Morgunblaðið - 17.11.2008, Page 12

Morgunblaðið - 17.11.2008, Page 12
12 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 17. NÓVEMBER 2008 FRÉTTASKÝRING Eftir Ágúst Inga Jónsson aij@mbl.is EKKI verður af sameiningu hesta- mannafélaganna Gusts í Kópavogi og Andvara í Garðabæ í haust eins og að hefur verið stefnt um skeið. Ekki er ljóst hvort um viðræðuslit er að ræða eða aðeins frestun en frammámenn í báðum félögum telja að í framtíðinni verði félögin sameinuð, það sé ekki spurning hvort, heldur hvenær. Gustur hefur slitið sameining- arviðræðum, segir á heimasíðu And- vara. Á heimasíðu Gusts segir hins vegar að um frestun viðræðna sé að ræða. Fram kemur á síðunni að í ljósi gerbreyttrar stöðu í efnahagsmálum líti stjórn Gusts svo á að ótímabært sé að sameina félögin. Búið var að ákveða að aðalfundir beggja félag yrðu haldnir 27. nóvember næstkom- andi. Í beinu framhaldi yrði síðan formlegur sameiningarfundur. Sá fundur bíður betri tíma, en lífið á Kjóavöllum gengur væntanlega sinn vanagang í vetur og ekkert útilokar samvinnu. Flutningarnir stórt verkefni Stjórn Gusts og fasteignafélag hafa haft mörg járn í eldinum síðustu misseri. Aðalverkefnið var risavaxið; að flytja stóran hluta myndarlegs hestamannafélags úr Glaðheimum eftir uppkaup á landi og húsum þar. Nýja svæðið var ekki endanlega hæft til byggingar fyrr en í sumar, eftir að vatnsverndarskilyrðum hafði verið breytt og deiliskipulag verið samþykkt. Eflaust hefði ekkert hik verið á félagsmönnum að ráðast í framkvæmdir hefði það verið hægt í góðærinu fyrir rúmu ári. Nú er stað- an hins vegar óviss. Árið 2006 keypti Kópavogsbær svæðið í Glaðheimum fyrir 3,2 millj- arða. Bærinn greiddi hestamönnum jafnframt upp í kostnað vegna flutn- ings hesthúsahverfisins auk þess að fjármagna uppbyggingu nýs svæðis og gerð reiðhallar og reiðvega. Þessi kostnaður var áætlaður um tveir milljarðar fyrir tveimur árum. Bær- inn seldi síðan Glaðheimasvæðið til tveggja fyrirtækja á 6,5 milljarða, en hluti þeirra viðskipta gekk til baka nú í haust. Það var mat stjórnar Gusts að út- hluta öllum lóðunum á nýja svæðinu á sama tíma og var 130 lóðum úthlutað til félagsmanna í haust. Eins og mál hafa þróast í efnahagsmálum síðustu vikur er hins vegar óljóst hvort allir rétthafar standa skil á lóðagreiðslum. Á fundi í Gusti fyrir viku voru lagð- ar spurningar fyrir lóðarrétthafa. M.a. var spurt hvort lóðarhafi ætlaði að greiða þau gjöld sem honum væri ætlað. 75 svöruðu spurningunni, 36 sögðu já, 37 sögðu nei og tveir voru óákveðnir. Þá var spurt hvort það myndi breyta þessari afstöðu ef lóð- arhafi ætti kost á að skipta gjöldum vegna lóðarinnar. Þá sögðu 87% já en 10% nei. Fram kom á fundinum greinilegt hik við að ráðast í þessar framkvæmdir. Forystumaður í Gusti orðaði það svo að óvissan hefði greini- lega áhrif. „Bygging hesthúss er ekki beinlín- is forgangsmál á mörgum heimilum þegar fólk veit ekki hvort það hefur vinnu á morgun,“ sagði hann. Hann sagðist ekki vilja túlka þessa nið- urstöðu þannig að fólk vildi almennt hætta við en margir vildu skipta greiðslum. Frestur til að greiða lóð- irnar rennur út 20. nóvember en bær- inn hefur viljað fá gjöldin staðgreidd. Gustur fékk á sínum tíma nokkra fjárhæð frá Kópavogsbæ vegna inn- lausnar á eignum í Glaðheimum. Þessi peningar voru ávaxtaðir í pen- ingamarkaðssjóði en skerðast eftir fall bankanna í byrjun október. Höf- uðstóllinn var um 40 milljónir og gera forystumenn Gusts sér vonir um að hann skerðist ekki. Hugmyndin er að nýta peningana til að stofna sjóð sem myndi þjóna innra starfi félagsins á næstu árum á nýjum stað. Kópavogs- bær sér um uppbyggingu á svæðinu, en hesthúsin byggja félagsmenn. Ekki byggt lengi á Kjóavöllum Svæðið á Kjóavöllum er í báðum sveitarfélögum, þó stærri hluti þess sé í Garðabæ. Andvari hefur lengi verið á Kjóavöllum og félagar í Gusti hafa verið með hús norðaustan til á svæðinu þar sem heitir Heimsendi. Lóðirnar eru tilbúnar frá hendi Kópavogsbæjar en þó svo að verkefni Gusts sé flutningur á stóru hesthúsa- hverfi þá er líka þörf fyrir fram- kvæmdir hjá Andvara-mönnum. Lóð- ir hafa ekki verið á lausu og þeir hafa ekki fengið leyfi til að byggja á svæð- inu í um 20 ár vegna vatnsverndar. Þeim skilyrðum var aflétt í sumar og deiliskipulag samþykkt. Búast má við að einhverjir af félagsmönnum Andvara vilji byggja þrátt fyrir erfitt árferði. Viðræður eru í gangi við yf- irvöld í Garðabæ og er m.a. verið að meta hvort farið verður í úthlutun. Endanlegur flutningur af Glað- heimasvæðinu var ráðgerður næsta sumar og verða Gustarar í Glað- heimum í vetur. Þeir hafa ekki greitt leigu fyrir aðstöðuna þar frá því að samningar um flutning voru gerðir. Aðstaða þar er öll orðin mun erfiðari en áður og þá sérstaklega reiðleiðir. Spurningin er hvort húsin á Kjóavöll- um verða tilbúin að ári. Kengur í samstarfi á Kjóavöllum Morgunblaðið/Ómar Óvissa Snjókorn féllu í logni og hrossin virtust áhyggjulaus á Kjóavöllum þar sem Gustur og Andvari ráða ríkjum.  Viðræðum Gusts og Andvara slitið eða frestað  Gustur ávaxtaði 40 milljónir í peningamarkaðssjóði  Deiliskipulag samþykkt eftir breytingu á vatnsvernd  Hik á hestamönnum að hefja framkvæmdir Í HNOTSKURN »Fákur í Reykjavík erstærsta hestamanna- félagið á höfuðborgarsvæðinu með um 1.600 félaga. »Ef orðið hefði af samein-ingu Gusts í Kópavogi og Andvara í Garðabæ hefði sam- einað félag orðið álíka stórt og Fákur. »Einnig eru á svæðinuHestamannafélögin Sörli í Hafnarfirði, Hörður í Mos- fellsbæ og Sóti á Álftanesi. SAMHLIÐA áformum um uppbygg- ingu fyrir hestamenn á Kjóavöllum ætlar Kópavogur að byggja reiðhöll á svæðinu og leggja reiðleiðir. Gunnar I. Birgisson bæjarstjóri í Kópavogi var spurður hvað liði undirbúningi þess- ara verkefna. „Við erum að setja á fót starfshóp sem á að vinna að hönnun reiðhallar- innar, sem verður sú glæsilegasta á landinu. Við ætluðum að byrja á fram- kvæmdum á næsta ári, en sjálfsagt frestast það í þessari niðursveiflu og þessu ástandi sem er einstakt í ís- lensku samfélagi. Skipulag að reiðleiðum liggur fyrir og þegar er búið að leggja tvær af þremur. Þegar hestamenn flytja þarna upp eftir verður því verkefni lokið. Hugsunin var að peningar sem kæmu í kassann af Glaðheimasvæð- inu myndu ganga til að byggja upp svæði fyrir hestamenn á Kjóavöllum.“ Auglýst ef lóðum verður skilað Um hugsanleg lóðaskil á svæði Gusts á Kjóavöllum sagði Gunnar að hestamenn hefðu á sínum tíma fengið staðgreitt frá bænum þegar eignir voru keyptar á Glaðheimasvæðinu. Nú yrðu þeir að staðgreiða bygginga- leyfis- og gatnagerðagjöld á Kjóavöll- um. „Fyrirkomulagið var þannig að við úthlutuðum ekki svæðinu heldur var það í höndum Gusts. Hins vegar, ef menn skila lóðum, þá koma þær inn til bæjarins, sem auglýsir þær á hefð- bundinn hátt.“ Gunnar sagði að á Glaðheimasvæðinu yrðu tvö hús rifin í haust og 3-4 næsta vor vegna vega- framkvæmda. Fresta byggingu reiðhallar STÓRHUGA áform eru um byggingu hest- húsabyggðar á vegum Fáks í Almannadal, austan Rauðavatns. Fyrstu hesthúsin eru risin og blasa reisulegar byggingarnar, líkari stórum einbýlishúsum, við frá Suðurlandsvegi. Blikur eru hins vegar á lofti með framhaldið. Mörgum hrýs hugur við að hefja framkvæmdir í þessu árferði og margir vilja losna undan samningum. Það kostar sitt að byggja hesthús og miðað við stærð þessara tveggja hæða hesthúsa í Al- mannadal er ekki fjarri lagi að áætla að það kosti ekki undir tveimur milljónum að byggja yfir hest. Á efri hæð húsanna er yfirleitt gert ráð fyrir kaffistofu og annarri aðstöðu. Að- spurður um stærð húsanna og hve mikið er borið í þau sagði forystumaður í Fáki að þetta væru „hesthús dagsins í dag“. Þríhliða samningar um skil Það er þó ekki einfalt að skila lóðum því Fákur fékk landinu úthlutað á sínum tíma og endurúthlutaði til félagsmanna. Þríhliða samningur um lóðaskil er til skoðunar, en nið- urstaða liggur ekki fyrir. Hesthúsalóðum í fyrsta áfanga í Almanna- dal var úthlutað fyrir rúmum tveimur árum og öðrum áfanga síðastliðinn vetur. Lóðaeigend- ur hafa allir gert skil á gatnagerðargjöldum og öðrum lóðakostnaði. Fyrsti áfangi er kom- inn vel á veg og margir sem fengu lóðir í öðr- um áfanga eru byrjaðir framkvæmdir. Áætlað er að í Almannadal verði hús fyrir allt að 1400 hesta, um 500 í fyrsta áfanga og 28 hesthús á 7 lóðum sem rúma samtals 782 hesta í öðrum áfanga. Til samanburðar má nefna að í Víðidal eru hús fyrir um fjögur þúsund hross. Söluverð byggingarréttarins var ýmist mið- aður við hesthúsaeiningar eða heilt hús. Gjarn- an er miðað við 10 fermetra með öllu undir hvern hest og var byggingarréttur seldur á um 110 þúsund krónur á hest í fyrsta áfanga. Í öðrum áfanga síðastliðinn vetur var verðið talsvert hærra, m.a. vegna verðlagshækkana, og var þá miðað við að lóðagjöld á hvert pláss undir hest væru 150-160 þúsund krónur. Sölu- verð byggingarréttar á átta hesta einingu var 1.232 þúsund krónur og fyrir 42 hesta hús tæp- lega 6,5 milljónir. Fyrsti áfangi byggðarinnar í Almannadal er kominn vel á veg eins og áður sagði, en staðan er önnur í öðrum áfanga. Þar hefur um þriðj- ungur rétthafa áhuga á að losna undan samn- ingum við Fák. Sá hópur gæti stækkað ef mögulegt reynist að skila lóðum. Fákur fékk svæðinu úthlutað á sínum tíma frá borginni og er hinn raunverulegi eigandi að svæðinu. Lóðahafar hafa gert upp við Fák og félagið við borgina. Því liggur ekki fyrir hvernig slík skil og uppgjör gætu farið fram. Til framtíðar í Trippadal Fákur horfir til framtíðar með framkvæmd- unum í Almannadal og byggðin þar ætti að duga næstu árin, jafnvel áratugina, eftir því hvernig þróunin verður. Ýmsir óttast að svæð- ið gæti verið lengi að byggjast upp miðað við það uppnám sem nú ríkir. Sé horft til enn lengri framtíðar þá hafa borgin og forysta Fáks augastað á svæði sem kallast Trippadalur og er austar í heiðinni. Sá staður gæti því á ný fengið nafn með rentu eft- ir ekki svo mörg ár. Fákur er enn með starfsemi á gamla Fáks- svæðinu við Sprengisand. Borgin hefur eign- ast þau hús og þeir sem eru á því svæði gera tímabundna leigu við félagið. Húsin eru orðin gömul og svæðið er fyrir á skipulagi, en reikn- að er með að þarna verði mislæg gatnamót. Svo er spurning hversu margir hestar verða teknir á hús í borginni í vetur. Hestamennskan kostar sitt eins og annað sport og þó svo að stöðug aukning hafi verið í greininni und- anfarin ár þá verða margir að staldra við. „Margir hafa færri krónur til að spila úr en áð- ur. Á sama tíma hækkar allt í þessu eins og öðru, hey, spænir og annað. Það er líklegt að margir haldi að sér höndum eins og þeir geta,“ sagði framámaður í Fáki í samtali við Morg- unblaðið. aij@mbl.is Lóðaskil könnuð hjá Fáki í Almannadal Almannadalur Fyrstu hesthúsin eru risin og blasa reisulegar byggingarnar, líkari stórum ein- býlishúsum, við frá Suðurlandsvegi. „Hesthús dagsins í dag“, segir forystumaður í Fáki. Morgunblaðið/Árni Sæberg

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.