálfu öðru ári var stigið stórt
framfaraskref. Margsannað er, að
því fyrr sem meinið greinist og
meðferð hefst því betri verður
málþroskinn. Góður málþroski
stuðlar að betra námsgengi og fé-
lagslegum samskiptum.
Flest heyrnarlaus börn eiga nú
kost á kuðungsígræðsluaðgerð,
ársgömul eða eldri, sem er bylting
í heyrnarmálum hin síðari ár. Börn
sem áður höfðu táknmál sem
fyrsta mál hafa nú talmál en læra
jafnframt táknmál. Sums staðar er
táknmál talið óþarfi fyrir börn með
kuðungsígræðslu en á Íslandi hef-
ur stefnan ekki verið sú. Heyrn-
arskert börn á Íslandi ganga nú
flest í almenna skóla á heimaslóð.
Það er því augljóst að þörf er á
öflugri heyrnarfræðilegri ráðgjöf
til skólanna vegna kennslu, tækni
og umhverfisþátta. Nú er staðan
sú að eini ráðgjafinn, sem starfað
hefur undanfarin ár á grunn-
skólastigi, er hættur, enginn hefur
verið ráðinn í staðinn og ekki verið
auglýst eftir nýjum. Hér þarf
skjótar úrbætur. Sömu sögu er að
segja um leikskóla- og framhalds-
skólastigið.
Táknmálið
Táknmál er fyrsta mál heyrn-
arlausra, móðurmál þeirra. Það er
ánægjulegt að sjá þann mikla
fjölda heyrnarlausra ungmenna,
sem lokið hafa námi
frá framhaldsskólum
undanfarin ár. Þegar
kennsla námsgreina
hófst með táknmáli á
grunnskólastigi og
notkun túlka í fram-
haldsmenntun heyrn-
arlausra var unnt að
komast yfir námsefnið
á eðlilegum hraða.
Fram til þess var
mest áhersla lögð á að
kenna íslenskuna í
gegnum allar náms-
greinar ef svo má
segja, sem þýddi að kennsla
hverrar námsgreinar tók langan
tíma. Þetta var hugsjón þeirra
tíma og mikið og óeigingjarnt
starf var unnið í fullvissu um að
það allra besta væri gert til að
heyrnarlausir gætu lifað sem eðli-
legustu lífi.
Áleitin er nú hins vegar orðin
spurningin um hvað verði um ís-
lenska táknmálið. Með bólusetn-
ingu gegn rauðum hundum, hettu-
sótt og heilahimnubólgu hefur
heyrnarlausum fækkað mjög. Árið
1982 voru 60-70 börn í Heyrnleys-
ingjaskólanum sem síðar varð
Vesturhlíðaskóli. Haustið 2002 var
skólinn færður inn í Hlíðaskóla í
Reykjavík sem sérsvið, Táknmáls-
svið. Þar eru nú um 20 nemendur.
Enginn undir fermingaraldri
hefur nú táknmálið sem sitt fyrsta
mál! Hvað verður um þá örfáu í
okkar samfélagi sem ekki fá gagn
af kuðungsígræðslu og munu hafa
táknmál sem fyrsta mál? Við
hverja eiga þeir að tala sitt tákn-
mál? Verða til táknmálstalandi
vinir? Hverjir kenna þeim allt það
á táknmáli sem læra þarf utan
skólans? Hverjir tala alvöru tákn-
mál við ungbörnin þegar þau
greinast? Til eru táknmálsnám-
skeið fyrir foreldra á Samskipta-
miðstöð en hverjir tala við litlu
börnin á meðan foreldrarnir eru
að ná færni í málinu? Sú færni
kemur ekki á nokkrum nám-
skeiðum. Auðugt og innihaldsríkt
mál til menntunar og þroska fæst
í gegnum góðar málfyrirmyndir,
sem eru fullburða í málinu – inn-
fæddir.
Hér er því mikið í húfi fyrir
okkar heyrnarlausu skjólstæðinga
og ég kalla eftir viðbrögðum frá
samfélagi heyrnarlausra. Hvert á
að vísa litlum börnum og fjöl-
skyldum þeirra til að læra tákn-
mál vel?
Hvað ætla heyrnarlausir sjálfir
að gera til að viðhalda móðurmáli
sínu?
Túlkun
Þegar talað er við heyrnarlausa
og/eða heyrnarskerta þarf að
tryggja að þeir geti notað sjónina
til að „heyra“ hvað sagt er, hvort
sem talað er táknmál, talmál eða
skrifaður er texti. Heyrnarlausir
nota sjónina til að „heyra“, heyrn-
arskertir nota heyrn og sjón og
báðir hópar notast við ritað mál.
Sumar aðstæður í lífinu kalla á
notkun túlkunar í samskiptum við
þennan hóp, s.s. í skólum, hjá
lækni, á foreldrafundum, nám-
skeiðum o.s.frv.
Heyrnarlausir nota táknmáls-
túlka sem sannarlega hafa gjör-
breytt menntunaraðstöðu þeirra
hin síðari ár. Heyrnarskertir, sem
eru margfalt stærri hópur hafa
ekki átt kost á túlkun við hæfi.
Það er hópurinn sem hefur tal-
málið eingöngu en heyrir ekki
nema hluta þess sem sagt er og á
því erfitt uppdráttar í námi. Þetta
fólk þarf rittúlkun, sem fer fram
þannig að túlkur hraðritar á tölvu
allt sem sagt er á staðnum og því
varpað á skjá, ýmist stóran skjá á
vegg eða á sjálfan tölvuskjáinn.
Ef heyrnarskert fólk ætti að
nota táknmálstúlka (í framhalds-
námi t.d.), eins og ég heyri stund-
um haldið fram, þyrfti það að hafa
lært táknmál í mörg ár og notað
það reglulega með heyrnarlausu
fólki. Hvernig ætti að framkvæma
það?
Það er von mín að málefnum
þessa sundurleita hóps á landinu
öllu verði fundinn farsæll farvegur
og að engin hinna margvíslegu
þarfa hans gleymist þegar úr-
lausnir eru ákveðnar.
Bryndís Guð-
mundsdóttir
skrifar um stöðu
táknmálsins
sem tungumáls
Bryndís
Guðmundsdóttir
»Enginn undir
fermingaraldri
hefur nú táknmálið
sem sitt fyrsta mál!
Hvað verður um þá
örfáu í okkar samfélagi
sem ekki fá gagn af
kuðungsígræðslu og
munu hafa táknmál
sem fyrsta mál?
Höfundur er fyrrv. heyrnleysingja-
kennari og ráðgjafi vegna heyrn-
arskertra barna.
Heyrnarskert og
heyrnarlaus börn á Íslandi
UM FÁTT er annað
hugsað og rætt en
bankahrunið og
hvernig það kemur við
okkur öll. Fallið er
mikið og áhrifin verða
víðs vegar í þjóðfélag-
inu og er því ekkert
óeðlilegt að talað sé
um „Nýja Ísland“.
Uppgjör við fortíðina er eðlilegt og
nauðsynlegt en þó er enn mikilvæg-
ara að við séum með skýra sýn á
framtíðina. Stjórnmálaflokkarnir
hafa beðið hnekki ekki síður en
bankarnir og útrásarfyrirtækin og
nú þarf að stokka spilin þannig að
við komum sterkari út sem þjóð.
Bretadeilur
Eitt af því sem menn spyrja sig
nú er; hvað er verið að semja um við
Bretana? Þetta er eðlileg spurning
þar sem misvísandi skilaboð hafa
verið um stöðuna gagnvart Bretum
vegna Icesave. Nokkrir af virtustu
lögfræðingum landsins hafa fjallað
um málið og virðist ábyrgð ríkisins
vera takmörkuð við tryggingarsjóð
innlána. Kröfur Breta eru miklu
meiri og engin leið fyrir íslenska
ríkið að gangast við þeim með samn-
ingum. Ef rétt er að um sé að ræða
hundruð milljarða skuldsetningu er
óvíst að jafnvel Alþingi megi sam-
þykkja slíka samninga þar sem þeir
myndu leggjast á ófæddar kyn-
slóðir. Það verður því að túlka
ábyrgð ríkisins þröngt og verja
hagsmuni Íslands. Þetta er ekki í
fyrsta sinn sem svona er komið
gagnvart Bretum en í þorskastríð-
unum höfðu Íslendingar fullan sigur
að lokum. Á þeim krossgötum sem
við erum á verðum við að lágmarka
byrðarnar áður en haldið áfram nýj-
an veg.
Nýsköpun og uppbygging
Í miklum þrengingum er oftast
mest um nýsköpun og framþróun.
Björk Guðmundsdóttir og Guðjón
Már Guðjónsson hafa
eins og margir frum-
kvöðlar þurft að hafa
fyrir því að ná árangri.
Ekkert fæst átakalaust.
Ekki einu sinni banka-
kerfi. Útvegurinn og
landbúnaður hafa þurft
að berjast fyrir tilveru
sinni og svo má lengi
telja. Nú þurfa allir að
leggjast á eitt til að
auka nýsköpun enda
skapast ný tækifæri í
þessum hremmingum.
Bankarnir voru farnir að soga til sín
mikið af mjög hæfu starfsfólki á
háum launum. Segja má að banka-
útrásin hafi með þessu verið með
„ruðningsáhrif“ gagnvart sprotafyr-
irtækjum. Nú hefur dæmið snúist
við og fjöldi hæfileikafólks þarfnast
nýrra verkefna. Krónan sem áður
gerði sér dælt við eyðsluklóna getur
nú styrkt útflutningsgreinarnar og
ferðaþjónustu. Íslendingar eru á
miklum krossgötum þar sem gam-
alkunnug gildi um sparnað og aðrar
dyggðir koma í stað offors og óráð-
síu.
Ísland er ekki eina landið enda er
komið að skuldadögum um heim all-
an. Skuldir sem lengi virtust án
gjalddaga eru nú gjaldfelldar og
með þeim fara virtar bankastofnanir
og heilu hagkerfin. Fjármálakerfi
heimsins með sínum skuldum og
skuldatryggingum eru á mörkunum
að standast álagið og enginn veit
með vissu hvernig fer. Ísland tók
skellinn fyrst og þarf því að bregð-
ast strax við. Kennslustundin er af-
ar dýr og því er svo mikilvægt að við
nýtum hana sem skyldi. Nýju við-
miðin verða vonandi byggð á traust-
ari grunni en áður.
Ísland
á krossgötum
Eyþór Arnalds
skrifar um upp-
byggingu efna-
hagsmála
Eyþór Arnalds
» Á þeim krossgötum
sem við erum á verð-
um við að lágmarka
byrðarnar áður en hald-
ið áfram nýjan veg.
Höfundur er bæjarfulltrúi í Árborg.
@