Morgunblaðið - 27.10.2008, Side 28
28
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 27. OKTÓBER 2008
Orð dagsins: Sækist eins og nýfædd
börn eftir hinni andlegu, ósviknu
mjólk, til þess að þér af henni getið
dafnað til hjálpræðis. (1Pt. 2, 2.)
Vafalaust er það vel meint hjá olíu-félögunum að reyna að „hug-
hreysta“ almenning með því að draga
íslenska fánann að hún. En tiltækið
vekur blendnar tilfinningar. „Þegar
ég keyri fram hjá þessum bens-
ínstöðvum rifjast nú aðallega upp hjá
mér hvernig stóru olíufyrirtækin
voru sammála um að féfletta almenn-
ing,“ segir ein af mörgum vinkonum
Víkverja. „Héldu forstjórar þeirra
ekki leynifundi í Öskjuhlíðinni til að
hafa samráð um verð?
Og sumir þeirra neituðu öllu þó að
staðreyndir um brotin lægju á borð-
inu. Í þeirra sporum myndi ég nú láta
sem minnst á mér bera.“
x x x
Líklega verður ekki brýnt nógu oftfyrir fólki að vera á varðbergi
gagnvart verðlagi í verslunum, núna
þegar gengið er á fleygiferð. Víkverji
heyrði konu segja frá því að hún fór í
Húsasmiðjuna og keypti sér þar lít-
inn skrúflykil. Hún sá að verðið sem
kom upp við kassann var mun hærra
en það sem staðið hafði á hillunni. En
hún var með lítið barn, var að flýta
sér og ákvað að standa ekki í neinu
stímabraki heldur borga.
Hvað ætli þeir séu annars margir
sem ekki nenna eða gefa sér tíma til
að fá verðið leiðrétt þegar munurinn
er ekki nema nokkrir tugir króna?
x x x
En nóg af neikvæðninni. DavíðÞór Jónsson, grínisti og margt
fleira, veltir í Fréttablaðinu fyrir sér
orðavalinu þegar sumir tala um
mestu hörmungar sem dunið hafi á
þjóðinni. Hann segir gamla frænku
sína, sem nú er látin, hafa sagt sér frá
1918, frostavetrinum og spænsku
veikinni þegar 500 manns dóu. Henni
hefði vafalaust þótt lítið til þrenginga
okkar núna koma. Engin lík, engar
fjöldagrafir.
Þörf áminning, við eigum ekki að
hundsa þjáningar þeirra sem verða
illa úti núna - en heldur ekki ýkja
þær. víkverji@mbl.is
Víkverjiskrifar
Krossgáta
Lárétt | 1 sjá eftir, 4
hnikar til, 7 hraðans, 8
blauðum, 9 beita, 11
deila, 13 lagleg, 14 árs-
tíð, 15 kná, 17 ókyrrð, 20
agnúi, 22 lítið herbergi,
23 urg, 24 sefast, 25
vægar.
Lóðrétt | 1 skass, 2 langt
op, 3 kvenfugl, 4 þyrnir,
5 undirokar, 6 plássið,
10 mikið af einhverju, 12
ílát, 13 léttir, 15 fjáður,
16 samtala, 18 vind-
hviðan, 19 sér eftir, 20
höfuðfat, 21 síki.
Lausn síðustu krossgátu
Lárétt: 1 lúsarlegt, 8 lepps, 9 nefna, 10 ann, 11 rænan,
13 augað, 15 hólar, 18 slasa, 21 ell, 22 riðli, 23 afann, 24
hafurtask.
Lóðrétt: 2 úlpan, 3 ausan, 4 linna, 5 göfug, 6 flór, 7 garð,
12 aka, 14 ull, 15 harm, 16 liðna, 17 reiðu, 18 slakt, 19
arans, 20 Anna.
1
7
11
15
22
24
12
14
3
9
20
10
4
8
21
23
25
13
17
5
18
6
19
2
16
Brids
Guðmundur Páll Arnarson | ritstjorn@mbl.is
Spilarinn Kantar.
Norður
♠DG84
♥G975
♦42
♣D63
Vestur Austur
♠10975 ♠K2
♥862 ♥3
♦G76 ♦ÁKD983
♣1087 ♣KG93
Suður
♠Á63
♥ÁKD104
♦105
♣Á42
Suður spilar 4♥.
Flest spilin sem kennd eru við Eddie
Kantar eru úr einhverri bóka hans þar
sem hann greinir gjarnan frá afrekum
annarra spilara. Ekki þetta. Hér var
Kantar sjálfur við stýrið, sagnhafi í
4♥, eftir að austur hafði tvímeldað tíg-
ul. Vestur kom út í lit félaga síns og
austur tók þar tvo slagi, en skipti síðan
yfir í tromp. Vandi sagnhafa er mikill,
tapslagur á spaða blasir við og einn til
tveir í laufi. Hvað er til ráða?
Kantar leysti málið þannig: Eftir af-
trompun lagði hann niður ♠Á og spil-
aði svo litlum spaða frá báðum hönd-
um! Sem sagt, gaf sér að austur ætti
♠Kx, enda engin von í annarri legu.
Réttlætið sigraði, austur átti kónginn
annan og laufkónginn líka. Austur spil-
aði laufi, en Kantar renndi því á
drottninguna og henti svo laufi í
fríspaða.
(21. mars - 19. apríl)
Hrútur Þig dreymir um að fara í frí eða fá
nægan tíma til að taka vissa ákvörðun. En
þetta er bara flótti frá því sem er aðkall-
andi núna. Viðurkenndu það.
(20. apríl - 20. maí)
Naut Þér finnst þú vera að missa af viss-
um lærdómi eða að það séu gloppur í vitn-
eskju þinni. Reyndin er sú að þú ert frum-
legri og einstakari því þú ert ótamin(n).
(21. maí - 20. júní)
Tvíburar Það geta allir orðið heppnir og
unnið, en það þarf einhvern sérstakan til
að vita hvað gera skal við vinninginn. Þú
ætlar að breyta heiminum.
(21. júní - 22. júlí)
Krabbi Þú ert til í að borga einhverjum til
að vinna verkið fyrir þig, en rödd í höfðinu
segir að þú eigir ekki að gera það. Það
tæki jafnlangan tíma að útskýra það.
(23. júlí - 22. ágúst)
Ljón Himintunglin blessa þig í dag með
því að draga úr athyglissýki þinni. Notaðu
tækifærið og vertu ein(n) í friði með góðri
bók – og nokkrum súkkulaðibitum.
(23. ágúst - 22. sept.)
Meyja Þú finnur á þér hvenær best er að
vera kærulaus. Þú sérð líka fyndna hluti
sem margir missa af. Þú og sporðdreki
skemmtið ykkur stórkostlega.
(23. sept. - 22. okt.)
Vog Það er fátt áhugaverðara en það sem
ástarviðfangið þitt gæti verið að hugsa.
Róleg. Það er áreiðanlega 10 sinnum
minna áhugavert en þú heldur.
(23. okt. - 21. nóv.)
Sporðdreki Þú vilt alltaf vita hver staða
þín er á vinnustað, heimili og í vinahóp.
Þú mátt vera viss um að hún er góð – og
verður enn betri ef þú slakar á.
(22. nóv. - 21. des.)
Bogmaður Fólki í kringum þig finnst það
hljóta að tapa einhverju ef það segir sann-
leikann. Þú ert rétta manneskjan til að
benda því á kosti þess.
(22. des. - 19. janúar)
Steingeit Þegar þú heldur þig hafa fundið
bestu lausnina á peningavandanum, birt-
ist einhver með nýjar hugmyndir.
(20. jan. - 18. febr.)
Vatnsberi Ruglingur er eðlilegur hluti
lærdómsferlisins. Haltu áfram þótt þú
skiljir ekki það sem þú vilt helst vita. Síð-
ar verður þetta allt sem opin bók.
(19. feb. - 20. mars)
Fiskar Það er tilraun í gangi – ekki op-
inber þó. Kannski að vinur þinn prófi
hvernig hægt sé að fara í taugarnar á þér.
Sama hvað er – mundu að vera þú.
Stjörnuspá
Holiday Mathis
27. október 1674
Hallgrímur Pét-
ursson prestur og
skáld lést, 60 ára
að aldri. Hann var
eitt helsta trúar-
skáld Íslendinga.
Passíusálmar hans hafa komið
út oftar en sextíu sinnum, fyrst
1666.
27. október 1923
Borgaraflokkurinn, hinn fyrri,
hlaut hreinan meirihluta at-
kvæða, 53,6%, í Alþingiskosn-
ingum og 25 þingmenn af 42.
Meðal forystumanna flokksins
voru Jón Magnússon og Jón
Þorláksson. Í næstu kosningum
skiptust stuðningsmennirnir á
Íhaldsflokkinn og Frjálslynda
flokkinn, sem síðar mynduðu
Sjálfstæðisflokkinn.
27. október 1934
Stórtjón varð norðanlands í
ofsaveðri. Eitt skip fórst og
bryggjur og hús skemmdust,
allt frá Hvammstanga til Þórs-
hafnar. Sjór flæddi víða á land,
meðal annars á Siglufirði. Á
sumum götum bæjarins var
mittisdjúpt vatn.
27. október 1936
Minnismerki um Niels R. Fin-
sen (f. 1860, d. 1904) var af-
hjúpað í Menntaskólanum í
Reykjavík þar sem hann var
við nám og lauk stúdentsprófi í
júlí 1882. Finsen var brautryðj-
andi í ljóslækningum og hlaut
Nóbelsverðlaun í læknisfræði
árið 1903.
27. október 1955
Sænska akademían veitti Hall-
dóri Laxness rithöfundi bók-
menntaverðlaun Nóbels, fyrst-
um Íslendinga, „fyrir að
endurnýja hina miklu íslensku
frásagnarlist“. Hann veitti
verðlaununum viðtöku í Stokk-
hólmi 10. desember.
Dagar Íslands | Jónas Ragnarsson.
Þetta gerðist…
„ÉG var nú að hugsa um að láta þetta bara ganga
rólega yfir,“ segir Jón Hjörleifur Jónsson, fyrrver-
andi skólastjóri. Fyrir 5 árum þegar Jón varð átt-
ræður tóku börnin hans fjögur af honum ráðin og
héldu honum „mestu afmælishátíð sem þekkst hef-
ur hér á landi og þótt víðar væri leitað“.
Slegið var upp allsherjar tónlistarveislu í Lang-
holtskirkju og segist Jón enn lifa á því afmæli og því
verði í mesta lagi haldið upp á daginn í dag með
jólaköku í hæverskum stíl. Sönglistin hefur fylgt
Jóni alla tíð og var hann alltaf syngjandi sem barn
svo eldri systrum hans fannst nóg um og kölluðu
hann „Jón söng“. Hann hefur stjórnað ófáum kórum, þ. á m. skólakór
Hlíðardalsskóla, Karlakór Akureyrar og kór eftirlaunakennara.
„Síðan lá leið okkar til Afríku og þar stjórnaði ég stærsta kórnum,
150 manna kór innfæddra.“ Jón hefur verið talsvert á faraldsfæti, er
m.a. nýkominn heim ásamt konu sinni Sólveigu Jónsson eftir ársdvöl í
Bandaríkjunum hjá börnum þeirra hjóna. Jón fylgist lítið með eigin ald-
urstölu þótt hárum hafi fækkað á höfðinu, en um þá þróun setti hann
einmitt saman eftirfarandi vísu: Það var ég hafði hár og skegg / um
höfuð loðið,/ en nú er hausinn eins og egg / illa soðið. una@mbl.is
Jón Hjörleifur Jónsson er 85 ára í dag
Jólakaka í hæverskum stíl
Sudoku
Frumstig
6 7 5
8 1 2 4 3
9 5 8
9 6 3 2
8 6
8 6 1 2
7 6 4
1 9 4 5 7
4 7 8
8 1 6
9 6 4 2
2 6 9 4 5
6 4 8
4 8 9 5
6 7 1
4 8 1 6 9
7 4 5 2
6 7 4
5 4 6 3
8 4 2 6
7 9
3 6 7
7 8 9 5
8 3 2
7 5
2 9 5 7
5 3 9 1
8 2 9 3 7 6 5 4 1
4 6 7 5 1 9 2 8 3
3 5 1 4 2 8 7 6 9
2 1 4 6 9 7 8 3 5
5 7 8 1 3 4 6 9 2
9 3 6 8 5 2 4 1 7
6 9 5 2 4 1 3 7 8
1 4 2 7 8 3 9 5 6
7 8 3 9 6 5 1 2 4
2 1 6 5 9 4 3 8 7
5 9 8 6 7 3 2 1 4
4 7 3 1 2 8 6 5 9
7 4 2 8 1 5 9 6 3
9 3 5 7 6 2 8 4 1
6 8 1 3 4 9 7 2 5
1 2 9 4 3 6 5 7 8
8 6 7 9 5 1 4 3 2
3 5 4 2 8 7 1 9 6
5 4 2 9 1 7 8 3 6
9 1 3 8 6 2 4 7 5
8 7 6 5 4 3 9 1 2
6 8 1 4 7 5 2 9 3
2 9 7 6 3 8 5 4 1
4 3 5 1 2 9 7 6 8
1 2 9 3 5 4 6 8 7
7 6 8 2 9 1 3 5 4
3 5 4 7 8 6 1 2 9
Efsta stigMiðstig Lausn síðustu sudoku
Þrautin felst í því að fylla
út í reitina þannig að í
hverjum 3x3-reit birtist
tölurnar 1-9. Það verður að
gerast þannig að hver níu
reita lína bæði lárétt og
lóðrétt birti einnig tölurnar
1-9 og aldrei má tvítaka
neina tölu í röðinni.
Lausn síðustu Sudoki.
dagbók
Í dag er mánudagur 27. október,
301. dagur ársins 2008
Skák
Helgi Áss Grétarsson | ritstjorn@mbl.is
1. e4 c5 2. Rf3 Rc6 3. Rc3 e5 4. Bc4 Be7
5. d3 d6 6. Rd2 Bg5 7. Rf1 Rh6 8. Rg3
0-0 9. 0-0 Kh8 10. f4 Bg4 11. De1 Bh4 12.
fxe5 Rd4 13. Bxh6 gxh6 14. Dd2 Bg5 15.
Df2 dxe5 16. Rf5 Hc8 17. a4 Hc6 18. Rd5
Bxf5 19. exf5 Hd6 20. c3 Rc6 21. Dxc5 b6
22. Da3 Hg8 23. Da2 h5 24. Hae1 f6 25.
b4 Hg7 26. He4 Hgd7 27. Bb5 h4 28. c4
Hg7 29. Bxc6 Hxc6 30. De2 Hc8 31. d4
exd4 32. Hxd4 De8 33. De6 Hd8 34. He1
Dxa4
Staðan kom upp í annarri umferð
þýsku deildarkeppninnar fyrir skömmu.
Stórmeistarinn Sergey Fedorchuk
(2.603) frá Úkraínu hafði hvítt gegn of-
urstórmeistaranum Alexei Shirov
(2.726) frá Spáni. 35. Rxb6! og svartur
gafst upp. Þýska deildarkeppnin fer
þannig fram að tefldar eru tvær skákir á
nokkrum helgum yfir vetrarmánuðina.
Keppnin hefst í október og lýkur í apríl.
Hvítur á leik.
Nýbakaðir
foreldrar?
Sendið mynd af
barninu til birtingar í
Morgunblaðinu
Frá forsíðu mbl.is er einfalt
að senda mynd af barninu
með upplýsingum um
fæðingarstað, stund, þyngd,
lengd, ásamt nöfnum
foreldra. Einnig má senda
tölvupóst á barn@mbl.is