Morgunblaðið - 17.11.2008, Side 1
M Á N U D A G U R 1 7. N Ó V E M B E R 2 0 0 8
STOFNAÐ 1913
315. tölublað
96. árgangur
Landsprent ehf.
MBL.IS
Morgunblaðið
hvar sem er
hvenær sem er
95
ára
mbl.is
Leikhúsin
í landinu >> 37
DAGLEGTLÍF
KAFFI OG KANDÍS
HJÁ MADDÖMUNUM
VIÐSKIPTI/ATVINNULÍF
Íslenskar jurtir
í vesturvíking
ÍÞRÓTTIR
Guðjón Valur Sigurðsson skoraði
13 mörk fyrir Rhein Neckar Löwen
í þýska handboltanum þrátt fyrir
slitið liðband í ökkla. Hann er orð-
inn afar þreyttur á stanslausu álagi
í handboltanum.
Guðjón Valur orðinn
þreyttur á álaginu
Grindavík vann sinn sjöunda sigur í
átta leikjum í úrvalsdeildinni í
körfubolta í gærkvöld. Tindastóll
vann Þór í spennandi Norðurlands-
slag og Snæfell sigraði FSu á sann-
færandi hátt í Stykkishólmi.
Grindavík áfram
á sigurbrautinni
Það var mikið um að vera á tveimur
krakkamótum um helgina. Í
Skautahöllinni í Laugardal voru ís-
hokkístjörnur framtíðarinnar á
ferð og í Grafarvogi voru hand-
boltastrákar fjölmennir.
Fjör í íshokkí og
handboltanum
REYKJARMÖKKURINN og ösku-
regnið er svo mikið að maður er beð-
inn að vera innandyra eins mikið og
hægt er,“ segir Katrín Gunnarsdótt-
ir, sem býr í Pasadena í Kaliforníu,
en skógareldar hafa geisað í fjórum
sýslum ríkisins frá því í síðustu viku.
Um 800 heimili hafa orðið eldinum
að bráð, þar af 500 í Sylmar sem er
um 15 mínútna akstur frá Pasadena,
að því er Katrín greinir frá.
„Húsin í Sylmar brunnu öll á einu
bretti. Talið er að þar hafi látist að
minnsta kosti sex manns af völdum
skógareldanna en óttast er að marg-
ir hafi ekki getað komist út.“
Eldarnir geisa bæði fyrir austan
og vestan Pasadena, að sögn Katr-
ínar sem er formaður Íslendinga-
félagsins á svæðinu. Hún kveðst ekki
vita til þess að Íslendingar hafi misst
heimili sín eða þurft að yfirgefa þau.
Um 40 stiga hiti var í Pasadena í
gær en á þessum árstíma er hitinn
venjulega um 20 stig. Ekki hefur
rignt á svæðinu síðan í mars. | 15
ingibjorg@mbl.is
Íslensk kona í öskuregni skógarelda
Eldarnir æða yfir
Eftir Ingibjörgu B. Sveinsdóttur
ingibjorg@mbl.is
SAMKOMULAG hefur náðst við
Evrópusambandsríki um viðmið fyrir
frekari samningaviðræður varðandi
deiluna um Icesave-reikninga Lands-
bankans í Bretlandi og Hollandi.
Í samkomulaginu, sem nú hefur
verið gert, er ekkert um að Ísland gefi
frá sér rétt til þess að stefna breskum
stjórnvöldum vegna beitingar hryðju-
verkalaganna.
Samkomulagið felur í sér að íslensk
stjórnvöld ábyrgjast lágmarkstrygg-
ingu þá sem reglur EES-svæðisins
mæla fyrir um til innstæðueigenda í
útibúum bankanna erlendis.
Endanlegur kostnaður ríkissjóðs
ræðst af því hvað greiðist upp í inn-
stæðutryggingar af eignum bank-
anna en fjárskuldbindingar úr ríkis-
sjóði eru háðar fyrirvara um
samþykki Alþingis, að því er Geir
Haarde forsætisráðherra benti á er
hann kynnti samkomulagið ásamt
Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur utan-
ríkisráðherra í Ráðherrabústaðnum í
gær.
Utanríkisráðherra gat þess að
skilaboðin um að Íslendingar fengju
ekki lán nema Icesave-deilan yrði
leyst hefðu verið skýr og komið úr
mörgum áttum, ekki bara frá Bret-
landi og Hollandi, heldur öllum Evr-
ópusambandsríkjunum auk Norður-
landanna. Ráðherrann benti á að nú
yrði fjárhagsaðstoð við Ísland flýtt,
þar með lánafyrirgreiðslu sem beðið
hefur samþykktar stjórnar Alþjóða-
gjaldeyrissjóðsins, IMF, undanfarnar
vikur. Ráðgert er að umsókn Íslands
um lán verði tekin til afgreiðslu hjá
IMF nk. miðvikudag.
Icesave í samningsferli
Íslensk stjórnvöld gefa ekki frá sér
réttinn til að höfða mál gegn Bretum
Skilaboðin voru skýr | 2
Morgunblaðið/Kristinn
Icesave Ingibjörg Sólrún og Geir
H. Haarde kynntu samkomulagið.
TILLÖGUR að íslenskri málstefnu voru kynntar á málræktarþingi á degi
íslenskrar tungu þar sem Herdísi Egilsdóttur kennara voru veitt Verðlaun
Jónasar Hallgrímssonar og Landnámssetrið í Borgarnesi og Útvarpsleik-
húsið fengu viðurkenningu fyrir stuðning við íslenska tungu. Flutt voru er-
indi, skólastúlkur lásu upp og Skólakór Kársness undir stjórn Þórunnar
Björnsdóttur skemmti samkomugestum með hjartnæmum söng sínum.
Verðlaun voru einnig afhent í Ráðhúsinu á vegum menntaráðs Reykjavík-
urborgar til fjölmargra grunnskólabarna | 8-9
Íslenska til alls á degi íslenskrar tungu
Morgunblaðið/Kristinn
EKKI verður af því að sinni að
hestamannafélögin Gustur í Kópa-
vogi og Andvari í Garðabæ samein-
ist á þessu hausti eins og að hafði
verið stefnt.
Það er ástandið í efnahagsmál-
unum sem ræður mestu um að sam-
einingunni er a.m.k. frestað, en
ýmsar blikur eru á lofti í fram-
kvæmdamálum hestamanna eins og
hjá öðrum. Sem dæmi um það má
nefna að Gustur úthlutaði 130 lóð-
um undir hesthús á Kjóavöllum en
líklegt þykir að einhverjum þeirra
verði skilað. Þá þykir líka viðbúið,
að framkvæmdir Kópavogsbæjar
við nýja og mjög glæsilega reiðhöll,
sem áttu að hefjast á næsta ári,
muni frestast. » 12
Sameinast ekki að sinni
„Frestun fulln-
ustu refsingar er
ávallt bundin því
skilorði, að aðili
gerist ekki sekur
um nýtt brot á
skilorðstím-
anum.“
Svo segir m.a. í
grein eftir Pál
Ásgrímsson héraðsdómslögmann
en hann hefur áður gert það að um-
talsefni í grein í Morgunblaðinu, að
Jón Ásgeir Jóhannesson situr enn í
stjórnum 13 hlutafélaga þrátt fyrir
dóm og blátt bann hlutafélagalaga
við stjórnarsetu manna í þrjú ár frá
því dómur fellur um refsiverðan
verknað. » 19
Sýnist Jón Ásgeir hafa
framið nýtt lagabrot
ÞÝSKA lögreglan hefur hafið
viðamikla leit að fanga sem slapp
með því að senda sjálfan sig í pósti
úr fangelsi nálægt Düsseldorf.
Fanginn tróð sér ofan í stóran
pappakassa sem fluttur var með
hraðpósti ásamt varningi sem fang-
ar höfðu framleitt fyrir þýskar
verslanir.
Fanginn er 42 ára gamall Tyrki
og afplánaði sjö ára fangelsisdóm
fyrir fíkniefnasmygl.
Fangi slapp í pósti