Morgunblaðið - 27.10.2008, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 27.10.2008, Blaðsíða 24
24 Umræðan MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 27. OKTÓBER 2008 Bréf til blaðsins Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík  Bréf til blaðsins | mbl.is EINKENNILEGT hefur mér lengi þótt val fjölmiðla á sumum þeim álitsgjöfum sem fengnir hafa verið til þess vænt- anlega að skýra mál fyrir fólkinu í landinu. Finnst mér iðulega boðið upp á litla breidd í þeim efnum og allt of mikið gert af því að kalla sömu mennina aftur og aftur til að fjalla um málin. Tökum til dæmis umræðuna um Evrópusambands- málin. Ég hef ekki tölu á því hvað Eiríkur Bergmann Einarsson og Baldur Þórhallsson hafa oft verið kallaðir til að fjalla um þau mál. Það væri svo sem í lagi að heyra þeirra málflutning, ef þeir væru kynntir til umræðunnar sem Evr- ópusambandssinnar, en svo er alls ekki. Þeir eru yfirleitt kynntir sem fræðimenn á þessu sviði, faglegir aðilar sem einungis séu að gefa fag- legt álit á málunum. Þetta er að mínu mati vísvitandi fölsun á stað- reyndum. Umræddir menn eru svo harðir Evrópusambandssinnar, að þeir op- inbera það nánast um leið og þeir opna þverrifuna. Það er illa unandi við það, að slíkir menn fái að vaða elginn í fjölmiðlum, undir fölsku flaggi sem faglegir álitsgjafar, með gyllingarútgáfu sína á miðstjórnar- veldinu í Brussel. Enginn andstæðingur sjónarmiða þeirra hefur fengið að koma orði að í þessum uppstillingarviðtölum sem hér er vitnað til og engu er líkara en vísvitandi sé verið að fjölvarpa einhliða áróðri yfir landsmenn frá Brussel og það á gjörsamlega ólýð- ræðislegan hátt. Slíkar umræðu- forsendur held ég þó að hefni sín fyrir þann málstað sem meiningin er að gylla. Fólk finnur oftast til tortryggni gagnvart einsýnni fram- setningu mála sem tekur lítið mið af heilindum. Ég geri þá kröfu til faglegra álitsgjafa að þeir hegði sér með sannari hætti en umræddir menn hafa gert og axli þá ábyrgð sem þeir eiga að bera með því að nálgast málin frá fleiri en einni hlið. Það er ótvírætt merki um falska fram- göngu og ómerkilegheit, þegar ver- ið er að læða boðum í nafni faglegra sjónarmiða um að aðeins ein leið sé fær í máli sem skipt getur miklu fyrir örlög þjóðarinnar í nútíð og framtíð. Eiríkur Bergmann Einarsson og Baldur Þórhallsson eru að mínu mati ekki færir um að vera faglegir álitsgjafar í fjölmiðlum varðandi umræðuna um Evrópusambands- málin. Til þess eru þeir allt of ein- sýnir í þeim efnum og allt of hallir undir Brussel. En þeir hafa eðlilega fullan rétt til að koma að þeirri um- ræðu hvar og hvenær sem er – sem Evrópusambandssinnar, og þannig ber að kynna þá í fjölmiðlum þegar þeir vilja leggja inn orð fyrir átrúnaðargoð sín í Brussel. RÚNAR KRISTJÁNSSON húsasmiður, Bogabraut 21, Skagaströnd. Einsýnir álitsgjafar Frá Rúnari Kristjánssyni Rúnar Kristjánsson ÉG FYLGDIST með aðförinni að Hafskipum á sínum tíma og blygðast mín enn fyrir háttalag og framgöngu manna sem töldu sig þess umkomna að fella dóma í því máli. Þá tóku menn stórt upp í sig en mörg orð máttu vera ósögð. Það er nú löngu viðurkennt að Hafskip var ekki gjaldþrota þegar rekstur þess var stöðvaður og for- ráðamenn fyrirtækisins fangels- aðir. Þetta var svívirðileg aðgerð og svartir dagar í sögu þjóðar. Alla daga síðan hef ég fylgst með þeim félögum og fagnað sigr- um þeirra. Björgólfur Guðmundsson var á sínum tíma keyrður niður til hinn- ar mestu niðurlægingar með þjóð sinni, rúinn æru og eignum en sál- arorka hans var óbuguð. Hann fann sér nýjan starfsvettvang á erlendri grund og flutti heim digran sjóð til ábata og ávinnings fyrir land og þjóð. Ég er enn sem fyrr sannfærður um að nú sem ávallt áður var það höfðingslund og heiðarleiki sem réð úrslitum í öllum hans ákvörð- unum og störfum í Landsbank- anum. Enginn maður hefur verið stórtækari í stuðningi sínum við hin fjölmörgu þjóðþrifamál stór og smá en einmitt hann. Kæru landar, sýnum nú að við höfum pínulítið lært af Hafskips- málum og Baugsmálum og spyrj- um að leikslokum og dæmum eftir þeim. Árni Valdimarsson Dæmum eigi Höfundur er fv. bankastarfsmaður í ríkisbanka. ÞEGAR harðnar á dalnum er mikil hætta á því að menn ani hugs- unarlítið af stað í ákaf- anum að bjarga sér og sínum og sjái of seint að þeir hefðu betur hugsað málið og farið í aðra átt. Nú um stund- ir er hættan á svona mistökum beinlínis áþreifanleg. Jafnvel þingmenn á Alþingi Íslend- inga hvetja til þess að gangsetja jarðýturnar, ryðjast á þeim yfir allt regluverk, og halda áfram af end- urnýjuðum krafti að virkja og reisa álver. En við höfum núna gullið tækifæri til að endurskilgreina framtíðina. Við getum jafnvel lært af öðrum þjóðum sem hafa risið úr öskustónni eftir efnahagskreppur án þess að fara niður á svo lágt plan, heldur veðjað á menntun og nýsköpun. Í Sveitarfélaginu Árborg vinnur meirihluti bæjarstjórnar af kappi að mörgum nýsköpunarverkefnum. Leitað hefur verið eftir samstarfi við Atvinnuþróunarfélag Suðurlands sem mun vinna með atvinnu- málanefnd sveitarfélagsins að grein- ingu á stöðunni og mögulegum leið- um til að efla atvinnulíf og fyrirtæki á svæðinu á þessum krepputímum. Að frumkvæði sveitarfélagsins hefur nú um nokkurra vikna skeið verið unnin hugmyndavinna vegna uppbyggingar þekkingarsamfélags í miðbæ Selfoss. Þetta er afar spenn- andi verkefni og varðar framtíðar- ímynd sveitarfélagsins og Selfoss sem höfuðstaðar Suðurlands. Að þessari vinnu hafa komið með sveitarfé- laginu m.a. Fræðslunet Suðurlands, Háskóla- félag Suðurlands, Há- skóli Íslands og lóð- arhafar í miðbænum. Aukin áhersla á menntun, jafnt nám og kennslu sem vísindi og fræðastörf, er lykillinn að farsælli framtíð ís- lensku þjóðarinnar. Stjórnvöld í Árborg sjá framtíð sveitarfé- lagsins blómlegasta með öflugu þekkingarsamfélagi, „háskólatorgi“ í nýjum miðbæ á Selfossi, þar sem Jarðskjálftamiðstöð HÍ, Fræðslu- netið, Háskólafélagið, Héraðs- bókasafnið, Héraðsskjalasafnið, menningarmiðstöð, Landnýting- arsetur, Ölfusársetur, upplýsinga- miðstöð ferðamanna, ungmennahús og fleiri stofnanir og fyrirtæki myndu saman skapa sannkallaðan suðupott mannlífs, nýsköpunar og ómældra, spennandi tækifæra fyrir komandi kynslóðir. Þetta er raunhæf framtíðarsýn og að henni vinnum við af fullum krafti og bjartsýni. Gylfi Þorkelsson skrifar um nýsköpunarverk- efni í Árborg » Að frumkvæði sveit- arfélagsins hefur nú um nokkurt skeið verið unnin hugmyndavinna vegna uppbyggingar þekkingarsamfélags í miðbæ Selfoss. Gylfi Þorkelsson Höfundur er bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar í Árborg Hugmyndir skapa verðmætin VIÐ undirritaðir nú- verandi sem fyrrver- andi formenn Lífeyr- issjóðs verslunar- manna viljum hér taka strax upp áskorun og spurningar Agnesar Bragadóttur í Morg- unblaðinu frá í gær. Svarið er einfalt. Enginn okkar for- manna eða meðstjórn- enda okkar hafa nokk- urn tíma þegið boðs- ferðir eða önnur boð úr hendi fjármálafyrir- tækja sem lífeyrissjóð- urinn hefur fjárfest í. Lífeyrissjóður versl- unarmanna mótaði strax við einkavæð- ingu skýrar og afdrátt- arlausar reglur um fjárfestinga- og hluthafastefnu sjóðsins og reglur um að stjórnarmenn og starfsmenn sjóðsins mættu ekki þiggja neinar boðsferðir á vegum fyrirtækja eða samtaka sem snertu fjárfestinga- starfsemi Lífeyrissjóðs verslunar- manna. Sú ein undantekning var á þeirri reglu að ef um væri að ræða boðs- og kynnisferðir sem sneru að upplýs- ingagjöf og fjárfestingahagsmunum sjóðsins væri starfsmönnum heimil slík för en þá þannig að Lífeyris- sjóður verslunarmanna greiddi allan þeirra fararkostnað. Reglan hefur verið í gildi í hálfan annan áratug. Reglurnar um boðsferðir og skýr framsetning á fjárfestinga- og hlut- hafastefnu sjóðsins voru settar af því að okkur var ljós sú hætta að stjórnendur kynnu að beita óhefð- bundnum aðferðum til að hafa áhrif á fjárfestingar. Þýðingarmest hefur reynst sú stefna sem sjóðurinn mótaði um hluthafastefnu og hluthafalýðræði og byggðist á því að Lífeyrissjóður verslunarmanna væri virkur fjár- festir með skoðanir á rekstri fyrir- tækjanna og beitti hann áhrifum sín- um til afskipta og kysi menn til stjórnarsetu ýmist einn eða í sam- starfi við aðra eftir því sem atkvæða- vægi sagði til um. Það er fróðlegt nú fyrir rannsókn- arblaðmenn að horfa um öxl og meta hversu miklu það skiptir að vel sé á spöðum haldið af hálfu lífeyrissjóða við fjárfestingar. Við fullyrðum að á meðan Íslands- banki var og hét og lífeyrissjóðir áttu allt að 3 stjórnarmönnum í senn sýnir reynslan ótvírætt að bankan- um farnaðist vel. Hann dafnaði með traustum og gagnsæjum hætti öllum hluthöfum til hags. Við fullyrðum jafnframt að það aðhald þótti nýjum herrum í Ís- landsbanka (Glitni síðar), þeim Bjarna Ármannssyni og félögum, svo óþægilegt að þeir stóðu fyrir því að losna undan því aðhaldi með því að kaupa öll hlutabréf sjóðsins í bankanum til að losna við fulltrúa sjóðsins, Víglund Þorsteinsson, úr bankaráði. Í boði var hátt verð og að sjálf- sögðu samþykkti stjórn lífeyris- sjóðsins söluna sjóðfélögum til hags- bóta. Síðar kvörtuðu sömu aðilar og fulltrúar FL Group undan því að sjóðurinn ætti ekki bréf í bankanum og FL fulltrúarnir „hótuðu“ að draga „sitt fólk“ úr lífeyrissjóðnum svo þeir gætuð ráðskast með fjár- magnið til fjárfestinga. Rannsókn- arblaðamenn sem vilja standa undir nafni geta að sjálfsögðu skoðað þessa sögu, nú er ekki eignarhaldið á fjölmiðlum lengur í veginum. Um Kaupþing er það að segja að þar studdu lífeyrissjóðir Gunnar Pál Pálsson til stjórnarsetu og verður að teljast líklegt að nærvera fulltrúa sjóðanna við borðið hafi stuðlað að yfirvegun og skynsemi á þeim bæ og átt þátt í því að Kaupþing stóð lang- best íslensku bankanna að sínum málum síðustu árin. Ekki skulu þessi orð þó skiljast svo að lítið sé gert úr hlut stjórnenda Kaupþings sem ótvírætt vorum fremstir hér- lendis á sínu sviði. Um Landsbankann og Straum er það eitt að segja í að þar var ekkert hluthafalýðræði. Feðgarnir röðuðu þar til borðs. Sú siðfræði sem Agnes er að reyna að höndla í Morgunblaðinu í gær snýr reyndar málum á haus. Skrif undirstrika það að siðferðis- bresturinn var þeirra sem efndu til „boðsferðanna og kampavíns- og styrjuhrognasukksins“. Hver var til- gangur þeirra? Hverju ætluðu þeir að ná fram? Þeirra hlýtur sökin að vera stærst. Í grein sinni er Agnes að fjalla um tilraun lífeyrissjóðanna til að kaupa innlenda hluta Kaupþings undan þroti og er að reyna að gera þá til- raun tortryggilega og lætur að því liggja að þar hafi óeðlileg sjónarmið ráðið för. Greinin er síðan upphafn- ing á Jóni Sigurðssyni, formanni fjármálaeftirlitsins, en lítilsvirðing við Björgvin Sigurðsson viðskipta- ráðherra. Um leið er látið að því liggja að lífeyrissjóðum sé ekki treystandi. Svona hleypidómar blaðamanns eru skelfilegir. Í dag er svo komið í okkar þjóð- félagi að fjármálakerfið er hrunið og allt hagkerfið að stöðvast. Ef ekki verður undinn bráður bugur að hraðri uppbyggingu að nýju og rétt á málum haldið strax er hætta á að kreppan verði mun dýpri.Því skiptir miklu að umræða fjölmiðla um við- reisnina sé vönduð, yfirveguð og hleypidómalaus. Hlutverk lífeyrissjóða í þeirri við- reisn verður mjög mikið og þeim best treystandi til að leiða þá nýju einkavæðingu sem framundan er á nýju ríkisbönkunum og fyrirtækjum í eigu skilanefnda þeirra gömlu. Það verður ofurverkefni sem stjórn- málamenn ráða ekki við með ríkisfé. Skuldsetning ríkisins stefnir nú í eina og hálfa þjóðarframleiðslu og má ekki meiri verða. Hik fum og óvissa um framtíðina munu auka það atvinnuleysið sem nú vex hraðar en nokkru sinni fyrr. Daglega bætast tugir manna á at- vinnuleysisskrá og mun fjölga mjög hratt á næstunni. Við sem þetta rit- um ölum þann ótta í brjósti að fjöldi atvinnulausra um næstu áramót verði meiri en nokkru sinni. Íslensku lífeyrissjóðirnir hafa hér lykilhlutverki að gegna. Þetta eru allt vel reknir sjóðir sem skilað hafa traustri og góðri ávöxtun um margra ára skeið og hafa burði og þekkingu til að veita þessari viðreisn forystu undir merkjum ábyrgrar hluthafa- stefnu og hluthafalýðræðis. Þeirra frumkvæði skapar síðan okkur Ís- lendingum aðkomu til einstaklings- bundinnar þátttöku í þeirra skjóli síðar. Það er rétt að rifja upp að ekki eru nema liðlega 10 ár síðan flestir líf- eyrissjóðanna voru þannig staddir að þeir áttu ekki að fullu fyrir skuld- bindingum sínum. Öflug starfsemi þeirra innanlands sem utan hefur gjörbreytt stöðunni og standa þeir almennt svo vel þrátt fyrir hamfarir í fjármálaheiminum að með einfaldri lagabreytingu má lengja frest þeirra til leiðréttingar réttinda og komast hjá skerðingu líf- eyrisgreiðslna. Er íslenska lífeyris- sjóðakerfið margrómað og öfund- arefni annarra þjóða. Við stjórnarborð lífeyrissjóðanna situr fólk sem þekkir ábyrgð sína og skyldur og er best treystandi til að ráða heilt hér um okkar stærsta úr- lausnarefni um langan tíma. Guðmundur H. Garðarsson, Magnús L. Sveinsson, Gunnar Páll Pálsson, Víglundur Þorsteinsson. Agnesi svarað tæpitungulaust »Enginn okkar formanna eða með- stjórnenda okkar hafa nokkurn tíma þegið boðsferðir eða önnur boð úr hendi fjármála- fyrirtækja sem lífeyr- issjóðurinn hefur fjárfest í. Magnús L. Sveinsson Víglundur Þorsteinsson Gunnar Páll Pálsson Guðmundur H. Garðarsson, Magn- ús L. Sveinsson, Gunnar Páll Páls- son og Víglundur Þorsteinsson gera athugasemdir við skrif Agnesar Bragadóttur Guðmundur H. Garðarsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.